Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2013, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2013, Blaðsíða 16
16 Fréttir 28. ágúst 2013 Miðvikudagur Algengt verð 250,8 kr. 247,8 kr. Algengt verð 250,5 kr. 247,5 kr. Höfuðborgarsv. 250,4 kr. 247,4 kr. Algengt verð 250,8 kr. 247,8 kr. Algengt verð 252,9 kr. 247,9 kr. Melabraut 250,5 kr. 247,5 kr. Eldsneytisverð 28. ágúst Bensín Dísilolía Þjónustan til fyrirmyndar n Veitingastaðurinn Kopar fær lof­ ið að þessu sinni en DV fékk eftir­ farandi sent: „Ég fór þangað um daginn með eiginkonu minni og þjónustan þar var til fyrirmyndar. Þjónarnir höfðu greinilega áhuga á því sem þeir voru að gera og veittu hverjum og einum gesti mikla athygli. Svo var maturinn mjög góður. Þetta er nýr, ferskur og skemmtilegur veitingastaður.“ Almennri inn- eign breytt n Lastið fær Vodafone en við­ skiptavinur er ósáttur við að fyrir­ tækið breyti skilmálum á inneign án þess að auglýsa það. „Einu sinni keypti maður Risafrelsi fyrir 2.990 krónur og fékk, að mig minnir, 2.000 króna inneign og svo frítt í Vodafone síma og fimm símavini. Mjög góður díll, en núna hins vegar þá fær maður bara 990 krónu inneign en hitt stendur,“ segir óánægður viðskiptavinur. DV hafði samband við Hrannar Pétursson, framkvæmdastjóra Vodafone, sem segir að eins og með allar breytingar sem gerðar séu á vörum/skilmálum Vodafo­ ne hafi þessar verið kynntar á vef Vodafone. „Almenna reglan er að tilkynna slíkar breytingar með að minnsta kosti 30 daga fyrir­ vara og setja nauðsynlegar upp­ lýsingar á reikninga. Í ljósi þess að Frelsis­viðskiptavinir fá ekki sendan reikning, heldur fyrirfram­ greiða þjónustuna, var notend­ um Risafrelsis sent SMS­skeyti þar sem bent var á breytinguna og nýjar þjónustuleiðir. SMS­ ið var svohljóðandi: „Hefur thu kynnt ther nyju frelsispakkana? Gaeti verið hagkva­ emari kostur fyrir thig! Breytingar á almennri inneign í Risafrelsi tók gildi 1. júlí …“ segir Hrannar og tekur fram að það hafi því alls ekki verið svo að fólk hafi ekki verið látið vita af breytingunni. Lof og last Sendið lof eða last á neytendur@dv.is Góð berjaspretta víða um landið n Magnað að tína í september n Reyniber iðulega vannýtt hér á landi Jóhanna Margrét Einarsdóttir blaðamaður skrifar johanna@dv.is B láber eru holl og góð og sam­ kvæmt upplýsingum DV hafa þau sprottið vel fyrir norðan, austan og vestan þetta sum­ arið. Bláber eru algeng víða um land og vaxa upp í 800 metra hæð. Það eru tvær gerðir af bláberjum, þessi venjulegu bláu sem vaxa um allt land og svo aðalbláber sem mörgum finnast öllum öðrum berjum betri. Aðalbláberin eru dökkblá, stundum svört og vaxa villt víða um land. Þau vaxa í skógum, lautum og mólendi en mest er um þau á snjóþungum stöð­ um þar sem snjó tekur ekki upp fyrr en í sumarbyrjun. Þau eru algeng fyrir vestan og á norðanverðu landinu en fremur sjaldgæf sunnan heiða. Trausti Sveinsson, ferðaþjónustu­ bóndi á Bjarnargili í Fljótum, segir að þar sé gríðarlega mikið af aðalblá­ berjum og krækiberjum. „Magnið er mikið og alls staðar ber sem hægt er að tína,“ segir Trausti. Hann segir að þeir sem hyggi á berjatínslu í Fljótum þurfi að fá leyfi landeigenda því það þurfi að fara um eignarlönd manna. „Berin eru misþroskuð enn sem kom­ ið er en það er víða hægt að finna góð ber þó það séu grænjaxlar innan um og saman við. Það þarf að bíða fram í september þangað til það verður hægt að nota tínu. En ef tíðin verð­ ur góð í september verður magnað að tína hér um slóðir,“ segir Trausti. Hann er einn af þeim harðskeyttari á landinu í berjatínslu, hefur náð að tína 110 lítra af krækiberjum á einum degi og 60 af aðalbláberjum. Handtína eða nota tínu Það er misjafnt hvort fólk notar tínur við að týna bláber. Þau geta kramist ef tína er notuð og það kemur meira rusl með þeim en þegar þau eru handtínd. En það er hægt að tína umtalsvert meira magn ef tína er notuð og ef fólk hefur lítinn tíma er sjálfsagt að nota tínu. Bláber geymast mjög vel í frysti. Bara að muna að frysta ekki fyrr en búið er að hreinsa berin. Gott er að vigta ákveðið magn, 100 grömm, 200 grömm og svo framvegis setja í „zip lock“­poka, lofttæma og raða í fryst­ inn. Grípa svo berin eftir þörfum og gera sultu, nota í hristing, kökur, sósur og svo framvegis. Hrútaber Hrútaber eru algeng á Íslandi og vaxa einkum í kjarri. Það er líka hægt að finna þau í brekkum og bollum. Mörgum finnst hrútaber einhver fal­ legustu berin sem hægt er að finna. Þrátt fyrir að þau séu algeng hér á landi þá eru þau dreifð og tímafrekt að tína mikið af þeim. Þau þroskast fremur seint á sumrin en eru safa­ mikil og örlítið súr á bragðið. Þau þykja góð í sultugerð og margir telja að þau hafi lækningamátt. Hrúta­ berjadropar eru taldir styrkja bæði maga og hjarta og lækna skyr­ bjúg. Hrútaberjadropar eru búnir til þannig að 100 grömm af berjum eru sett í hálfan lítra af sterku víni og geymt í flösku í heitum sandi í þrjá daga. Síðan er mixtúran sigtuð og geymd. Svo er þetta tekið í hæfilegu magni ein til þrjár matskeiðar á dag við fyrrnefndum kvillum. Gott rifsberjahlaup Það er ekki hægt að tína villt rifsber hér á landi en þau má víða finna í görðum þorpa og bæja og í ár virð­ ist vera góð rifsberjaspretta. Það er auðvelt að tína rifsber og tekur stuttan tíma. Þegar rifsber eru tínd þarf að taka berjastilkana með og passa upp á ef nota á berin í hlaup að það sé nóg af grænjöxlum með því í þeim er hleypiefni. Það má frysta rifsber og nota eft­ ir hendinni. Þau eru líkt og önnur ber góð í bakstur, sósur, hristinga og ýmislegt annað. Það má líka renna þeim í gegnum safapressu. Þá eru grænjaxlar, stilkar og rauð ber pressuð. Það má frysta berjasafann og nota síðar í hlaup eða sósur. Setj­ ið hálfan lítra af berjasafa í pott og 250 grömm af sykri. Látið hitna ró­ lega að suðu, takið pottinn af og látið kólna smávegis. Setjið í hrein­ ar krukkur. Athugið að geymslu­ þolið minnkar þegar sykurmagn­ ið er minnkað en á móti kemur að það er auðvelt að gera hlaupið jafn­ óðum og það á að nota það. Reyniber vannýtt auðlind Víða í görðum og á opnum svæðum vex reyniviður og það virðist vera nóg af berjum á honum sem hægt er að nýta. Fólk ætti ekki að setja það fyrir sig þó það sé smá stúss að tína berin og verka þau. Reyniber er best tína vel þroskuð og það er betra að hafi fryst áður en þau eru tínd. Reyniber eru talin holl og sumum þykja þau góð í mauk. Margir setja fyrir sig að það er remmubragð af berjunum. Til að minnka það er ágætt að láta berin liggja í vatni í þrjá sólarhringa og skipta oft um vatn helst tvisvar til þrisvar á dag. Bláberjasulta n 1 kíló bláber n ½ kíló sykur Setjið berin í pott og gætið þess að hafa stilka og óþroskuð ber með til að sultan hlaupi. Ef berin eru mjög þroskuð gæti þurft að nota hleypi. Sjóðið berin í fimm mínútur og setjið þá sykurinn út í og látið malla í tíu mínútur. Hrærið í blöndunni öðru hvoru. Takið af vélinni og látið kólna smá stund. Hellið í hrein glös. Ef aðalbláber eru notuð í sultuna þarf minni sykur því þau eru sætari. Reyniberjahlaup n 3 kg reyniber n 1,6 kg epli Brytjið eplin gróft og blandið saman við berin. Sjóðið við vægan hita þangað til blandan er orðin maukkennd. Setjið í bleyjugas yfir pott eða skál og látið síga úr maukinu yfir nótt. Mælið vökvann og látið sjóða í 5 til 6 mínútur. Takið pottinn af og setjið 750 grömm af sykri á móti hverjum lítra af safa. Sjóðið þangað til blandan breytist í hlaup. Athugið að það getur tekið einn til tvo tíma. Rifsberjahlaup n 1 kg rifsber, rauð í bland við grænjaxla með stilkum og smá laufi n 1 kg sykur Berin eru skoluð í vatni og síðan sett í pott ásamt sykrinum. Hitað að suðu, ekki við of háan hita og hrært í svo ekki brenni við. Látið sjóða í 7–10 mínútur. Dragið pottinn af hitanum og látið setjast til smá tíma. Sigtið saftina frá og hellið á heitar hreinar krukkur. Hrútaberjahlaup: n 1 kg hrútaber n 1 kg strásykur fyrir hvern lítra af safa n safi úr einni sítrónu Hrútaberin soðin og sigtuð. Saftin mæld í potti og sítrónusafa bætt út í. Soðið í 5 mínútur. Potturinn tekinn af hellunni og sykri bætt út í. Sett á krukkur og lokað. Rifsber Nú er rétti tíminn til að fara út í garð og tína rifs- ber. Rifsber er hægt að nota í sósur, hristinga og mörgum finnst ómissandi að gera rifsbjerjahlaup fyrir veturinn. MynD KRistinn MaGnússon Bláberjahaust Það lítur út fyrir að það verði mikið af bláberjum fyrir norðan í haust. seinlegt Hrútaber vaxa víða um land og því ekki að prófa að nýta þau eins og önnur ber. Það getur verið tímafrekt að tína þau. Römm á bragðið Reyniber eru vannýtt auðlind en það er hægt að gera hlaup sem er gott að bera fram með steik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.