Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2013, Blaðsíða 26
M
ótorhjólasamtökin
Sturlungar, stóðu fyrir
skemmtun um liðna
helgi til stuðnings góðum
félaga sínum, Eyþóri Má.
Eyþór lenti í skelfilegu mótor-
hjólaslysi fyrr í mánuðinum í Mos-
fellsdal. Þess utan hefur ýmislegt
gengið á í hans fjölskyldu að undan-
förnu, því eiginkona hans Katrín
heyr baráttu við krabbamein og fer
í uppskurð á næstunni þar sem hún
lætur fjarlægja bæði brjóst sín. Ey-
þór og Katrín eiga saman tvenna tví-
bura og byrðarnar því ansi þungar.
Sturlungar vildu létta byrðarnar
og héldu tónleika, seldu vöfflur og
dönsuðu. Sveitin Kaleo og KK héldu
uppi stuðinu. Þá bættist Jónas Sig í
hóp tónlistarmanna og hinn upp-
rennandi tónlistarmaður Hlöðver
Smári. Allir spiluðu án endurgjalds
og rann innkoma öll óskipt til fjöl-
skyldu Eyþórs.
Þeir sem vilja leggja málefninu
lið geta enn lagt inn á styrktarreikn-
ing.
Bankanúmer: 315-13-110046
Kennitala: 270645-4539
Ábyrgðarmaður fyrir reikningn-
um er Ásgeir Indriðason, frændi Ey-
þórs. n
26 Fólk 28. ágúst 2013 Miðvikudagur
Hjónabönd á endastöð
M
ichael Douglas og Catherine
Zeta-Jones hafa geng-
ið í gegnum margt í veðr-
uðu hjónabandi sínu.
Michael hefur nýverið lokið krabba-
meinsmeðferð og Catherine hefur
háð baráttu við geðhvarfasýki. Þrátt
fyrir að hafa staðið sterk saman er nú
hávær orðrómur uppi um að 13 ára
hjónaband þeirra sé á enda. Um yfir-
vofandi skilnað hjónanna er fjallað
í breska dagblaðinu The Mirror. Þá
er fjallað um skilnað þeirra í Daily
Star og þar er því haldið fram að það
sé Michael sem fari fram á skilnað á
meðan Catherine sé að berjast við að
halda lífi í hjónabandinu.
Í slúðurritinu Celeb Dirty Laundry
er fjallað um ástand Catherine sem
er sagt slæmt um þessar mundir en
í síðustu viku á Michael að hafa tekið
tvö börn þeirra í frí til Þýskalands án
hennar samþykkis. Það þykir renna
stoðum undir orðróminn að þau
hafa ekki sést saman á myndum í
nærri fjóra mánuði.
Fleiri stjörnur stefna í skilnað
en nýlega var tilkynnt að samband
þeirra Khloe Kardashian og Lamar
Odom væri á endastöð.
TMZ greinir frá því að þau séu
skilin að borði og sæng. Lamar er
sagður vera fíkill og Kardashian-
fjölskyldan á að hafa haldið fíkninni
leyndri fyrir fjölmiðlum í nokkur ár.
Fíkn Lamars er af alvarlegum toga
samkvæmt TMZ en hann á að hafa
misst fótanna í krakkneyslu. n
Sturlungar safna
n Mótorhjólasamtök styðja Eyþór og fjölskyldu eftir alvarlegt slys
n Douglas og Zeta-Jones í erfiðleikum
Erfiðleikar Catherine Zeta-Jones og
Michael Douglas hafa verið gift í þrettán ár
og háð marga hildi. Nú virðast erfiðleikarnir
óyfirstíganlegir.
Fíknin fellir Lamar er
krakkfíkill og Khloe hefur
fengið nóg.
Jennifer vinsælust
Kynningarmyndband framhalds-
myndarinnar, The Hunger Games:
Catching Fire, mælist með mest
áhorf á vefnum um þessar mundir.
Í öðru sæti er kynningarmynd-
band hasarmyndarinnar Getaway
með Ethan Hawke í aðalhlutverki og
í þriðja sæti er stórmyndin væntan-
lega Pompeii.
The Hunger Games: Catching
Fire verður frumsýnd 22. nóvember
á þessu ári og það er eftir sem áður
nýstirnið Jennifer Lawrence sem
leikur aðalhlutverkið, hetjuna Katn-
iss Everdeen.
Kristjana Guðbrandsdóttir
blaðamaður skrifar kristjana@dv.is
Þakklát Katrín,
eiginkona Eyþórs, mætti
og var þakklát félögum
hans fyrir stuðninginn.
Sturlungar Sturlungar
láta ekki sitt eftir liggja.
Líkaði tónlistin Börnin skelltu
sér út á dansgólfið við músík KK
og líkaði augljóslega vel.
Vöfflur og kaffi Þeir sem vildu gátu keypt
vöfflur og kaffi, allt söfnunarfé rann óskipt
til fjölskyldu Eyþórs.
Fjölmennt Mikill fjöldi var mættur til að
sýna stuðning og hlýhug í verki.
Gáfu vinnu sína Hér sést KK á spjalli
við Katrínu. Allir tónlistarmenn gáfu
vinnu sína.
Stjörnur sem
gengu of langt
1 Miley Cyrus, 2013 Miley vermir toppsætið og ekki að
ósekju. Hún þótti ósmekklega djörf í
atriði sínu á VMA-verðlaunahátíðinni
á sunnudag. Miley kom fram klæðlítil,
lék eftir kynferðislegar stellingar við
umdeilt lag um kynferðisofbeldi og rak
út úr sér tunguna í sífellu.
2 Clint Eastwood, 2012 Clint Eastwood
vakti mikl athygli í
kosningabaráttunni
í fyrra til forseta-
embættisins í
Bandaríkjunum.
Clint talaði við auðan
stól við hlið sér þar sem
hann sagði að Obama sæti og vék
stundum að honum orði áheyrendum til
mikillar furðu.
3 Nicolas Cage, 2010 Framleiðendur myndarinnar The
Sorcerer’s Apprentice
hugsa enn til þess með
hryllingi þegar stjarna
myndarinnar, Nicholas
Cage, fór í viðtal til
David Letterman og
sagði frá því að hann
hefði tekið inn ofskynjunar-
sveppi með kettinum sínum.
4 Tom Cruise, 2005 Ógleymanlegt er atvikið þegar
Tom Cruise hoppaði í
sófanum hjá Oprah
Winfrey og túlkaði ást
sína á Katie Holmes í
dansi. Myndband af
uppátækinu fór eins
og eldur í sinu um
netheima og orðspor Tom
hefur ekki verið samt síðan.
5 Angelina Jolie, 2000 Botnsætið vermir Angelina Jolie.
Á óskarsverðlaunahátíðinni árið
2000 vakti koss hennar
og bróður hennar,
James Haven,
ónotalegar
tilfinningar hjá þeim
sem á horfðu.
Angelina hjúfraði sig
upp að honum allt kvöldið
og á rauða dreglinum og sagðist
ástfangin af honum.
topp 5