Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2013, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2013, Blaðsíða 17
Fréttir 17Miðvikudagur 28. ágúst 2013 Búðu til þitt eigið rasp n Ekki henda brauðafgöngunum Þ að er auðvelt að búa til brauðrasp og tilvalið að geyma alla brauðafganga. Það má nota allar tegund- ir af brauði í raspið og skiptir þá engu hvort um ræðir hvítt, heil- korna-, súrdeigs- eða rúgbrauð auk þess sem gjarnan má blanda brauðtegundum saman. Á síðunni whatscookingamer- ica.net segir að ekki eigi þó að nota gamalt og myglað brauð því rasp- ið muni bragðast þannig. Brauðið má heldur ekki vera of nýtt því það þarf að vera þurrt. Ef þú ert með nýtt brauð er vel hægt að hita það á vægum hita í ofninum þar til það þornar. Settu þá nokkrar brauð- sneiðar á bökunarpappír og inn í ofn. Ekki stafla þeim því þá þornar brauðið síður. Bakaðu við 150°C í 10 til 15 mínútur en þegar sá tími er hálfnaður er gott að snúa sneiðun- um við svo þær þorni jafnt. Það er einnig gott ráð að setja alla brauðenda og aðra afganga af brauði í plastpoka og geyma í frystinum þar til þú vilt búa til raspið. Þegar þú ert kominn með nægilegt magn af brauði setur þú það í matvinnsluvélina og ríf- ur það niður þar til það nær þeim grófleika sem þú óskar eftir. n gunnhildur@dv.is Reiðhjálmar innkallaðir UVEX-reiðhjálmar af gerðinni gerðinni Exxential sem fengist hafa hjá Líflandi hafa verið inn- kallaðir. Framleiðandinn UVEX hefur einnig innkallað tvær aðr- ar tegundir, Uvision Elegance og Supersonic Elegance, og hafa hjálmarnir nú þegar verið teknir úr sölu. Frá þessu er greint á heima- síðu Neytendastofu en þar segir að ástæða innköllunarinnar hafi verið sú að þeir uppfylli ekki staðla um viðnám gegn því að eitthvað stingist í gegnum þá og/eða um höggþol. Þá er þeir sem eiga slík- an hjálm vinsamlega beðnir um að hætta notkun hans undir eins og koma með hann aftur í verslun Líf- lands þar sem þeir fá annaðhvort að minnsta kosti sambærilegan hjálm eða endurgreitt að fullu. Hugum að haustlaukum Haustlaukar eru plöntur sem mynda lauk eða hnýði sem gróð- ursett er að hausti áður en fer að frysta. Þumalputtareglan við gróð- ursetningu lauka sé sú að dýptin sé sem nemur þrefaldri hæð/þykkt lauksins. Ef laukurinn er fimm sentímetrar á hæð ætti að gróður- setja hann á 15 sentímetra dýpi. Hann eigi að vera. hulinn með 10 sentímetra moldarlagi. Á síðu Blómavals er bent á að gaman sé að setja niður lauka af ýmsu tegundum svo þeir spretti upp með litríku blómskrúði næsta vor. Krókusa, stjörnuliljur og snæliljur sé hægt setja í litlar þyrp- ingar í beð eða jafnvel í jaðrana á grasflötinni. Stærri lauka eins og túlípana og páskaliljur sé best að setja saman í myndarlega hópa með 10 til 50 laukum og hafa á áberandi stöðum þar sem þeirra verður best notið. Rasp úr brauðafgöngum Það má vel nota allar tegund- ir af brauði í raspið. Óþarfi að sjóða fryst ber Matvælastofnun hefur í samvinnu við sóttvarnalækni ákveðið að breyta þeim ráðleggingum sem áður voru gefnar út varðandi suðu á frosnum berjum. Hér á landi hafa ekki greinst sýkingar af völd- um lifarbólgu A sem rekja má til þessara matvæla og því ólíklegt að þau hafi verið til sölu hér á landi. Á heimasíðu Matvælastofnun- ar segir að ekki sé þörf á að sjóða öll frosin ber ef nota eigi þau í rétti sem ekki séu hitameðhöndlaðir. Það sé þó enn mælt með suðu á hindberjum þar sem nóró- veirusýkingar hafi oft verið raktar til neyslu á frosnum hindberjum. Suða hafi hvorki áhrif á bragð né lit hindberja og því sé vel hægt að sjóða þau áður en þau eru notuð í eftirrétti og drykki. Þ að má nota ýmis smáforrit til að lækka farsímakostn- aðinn, svo sem Skype og Google Hangouts. Það eru jafnvel til smáforrit sem koma alfarið í stað símaþjónustu en við notkun þeirra þarf þó að greiða fyrir það gagnamagn sem er notað. 23 prósenta hækkun Farsímaþjónusta hefur hækkað í verði samfellt frá því í lok árs 2011 og er nú um það bil 23 prósent- um dýrari en fyrir tveimur árum. Þar af nemur hækkunin það sem af er þessu ári rúmlega 10 prósent- um. Þetta kemur fram á heima- síðu ASÍ en verðlagseftirlit hefur tekið saman verðþróun á síma- og internetþjónustu síðastliðin tvö ár úr tölum frá Hagstofu Íslands. Eins segir að internetþjónusta hafi jafn- framt hækkað töluvert í verði og sé nú tæplega 16 prósentum dýrari en í júlí 2011. Heimilissímaþjónusta hafi hækkað nokkuð minna en hún sé engu að síður tæplega 8 prósent- um dýrari nú en fyrir tveimur árum eftir nokkra lækkun um mitt þetta ár. Smáforrit lækka kostnaðinn Eins og fyrr segir eru nokkrar leið- ir til að draga úr þeim kostnaði sem fylgir símakostnaði en Gunnlaugur Reynir Sverrisson hjá Simon.is gef- ur neytendum hér ráð. Hann seg- ir að þeir sem vilji reyna að losna við símaþjónustu fyrirtækjanna geti í raun fengið sér frelsisnúmer hjá símafyrirtækjunum, sleppt því að fylla á inneignina og notað forrit eins og Viber. „Það forrit virkar á flest símastýrikerfi og lítur alveg eins út og venjulegt símaforrit í símanum. Gallinn er þó sá að það eru hnökrar á þessu, símtölin geta verið slitrótt þar sem þetta fer yfir netið og þú þarft að vera þolinmóður ef þú not- ar Viber. Auk þess getur þú einung- is hringt í þá sem eru líka með Viber í sínum síma.“ Hann bendir einnig á að neytendur komist aldrei hjá því að greiða fyrir símtölin því með slíkum forritum þarf að greiða fyrir gagnamagnið. „Ég er samt viss um að þú getur hringt mun meira fyrir 1.000 króna gagnamagn heldur en 1.000 króna frelsisinneign.“ Ódýr smáskilaboð Vinsælli smáforrit eru til dæmis Skype, Google Hangouts og Facetime en þar er meiri áhersla lögð á myndsímtöl. Skype er þar langvinsælast en Google Hangouts er einnig mikið notað. Það síðar- nefnda er forrit frá Google fyrir iOS- og Android-síma og -spjaldtölvur. Facetime er hægt að nota í iOS-sím- um og Apple-tölvum en ekki öðrum tækjum. Gunnlaugur Reynir nefnir einnig smáforrit svo sem Snapchat og WhatsApp sem góðan kost fyrir þá sem senda mikið af skilaboðum. „Ef þú ert á annað borð með gagnamagn í símanum þá getur þú sent smá- skilaboð fyrir lítið sem ekkert með forritum á borð við WhatsApp, Face- book Messenger eða Google Hang- out. Þetta er hentugt fyrir þá sem senda mörg sms-skilaboð. Þetta er bæði ódýrara og þægilegra því for- ritin geyma alla samskiptasöguna en þú tapar sms-skilaboðum í sím- anum ef þú skiptir um síma.“ Fáðu mátulegan pakka Að lokum tekur Gunnlaugur Reyn- ir fram að neytendur sem vilji lækka símakostnaðinn hjá sér án þess að nota smáforrit þurfi fyrst og fremst að athuga hvað þeir hringja mikið. „Eiginlega öll símafyrirtækin eru komin með þessar föstu mínútur sem þú greiðir fyrir. Svo borgar þú umfram það ef þú hringir meira. Það er tilhneiging hjá símafyrirtækj- unum að láta þig annaðhvort fá of lítinn pakka til að mánaðargjaldið virki sem lægst eða freistast til þess að setja þig í pakka með fleiri mín- útum en þú í rauninni þarft. Það er því mikilvægast að fá nákvæman mínútufjölda og velja pakkann sem hentar þinni notkun. Pakkinn er þá kannski dýrari en heildarkostnaður- inn lækkar,“ segir hann. n Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Svona lækkar þú símakostnaðinn n Farsímaþjónusta hefur hækkað um rúm 20 prósent á tveimur árum Farsímakostnaður Hefur hækkað mikið á undanförnum árum. Gunnlaugur Reynir Sverrisson Mælir með að fólk noti smáforrit til að lækka farsímakostnaðinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.