Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2013, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2013, Blaðsíða 12
12 Fréttir 28. ágúst 2013 Miðvikudagur Bandaríkin gætu skorist í leikinn n Íhuga eldflaugaárásir á sýrlenska stjórnarherinn B andaríkjamenn eru nú sagðir íhuga að skerast í leikinn í stríðsátökunum á Sýrlandi með eldflaugaárásum. Þetta kem- ur fram í fréttum CNN og BBC en ef til árásanna kemur verður ekki um innrás að ræða heldur munu herskip skjóta eldflaugum á valin skotmörk stjórnarhers Sýrlendinga. Þær árásir væru þá bein svörun og í raun refsing fyrir meintar efna- vopnaárásir stjórnarhersins en utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, John Kerry, talaði afdráttarlaust á blaða- mannafundi á mánudag. „Óafsakleg slátrun á saklausum borgurum, morð á konum, börnum og saklausu fólki með efnavopnum er með öllu siðlaust,“ sagði Kerry á fund- inum en í árásunum féllu eða særð- ust lífshættulega um 3.000 manns. „Þetta snýst um mun meira en átök- in í Sýrlandi sem þegar hafa valdið svo hræðilegum þjáningum. Þetta snýst um stórfellda og glæpsamlega notk- un vopna sem heimsbyggðin ákvað fyrir löngu að aldrei undir nokkrum kringumstæðum mætti nota. Skoðun sem lönd deila sem jafnvel eru ekki sammála um neitt annað.“ Bandarísk stjórnvöld hafa gert það ljóst að þau telji sýrlensk yfir- völd bera ábyrgð á árásinni en Kerry sagði á fundinum að Barack Obama Bandaríkjaforseti tæki nú upplýsta ákvörðun um hvernig skuli bregðast við. Það væri ljóst að þeir sem notuðu vopnin yrði látnir bera ábyrgð á því með einum eða öðrum hætti. Hingað til hefur Obama ekki vilj- að skerast í leikinn á Sýrlandi. Er það bæði vegna þess að almenningi í landinu hugnast ekki annað stríð eftir stríðin í Afganistan og Írak og einnig vegna þess að lítill stuðningur er við slíkt á bandaríska þinginu. Láti Bandaríkjamenn verða af eldflaugaárásum á sýrlenska stjórn- arherinn mun það ekki aðeins hafa áhrif þar í landi. Árásirnar yrðu eins konar skilaboð um hvers vænta megi noti menn efnavopn yfirhöfuð. n Stórtæk tölvu- árás á Kína Stærsta tölvuárás sem Kína hefur orðið fyrir átti sér stað á sunnu- daginn. Þá var framkvæmd svokölluð „Denial of service“- árás eða Dos. Í þó nokkurn tíma lágu allar vefsíður sem enda á vef- slóðinni .cn niðri en það er það sama og .is stendur fyrir hér á landi. China Internet Network In- formation Center staðfestir þetta en greint er frá þessu á vef CNN. CINIC sér um lénið .cn. Ekki er um eiginlegt innbrot að ræða eða „hökkun“ heldur eru kerfisþjónar kaffærðir með gögn- um og fyrirspurnum. Kerfið annar því ekki álaginu og dettur út. Árás- ir sem þessar eru oft framkvæmd- ar með því að fá tölvur sem hafa verið sýktar með vírus til þess að senda beiðni á tiltekinn stað allar á sama tíma. Nú stendur yfir ráðstefnan Nordic Security Conference hér á landi og er einmitt verið að fjalla um mál sem þessi – öryggi á netinu og tölvuárásir, en ráðstefnan fer fram á Hótel Hilton Nordica. Facebook lekur upplýsingum Facebook hefur á þessu ári veitt bandarískum stjórnvöldum upp- lýsingar um 11 þúsund notend- ur samskiptavefjarins. Alls hefur Facebook svarað 20 þúsund beiðnum frá stjórnvöldum víða um heim. Ein beiðni hefur komið frá íslenskum stjórnvöldum. Hún var samþykkt og henni svarað. Næstflestar beiðnir, á eftir Bandaríkjunum, komu frá stjórn- völdum í Indlandi. Þetta kemur fram í skýrslu sem Facebook gaf út á þriðjudag. Þar heitir fyrirtækið því að þrýsta á stjórnvöld að auka gagnsæi. Knúsaði ref Breti nokkur, Leon Smith, vaknaði í rúmi sínu upp við vondan draum á dögunum. Hann fann eitthvað mjúkt strjúkast við hálsinn á sér og hélt að þar færi unnusta sín. Þegar hann ætlaði að svara blíðuhót- unum hrökk hann upp. Í rúminu lá villtur refur. „Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum. Refur- inn var ótrúlega rólegur, starði bara á mig.“ Rebbi hafði komið inn um kattalúgu á útidyrahurðinni. Eftir tíu mínútna viðureign tókst Smith að hrekja dýrið sömu leið og það kom. Obama og Kerry Telja að Sýrlandsstjórn hafi staðið að baki efnavopnaárásinni. Mynd reuters Kókaín breytir heila- starfsemi músa n Heilinn „lærir“ af kókaíninu n Ýtir undir framleiðslu griplunibba N ý rannsókn sýnir að kókaín- notkun músa hefur áhrif á byggingu heila þeirra. Eitur- lyfið örvar vöxt í taugamót- um á stöðum í framheilan- um sem gegna hlutverki í lærdómi og minni. Þetta eru niðurstöður rannsóknar á vegum Ernest Gallo- rannsóknarmiðstöðvarinnar í San Francisco í Bandaríkjunum. Rann- sakendur telja að eiturlyfið og þær breytingar sem það veldur geti ýtt undir frekari fíkn hjá neytendum. Heilinn „vex“ Grein um rannsóknina birtist á sunnudag í vefriti Nature Neuro- science en rannsakendur skoðuðu heila músa eftir inntöku kókaíns með sérstakri lasersmásjá. Hún gerði þeim kleift að skoða inn í taugamót lifandi músa. Þar kom í ljós að í þeim mús- um sem neyttu kókaíns uxu og urðu til nýjar griplunibbur (e. Dendritic spiens). Þessar nibbur eru á tauga- mótum heilafruma og í gegnum þau mót fara boðskipti heilafruma. Öðr- um músum var svo gefin saltlausn og sást engin breyting á griplunibbunum hjá þeim. Sáu vísindamennirnir samband á milli vaxtar á griplunibbum og fíkn. Þær mýs sem uxu flestar nýj- ar griplunibbur voru þær sem sóttu stífast í vökva sem innihélt kókaín. Í fyrstu tilrauninni voru mýs annars vegar sprautaðar með kókaíni og hins vegar saltlausn. Um tveimur tímum seinna komu áhrifin í ljós. Þær mýs sem fengu kókaín fram- leiddu mun fleiri griplunibbur en þær sem fengu saltlausn. sóttu í efnið Í annarri tilraun gáfu vísinda- mennirnir músum kókaín í einum klefa og saltlausn í öðrum. Hver klefi hafði sín sterku einkenni sem greindi þá í sundur. Þetta var gert í viku en síðan var músunum leyft að velja. Þær mýs sem höfðu sýnt örastan vöxt griplunibba sóttu mest í klefann þar sem þær höfðu fengið kókaín. Telja rannsakendur að þessar niðurstöður gefi hugsanlega innsýn í hvers vegna eiturlyfjaneysla ýti til frekar neyslu og fíknar. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að í heila eiturlyfjafíkla er minni svör- un í framheila í sambandi við hvers- dagsleg verk en meiri svörun í tengslum við hegðun eða upplýs- ingar sem snerta eiturlyf. Öflugur vaxtarhvati „Þessi rannsókn gæti verði vísbending um það af hverju þessi breyting í hegð- unarmynstri á sér stað,“ segir Linda Wilbrecht, sem var á meðal þeirra sem framkvæmdu rannsóknina, í samtali við Science Daily. Rannsóknarteymið samanstóð af vísindamönnum frá Há- skóla Kaliforníu, Berkeley og Háskóla San Fancisco. „Í öllum lifandi heilum er ákveðin framleiðsla af nýjum nibb- um í tengslum við daglegt amstur og lærdóm. Með því að örva þennan vöxt gæti kókaín því hugsanlega verið mjög öflugur vaxtarhvati sem ýtir undir að kenna heilanum þá upplifun sem fylgir eiturlyfinu.“ Wilbrecht kallar framheilann (e. Frontal cortex) „stjórnstöð heilans“ þar sem fram fer ákvörðunar- taka, langtímaskipulag. Einnig ákvörðunartaka sem snýr að skyn- semi og aga. „Þessi taugamót sem verða fyrir beinum áhrifum gætu gert það að verkum að ákvörðunartaka verður hliðholl neyslu og eiturlyfja- notkun.“ Wilbrecht sagði tilraunina að- eins hafa verið framkvæmanlega vegna 2-photon lasersmásjárinnar sem kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 2002. „Ég ólst upp við hina frægu forvarnarherferð sem sýndi mynd af eggjum á pönnu og við hana stóð „Þetta er heilinn í þér á eiturlyfjum“. Nú með þessari smásjá getum við með sanni sagt „Þetta eru heilafrumurnar í þér á eiturlyfjum“.“ n Vildu meira Þær mýs, sem mynduðu flestar nýjar griplunibbur á taugamótum, sóttu mest í efnið. Ásgeir Jónsson blaðamaður skrifar asgeir@dv.is Kókaín Gæti breytt heila neytenda og ýtt undir fíkn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.