Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2013, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2013, Blaðsíða 2
2 Fréttir 28. ágúst 2013 Miðvikudagur Of næmis lyf notað í dóp Embætti landlæknis hefur fengið vísbendingar um að á Íslandi sé verið að nota ofnæmislyf til fram­ leiðslu á metamfetamíni. Lyfið sem um ræðir heitir Clarinase og er aðallega gefið sem forðatöflur til að draga úr einkennum tengd­ um árstíðabundnu ofnæmiskvefi (frjókornaofnæmi), svo sem hnerra, rennsli eða kláða í nefi og augum ásamt nefstíflu. Þetta kemur fram í tilkynn­ ingu á vef embættisins, en þar kemur einnig fram að Clarinase innihaldi m.a. virka efnið pseudo­ efedrín. „Þegar ávísanir lyfsins er skoðaðar kemur í ljós að fjöldi notenda hefur ekki aukist undan­ farin ár en eftirtektarvert er að nokkrir einstaklingar hafa feng­ ið ávísað talsvert miklu af lyfinu, sem vekur upp grunsemdir um að verið sé að misnota það á ein­ hvern hátt,“ segir landlæknir. n Gunnar Bragi á skjön við Sigmund Davíð n Óvissa um Evrópumálin É g mundi ekki segja að hlegið væri að okkur, en fólk er dá­ lítið undrandi,“ segir einn af samningamönnum Íslands um stöðvun aðildarviðræðna við Evrópusambandið í samtali við DV. „Fólk skilur ekki alveg hvers vegna stjórnvöld taka þá ákvörðun að hætta í miðju kafi áður en samningavið­ ræðunum lýkur. Við hefðum varla þurft meira en ár í viðbót til að ljúka þeim.“ Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að stöðva aðildarviðræðurnar ætti ekki að koma neinum á óvart, enda er kveðið á um það í stefnuskrá bæði Framsóknarflokksins og Sjálfstæðis­ flokksins að ekki skuli halda við­ ræðunum áfram nema að undan­ genginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Það sama stendur í stjórnarsátt­ mála nýrrar stjórnar. Talsverð um­ ræða hefur skapast um málið eftir að Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkis­ ráðherra Íslands, lýsti því yfir í sam­ tali við fréttastofu RÚV á dögunum að hann sæi ekki endilega fyrir sér að málið yrði afgreitt í þjóðaratkvæða­ greiðslu. Auk þess hefði hann ekki hug á að beita sér fyrir slíku. Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, er á sama máli og hann. „Mér finnst enginn him­ inn og jörð vera að farast þótt við kjósum ekki einn tveir og þrír,“ segir hún í samtali við DV. „Við förum eft­ ir stjórnarsáttmálanum. Fyrst þarf að leggja þetta fyrir Alþingi og svo taka ákvörðun. Svo sjá bara fréttamenn og landsmenn hver niðurstaðan verður.“ DV ræddi við þingmenn flokksins og samningamenn Íslands um mál­ ið, en eins og fram kom í síðustu viku hefur Gunnar Bragi ákveðið að leysa samninganefndina upp. Þá hefur fjölda þýðenda við utanríkismála­ ráðuneytið verið sagt upp störfum og mun þýðendum fækka enn frekar á næstu misserum. Beðið eftir skýrslunni Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að gerð verði sérstök skýrsla um stöðu aðildarviðræðna og þróun mála innan Evrópusambands­ ins. Í framhaldi muni Alþingi taka ákvörðun um málið. Þetta hefur vakið nokkra furðu í ljósi þess að þegar hef­ ur verið útbúin 76 blaðsíðna skýrsla um aðildarferlið, en hún kom út rétt fyrir kosningar. Þeir þingmenn Fram­ sóknarflokksins sem DV ræddi við eru þó á einu máli um að bíða skuli annarrar skýrslu. „Við bíðum bara. Þetta er ekkert flókið í mínum huga. Aðildarvið­ ræðunum er hætt og það er tilgangs­ laust að vera með samninganefnd ef það eru ekki aðildarviðræður,“ segir Haraldur Benediktsson sem áður starfaði sem formaður Bændasam­ taka Íslands og barðist af hörku gegn því að Ísland gengi í Evrópusam­ bandið. Silja Dögg Gunnarsdóttir tekur í sama streng. „Ég er bara sam­ mála þessu ferli,“ segir hún og bætir því við að hún telji Gunnar Braga vera að vinna í fullkomnu samræmi við stjórnarsáttmálann. Ekki forgangsmál að kjósa Þingmaðurinn Willum Þór Þórs­ son telur augljóst að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. „Það sem mér finnst skýrt í stjórn­ arsáttmálanum er að þjóðin fái að kjósa um þetta,“ segir hann og virðist Páll Jóhann Pálsson vera hjartanlega sammála honum. „Einhvern tímann þarf að kjósa um þetta, en mér finnst það nú ekki vera neitt forgangsmál,“ segir Páll og bætir því við að hann telji ýmislegt annað mun meira að­ kallandi. Nokkur óvissa ríkir um fyrirætlan­ ir stjórnvalda í Evrópumálum og hefur Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf­ stæðisflokksins, upplýst að ekki hafi verið rætt um þjóðaratkvæðagreiðslu innan ríkisstjórnar. Þá virðast ráðherr­ ar hafa mismunandi skoðanir á mál­ inu. Þegar stjórnarsáttmáli ríkisstjórn­ arinnar var kynntur á Laugarvatni þann 22. maí var málflutningur Sig­ mundar skýr. „Að sjálfsögðu kemur til þjóðaratkvæðagreiðslu, en menn hljóta, við ákvörðun um tímasetningu, að taka aðstæður inn í reikninginn,“ sagði hann. Tæplega þremur mánuð­ um síðar hafði utanríkisráðherra lýst því yfir að Evrópusambandið væri út af borðinu og engin þjóðaratkvæða­ greiðsla yrði haldin að hans frum­ kvæði. 900 milljóna viðræður að baki Einn af meðlimum samninganefndar Íslands sem DV ræddi við er Þor­ Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannpall@dv.is Evrópumálin mæta afgangi „Það sem mér finnst skýrt í stjórnarsáttmálanum er að þjóðin fái að kjósa um þetta. Óþarfi að kjósa Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ætlar ekki að eiga frumkvæði að þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Hér ásamt Stefan Füle, stækk- unarstjóra ESB. Ísland fjarlægist Evrópu Aðildarviðræður hafa verið stöðvaðar og utanríkisráðherra hyggst leysa upp samninganefnd Íslands. Sammála Gunnari Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, telur Gunnar Braga halda rétt á málum varðandi aðildarviðræðurnar. Mynd SiGtryGGur Ari Fara fram á lögbann Landvernd, Náttúruverndarsam­ tök Íslands, Náttúruverndarsam­ tök Suðvesturlands og Hraunavinir sendu á þriðjudag sýslumanninum í Reykjavík beiðni um lögbann vegna vegaframkvæmda í Gálgahrauni. Er farið fram á að framkvæmdum verði hætt þegar í stað og lögbann sett á lagningu Álftanesvegar. Samtök­ in vilja meina að framkvæmdin sé ólögmæt þar sem framkvæmdaleyfi sem Garðabær gaf út á sínum tíma, í apríl 2009 sé löngu runnið út. Það hafi bara gilt í ár frá útgáfudegi. Þá er einnig bent á að umhverfismat vegna framkvæmdanna sé orðið ellefu ára gamalt og að núverandi framkvæmd sé allt önnur en sú sem upphaflega lá til grundvallar matinu. Að lokum lýsa gerðarbeiðendur furðu sinni á umfjöllun Vegagerðar­ innar á málinu á heimsíðu sinni. Segja þeir að samkvæmt henni „virðist Vegagerðin líta svo á að hún eigi sjálfdæmi í ágreiningsmálum sem að henni snúa.“ Benedikt gefur Sigmundi ráð Benedikt Árnason hefur verið ráðinn efnahagsráðgjafi Sig­ mundar Davíðs Gunnlaugs­ sonar forsætisráðherra og ráð­ herranefnda ríkisstjórnarinnar. Benedikt er 47 ára hagfræðing­ ur frá Háskóla Íslands og með meistaragráðu í hagfræði og MBA frá University of Toronto. Benedikt starfaði sem hag­ fræðingur á Þjóðhagsstofnun frá 1988–1993, fjármálastjóri Vita­ og hafnamálastofnun­ ar 1994–1995, skrifstofustjóri í iðnaðar­ og viðskiptaráðu­ neytinu 1996–2004, aðstoðar­ framkvæmdastjóri í Norræna fjárfestingarbankanum 2005– 2007 og aðstoðarforstjóri og síðar forstjóri Askar Capital 2008–2010 og aðalhagfræðingur Samkeppniseftirlitsins frá 2011.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.