Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2013, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2013, Blaðsíða 6
6 Fréttir 28. ágúst 2013 Miðvikudagur Væntingar neytenda snarminnka n Taka oft sveiflu í kringum alþingiskosningar og myndun nýrrar ríkisstjórnar S autján mánuðir eru síðan væntingar íslenskra neytenda til efnahags og atvinnulífs voru jafn litlar og þær eru nú. Þetta kemur fram á vef Greiningar Íslands- banka sem vísar í væntingavísitölu Gallup sem birt var á þriðjudag. Hún lækkar um 12,2 stig frá júlímánuði og mælist nú 66,4 stig. Það að væntinga- vísitala Gallup sé á tilteknum tíma 100 merkir að það séu jafnmargir já- kvæðir og neikvæðir svarendur. Ef hún er hærri en 100 eru fleiri jákvæðir og ef hún er lægri eru fleiri neikvæðir. Væntingavísitalan hafði mælst rétt um 100 stig í maí og júní, sem felur í sér að álíka margir svarendur voru bjartsýnir og svartsýnir á ástand og horfur í íslensku efnahagslífi, en nú virðist svartsýnin hafa vinninginn að nýju. „Meginskýringin á lækkuninni nú liggur í mikilli lækkun væntinga til ástandsins í efnahags- og atvinnu- málum eftir 6 mánuði. Lækkar sú undirvísitala um rúmlega 20 stig, en hún er nú 86,3 stig. Er það í fyrsta sinn á þessu ári sem þessi undirvísi- tala fer undir 100 stig, en í því felst að flestir svarendur telja nú að ástandið í atvinnu- og efnahagsmálum verði verra að hálfu ári liðnu. Þá lækka undirvísitölur fyrir mat á efnahags- lífinu og atvinnuástandi einnig nokk- uð, en vísitalan fyrir mat á núverandi ástandi helst óbreytt milli mánaða,“ segir á vef Greiningar Íslandsbanka. Þar kemur enn fremur fram að engin ein augljós skýring sé á þessari miklu lækkun væntingavísitölunnar frá vormánuðum. Þó megi benda á að vísitalan taki gjarnan sveiflu í kring- um alþingiskosningar og myndun nýrrar ríkisstjórnar þar sem vísitalan hækkar strax í kjölfar kosninga en lækkar síðan oft að nýju. Hreyfingin nú er hins vegar stærri en raunin hef- ur verið á fyrri kosningaárum. n Toll stjóri: Ekki láta gabba þig „Á því hefur borið að undanförnu, að einstaklingar, búsettir erlendis, bjóðist til að kaupa varning, einkum fatnað fyrir Íslendinga og senda hingað til lands, gegn ákveðinni þóknun sér til handa. Að auki er fullyrt að ekki þurfi að greiða toll né önnur lögbundin gjöld af vörunni, þar sem pakkinn sé merktur sem „gjöf.“ Auglýsingar þessa efnis hafa birst á tilteknum vefsíðum á netinu,“ segir í tilkynn- ingu frá tollstjóra sem segist vilja vara fólk við þessari fullyrðingu, því hún sé beinlínis röng og engin innistæða fyrir henni. „Meginreglan er sú að greiða skuli aðflutningsgjöld af öllum vörum sem fluttar eru til landsins,“ segir tollstjóri og segir að skilyrði undanþáguheimildar sé að um gjöf af sérstöku tilefni sé að ræða. Þar eru taldar gjafir vegna af- mælis, brúðkaups, jóla eða ferm- inga, en þær teljast meðal annars vera gjafir af sérstöku tilefni í þessu samhengi. Sending þarf einnig að bera það með sér að um sé að ræða gjöf frá gefanda búsettum erlendis og að tengsl séu milli hans og þess sem gjöfina fær. Tollstjóri bendir á að nánari upplýsingar megi finna í 32. grein reglugerðar 630/2008 á vefsíðu innanríkisráðuneytisins. Minni væntingar Væntingavísitalan hefur ekki verið jafn lág í 17 mánuði. „Þessa lögleysu verður að stöðva“ n Deila um skráningu á eignarhaldi Vatnsendajarðarinnar fyrir dóm Þ essa lögleysu verður að stöðva,“ segir í bréfi lögmanns tveggja erfingja Sigurðar Hjaltested til sýslumannsins í Kópavogi sem dagsett er þann 20. ágúst síðastliðinn en með orðun- um vísar lögmaðurinn til jarðarinnar Vatnsenda sem áratugalangar deil- ur hafa staðið um. Í maí síðastliðinn kvað Hæstiréttur Íslands upp þann dóm að Vatnsendajörðin skyldi verða eign dánarbús Sigurðar Hjaltested en ekki Þorsteins Hjaltested sem skráð- ur hefur verið sem þinglýstur eigandi jarðarinnar. Orðrétt sagði í dómi Hæsta- réttar: „Við opinber skipti á dánar- búi Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested telst beinn eignarréttur að jörðinni Vatnsenda í Kópavogi enn vera á hendi dánarbúsins.“ Emb- ætti sýslumannsins í Kópavogi vill hins vegar ekki breyta skráningunni á eignarhaldinu á jörðinni þannig að dánarbúið verði þinglýstur eig- andi jarðarinnar heldur er sett athugasemd með skráningunni á Vatnsendajörðinni þar sem vísað er til dóms Hæstaréttar. „Nei, það er ekki búið að breyta skráningu jarðarinnar. Þau vilja að skráningin verði með öðr- um hætti en við teljum að það eigi að skrá þetta með ákveðnum hætti. Þess vegna er þetta komið til Héraðsdóms Reykjaness,“ segir Guðgeir Eyjólfsson, sem er sýslumaðurinn í Kópavogi. Vilja afmá nafn Þorsteins Þrátt fyrir niðurstöðu Hæstaréttar tel- ur lögmaður tveggja erfingja Sigurðar að sýslumaðurinn í Kópavogi hafi ekki framfylgt dómnum þar sem hann hafi ekki breytt skráningu á eignarhaldi jarðarinnar eftir að dómurinn féll og að hún sé ennþá skráð sem þinglýst eign Þorsteins Hjaltested. Lögmaður- inn heitir Valgeir Kristinsson og heita umbjóðendur hans Sigríður Hjalte- sted og Markús Hjaltested. Orðrétt segir í kröfubréfinu til sýslumannsins: „Að ákvörðun þing- lýsingarstjórans í Kópavogi að hafna kröfu skiptastjóra db. Sigurðar Krist- jáns Lárussonar Hjaltested, Jóns Auðuns Jónssonar hrl. verði hrundið og og felld úr gildi og lagt verði fyrir þinglýsingarstjórann að skrá jörðina Vatnsenda í Kópavogi landnr. 116957 á nafn dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested samkvæmt dómi Hæstaréttar Íslands í málinu númer 701/2012 upp kveðinn 3. maí 2013. Dómurinn verði skráður sem eignarheimild dánarbúsins. Að nafn núverandi þinglesins eiganda jarðar- innar Þorsteins Hjaltested kt. 220760- 5619 verði afmáð úr þinglýsinga- bókum ásamt heimildarskjali sem skráningin byggist á dagsett 21. nóv- ember 2000.“ Einn af erfingjum Sigurðar Hjalte- sted, Guðmundur Gíslason, segir að hann hafi búist við ýmsu eftir að dóm- ur Hæstaréttar féll í vor: „Við reiknuð- um með ýmsu eftir dóminn í Hæsta- rétti. En við áttum ekki von á því að sýslumaðurinn stillti sér upp með Þorsteini og færi að verja hann líka.“ Deila um formsatriði Ættingjar og erfingjar Sigurðar Hjalte- sted telja að sýslumaðurinn í Kópa- vogi sé með aðgerð sinni að véfengja dóm Hæstaréttar Íslands í málinu. Aðspurður hvort embættið sé að vé- fengja dóminn með því að neita að færa eignarhaldið á jörðinni yfir á dánarbúið segir Guðgeir að svo sé ekki. „Nei, nei, við véfengjum ekki dóminn, það er fjarri lagi. Þetta er bara spurning um aðferð við skrán- ingu.“ Aðspurður af hverju embættið skrái eignarhaldið á jörðinni ekki þannig að dánarbúið sé þinglýstur eigandi þess segir Guðgeir: „Af því við höfum ákveðnar hugmyndir um hvernig við teljum að eigi að skrá þetta og við gerum það þannig.“ Að- spurður hver sé þá þinglýstur eigandi jarðarinnar segir sýslumaðurinn: „Þorsteinn er skráður sem þinglýstur eigandi jarðarinnar samkvæmt erfða- skránni.“ Í kröfubréfi lögmannsins segir hins vegar að þetta sé brot á lögum. „Í ljósi þessa er óviðunandi að þinglýsa hæstaréttardóminum en breyta ekki skráningunni á eiganda jarðarinnar, og þar með hver er eignarréttarhafinn að jörðinni. Brýtur núverandi skrán- ing sýslumannsins í Kópavogi gegn 25. gr. þinglýsingarlaga samanber 1. mgr. „Þinglýsta eignarheimild hefur sá, er þinglýsingabók nefnir eiganda á hverjum tíma“.“ Líkt og áður segir þá er þessi deila komin til Héraðsdóms Reykjaness og segir Guðgeir að niðurstöðu sé að vænta þaðan bráðlega. „Ég vænti niðurstöðu þaðan innan tíðar.“ n Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Nei, það er ekki búið að breyta skráningu jarðarinnar. Enn þinglýstur eigandi Þorsteinn Hjaltested er ennþá þinglýstur eigandi Vatnsendajarðarinnar. Deil- ur um jörðina hafa staðið yfir í mörg ár. Eitt og hálft ár í fangelsi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt rúmlega þrítugan karlmann í 18 mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa í þrjú skipti ekið sviptur ökuréttindum. Í eitt skipt- ið var hann undir áhrifum áfengis. Maðurinn á nokkurn sakaferil að baki og hefur ítrekað brotið gegn umferðarlögum á undanförnum árum. Framseldur til Póllands Hæstiréttur hefur úrskurðað að þrítugur Pólverji, sem búið hef- ur hér á landi í þrjú ár, skuli framseldur til Póllands. Ástæðan er sú að maðurinn var dæmdur í eins árs fangelsi þar í landi árið 2006 fyrir fjársvik og vildu yfir- völd þar í landi að hann afplán- aði dóminn. Samkvæmt dómn- um sveik hann fé af mönnum í farsímaviðskiptum og hafði hann upp úr því rúmar 30 þúsund krón- ur. Hæstiréttur staðfesti með úrskurði sínum á þriðjudag úr- skurð héraðsdóms sem féll í máli mannsins þann 22. ágúst síðast- liðinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.