Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2013, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2013, Blaðsíða 8
8 Fréttir 28. ágúst 2013 Miðvikudagur Gæðum verði ekki fórnað Verði nám á framhaldsskólastigi stytt mega þess konar breytingar ekki verða notaðar til að spara og rýra gæði náms. Þetta kemur fram í áskorun Kennarasambands Ís- lands til menntamálaráðherra. Mikil umræða hefur verið síðustu daga og vikur um möguleika á styttingu náms í framhaldsskóla. „Minnt er á að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um menntamál er sérstök áhersla lögð á samráð við hagsmunaaðila. Mennta- og menningarmálaráðherra hefur tjáð sig opinskátt um að hann ætli að stytta nám í framhaldsskólun- um í þrjú ár. Hann hefur hins vegar ekki rætt við forystufólk KÍ um málið,“ segir í áskorun til ráð- herra og skorað á hann að ræða við sambandið. Óskari sparkað af Moggabloggi: Hvatti til „léttra“ barsmíða „Þetta var vegna hvatningar minnar til íslensku þjóðarinnar vegna þessarar yfirgengilegu þol- inmæði sem við sýnum með því að henda þessum þingmönnum ekki til hliðar sem hafa verið að kvelja okkur síðastliðin ár. Það á bara að taka þetta lið í pólitíkinni og berja það bara persónulega,“ segir Óskar Helgi Helgason, kaup- maður í Hveragerði og fyrrverandi bloggari á Mbl.is, sem hefur nú verið hent út af Moggablogginu fyrir að hvetja til ofbeldis gegn al- þingismönnum. Óskar Helgi hef- ur bloggað á Mbl.is undir heitinu Svarthamar frá árinu 2007. Aðspurður hvort hann hafi verið að hvetja til ofbeldis gagn- vart þingmönnum segir Óskar Helgi. „Já, svona léttra barsmíða.“ Óskar Helgi segist vera falangisti – ein gerð fasisma sem yfirleitt er nefndur í sömu andránni og ein- ræðisherrann Francisco Franco á Spáni. Óskar Helgi er ósáttur við að hafa verið hent út af Mogga- blogginu og telur sakirnar ekki vera miklar. Hann segir þó að fleiri sem hann þekkir hafi verið hent út fyrir „minni sakir“: „Ég er ekkert sá eini í þessari stöðu sem hefur verið hent út fyrir að segja skoðanir mínar, aðrir hafa lent í því fyrir minni sakir.“ Þrettán eiga von á sekt Brot 13 ökumanna voru mynduð á Fjallkonuvegi á þriðjudag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið í vesturátt, við Folda- skóla. Á einni klukkustund fóru 76 ökutæki þessa leið og því óku 17 prósent ökumanna of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðal- hraði brotlegra var 42 kíló metrar á klukkustund en þarna er 30 kílómetra hámarkshraði. Vöktun lögreglunnar er liður í umferðar- eftirliti hennar við grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Áminnt fyrir losun á rækjuskel í sjóinn n 5.000 tonn af skel losuð árlega n Brýtur gegn starfsleyfi R ækjuvinnslan Dögun á Sauðárkróki hefur verið áminnt formlega af Heil- brigðiseftirliti Norðurlands vestra fyrir að losa rækju- skel í sjó. Slíkt er bannað og brýtur gegn starfsleyfi vinnslunnar en Dögun er ein stærsta rækjuvinnsla landsins. Öllum rækjuvinnslum er skylt að skilja skel og hausa frá frá- fallsvatni og koma í móttöku eða vinnslustöð. Þrátt fyrir það kemur fram í svari umhverfis- og auðlinda- ráðherra við spurningu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar frá síðasta þingi að líklega sé um 5.000 tonnum af skel dælt í sjó á hverju ári. Þó það sé bannað og brjóti gegn starfsleyfi. Vanalega hefur Dögun selt skel og hausa til Primex á Siglu- firði og er því losun þess ný af nál- inni en Þröstur Friðfinnsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, segir losunina stafa af því að samningar við Primex séu í uppnámi. Reiknar með skjótri lausn „Þetta er mál sem snýst um nýt- ingu á skelinni og við erum að skoða ýmsa kosti í því samhengi. Þetta mun leysast fljótlega,“ segir Þröstur í samtali við DV þegar hann er spurður hvers vegna fyrirtækið losi nú skel í sjó. Aðspurður út í áminn- ingu Heilbrigðiseftirlits Norður- lands vestra segir Þröstur að fyrir- tækið verði við þeim fyrirmælum sem það fær frá stofnuninni. „Við höfum verði að senda skel til Primex á Siglufirði og þetta er bara mál sem er í vinnslu.“ Þröstur telur Dögun ekki sitja við sama borð og aðrar rækjuvinnslur í landinu hvað varðar losun en líkt og áður kom fram er miklu magni af skel dælt í sjó á ári hverju sam- kvæmt úttekt Umhverfisstofnunar vegna áðurnefndrar fyrirspurnar til ráðherra. Þá bendir Þröstur einnig á að ekki sé um hættulega mengun að ræða. „Þetta er skel af rækju sem kemur úr sjó, er soðin í vinnslu og fer aftur út í sjó.“ Lagt fyrir heilbrigðisnefnd „Málið hefur verðið lagt fyrir heil- brigðisnefnd,“ segir Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri Heil- brigðiseftirlits Norðurlands vestra. „Fyrirtækið hefur verið áminnt og frekari þvingunaraðgerðum verði beitt ef ekki finnst lausn á þessu. Þetta gengur ekki svona en ég á von á því að þetta leysist innan skamms. Þessi mál hafa verið í góðum farvegi fram að þessu hjá fyrirtækinu.“ Frárennsli frá Dögun kemur út undan nýja hafnargarðinum á Sauðárkróki og er því rækjuskel við hafnargarðinn og berst hún í nærliggjandi fjöru. DV hefur fengið ábendingar frá íbúum sem hafa kvartað undan því. Mikið losað í sjó Í svari umhverfis- og auðlindaráð- herra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar frá síðasta þingi kem- ur fram að samkvæmt reglugerð nr. 737/2003 um meðhöndlun úr- gangs sé öllum rækjuvinnslum skylt að færa úrgang til meðhöndlunar á söfnunar- eða móttökustað. Þar kemur einnig fram að engin starfandi rækjuvinnsla sé með undanþágu frá þessum reglum en þrátt fyrir það er áætlað að um 5.000 tonnum af skel og haus sé dælt í sjó hér við land á hverju ári. Er sú tala áætluð út frá því magni sem unnið er hér á landi en af óunninni rækju skilar sér um helmingur í afurð. Annað er úrgangur sem er skylt að losa með áður greindum hætti. Dögun hefur hingað til verið í hópi þeirra vinnslustöðva sem hafa fylgt settum reglum og samkvæmt svörum framkvæmdastjóra er um tímabundið frávik að ræða. Í úttekt Umhverfisstofnunar segir hins vegar að FISK Seafood á Grundar firði hafi unnið 4.000 tonn af hráefni árið 2011 og hafi um helmingi af því verið dælt í sjó. Sama hafi verið upp á teningn- um hjá Hólmadranga á Hólmavík. Þar hafi um 3.000 tonnum verið dælt í sjó. Þær ástæður sem eru nefndar fyrir losuninni er fjarlægð vinnslu- stöðvanna frá vinnslu- og móttöku- stöðvum á skel. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náð- ist ekki í Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða. Ekki náðist heldur í þann starfs- mann hjá Heilbrigðiseftirliti Vest- urlands sem fer með þessi mál. Rækjuveiðar í uppnámi Rækjuveiðar hafa verið nokkuð í um- ræðunni að undanförnu en gríðarleg óánægja hefur ríkt með ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávar- útvegsráðherra um uppstokkun á rækjukvóta. Ákvörðunin felur í sér að 70 prósentum af heildarkvóta verði úthlutað til fyrrverandi handhafa kvótans en aðeins 30 prósentum til þeirra sem stundað hafa veiðarnar síðustu þrjú árin eftir að þær voru gefnar frjálsar. Stopp var sett á veiðar í kjölfarið á þessum breytingum. Rækjuveiði er rétt að taka við sér aftur eftir hrun í veiðum í kring- um aldamót. Mest fór rækjuveiði í 89.000 tonn árið 1996 en hefur undanfarin ár verði á bilinu 5.000– 10.000 tonn. Vinnslur líkt og Dögun reiða sig því á innflutning á hráefni til að halda starfsemi sinni gangandi.n Ásgeir Jónsson blaðamaður skrifar asgeir@dv.is Sigurjón Þórðarson Er framkvæmda- stjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra. Hann segir losunina óviðunandi en á von á að málið leysist fljótt. Rækja Flýtur um í sjónum við hafnar- garðinn á Sauðárkróki. Mynd FeykiR dögun á Sauðárkróki Fyrirtækið hefur vanalega selt skel og hausa til Primex á Siglufirði en samn- ingar eru nú í uppnámi. Mynd FeykiR „Þetta er mál sem snýst um nýtingu á skelinni og við erum að skoða ýmsa kosti í því samhengi. Mikið losað í sjó Þó Dögun losi alla jafna ekki í sjó eru önnur fyrirtæki að losa um 5.000 tonn á ári samkvæmt mati Umhverfisstofnunar. Mynd FeykiR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.