Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2013, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2013, Blaðsíða 20
20 Lífsstíll 28. ágúst 2013 Miðvikudagur Kopar og elliglöp n Of mikil neysla getur valdið Alzheimerssjúkdómnum A ð neyta kopars er manns- líkamanum nauðsynlegt en að neyta hans í of miklu magni getur aukið lík- urnar á Alzheimerssjúkdómn- um. Þetta kemur fram í niður- stöðum rannsóknar sem birt var í vísindaritinu Proceedings of the National Academy of Sciences fyrir skemmstu. Kopar finnst í fjölmörg- um fæðutegundum og má í því samhengi nefna rautt kjöt, skelfisk og ávexti og grænmeti svo nokkur dæmi séu tekin. Það voru vísindamenn við Uni- versity of Rochester í New York sem framkvæmdu rannsóknina sem vísað er til. Tilraunir voru gerðar á músum sem skipt var í tvo hópa. Annar hópurinn fékk fæðu með háu hlutfalli kopars á með- an hinn hópurinn fékk fæðu með litlu magni kopars. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að fyrri hópurinn átti í meiri erfiðleikum en sá seinni með að losa sig við ákveðið prótín, amyloid, sem talið er eiga sinn þátt í að valda elliglöpum. „Það virðist vera að með tím- anum hafi kopar hamlandi áhrif á heilann í að losna við þetta tiltekna prótín,“ segir dr. Rashid Deane, sem fór fyrir rannsókninni, í sam- tali við breska ríkisútvarpið, BBC. Ekki nóg með það þá virðist kopar hreinlega hvetja heilann til fram- leiðslu á prótíninu. Deane segir við BBC að fólk sem borðar fjölbreytta fæðu ætti ekki að hafa neinar áhyggjur. Hins vegar mælir hann ekki með því að kopars sé neytt í fæðubótarformi. n Á bannlista eftir ræktina Salt snarl Margir finna þörf fyrir að borða eitthvað salt eftir æfingu, slíkt snarl er þó oft helst til hitaein- ingaríkt. Salt- þörfin kviknar vegna steinefna sem skiljast út með svita. Fáið ykkur banana í staðinn, í honum er pótassíum og kalíum sem ætti að fullnægja þörfinni betur. Sykur og gos Það er ekkert verra en að fá sér sykrað gos eða sætindi eft- ir æfingu. Sykur hleður ekki ein- göngu aukakílóunum á líkamann, heldur hægir á brennslu líkamans til lengri tíma. Gosdrykkja eykur vökvasöfnun líkamans. Fáið ykkur ósætt íste í staðinn eða bragðbætt en sykurlaust vatn. Hrátt grænmeti Grænmeti er frá- bær kostur yfir daginn. Heilnæmt og inni- heldur litla sem enga fitu. En eft- ir æfingu þarftu prótín líka og hrátt grænmeti getur verið tormelt. Til að halda í hollustuna er hægt að prófa grænmetisdrykki sem eru bættir með prótíni. Mjólkursúkkulaði Sætt mjólkursúkkulaði inniheld- ur hundruð hitaeininga. Fáðu þér frekar dökkt súkkulaði, og fyrir æfingu frekar en eftir, þar sem það inniheldur ekki nærri því nógu mikið af nær- ingarefnum til þess að næra þig eftir æfingu. Orkustykki Orkustykki eru markaðssett fyrir þá sem sækja rækt- ina. Engu að síður er orkustykki ekki góður kostur. Það inniheldur alltof mikið af sykri sem hægir á efnaskiptum líkamans og hvetur til fitufram- leiðslu. Settu frekar hnetur og þurrkaða ávexti í poka. Margfalt hollara og þér líður betur á eftir. Svona getur þú lifað hamingjusömu lífi n Líttu á erfiðleika sem tækifæri n Heilsurækt og djúpöndun mikilvæg Þ að vilja allir lifa hamingju- sömu, heilbrigðu og inni- haldsríku lífi en það getur þó reynst sumum erfitt að ná þessu takmarki sínu. Á síðunni Mind Body Green hafa ver- ið tekin saman nokkur atriði sem einkenna þá sem lifa hamingju- sömu lífi sem við getum haft í huga þegar við reynum að öðlast ham- ingjusamt líf. Það sem einkennir hamingjusama er: Lítil skref færa þig skrefinu lengra Steinunn Sigurðardóttir fata- hönnuður kann listina að hugsa út fyrir kassann. Hún leitar stöðugt að leiðum að nýjum stöðum og segir heim tísku og hönnunar hrein- lega krefjast þess að fara út fyrir þægindahringinn. Í viðtali við DV nýverið ræddi hún um hugsunar- hátt sinn. „Það er öllu ýtt að þér svo hratt. Þar er talað um að flytja fjöll, og þessi fyrirtæki flytja fjöll í orðsins fyllstu merkingu. Þú lærir að horfa langt fram á veginn. Það er nauðsynlegt. Á sama tíma verður þú að vera meðvitaður um að þú þarft að halda í einhvern kjarna sem heldur þér á jörðinni. Stundum festist ég í því að vilja alltaf borða sama matinn þangað til ég get það ekki lengur, stundum klæði ég mig alltaf í sömu fötin þar til ég fæ nóg. Það fer mikil orka í að ýta sjálfum sér hugarfarslega á nýja staði.“ Þessum sannleika miðlar hún til nemenda sinna „Að teikna blindandi tekur nem- andann alveg út fyrir allan þæginda- hring. Ég læt einstaka nemendur mína gera þetta. Ég hef líka beðið nemendur mína um að teikna stórt á vegg til að brjóta upp litlar teikn- ingar þar sem blýanturinn er ávallt notaður í litlar línur. Öll þessi litlu skref verða til þess að þú ferð skrefi lengra og út úr rammanum.“ Gekk í barndóm Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður er nýkominn úr tveggja mánaða ferð um Asíu. Hann segist hafa skorað sjálfan sig á hólm. „Ferðalagið sem ég fór í gerði mig hamingjusamari, sérstaklega vegna þess að ég upplifði mikla gleði í ferðinni minni. Ég gekk dá- lítið í barndóm aftur. Gerði mikið af hlutum og skoraði sjálfan mig á hólm.“ n gunnhildur@dv.is Einkenni þeirra hamingjusömu n Þeir eru ekki langræknir. n Þeir hugsa út fyrir kassann. n Þeir fylgja rútínu og láta líkamsrækt verða hluta af henni. Það tekur smá æfingu að gera líkamsræktina að daglegri rútínu og halda það út. Um leið og þú hefur náð því stendur þú eftir mun sterkari. n Þeir eru umkringdir góðu fólki og eyða því ekki tíma í neikvæðar manneskjur sem hafa slæm áhrif á þá. n Þeim er sama um hvað öðrum finnst. n Þeir eru ekki sífellt að þóknast öðrum. n Þeir líta á erfiðleika sem tækifæri. n Þeir líta á það að taka við höfnun sé hæfileiki og eru þrautseigir. n Þeir taka frá tíma fyrir sjálfan sig. Hvort sem það er að ná átta tíma svefni á hverri nóttu, að taka 15 mínútur í að lesa blaðið eða klukkutíma í ræktinni, þá er þetta efst á forgangslista þeirra. Þegar þú hugsar vel um sjálfan þig hefur þú góð áhrif á aðra. n Þeir eru andlega þenkjandi. Þetta þýðir ekki endilega að þeir séu trúaðir heldur frekar að þeir taka sér tíma til að hugleiða eða að stunda jóga. n Þeir stunda djúpöndun. n Þeir vita að maður fær ekki allt sem maður vill og eru sáttir við það. Það væri auk þess leiðinlegur heimur að búa í. n Þeir láta ekki ótta stjórna sér. Þeir eru tilbúnir til að taka áhættu. n Þeir kunna að segja nei. Þeir hafa lært að setja mörk og mikið af þeim. n Þeir eru með framtíðarsýn og fylgja henni. n Þeir gefa án þess að ætlast til að fá eitthvað í staðinn. n Þeir eru hvorki yfirborðslegir né láta þeir ofmetnast. n Þeir eru drifnir áfram af ástríðu. Þeir trúa virkilega á það sem þeir eru að gera. n Þeir kvarta ekki. n Þeir hafa gildi og fara eftir þeim, bæði í einkalífinu og starfi. n Þeir synda gjarnan á móti straumnum. n Þeir klára það sem þeir byrja á. n Þeir bera sig ekki saman við aðra. n Þeir vilja einnig að aðrir nái árangri. Steinunn Sigurðardóttir Kann listina að hugsa út fyrir rammann. Tók sér tíma Sölvi Tryggvason fór í ævin- týralegt ferðalag til Asíu. Hann tók sér tíma og varð hamingjusamari fyrir vikið. Gleði og gaman Hamingjusamir eru gjarnan umkringdir góðu fólki. Elliglöp Niðurstöðurnar gáfu til kynna að neysla kop- ars geti haft áhrif á elliglöp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.