Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2013, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2013, Blaðsíða 25
Afþreying 25Miðvikudagur 28. ágúst 2013 The Conjuring frumsýnd í kvöld n Hugsanlega besta hrollvekja allra tíma S ambíóin frumsýna hrollvekjuna The Conjuring í kvöld í Sam- bíóunum Álfabakka, Eg- ilshöll, Kringlunni, Akureyri og Keflavík, Ísafjarðarbíói, Bíóhöll- inni Akranesi og Selfossbíói. Á kvikmynd.is segir að myndin sé byggð á einni af frásögnum hjónanna Eds og Lorraine Warren en þau not- uðu bróðurpart ævi sinnar í að rannsaka þúsundir atvika þar sem grunur lék á að um væri að ræða atburði af yfirskilvitlegum toga. Á meðal þekktustu sagn- anna úr sagnabanka þeirra er til dæmis frásögnin af Amityville- draugaganginum sem hefur verið kvikmynduð tvisvar. Í þessari mynd er greint frá draugagangi á sveitaheimili í Rhode Island-fylki þar sem Per- ron-fjölskyldan bjó sem hafði samband við Warren-hjónin og bað þau um að kanna hvað væri á seyði og hvernig hægt væri að binda enda á þessa martröð fjölskyldunnar. Þetta mál átti eftir að verða eitt það athyglisverðasta sem Warren- hjónin rannsökuðu. Með aðalhlutverk fara Vera Farmiga, Patrik Wilson, Lili Taylor, Ron Livingston, Shanley Caswell og Hayley MacFar- land. Leikstjóri myndarinnar er James Wan en hann gerði myndirnar Saw, Dead Silence og Insidious. Á kvikmynd.is segir að myndin hafi fengið góða dóma og sé af mörgum talin ein best hrollvekja allra tíma. n gunnhildur@dv.is Erfið Fimmtudagur 29. ágúst 16.30 Ástareldur (Sturm der Liebe) 17.20 Franklín og vinir hans (13:52) 17.43 Hrúturinn Hreinn (9:20) 17.50 Dýraspítalinn (4:9) e. 18.20 Táknmálsfréttir 18.30 Marteinn (8:8) (Adolf hrein- lætir). e. 19.00 Fréttir 19.30 Veðurfréttir 19.35 Hugh Laurie: Tónlistin við ána 9,0 (Hugh Laurie - Down by the River) Breski leikarinn Hugh Laurie segir frá ást sinni á tónlist Suðurríkja Banda- ríkjanna og flytur nokkur lög á tónleikum í New Orleans. Ásamt honum koma fram Tom Jones, Allen Toussaint og Irma Thomas. 20.25 Vinur í raun (6:6) (Moone Boy) Martin Moone er ungur strákur sem treystir á hjálp ímyndaða vinarins síns, Seans, þegar á móti blæs. Þættirnir gerast í smábæ á Írlandi á níunda áratugnum. Meðal leikenda eru Chris O’Dowd, David Rawle og Deirdre O’Kane. 20.50 Sönnunargögn (7:13) (Body of Proof) Bandarísk sakamála- þáttaröð. Meinafræðingurinn Megan Hunt fer sínar eigin leiðir í starfi og lendir iðulega upp á kant við yfirmenn sína. Aðalhlutverkið leikur Dana Delany. Atriði í þættinum er ekki við hæfi barna. 21.30 Hulli (1:8) (Fyrsti þáttur) Hulli er teiknuð útgáfa af höfundi þátt- anna, Hugleiki Dagssyni. Hann býr í Reykjavík og er listamaður á niðurleið. Dónalegar mynda- sögur hans, sem hafa notið tölu- verðrar velgengni, eru hættar að seljast. Skrautlegur vinahópur hjálpar Hulla í hamingjuleitinni en ekkert virðist ganga upp hjá honum. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi barna. Textað á síðu 888 í Textavarpi. 22.00 Tíufréttir 22.15 Veðurfréttir 22.20 Glæpahneigð (22:24) (Criminal Minds VII) Bandarísk þáttaröð um sérsveit lögreglumanna sem hefur þann starfa að rýna í persónuleika hættulegra glæpamanna til þess að reyna að sjá fyrir og koma í veg fyrir frekari illvirki þeirra. Meðal leikenda eru Joe Mantegna, Thomas Gibson og Shemar Moore. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi barna. 23.00 Paradís (8:8) (The Paradise). e. 23.55 Kynlífsráðuneytið (5:15) (Sex ministeriet) Dönsk þáttaröð. Þáttagerðarmaðurinn Emil Thorup kemur víða við og fjallar um kynlíf í sínum margbreyti- legu myndum. 00.25 Fréttir 00.35 Dagskrárlok 07:00 Barnatími Stöðvar 2 08:05 Malcolm In the Middle (12:22) 08:30 Ellen (32:170) 09:15 Bold and the Beautiful 09:35 Human Target (11:13) 10:20 Doctors (47:175) 11:00 Masterchef (13:13) 11:45 Kingdom of Plants 12:35 Nágrannar 13:00 Kickin It Old Skool 14:50 The Glee Project (5:11) 15:35 Lína langsokkur 16:00 Ofurmennið 16:25 Ellen (33:170) 17:10 Bold and the Beautiful 17:32 Nágrannar 17:57 Simpson-fjölskyldan (4:22) 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:47 Íþróttir 18:54 Ísland í dag 19:06 Veður 19:15 Ástríður (2:12) (Ástríður) 19:40 Modern Family 20:05 Masterchef USA 7,1 (8:20) Stórskemmtilegur matreiðslu- þáttur með Gordon Ramsey í forgrunni þar sem áhugakokkar keppast við að vinna bragðlauka dómnefndarinnar yfir á sitt band. Ýmsar þrautir eru lagðar fram í eldamennskunni og þar reynir á hugmyndaflug, úrræði og færni þátttakenda. Að lokum eru það þó alltaf dómararnir sem kveða upp sinn dóm og ákveða hverjir fá að halda áfram og eiga möguleika á að standa uppi sem Meistarakokkurinn. 20:45 NCIS: Los Angeles (3:24) 21:30 Person of Interest (5:22) Önnur þáttaröðin um fyrrverandi leigumorðingja hjá CIA og dularfullan vísindamann sem leiða saman hesta sína með það að markmiði að koma í veg fyrir glæpi í New York-fylki. 22:15 Breaking Bad (3:8) 23:00 Grimm (21:22) Spennandi þáttaröð þar sem persónur úr ævintýrum Grimm-bræðra hafa öðlast líf og eru færðar í nútímabúning. Nick Burkhardt er rannsóknarlögreglumaður sem sér hluti sem aðrir sjá ekki og hefur það hlutverk að elta uppi uppi alls kyns kynjaverur sem lifa meðal mannfólksins. Á sama tíma og hann berst við djöfla og ára er hann önnum kafinn við að leysa morðmál með félaga sínum í lögreglunni. 23:45 Harry’s Law (14:22) (Lög Harry) 00:25 Rizzoli & Isles (12:15) 01:10 Broadchurch (3:8) 02:00 The Killing (12:12) 02:40 Crossing Lines (7:10) 03:25 Battle for Haditha 6,9 Mögn- uð verðlaunamynd um rannsókn á því þegar fjórir bandarískir hermenn myrtu 24 menn, konur og börn í Haditha í Írak. 05:00 Kickin It Old Skool Hressileg gamanmynd Stöð 2RÚV 06:00 Pepsi MAX tónlist 07:35 Everybody Loves Raymond 08:00 Cheers (21:25) 08:25 Dr.Phil 09:05 Pepsi MAX tónlist 16:00 Once Upon A Time (13:22) 16:40 Gordon Ramsay Ultimate Cookery Course (3:20) 17:10 Psych (16:16) 17:55 Dr.Phil 18:35 America’s Funniest Home Videos 19:00 Everybody Loves Raymond (11:23) 19:25 Cheers (22:25) 19:50 Solsidan (3:10) Nýr sænskur gamanþáttur sem slegið hefur í gegn á Norðurlöndunum. Hér segir frá tannlækninum Alex og kærustu hans Önnu og kynnum þeirra af undarlegum fígúrum hverfisins sem þau eru nýflutt í. Alex og Anna fá að vita kyn barnsins en geta ekki komið sér saman um nafn og æskuvinur Alex kíkir í heimsókn. 20:15 Men at Work (7:10) Þræl- skemmtilegir gamanþættir sem fjalla um hóp vina sem allir vinna saman á tímariti í New York borg. Þeir lenda í ýmis- konar ævintýrum sem aðallega snúast um að ná sambandi við hitt kynið. Tveir strákanna reyna að fá hjónaafslátt í ræktinni við lítinn fögnuð afgreiðslunnar. 20:40 The Office (21:24) Skrifstofu- stjórinn Michael Scott er hættur störfum hjá Dunder Mifflin en sá sem við tekur er enn undarlegri en fyrirrennari sinn. Andy reiðist afar mikið þegar hann kemst að því að það er búið að ráða annan í starfið hans. 21:10 Happy Endings (1:22) Banda- rískir gamanþættir um vinahóp sem einhvernveginn tekst alltaf að koma sér í klandur. 21:35 Parks & Recreation (1:22) Geggjaðir gamanþættir með Amy Pohler í aðalhlutverki. Ron gerir undantekningu á eigingjörnu lífi sínu á meðan yfirmennirnir eru fjarri góðu gamni. 22:00 Flashpoint (11:18) Spennandi þáttaröð um sérsveit lög- reglunnar sem er kölluð út þegar hættu ber að garði. 22:50 Dexter (7:12) Raðmorðinginn viðkunnanlegi Dexter Morgan snýr aftur. Ástin blómstrar hjá Dexter og Hannah sem byrgir honum sýn á raunveruleg vandamál. 23:40 Law & Order: UK (3:8) Breskir spennuþættir um rannsóknarlögreglumenn í Lundúnaborg. Læknir sem er þunguð er drepin í bílastæða- geymslu spítalans. Áður en varir hefur rannsóknin teygt anga sína í hæstu lög samfélagsins. 00:30 Excused 00:55 Olivia Lee: Dirty, Sexy, Funny 01:20 Flashpoint (11:18) Spennandi þáttaröð um sérsveit lög- reglunnar sem er kölluð út þegar hættu ber að garði. 02:10 Pepsi MAX tónlist 07:00 Pepsí-deild kvenna 2013 16:05 Pepsí-deild kvenna 2013 (Stjarnan - Valur) 17:45 Pepsi deildin 2013 (KR - Valur) Beint 19:50 Borgunarbikar kvenna 22:00 Pepsi mörkin 2013 23:15 Borgunarbikarinn 2013 02:15 Spænsku mörkin 2013/14 02:45 Pepsi deildin 2013 (KR - Valur) SkjárEinnStöð 2 Sport 07:00-20:00 Barnaefni (Lalli, Refur- inn Pablo, Svampur Sveinsson, Dóra könnuður, Strumparnir, Mörgæsirnar frá Madagaskar, Ofuröndin, Histeria!, Doddi litli og Eyrnastór, Kai Lan o. fl.) 06:00 Eurosport 11:35 The Barclays - PGA Tour 2013 (3:4) 14:45 The Barclays - PGA Tour 2013 (4:4) 19:15 PGA Tour - Highlights (33:45) Allir bestu kylfingarnir heims spila í PGA mótaröðinni. Skjár- Golf sýnir klukkustundarlanga þætti þar sem PGA mót helgar- innar er gert upp. 20:10 Inside the PGA Tour (35:47) 20:35 Solheim Cup 2013 (3:3) 03:30 Eurosport SkjárGolf 20:00 Hrafnaþing Stiklur úr seinni för ÍNN um Norðurland. 21:00 Auðlindakistan Umsjón Páll Jóhann Pálsson 21:30 Fiskikóngurinn. Á Faraldsfæti, fyrsti þáttur Dagskrá ÍNN er endurtekin um helg- ar og allan sólarhringinn. ÍNN 13:00 Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið 14:20 Kickin It Old Skool 16:05 The Marc Pease Experience, 17:30 Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið 18:50 Kickin It Old Skool 20:35 The Marc Pease Experience, Gamanmynd með dramatísku ívafi um Marc Pease sem lifir í minningunni um forna frægð sem söngleikjastjarna í menntaskóla. 22:00 Wanderlust 23:40 Contagion 01:25 The Matrix 03:40 Wanderlust Stöð 2 Bíó 15:40 Messan 16:40 Tottenham - Swansea 18:20 Everton - WBA 20:00 Premier League World 20:30 Ensku mörkin - úrvalsdeildin 21:25 Ensku mörkin - neðri deild (Football League Show 2013/14) 21:55 Newcastle - West Ham 23:35 Stoke - Crystal Palace Útsending frá leik Stoke City og Crystal Palace. Stöð 2 Sport 2 Stöð 2 Krakkar Stöð 2 Gull 20:00 Strákarnir 20:30 Stelpurnar 20:55 Fóstbræður (5:8) Hér er á ferðinni endursýning á fjórðu og síðustu seríunni með Fóst- bræðrunum fyndnu. 21:25 Curb Your Enthusiasm (9:10) (Rólegan æsing) Önugasta karlugla sem um getur, Larry David, náunginn sem allir elska að hata, er mætt aftur í þessari 5. þáttaröð. 22:00 The Drew Carey Show (4:24) (Bully You Know) 22:25 Strákarnir 22:55 Stelpurnar 23:20 Fóstbræður (5:8) 23:50 Curb Your Enthusiasm (9:10) 00:25 The Drew Carey Show (4:24) 00:50 Tónlistarmyndb. frá Popptíví 19:00 Friends (14:23) (Vinir) 19:20 Two and a Half Men (7:16) 19:40 Simpson-fjölskyldan (1:22) 20:05 Pretty Little Liars (23:25) 20:50 Pretty Little Liars (24:25) 21:35 Pretty Little Liars (25:25) 22:20 Glory Daze (5:10) 23:00 The Carrie Diaries 23:40 The Carrie Diaries 00:25 Friends (14:23) (Vinir) 00:45 Two and a Half Men (7:16) 01:10 Simpson-fjölskyldan (1:22) 01:30 Glory Daze (5:10) 02:15 The Carrie Diaries 02:55 The Carrie Diaries 03:40 Tónlistarmyndbönd frá Popptíví Popp Tíví EINKUNN Á IMDB MERKT Í GULU Warren-hjónin Rannsaka draugagang á sveitaheimili Perron-fjölskyldunnar. 9 6 8 3 5 1 4 7 2 2 1 3 6 4 7 8 5 9 4 5 7 2 8 9 3 6 1 6 8 4 5 2 3 9 1 7 7 9 2 4 1 6 5 3 8 1 3 5 9 7 8 6 2 4 8 4 6 7 3 2 1 9 5 3 2 1 8 9 5 7 4 6 5 7 9 1 6 4 2 8 3 Tryggvagötu 11 · 101 Reykjavík · Sími 512 7000 · www.dv.is Síðustu ár í lífi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur hafa verið afdrifarík. Hún var utanríkisráðherra þegar hrunið reið yfir. Nokkrum mánuðum síðar barðist hún við alvarleg veikindi. Hún venti kvæði sínu í kross haustið 2011 og tók við starfi yfirmanns Kvennahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Afganistan. Þar hefur hún vaknað við sprengingar og oftar en einu sinni þurft að flýja í sprengjuvirki. Lífið sem hún lifir í dag er óvenjulegt en að sama skapi hefur hún lært mikið. Verkefninu fer senn að ljúka en Jón Bjarki Magnússon er staddur í Kabúl og ræddi við hana um lífið þar. Ég hitti Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur á Flower Street Café í miðborg Kabúl. Planið er að heimsækja búðir Sameinuðu þjóðanna sem eru í næsta nágrenni höfuðborgarinnar, en þar býr hún og starfar þessa dagana. Eftir smá hvíld frá heitri eyðimerkursólinni undir trjám í garði kaffihússins leggjum við í hann. Hér í Kabúl ferðast Ingibjörg um í brynvörðum bíl merktum Sameinuðu þjóðunum og það fyrsta sem hún gerir þegar við komum inn í bílinn sem bíður fyrir utan er að kynna mig fyrir bílstjóranum sínum. „Þetta er samlandi minn frá Íslandi, hann er blaðamaður. Nú verður þú að segja honum hvað ég er frábær yfirmaður,” segir Ingibjörg og bílstjórinn hlær, greinilega vanur slíku gríni hjá yfirmanni sínum. Skrifstofa í henglum Áður en við höldum áleiðis í gegnum rykuga borgina biður Ingibjörg bílstjórann um að koma við í bakaríi við vegkantinn til að kaupa „besta brauðið í bænum“ eins og hún orðar það. Afganskir hermenn með alvæpni eru á hverju götuhorni og brynvarðir hertrukkar þjóta fram úr okkur á fullu spani svo sandurinn og drullan þyrlast upp í kringum þá. „Þetta er vegurinn til Jalalabad, hættulegasti vegurinn í Kabúl,“ segir Ingibjörg þar sem við þeysum fram hjá afgönskum leirhúsum sem standa lágreist við veginn. Talandi um hætturnar sem leynast í landinu, þá segir Ingibjörg mér frá því að nýlega hafi fólk sem hún kannaðist við, starfsfólk Sameinuðu þjóðanna, látist í sprengjuárás. „Það var ákveðið sjokk. Þótt ég geti kannski ekki sagt að ég venjist því að heyra um sprengjuárásir hér og þar, þá er það allt öðruvísi þegar maður kannast við fólkið sem á í hlut, það verður allt svona nálægara og raunverulegra.“ Skemmtilegt að ögra sér Ingibjörg hóf störf sem yfirmaður UN Women í Afganistan í nóvember 2011 og hefur verið hér í landinu síðan. Hún vissi þá þegar að hún ætti erfitt verk fyrir hönd- um: „Svo það sé bara sagt eins og það var; skrifstofan var í algjörum henglum.“ Vegna mannskæðrar árásar sem gerð var á gistiheimili starfsfólks Sameinuðu þjóðanna í október 2009 hættu nærri allir alþjóðastarfsmenn UN Women – sem þá kallaðist UNIFEM – störfum og yfirgáfu landið. Í kjölfarið þurfti að ráða nýja starfsmenn. „Mér fannst sem sagt áhugavert að byggja upp þessa skrifstofu og orðspor samtakanna.“ Ingibjörg vann mikið fyrsta árið og hún segir að þessi uppbygging á stofnuninni hafi algjörlega haldið henni uppi til að byrja með. „Núna er þetta komið á frekar gott skrið,“ segir hún og tekur fram að afar gott og fært starfsfólk starfi nú með henni á skrifstofunni. „Þetta er búið að vera rosalega töff og ögrandi verkefni en að sama skapi skemmtilegt. Það er alltaf skemmtilegt að byggja eitthvað upp.“ Hún segir þetta alltaf vera spurningu um að færa út sín eigin landamæri. „Þetta er svolítið skrýtið líf.” „Ég hringdi í öryggisvörðinn okkar og hann sagði bara: „Bönker!”“ Vaknaði upp við sprengingar í Kabúl Ingibjörg Sólrún Ingibjörg vinnur sex daga vikunnar en verkefni hennar snúa að því að bæta stöðu kvenna í Afganistan. Fáðu meira með netáskrift DV 790 krónurá mánuði* n Ótakmarkaður aðgangur að DV.isn Aðgangur að DV á rafrænu formi *fyrstu þrjá mánuðina. Eftir það kostar mánuðurinn 1.790 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.