Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2013, Blaðsíða 23
Menning 23Miðvikudagur 28. ágúst 2013
Ríkir og fátækir í framtíðartrylli
Alþjóðleg leiklistar-
veisla í Reykjavík
ófyrir leitnu rök kapítalismans og
áhrif hans á persónuleg samskipti.“
Aftökur og samkvæmisleikir
VERK Produksjoner er einn fremsti
leikhópur Noregs. Leikmáti hóps-
ins dregur dám af vaudeville-stíl og
epískri framsetningu þar sem stöð-
ugt er skipt á milli frásagnar, leikinna
atriða og spuna. Leikverkið Build me
a Mountain eftir hópinn verður sýnt
á Lókal í ár en sýning hópsins The
Eternal Smile var sýnt á Lókal árið
2011 og hlaut norsku leiklistarverð-
launin sem sýning ársins árið eftir.
Build me a Mountain byggir á flótta
Bertolts Brecht til Finnlands árið 1940
þar sem hann dvaldi á sveitasetri og
gerði tilraunir til að skrifa um átök-
in í Evrópu. Verkið er sagt vera um
fólk sem afneitar raunveruleikanum
en býr um leið til nýjan veruleika –
hvernig við eigum að bregðast við at-
burðum líðandi stundar.
Leikritið Executed stories – líflátn-
ar sögur, verður frumsýnt á Lókal-
hátíðinni í ár. Það er eftir finnska
sviðslistamanninn Juha Valkeapää
og fjallar um líflátsdóma og aftökur.
Hann fjallar um þetta efni frá sjónar-
hóli fórnarlambsins og böðulsins og
byggir leikritið á ævisögum fólks sem
tekið hefur verið af lífi eða tekið aðra
af lífi. Einn heppinn áhorfandi fær svo
„síðustu kvöldmáltíðina“.
Allar nánari upplýsingar um há-
tíðina má finna á vefsíðu hátíðarinn-
ar lokal.is. n
Dagskrá Lókal
Miðvikudagur 28. ágúst
Ragnheiður Harpa Leifsdóttir and
Family: Tóm – fjölskylduskemmtun
Iðnó, Vonarstræti 3
21.00–22.15
GRAL: Eiðurinn eða eitthvað
Tjarnarbíó, Tjarnargata 12
21.00–22.30
Theater Replacement & New World
Theater: Winners and Losers
Smiðjan (Listaháskóli Íslands), Sölvhóls-
gata 13
19.00–20.45
Fimmtudagur 29. ágúst
Diederik Peeters: Red Herring
Kúlan (National Theater) Lindargata 6
19.00–19.50
GRAL: Eiðurinn eða eitthvað
Tjarnarbíó, Tjarnargata 12
19.00–20.30
Theater Replacement & New World
Theater: Winners & Losers
Smiðjan (Listaháskóli Íslands), Sölvhóls-
gata 13
21.00–22.45
Ragnheiður Harpa Leifsdóttir and
Family: Tóm – fjölskylduskemmtun
Iðnó, Vonarstræti 3
21.00–22.15
Föstudagur 30. ágúst
Friðgeir Einarsson: Lítill kall
Háskóli Íslands aðalbygging/main
building, stofa 220, Sæmundargata 2
17.00–18.15
Brogan Davison: Dansaðu fyrir mig
Smiðjan (Listaháskóli Íslands), Sölvhóls-
gata 13
19.00–20.00
Juha Valkeapää: Death Penalty Project
Þjóðleikhúskjallari Hverfisgata 19
21.00–23.20
Laugardagur 31. ágúst
Brogan Davison: Dansaðu fyrir mig
Smiðjan (Listaháskóli Íslands), Sölvhóls-
gata 13
15.00–16.00
Friðgeir Einarsson: Lítill kall
Háskóli Íslands aðalbygging/main
building, stofa 220, Sæmundargata 2
17.00–18.15
Juha Valkeapää: Death Penalty Project
Þjóðleikhúskjallari Hverfisgata 19
19.00–21.20
Verk Produksjoner: Build me a Mountain
Tjarnarbíó Tjarnargata 12
20.00–21.30
Hátíðarpartý með Reykjavík Dance
Festival
Þjóðleikhúskjallari Hverfisgata 19
23.00–03.00
Sunnudagur 1. september
Verk Produksjoner: Build me a Mountain
Tjarnarbíó, Tjarnargata 12
16.00–17.30
Íslensk fjölskylduskemmtun Í Tóminu
býður Ragnheiður Harpa Leifsdóttir fjöl-
skyldu sína velkomna á svið.
R
eykjavík Dance Festival
hófst á föstudaginn í Hafnar-
húsinu. Opnunarverkið
var dansgjörningur Sögu
Sigurðardóttur – Scape of
Grace. Verkið vann Saga í samvinnu
við tónskáldið Hallvarð Ásgeirsson
og það var flutt í portinu í Hafnar-
húsinu.
Magnað Hafnarhús
Sviðsmyndin samanstóð af gítar-
mögnurum. Hallvarður sat á hliðar-
línunni og galdraði fram óhljóð,
skruðninga og grófa gítartóna sem
á endanum mynduðu heildstætt
tónverk. Hópur af dönsurum, þar á
meðal Saga sjálf, lék sér svo með tón-
listina í rýminu. Með því að færa til
magnarana breyttist eðli hljóðsins og
skynjun manns á rýminu um leið.
Verkið varpaði fram þeirri spurn-
ingu hvað er danshreyfing og hvort
hægt sé að „horfa“ á tónlist eða hljóð
eins og dans. Þar af leiðandi skap-
aðist smá togstreita milli dansar-
anna og innsetningarinnar. Hópn-
um tókst að skapa fallegar myndir
en þegar dansinn tók á sig frásagnar-
form dró það athyglina frá hljóðinn-
setningunni.
Verkið reyndi á þol áhorfenda og
hefði að ósekju mátt stytta. Þrátt fyr-
ir einstaka annmarka skildi verkið þó
mikið eftir sig. Það var ritúalistískur
blær yfir því – upplifunin tíðum nær
trúarlegs eðlis, líkt og portið í Hafnar-
húsinu væri orðin dómkirkja og
tónarnir væru að berast – ekki úr raf-
magnsgítar heldur úr bjöguðu orgeli.
Öskrað í Þjóðleikhúsinu
To the Bone eftir Ernu Ómars-
dóttur og Valdimar Jóhannsson, sem
mynda hópinn Shalala, var sýnt strax
á eftir Scape of Grace og nú lá leiðin í
Kassa Þjóðleikhússins. Í verkinu leik-
ur Erna sér með sitt helsta sérein-
kenni úr sínum dansverkum – öskrið.
Shalala er sértrúarsöfnuður sem not-
ar öskrið sem tæki til hreinsunar – til
að þvo burt syndir fortíðarinnar.
Erna hefur reyndar haft stöðu
eins konar æðstaprest danssenunnar
hér á landi og í raun hefur enginn
mátt öskra í verki án þess að þurfa
að þola samanburð við Ernu. Því
var áhugavert að sjá Ernu gera grín
að því sem hún er frægust fyrir. Með
því að framandgera öskrið þá er hún
jafnframt að skilja við það – hlutir
missa heilagleika sinn þegar grín er
gert að þeim.
Verkið leið fyrir ákveðið sam-
hengisleysi. Skiptingar milli atriða
voru tilviljanakenndar. Ólafur Darri
og Dóra Jóhannesdóttir gerðu sitt
besta í hlutverki þáttastjórnenda en
sá leikþáttur var í heild sinni vand-
ræðalegur. Valdimar Jóhannsson var
svo svalur í hlutverki æðstaprests
söfnuðarins að maður vissi ekki
hvort atriðið væri femínísk ádeila
eða grófur karlrembuhúmor.
Áhugaverðustu atriðin voru þau
sem voru óbundnari söguþræðin-
um um sértrúarsöfnuðinn. Hryll-
ingsmyndalegt upphafsatriðið,
David Lynch-legar myndir úr helvíti,
hópöskrið í lokin.
To the Bone er þó án efa mikil-
væg sýning á höfundarferli Ernu.
Hún er flutt heim til Íslands og búin
að stofna fjölskyldu. Það var áhuga-
vert að sjá hana leika sér með þann
veruleika í sýningunni sjálfri þegar
hún þurfti að láta sig hverfa úr miðju
atriðið til að gefa barni sínu á brjóst.
Kannski er ný kynslóð að taka við
í dansinum á Íslandi. Kynslóð sem
þarf ekki lengur að hræðast saman-
burðinn við Ernu Ómarsdóttur. Nú er
búið að gera grín að öskrinu og þá er
í lagi að öskra sig hásan.
Alvöru flugeldar
Hápunktur Menningarnætur hefur
síðustu ár verið flugeldasýningin.
Nú fékk Vodafone, styrktaraðili sýn-
ingarinnar, danshöfundinn Sigríði
Soffíu Níelsdóttur til að búa til dans-
verk úr flugeldunum. Verkið fékk
nafnið Eldar og var hluti af Reykjavík
Dance Festival.
Það voru ekki bara gestir Menn-
ingarnætur sem nutu sýningarinnar
því hún var í beinni útsendingu í
sjónvarpinu. Það er því óhætt er að
segja að ein stærsta leiksýning Ís-
landssögunnar hafi átt sér stað í mið-
borg Reykjavíkur þetta kvöld.
Eitt aðaleinkenni rýmisbund-
innar listar (e. site specific) er sú
að skynjun áhorfanda á umhverf-
inu breytist um leið og áhorfandinn
veit að um leiksýningu er að ræða.
Þannig geta hversdagslegar athafnir
breyst í spennandi leikþátt um leið
og sjónarhorn áhorfandans verður
annað.
Þetta var að í fyrsta skipti sem
gestir Menningarnætur horfðu á
flugeldasýninguna með það í huga
að um dans væri að ræða – listaverk.
Eflaust átti það stóran þátt í því hve
sterk upplifunin af þessari sýningu
var. Með því vil ég þó ekki gera lítið
úr hlut Sigríðar Soffíu. Þessi sýn-
ing var svo sannarlega dans. Það var
stígandi í sýningunni, hægur ryþmi,
og flugeldarnir virtust hanga lengur
í loftinu en vanalega. Líkt og hverri
litasprengju væri gefinn örlítið meiri
tími.
Það var ótrúleg upplifun að til-
heyra áhorfendaskara sem taldi tug-
þúsundir. Eflaust munu gestir Menn-
ingarnætur í framtíðinni ekki sætta
sig við neitt minna en að listamað-
ur taki þátt í að skapa flugeldasýn-
inguna hér eftir. Magnaður gjörning-
ur og listviðburður sem verður lengi í
minnum hafður. n
Síðasta öskrið
n Nýtt dansverk eftir Ernu Ómarsdóttur er uppgjör við öskrið
Reykjavík
Dance Festival
Scape of Grace
Saga Sigurðardóttir
Hafnarhúsið / Reykjavík Art Museum
To the Bone
Erna Ómarsdóttir, Valdimar Jóhannsson /
Shalala
Kassinn / The National Theatre of Iceland
ELDAR - dansverk fyrir þrjú
tonn af flugeldum
Sigríður Soffía Níelsdóttir
Menningarnótt
Danslist
Símon Birgisson
simonb@dv.is
Scape of Grace Upplifunin tíðum nær
trúarlegs eðlis.
Valdimar Jóhannsson í Shalala
Femínísk ádeila eða karlrembuhúmor?
Magnað Ein stærsta leiksýning Íslands-
sögunnar átti sér stað á Menningarnótt.
Hljómsveitin Hjaltalín fær glimr-
andi dóma í dagblaðinu Sunday
Times. Gagnrýnandi blaðsins segist
hafa fylgst með hljómsveitinni síð-
an hún gaf út plötuna Terminal árið
2009. Þá hafi tónlistin minnt hann
á undarlega samblöndu af Miles
Davis, Stravinsky og Bee Gees. Hann
segir að mikið vatn hafi runnið til
sjávar síðan þá. Nýja platan sé að
ákveðnu leyti uppgjör við veikindi
Högna Egilssonar, söngvara sveitar-
innar. Mörg laganna á disknum risti
djúpt. Sigríður Thorlacius og Högni
nái vel saman og platan sé í heild
hvorki meira né minna en ein sú
magnaðasta sem gagnrýnandi hafi
hlustað á. Sannkallað meistaraverk.
Gagnrýnandi Sunday Times:
Meistaraverk Hjaltalín