Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2013, Blaðsíða 13
Fréttir 13Miðvikudagur 21. ágúst 2013
Fraus í hel á Grænlandi
n Þrír Bretar lentu í óveðri þegar þeir reyndu að ganga þvert yfir Grænlandsjökul
P
hilip Goodeve-Docker, 31
árs breskur ævintýramaður,
fraus í hel í apríl síðastliðn-
um þegar hann reyndi að
komast þvert yfir Grænlandsjökul.
Þetta leiðir réttarrannsókn á and-
láti hans í ljós en niðurstöðurnar
voru birtar á mánudag.
Þrír menn lögðu af stað í leið-
angurinn seint í apríl og átti ferðin,
alls rúmlega 600 kílómetra ganga,
að taka 30 daga. Mjög vont veð-
ur skall á tveimur dögum eftir að
mennirnir lögðu af stað og voru
þeir fastir í tjöldum sem þeir höfðu
meðferðis. Hinir mennirnir, Roan
Hackney og Andrew Norman, lifðu
af en fengu alvarleg kalsár og missti
Norman til að mynda tær og fingur.
Við réttarrannsóknina lýsti
Hackney aðdragandanum að
slysinu og sagðist hann hafa vitað
að óveður væri í nánd. Þeir hefðu
hins vegar verið mjög vel búnir.
Hackney sagði að óveðrið sem
skall á að kvöldi 27. apríl hefði
hins vegar orðið mun verra en þeir
hefðu búist við en vindhraði fór í
yfir 200 kílómetra á klukkustund og
þar að auki var tuttugu gráðu frost
á jöklinum. Þá var ekkert skyggni
klukkutímum saman og fuku tjöld
mannanna.
Hackney hringdi á aðstoð með
gervihnattarsíma sem þeir höfðu
meðferðis en fékk þau skilaboð að
ómögulegt væri að senda út björg-
unarþyrlu til þeirra. „Á þessum
tímapunkti hugsuðum við um það
eitt að lifa af.“ Að morgni 28. apríl
segir Hackney að hann hafi verið
orðinn meðvitundarlítill vegna of-
kælingar. Sagði hann að Goodeve-
Docker hefði að öllum líkindum
látist um nóttina, eða nokkrum
klukkustundum áður en aðstoð
barst. n einar@dv.is
Lést á jöklinum Aðeins tveimur
dögum eftir að þremenningarnir lögðu
af stað skall á mikið óveður. Philip
Goodeve-Docker lést en ferðafélagar
hans fengu alvarleg kalsár.
Líkið fannst í
frystikistunni
53 ára breskur karlmaður hef-
ur verið handtekinn grunaður
um að hafa myrt eiginkonu sína.
Lík konunnar fannst í frystikistu
á heimili þeirra í Portsmouth í
suðurhluta Englands. Lögregla
braut sér leið inn í íbúð hjón-
anna eftir að ábendingar bárust
frá borgaryfirvöldum um að
mögulega væri ekki allt með
felldu á heimilinu. Sá grunur
reyndist á rökum reistur enda
fannst líkið eftir stutta leit lög-
reglu. Krufning á líki konunn-
ar mun leiða dánarorsök í ljós.
Maðurinn hefur verið látinn
laus gegn tryggingu.
Níu ára lést í
trampólínslysi
Níu ára stúlka beið bana þegar
trampólín sem hún sat á fauk.
Atvikið átti sér stað í Utah í
Bandaríkjunum um helgina en
trampólínið fór í loftköstum tugi
metra þegar öflugur vindstreng-
ur feykti því. Stúlkan, Oaklee Sid-
well, var að leika sér með vinum
sínum á trampólíninu en hin
börnin voru farin af því þegar
atvikið átti sér stað. Stúlkan var
flutt á sjúkrahús og þaðan með
þyrlu á sjúkrahús í Salt Lake City
þar sem hún var úrskurðuð látin.
49 ára fangelsi
fyrir nauðgun
Tveir Brasilíumenn hafa verið
dæmdir í 49 ára fangelsi hvor
fyrir að ræna og nauðga banda-
rískri konu sem var ferðamaður
í Rio de Janeiro. Konan var á ferð
í borginni ásamt kærasta sínum
þegar þau stigu inn í litla sendi-
bifreið sem í var hópur manna.
Ökumaður bifreiðarinnar og
félagar hans keyrðu með parið
á afvikinn stað þar sem kon-
unni var nauðgað fyrir framan
kærasta sinn. Þriðji maðurinn
sem tók þátt í nauðguninni fékk
21 árs fangelsisdóm og enn á eft-
ir að rétta yfir 14 ára dreng sem
einnig var í rútunni og tók þátt.
L
aszlo Csatary, einn af sein-
ustu stríðsglæpamönnum
sem Simon Wiesenthal-stofn-
unin var á höttunum eftir lést
á dögunum. Hann var 98 ára.
Eftir andlát hans eru einungis ellefu
nasistar eða stríðsglæpamenn sem
stofnunin leitar að. Af þeim er enginn
yngri en 89 ára og vísast til eru flestir
þeirra látnir þar sem ekki hefur sést
til sumra í fjölda ára.
Csatary starfaði sem lögreglu-
maður í Austur-Ungverjalandi á
stríðsárunum. Þegar Þjóðverjar
hertóku landið snemma árs 1944
voru lögreglumenn fengnir til að
aðstoða Gestapo við handtökur og
flutning Gyðinga til útrýmingarbúða.
Eftir stríðið var Csatary dæmdur til
dauða fyrir sérstaklega illa meðferð á
Gyðingum. Í þeim réttarhöldum kom
meðal annars fram að hann hafði
gengið lengra í hörku en ætlast var til.
Csatary var sagður hafa hýtt Gyðing-
anna með svipu meðan hann tróð
þeim inn í yfirfulla lestarklefa.
Var í felum í 50 ár
Eftir stríð var Csatary meðal þeirra
fjölmörgu stríðsglæpamanna sem
náðu að flýja til Vesturheims. Hann
lenti í Kanada þar sem hann laug til
um nafn og þjóðerni og fékk að lok-
um ríkisborgararétt. Þar starfaði
hann óáreitur sem sölumaður list-
muna allt fram til ársins 1997, en það
var fyrst þá er nasistaveiðarar Simon
Wiesenthal-stofnunarinnar komust
á slóð hans. Stuttu eftir það var hann
sviptur kanadískum ríkisborgararétti
og flúði hann þá land. Ekkert spurð-
ist svo til hans eftir það fyrr en árið
2011 og var hann þá kominn aftur
til heimalands síns. Ekkert gerðist
í málinu fyrr en fyrr í sumar en þá
var Csatary kærður og gert að sitja í
stofufangelsi.
Handtöku stríðsglæpamanns
mótmælt
Eftir að upp komast að hann væri í fel-
um í Ungverjalandi hófust bæði mót-
mæli gegn og með því að hann yrði
handtekinn. Stuðningsmenn öfga-
hægri flokksins Jobbik kröfðust þess
að hann fengi að ganga laus með-
an baráttusamtök Gyðinga kröfðust
þess að hann yrði handtekinn und-
ir eins. Stjórnmálaflokkurinn Jobbik
er þriðji stærsti flokkur Ungverja-
lands og hefur ítrekað komist í frétt-
ir fyrir fasíska tilburði. Það er í fersku
minni þegar flokksmenn mótmæltu
alheimsráðstefnu Gyðinga fyrr á ár-
inu. Á mótmælendafundi sem var
haldinn fyrir utan heimili Csatary
sagði varaformaður flokksins að
Csatary væri sannur Ungverji og sak-
laus. Í Ungverjalandi eru enn hávær-
ar deilur um þátttöku landsins í hel-
förinni og hvort þjóðin hafi verið
gerandi í framkvæmd hennar.
Einbeita sér að nýnasistum
Stríðsglæpamenn sem og nasistar
sem enn er leitað eftir hörmungar
seinni heimsstyrjaldarinnar eru nær
allir dánir eins og gefur að skilja þar
sem 68 ár eru frá stríðslokum. Ætl-
unarverki nasistaveiðara eins og
Simonar Wiesenthal fer því brátt að
ljúka. Töluverðar deilur hafa sprottið
upp nýlega innan fræðaheimsins
sem og meðal afkomenda þeirra
sem lentu í helförinni. Laszlo Karsai,
einn fremsti fræðimaður helfarar-
innar og sonur fórnarlambs henn-
ar, segir að réttarhöld yfir háöldruð-
um nasistum þjóni engum tilgangi.
Hann segir að þótt það sé með öllu
ljóst að mennirnir séu sekir þá sé
það harðneskjulegt að rétta yfir svo
öldruðum mönnum sem séu margir
með vitglöp. Hann bendir á rétt-
arhöld sem ungverska ríkið hélt yfir
Sandor Kepiro árið 2011. Kepiro var
sagður hafa tekið þátt í fjöldamorði
á Gyðingum árið 1942. Réttarhöldin
enduðu með því að hann var sýknað-
ur og lést Kepiro stuttu síðar. Karsai
segir að þau réttar höld sýni vel hvers
vegna slík réttarhöld þjóni engum til-
gangi. Bæði enda réttarhöldin oft með
sýknu vegna lagaflækju út af ólíkum
landamærum þá og nú og auk þess
komi ekkert nýtt fram sem gefi nýja
sýn á atburðina. Simon Wiesen thal-
stofnunin mun þó ekki verða lögð
niður í bráð því samkvæmt heima-
síðu hennar mun hún beita sér gegn
nýnasistum um ókomna framtíð. n
Nasistaveiðarar
en engin bráð
n Einn seinasti stríðsglæpamaður seinni heimsstyrjaldarinnar deyr
Hjálmar Friðriksson
blaðamaður skrifar hjalmar@dv.is
Laszlo Csatary Myndin var
tekin fyrir tæpum mánuði er
Csatary var formlega ákærður
fyrir aðild sína í nauðungar-
flutningum á Gyðingum.
Stuðningsmenn Jobbik Stjórnmála-
flokkurinn fékk átján prósenta fylgi í síðustu
kosningum í Ungverjalandi. Flokkurinn
segist vera róttækur flokkur kristinna
þjóðernissinna.