Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2013, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2013, Blaðsíða 18
18 Sport 28. ágúst 2013 Miðvikudagur Upprisa Gareth Bale n Vann ekki leik með Tottenham í rúm tvö ár n Næstum því seldur á slikk F áir knattspyrnumenn hafa feng- ið jafn mikið umtal í sumar og Gareth Bale, leikmaður Totten- ham. Flest bendir til þess að þessi 24 ára Wales-maður verði dýrasti knattspyrnumaður sögunnar en hann hefur í allt sumar verið orð- aður við Real Madrid. Á dögunum var greint frá því að félagaskipti hans væru nánast frágengin og að Real Madrid myndi greiða 86 milljónir punda, rúma 16 milljarða króna, fyrir leikmanninn. Það er óhætt að segja að framfar- ir leikmannsins séu ótrúlegar enda virtist fátt benda til þess fyrir fjór- um árum að Gareth Bale yrði dýr- asti – og óumdeilan lega einn besti – knattspyrnu maður heims. Talaði við móður Bale Gareth Bale hóf feril sinn hjá South- ampton líkt og margir aðrir frábærir enskir knattspyrnumenn. Nægir í því samhengi að nefna Theo Walcott og Alex Oxlade-Chamberlain sem nú spila með Arsenal. Það varð snemma ljóst að Gareth Bale hefði alla burði til að ná langt í knattspyrnunni enda spilaði hann sinn fyrsta leik fyrir Southampton þegar hann var aðeins 16 ára. Varð hann þar með næstyngsti leikmaður- inn til að spila fyrir Southampton. Stór- lið fengu veður af hæfileikum hans og var hann um tíma nálægt því að ganga í raðir Manchester United. Sir Alex Ferguson var þó of seinn að landa leik- manninum enda lagði Martin Jol, þá- verandi stjóri Tottenham, mikið á sig til að landa kauða. „Ég ræddi aðeins við móður hans til að sannfæra hann um að velja Totten- ham,“ sagði Jol í samtali við breska blað- ið The Express á þeim tíma. Það var svo þann 25. maí árið 2007, þegar Bale var á sautjánda aldursári, að gengið var frá félagaskiptunum til Tottenham og var Bale hugsaður sem vinstri bakvörður. Kaupverðið var fimm milljónir punda en hækkaði upp í sjö milljónir punda þegar Bale fór að spila reglulega. Enginn dans á rósum Þó svo að framtíð Bale hafi verið björt þegar hann gekk í raðir Tottenham verður seint sagt að fyrstu mánuðirn- ir og árin hjá hafi gengið eins og í sögu. Að vísu byrjaði hann ágætlega; skoraði í sínum öðrum leik í 3–3 jafntefli gegn Fulham þann 1. september 2007. Svo skoraði hann gott mark úr aukaspyrnu gegn Arsenal í þriðja leik sínum og svo aftur gegn Middlesbrough í enska deildabikarnum. Þrjú mörk í fjórum leikjum var ágætis byrjun hjá þessum Wales-manni. En þegar komið var fram í desem- ber 2007 hafði honum að einhverjum ástæðum aldrei tekist að vinna leik með Tottenham í deildinni. Það breytt- ist ekki í bráð enda varð Bale fyrir ökklameiðslum sem héldu honum frá keppni það sem eftir lifði tímabils. Bale-bölvunin Fyrir tímabilið 2008/09 var nýr stjóri ráðinn til Tottenham, Harry Red- knapp, sem tók við af Spánverjan- um Juande Ramos sem stoppaði stutt við hjá Tottenham. Bale hélt áfram að fá sín tækifæri en eftir tólf fyrstu leiki tímabilsins hafði Bale ekki enn tekist að vera í sigurliði með Tottenham. Fjöl- miðlar voru farnir að veita þessu athygli enda hafði Bale ekki tekist að vera í sig- urliði í 24 leikjum í röð með Tottenham. Tottenham var á þeim tíma ekki jafn stöðugt toppbaráttulið og það átti síð- ar eftir að verða; liðið endaði í 11. sæti tímabilið 2007/08 og 8. sæti tímabilið 2008/09. Loks kom þó að því að Bale varð í sigurliði. Bale-bölvunin, eins og breska pressan var farin að kalla þátttöku Bale í leikjum Tottenham, var loks rofin þann 26. september 2009, rúmum tveimur árum eftir að Bale gekk í raðir félags- ins. Þá kom hann inn á sem varamaður í leik gegn Burnley á 84. mínútu. Áður höfðu stuðningsmenn Tottenham gert að gamni sínu og öskrað úr stúkunni að skipta Bale inn á þegar liðið var með örugga forystu í leikjum. Það gerðist gegn Burnley og upp frá þessum leik fór allt að gerast hjá þessum magnaða knattspyrnumanni. „Leigubíl fyrir Maicon“ Tímabilið 2009/10 tókst Tottenham að landa 4. sætinu í deildinni og átti Bale sinn þátt í því að koma liðinu þangað. Á þessu tímabili fór Bale að sýna snef- il af þeim tilþrifum sem hann átti síð- ar eftir að sýna. Hann gerði þrjú mörk í 34 leikjum í öllum keppnum. Tímabil- ið 2010/11, þegar Tottenham tók þátt í Meistaradeildinni, fór Bale þó að blómstra. Þá var hann færður ofar á völlinn og var ekki lengur vinstri bak- vörður eins og hann hafði verið. Í þeim leikjum sem Bale hafði spilað sem bak- vörður átti hann það til að skilja eftir sig opin svæði þegar hann þeyttist fram völlinn og þá voru varnarhæfileikar hans í besta falli í meðallagi. Að kvöldi þriðjudagsins 2. nóvem- ber 2010 urðu ákveðin kaflaskipti á ferli Bale. Það kvöld átti hann ótrúlegan leik á vinstri vængnum þegar Tottenham tók Evrópumeistara Inter í karphúsið á White Hart Lane, 3–1. Gareth Bale fór af- skaplega illa með brasilíska bakvörðinn Maicon, sem á þeim tíma var talinn einn besti hægri bakvörður heims. Það er skemmst frá því að segja að Bale skor- aði öll mörk Tottenham og varð á einu kvöldi átrúnaðargoð í augum margra stuðningsmanna Tottenham. „Taxi for Maicon,“ sungu stuðningsmenn Totten- ham á vellinum í hvert skipti sem Bale lék kúnstir sínar og skyldi Brasilíu- manninn ítrekað eftir í ryki með hraða sínum og krafti. Þetta tímabil skoraði Bale 11 mörk í öllum keppnum og varð þriðji markahæsti leikmaður liðsins. Bale hélt áfram að bæta leik sinn og tímabilið 2011/12 skoraði Bale 12 mörk í 42 leikjum og á síðustu leiktíð, þegar hann sló endanlega í gegn, skoraði hann 26 mörk í 44 leikjum og var valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildar- innar. Orðaður við önnur félög Þetta öskubuskuævintýri Gareth Bale er í raun magnað í ljósi þess hversu illa honum gekk hjá Tottenham til að byrja með. Í raun var Bale nálægt því að yfir- gefa Tottenham skömmu eftir að hann gekk í raðir félagsins enda virtist hann ekki finna sig í Tottenham-treyjunni til að byrja með. Breska blaðiðð Daily Mail greindi frá því í desember 2008 að Middlesbrough, sem þá lék í úrvals- deildinni, hefði boðið Tottenham að skipta á Gareth Bale og Stewart Down- ing. Á þeim tíma var Downing í miklum metum hjá Middlesbrough og hefði Tottenham þurft að greiða talsverða upphæð á milli. Af ókunnum ástæð- um varð ekkert af félagaskiptunum en spurningin er hvar Bale væri í dag ef af þeim hefði orðið. Líklegt þykir þó að hann væri ekki á leið til Real Madrid fyrir metfé. Þegar þarna var komið sögu var Boro í þokkalegum málum, með 20 stig eftir 12 leiki í deildinni. Liðið féll hins vegar úr úrvalsdeildinni á lokadegi tímabilsins. Middlesbrough var ekki eina liðið sem hafði áhuga á Bale. Í október 2009 var greint frá því að Birmingham hefði boðið þrjár milljónir punda í Bale en tilboðinu var hafnað. Mögulega hefðu forsvarsmenn Tottenham leyft honum að fara hefði örlítið hærra tilboð borist. Hvað sem því líður gerði Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, gríðar- lega vel í að halda í leikmanninn sem margir töldu að væri bölvun fyrir félag- ið. Hvort hann fái að njóta krafta hans áfram skal ósagt látið þó flest bendi til þess að hann yfirgefi liðið innan skamms . n Bestur Gareth Bale var valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildinnar á síðasta tímabili. Hann var reyndar líka valinn sá efnilegasti. Ungur Þarna má sjá ungan Gareth Bale í treyju Southampton-liðsins. Efnilegur Gareth Bale kom úr unglingaakademíu Southampton líkt og margir frábærir knattspyrnumenn. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is „Ég ræddi aðeins við móður hans til að sannfæra hann um að velja Tottenham Ferill Bale hjá Tottenham: Framfarir á hverju tímabili Tímabil Leikir Mörk 2007/08 12 3 2008/09 30 0 2009/10 34 3 2010/11 41 11 2011/12 42 12 2012/13 44 26

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.