Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2013, Blaðsíða 4
4 Fréttir 28. ágúst 2013 Miðvikudagur
Kurr fór um salinn
n Fundað um málefni ungabarnaleikskólans 101
Á
mánudag fór fram fundur á
vegum Reykjavíkurborgar
með foreldrum barna sem
vistuð voru á ungbarnaleik
skólanum 101. Skólanum var lokað á
dögunum eftir að alvarlegar ásakan
ir komu upp en málið er nú til rann
sókn hjá lögreglu. Kurr fór um salinn
þegar lögfræðingur ungbarnaskólans
tilkynnti að skólinn yrði opnaður á
ný á fimmtudag. Þetta kemur fram
í fréttatilkynningu frá Reykjavíkur
borg.
Það var Þyrí Steingrímsdóttir, lög
maður eigenda, sem tilkynnti um
opnunina og sagði að búið væri að
senda tvo starfsmenn í leyfi og rann
sókn væri komin vel á veg. Því væri
ekkert því til fyrirstöðu að opna aftur.
Framkvæmd var óformleg könnun í
kjölfarið á meðal foreldra hvort þeir
vildu senda barnið sitt aftur í skól
ann. Eitt foreldri vildi það.
Á meðal þeirra fyrirspurna sem
komu frá foreldrum var hvort hægt
væri að setja upp eftirlitsmynda
vélar á leikskólum til þess að tryggja
öryggi barna. Ragnar Þorsteinsson,
fundarstjóri og sviðstjóri skóla og
frístundasviðs borgarinnar, sagði að
persónuvernd kæmi í veg fyrir slíkt.
Halldóra Gunnarsdóttir, fram
kvæmdastjóri barnaverndar Reykja
víkur, fór yfir málið með foreldrum
og þær ásakanir sem bornar hefðu
verið á hendur leikskólanum og
starfsmönnum hans. Ekki var þó far
ið ítarlega í efnisatriði málsins þar
sem það er til rannsóknar hjá lög
reglu.
Einnig var mikið rætt um þær að
stæður sem hafa skapast vegna máls
ins. Skorað var á borgina að hjálpa
foreldrum þar sem neyðarástand
ríkti vegna þess að foreldrar hefðu
enga vistun fyrir börnin. Engin end
anleg lausn fannst á þeim vanda en
farið var vel yfir verklag borgarinnar
og hvaða úrræði stæðu foreldrum til
boða. n
Stefnir ríkinu út af
auðlegðarskatti
n Kona á níræðisaldri greiddi 5 milljónum meira í skatt en hún hafði í tekjur
Í
slensk kona á níræðisaldri, sem
greiddi 24 milljónir í skatt en
var með tekjur upp á 19 milljón
ir, hefur ákveðið að leita réttar
síns með því að stefna íslenska
ríkinu út af innheimtu auðlegðar
skattsins sem er hluti af þeim skatti
sem hún greiðir til ríkisins. Þetta seg
ir lögmaður konunnar, Hróbjartur
Jónatansson, aðspurður um mál
ið. Auðlegðarskatturinn sem konan
greiddi nam 13 milljónum af þessum
24 og er hún því eignamikil: Hrein
eign hennar nemur um 650 milljón
um króna miðað við að auðlegðar
skatturinn er 2 prósent af eignum yfir
150 milljónum hjá einstaklingum.
DV birti umfjöllun um auðlegðar
skatt í mánudagsblaðinu og höfðu
nokkrir aðilar samband við blaðið til
að benda á tilfelli þar sem auðlegðar
skatturinn gæti verið óréttlátur. Mál
umbjóðanda Hró
bjarts var eitt þeirra
sem nefnt var til
sögunnar.
Líkt og Bjarni
Benediktsson fjár
málaráðherra hefur
boðað verður auð
legðarskatturinn
ekki endurnýjaður
í lok þessa árs en
hann hefur skilað
27,5 milljörðum
króna í ríkiskassann
á síðustu fjórum
árum. Skatturinn
leggst á eignir um
fram 75 milljónir
hjá einstaklingum
og sameiginlegar
eignir yfir 100
milljónum hjá
hjónum. Einhver tilfelli eru því til þar
sem að minnsta kosti virðist leika
vafi á hversu réttlátur auðlegðar
skatturinn er en einnig hafa verið
nefnd til sögunnar dæmi þar sem
fólk er tekjulaust en þarf að ganga á
eignir sem það á umfram 75 milljón
ir til að greiða skattinn.
Þurfti að selja eignir
Hróbjartur segir að umrædd kona
hafi þurft að selja eignir til að eiga
fyrir auðlegðarskattinum. „Það var
bara með sölu eigna. Ef þú þarft að
borga fimm millj
ónir umfram tekj
ur þínar þá selur
þú bara einhverja
eign sem þú átt og
afhendir ríkinu
andvirðið. Þetta
verður eigin lega
ekki ljósara en
það að hún hafi
nánast bara far
ið með eignina til
ríkisins og afhent
hana sem greiðslu
á skattinum,“ segir
Hróbjartur.
Látið reyna á meðalhófsregluna
Að hans mati þá þarf ríkisvaldið að
gæta meðalhófs í skattheimtu og ætl
ar umbjóðandi hans að láta reyna á
regluna um meðalhófið fyrir dómi.
„Að mínu mati þá þarf bara að gæta
meðalhófs í skattheimtunni. Það má
ekki ganga lengra en nauðsynlegt er
til að ná ákveðnu, lögmætu mark
miði. Það markmið að innheimta
skatta er lögmætt en spurningin er
hversu langt megi ganga til að ná
þessu markmiði og hvort gengið hafi
verið lengra en góðu hófi gegnir í til
felli umbjóðanda míns. Þegar skatt
heimta gengur úr hófi fram þá get
ur hún að mínu viti verið ólögmæt.
Þetta er sjónarmiðið sem við mun
um láta reyna á fyrir dómi: Að það að
taka allar tekjur upp í skatt og meira
til er að mínu mati óhóflegt,“ segir
Hróbjartur.
Vilja álagningu fellda úr gildi og
endurgreiðslu
Hróbjartur segir að málareksturinn
gangi út á það að fá álagninguna á
skattinum fellda úr gildi og að um
bjóðandi hans fái endurgreiðslu á
milljónunum 24. „Við ætlum ekki að
fara að reyna að svara þeirri spurn
ingu hversu langt ríkisvaldið megi
ganga í skattheimtu almennt. Við
ætlum bara að fá úr því skorið hvort
það sé hóflegt að taka allar tekjur við
komandi og meira til. Ef það telst ekki
vera hóflegt þá er það stjórnvalda að
búa til reglur um það hvað telst vera
hóflegt í þessu sambandi,“ segir Hró
bjartur. Hann segir stefnu í máli kon
unnar vera í vinnslu og að hún verði
tilbúin um eða eftir næstu helgi.
Líkt og komið hefur fram í fjöl
miðlum þá hefur Guðrún Lárusdótt
ir, eigandi útgerðarinnar Stálskipa,
höfðað mál gegn íslenska ríkinu út
af greiðslu auðlegðarskattsins. Að
minnsta kosti tvö slík mál munu því
rata fyrir dóm. n
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Þegar
skatt-
heimta gengur
úr hófi fram þá
getur hún að
mínu viti verið
ólögmæt
Telur skattheimtuna óhóflega Hró-
bjartur Jónatansson telur skattheimtuna í
máli umbjóðanda síns hafa verið óhóflega.
Annað mál Annar aðili, kona á níræðisaldri, ætlar að stefna íslenska ríkinu út af auðlegðarskattinum. Fyrir var
Guðrún Lárusdóttir í Stálskipum búin að því. Mynd ViðskipTAbLAðið
26. ágúst 2013
Ætla að opna í vikunni Ungbarnaleik-
skólanum 101 var lokað af eigendum á meðan
rannsókn var á frumstigi. Mynd krisTinn MAgnússon
börn í reykjavík koma illa
út úr lestrarskimun
Fleiri læsir í
Reykjanesbæ
Hlutfallslega færri nemendur í
öðrum bekk í Reykjavík geta lesið
sér til gagns en í Reykjanesbæ og á
Reykjanesi. Þetta leiða niðurstöður
árlegrar lestrarskimunar í ljós. Að
eins 63 prósent barna í öðrum bekk
í grunnskólum Reykjavíkur geta
lesið sér til gagns. Skimunin náði
til 35 skóla í Reykjavík. Hlutfallið
þar hefur ekki mælst lægra síðan
árið 2005, þegar hlutfall þeirra sem
náðu að lágmarki 65 prósenta ár
angri á prófinu var 60 prósent. Ár
angurinn í Reykjanesbæ er betri.
Þar er hlutfallið 69,4 prósent og á
Reykjanesi öllu er hlutfallið 65,7
prósent.
Þegar horft er á einstaka hluta
Reykjavíkurborgar sést að árangur
inn er bestur í miðbæ Reykjavíkur,
Hlíðum og í Vesturbænum, en þar
ná 76 prósent barnanna 65 pró
senta árangri. Í Árbæ og Grafar
holti er hlutfallið 67 prósent, í
Laugardal og Háaleiti er hlutfallið
60 prósent og í Grafarvogi og
Kjalar nesi 56 prósent. Lestrarfærni
í Breiðholti er slökust en þar nær
helmingur barna tilsettum árangri.
Segist ekki
hafa greitt
auðlegðarskatt
Bjarni Benediktsson, fjármála
ráðherra og formaður Sjálfstæðis
flokksins, segist aldrei hafa greitt
auðlegðarskatt líkt og haldið var
fram í DV á mánudaginn. Þar kom
fram að Bjarni hefði greitt tæplega
tveggja milljóna króna auðlegðar
skatt af eignum upp á 128 milljón
ir króna. Á Facebooksíðu sinni á
þriðjudaginn sagði Bjarni að þetta
væri ekki rétt: „Að gefnu tilefni er
rétt að taka fram að ég hef aldrei
greitt auðlegðarskatt.“