Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2013, Blaðsíða 20
M
arkmið mitt er fyrst og
fremst að koma í mark,
en ég yrði mjög glöð ef ég
yrði í kringum 40 tíma,“
segir ofur hlauparinn
Helga Þóra Jónasdóttir sem reyn-
ir við Ultra- Trail du Mont-Blanc
(UTMB), þann 30. ágúst næstkom-
andi. Hlaupið er 100 mílur, eða 168
kílómetrar, og hækkunin er 9.500
metrar. „Ég hef 46 tíma til að klára
hlaupið, en það eru ákveðin tíma-
takmörk á leiðinni þannig ég þarf
að halda dampi.“
Hefur áður hlaupið á Mont
Blanc
Hlaupið er frá Chamonix í Frakk-
landi og eru þrjár vegalengdir í
boði, 100, 120 og svo 168 kílómetr-
ar. UTMB er haldið í ellefta sinn nú
í ár og umsækjendum fjölgar stöð-
ugt. Að sögn Helgu Þóru sækja um
10.000 manns um þátttökurétt í
hlaupinu en 5.600 komast inn. Þátt-
takendafjöldi í vegalengdinni sem
Helga Þóra hleypur er takmarkað-
ur við 2.300. „Mín vegalengd er að-
alhlaupið, enda hlaupið kennt við
það,“ segir Helga Þóra sem er ekki
ókunnug Mont Blanc, því árið 2010
hljóp hún stystu vegalengdina og
120 kílómetra árið á eftir.
„Þegar ég fór fyrir þremur árum,
í stysta hlaupið, þá fannst mér
ómannlegt að fara 100 mílurnar.
Svo bara vinnur maður sig áfram.
Fyrst fólk getur þetta þá hlýt ég að
eiga þangað erindi og ætti að geta
klárað eins og aðrir.“
Ákveðið lotterí
Þegar Helga Þóra sótti um þátttöku-
rétt í hlaupinu voru þó aðeins um
30 prósenta líkur á því að hún kæm-
ist inn. „Þetta er nefnilega ákveðið
lotterí. Þú þarft bæði að safna þér
inn ákveðnum punktafjölda til að
mega taka þátt og svo þarft þú líka
að vera heppin og dregin úr pottin-
um,“ útskýrir hún, en þetta er í fyrsta
skipti sem íslenskar konur fá þátt-
tökurétt í hlaupinu.
Punktunum hefur Helga Þóra
safnað sér inn með því að hlaupa
í ákveðnum hlaupum sem viður-
kennd eru af UTMB. „Þú getur ekki
bara tekið þátt í einhverjum hlaup-
um. Þú verður að vinna fyrir þessu.“
Fyrir utan Helgu Þóru, tekur ein
önnur íslensk kona þátt í hlaupinu
í ár. Nokkrir Íslendingar til viðbótar
hlaupa svo styttri vegalengdirnar.
„Það hefur engin íslensk kona
reynt við þessa vegalengd áður í
hlaupinu, 100 mílur, þannig við
erum þær fyrstu. Það hafa hins
vegar nokkrir flottir íslenskir karl-
kyns fjallahlauparar lokið hlaupinu
þannig að nú er lag að bæta konum
í þann föngulega hóp.“
Nauðsynlegt að nærast vel
Að mati Helgu Þóru er ein af stærri
áskorunum í þessu hlaupi að finna
réttu leiðina til að næra sig þannig
að líkaminn hafi næga orku allan
tímann. Að sögn Helgu Þóru getur
margt komið upp á í svona löngu
hlaupi og því alls ekki sjálfgefið að
ljúka því. En brottfallið mun vera
um 50 prósent. „Það er eitt að leggja
af stað og annað að klára.“
Hún segir einna mikilvægast
fyrir hlauparana að nærast vel á
leiðinni. „Það er oft það sem fellir
fólk í svona löngum hlaupum, að
maginn fer að mótmæla. Fólk bæði
missir lystina og heldur ekki nær-
ingunni niðri. Um leið og þú miss-
ir dampinn hvað næringuna varð-
ar þá er ótrúlega erfitt að vinna það
aftur upp. Þá getur þetta verið búið
spil.“
Þegar Helga Þóra hljóp 120 kíló-
metra fyrir tveimur árum þá varð
henni óglatt og gat ekkert borðað í
sex tíma. „Það varð mér nánast að
falli en ég náði mér sem betur fer
upp úr því.“
Klæðist “montvesti”
Aðspurð segir Helga Þóra ekkert
stress hafa gert vart við sig ennþá,
þrátt fyrir að þetta sé í fyrsta skipti
sem hún reyni við svo langt hlaup.
„Ég er mjög spennt. Hef eigin-
lega aldrei verið svona spennt fyrir
hlaupi áður. Það verður ótrúlega
gaman að komast út til Chamon-
ix. Það er svo mikil stemning þarna.
Bærinn er fullur af hlaupurum í
„montvestum“ eins og kærastinn
minn orðar það. Til að útskýra það
þá er það þannig að þegar maður
lýkur einhverri vegalengd af þess-
um þremur þá fær maður verðlaun,
svokölluð „finisher“-vesti. Maður
klæðist þeim eftir hlaup, jú, til að
monta sig á að hafa lokið þessari
þraut. Jafnframt klæðist maður
þessum vestum í Chamonix ári síð-
ar, það er að segja ef maður fer aftur
þangað til að hlaupa.“
En hvernig undirbýr maður sig
fyrir svona langt og strangt hlaup?
„Ég hleyp auðvitað mikið, er mikið
á fjöllum, mest á Esjunni. Tek þá
fleiri en eina í einu, allt upp í fjór-
ar. Svo er líka mjög gott að taka tvö
löng hlaup tvo daga i röð, og klára
það þrátt fyrir að vera þreyttur.“
Helga Þóra er einnig dugleg að
taka þátt í skipulögðum fjallahlaup-
um víðs vegar um Ísland og seg-
ir það skemmtilega tilbreytingu frá
hlaupum á höfuðborgarsvæðinu.
„Þetta er oft gott tækifæri til að
skoða náttúruna og kynna sér staði
og leiðir sem maður hefur ekki far-
ið áður.“ Þar tekst henni að sameina
tvö áhugamál, útivistina og hlaup-
in.
Hefur mest hlaupið í 29 tíma
Aðspurð hvað fari í gegnum hug-
ann á henni í svona löngum hlaup-
um segist hún varla vita það. „Ég tek
alltaf með mér iPod en ég hef lítið
hlustað á hann. Ég veit eiginlega
ekki alveg hvað ég hugsa. Ég er bara
að skoða náttúruna og fylgjast með
hinum hlaupurunum. Ég skipti
hlaupinu alltaf upp, hugsa ekki um
heildarvegalengdina, hugsa bara
um að komast að næstu drykkjar-
stöð.“ Tónlistin kemur Helgu Þóru
hins vegar til bjargar ef eitthvað
kemur upp á, eins og þegar hún
þurfti að komast yfir ógleðina í
hlaupinu 2011. Þá notaði hún tón-
listina til að dreifa huganum.
Blaðamanni leikur einnig
forvitni á að vita hvort hún hafi
ekki áhyggjur af því að verða þreytt,
en fram að þessu hefur hún ver-
ið lengst á hlaupum í 29 tíma. Þá
gekk hún í gegnum nokkur þreyt-
utímabil, en þurfti ekki að sofa.
„Núna er ég að fara í gegnum tvær
nætur. Ég held ég láti það bara ráð-
ast. Ef ég er gjörsamlega að sofna þá
kannski hendi ég mér út í móa og
lygni augunum í korter. Ég hugsa
hins vegar að ég muni ekki sofa, ég
er hrædd um að það yrði þá erfitt að
fara af stað aftur.“
Jafn klikkað og að djamma
hverja helgi
Helga Þóra byrjaði að fikta við
hlaup 2004 en fór ekki að hlaupa
að ráði fyrr en 2008. Þá hljóp hún
fyrst Lauga veginn og svo mara-
þon um haustið. „Síðan hef ég bara
ekki hætt að hlaupa. Ég hef eignast
fullt af vinum í kringum hlaupin og
þetta er bara áhugamál.“
Hlaupin eru ansi dýrt áhugamál
og því fylgir töluverður kostnaður
að taka þátt í svona stóru hlaupi
erlendis. Helga Þóra hefur hins
vegar verið svo heppin að verslun-
in Fjallakofinn hefur styrkt hana í
kaupum á bæði flíkum og skóm.
Hún er orðin vön því að fólk súpi
hveljur þegar hún segir frá ofur-
hlaupunum. Fær að heyra að hún
sé klikkuð og fólk spyr af hverju
hún sé að þessu. „Þetta er nátt-
úrulega bara áhugamálið mitt og
skemmtileg áskorun,“ segir Helga
Þóra sem finnst hún ekki þurfa að
útskýra það neitt frekar. Hún vísar
í orð Gunnlaugs Júlíussonar of-
urhlaupara sem hefur bent á að
það sé alveg jafn klikkað að reykja,
drekka og djamma hverja einustu
helgi.
Systirin stofnaði aðdáendasíðu
Systir Helgu Þóru, Sigríður Svala,
stofnaði nýlega aðdáendasíðu fyrir
hana á Facebook undir nafninu
Áfram, hlauptu Helga. Sigga leyfir
þar aðdáendum að fylgjast með
hvernig undirbúningur fyrir hlaup-
ið gengur. „Hún kemst ekki með
mér út svo hún ákvað að stofna að-
dáendasíðu til að peppa mig upp
og klára þetta með mér.“ Sigga mun
svo færa aðdáendum Helgu Þóru
nýjustu fréttir úr hlaupinu þegar
þar að kemur.
„Þátttaka í svona hlaupum er
ekki eins manns verk. Ég fæ gríðar-
legan stuðning frá fjölskyldu og
vinum. Fólk er mjög jákvætt og ég
finn fyrir jákvæðri orku gagnvart
þessu frá mínum nánustu. Síðast
en ekki síst er kærastinn minn eins
og klettur því hann kemur með mér
út og mun fylgja mér eftir, það er að
segja hitta mig á drykkjar stöðvum,
hvetja mig áfram og peppa mig upp
ef þess gerist þörf,“ segir þessi unga
ofurkona að lokum. n
20 Lífsstíll 21. ágúst 2013 Miðvikudagur
Reynir við 168 kíló-
metra fjallahlaup
n Helga Þóra hleypur ofurhlaup á Mont Blanc n Fyrsta skipti sem íslenskar konur keppa
Ofurhlaupari Helga Þóra
reynir við 168 kílómetra ofur-
hlaup á Mont Blanc. „Þegar ég fór fyrir
þremur árum, í
stysta hlaupið, þá fannst
mér ómannlegt að fara
100 mílurnar.
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
blaðamaður skrifar solrun@dv.is
„Fyrst fólk getur
þetta þá hlýt ég
að eiga þangað erindi og
ætti að geta klárað eins
og aðrir.
Komin í mark Hér er Helga Þóra að koma
í mark eftir að hafa lokið við að hlaupa 120
kílómetra árið 2011.