Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2013, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2013, Qupperneq 4
Hannes Smárason opnar heimasíðu 4 Fréttir 9. september 2013 Mánudagur Heimilislausum vísað frá n Þorleifur krefst aðgerða vegna sprengingar í aðsókn í Gistiskýlið Á fyrstu sjö mánuðum ársins þurfti í 308 skipti að vísa heim- ilislausum mönnum frá Gisti- skýlinu í Þingholtsstræti sök- um plássleysis. Allt árið í fyrra þurfti aðeins að vísa mönnum frá í 24 skipti. Tuttugu rúm eru í boði í Gistiskýlinu en gistiplássin eru fullnýtt nánast upp á dag og ljóst að úrræða er þörf. Þorleifur Gunnlaugsson, fulltrúi Vinstri grænna í velferðarráði Reykja- víkurborgar, er einn þeirra sem barist hefur fyrir bættri aðstöðu útigangs- fólks. Hann hefur ítrekað bent á þessa slæmu stöðu með bókunum í borg- arráði og velferðarráði. Þorleifur hefur talað fyrir því að húsnæðisvandinn verði leystur með því að finna bráðabirgðahúsnæði þar til endanleg lausn verður til staðar. Samþykkt var í velferðarráði í maí síðastliðnum að fela velferðarsviði að undirbúa flutning á Gistiskýli fyrir heimilislausa karla í nýtt húsnæði sem líklega verði ekki tilbúið fyrr en um áramót. Sá undirbúningur mun vera í fullum gangi. Tillaga fulltrúa Samfylkingarinnar og Besta flokksins að umsögn til borgarráðs, sem sam- þykkt var með meirihluta atkvæða, kveður hins vegar á um að óráðlegt sé að hefja leit að bráðabirgðahúsnæði. Var velferðarsviði þess í stað falið að athuga hvort hægt væri að fjölga plássum í eða við núverandi húsnæði, og hvað það myndi kosta. Þorleifur segir að nú, þegar farið er að kólna, sé það furðulegt að velferðar ráð ætli að dunda sér við að „greina orsakir og aðstæður þeirra karla sem valdið hafa þessari auknu ásókn í Gistiskýlið.“ „Að meirihluti velferðarráðs skuli, nú þegar haustar og kólnar í veðri, senda þau skilaboð til borgarráðs að ekki skuli brugðist við, nema hugsan- lega ef hægt er „að fjölga plássum í eða við núverandi húsnæði“ er með ólík- indum,“ segir Þorleifur í bókun sinni. n n Leynd hefur hvílt yfir lífi og störfum Hannesar síðastliðin ár H annes Smárason, fjárfestir og fyrrverandi forstjóri og hluthafi í FL Group, hefur einbeitt sér að því, með- al annars, frá árinu 2008 að veita ráðgjöf við sölu á lyfjafyr- irtækjum og annars konar fyrir- tækjum. Hann segist hafa komið að viðskiptum með fyrirtæki upp á meira en 500 milljónir dollara, rúmlega 60 milljarða íslenskra króna. Þetta kemur fram á heima- síðu Hannes, hannessmarason. com, sem fjárfestirinn virðist hafa opnað nýlega. Stærsti hluti þessar- ar tölu er vegna aðkomu Hannes- ar að viðskiptum með deCode í lok síðasta árs. Félagið var þá selt til lyfjaþróunarfyrirtækisins Amgen fyrir 415 milljónir Bandaríkjadala. Kominn út í ráðgjöf Hannes virðist, samkvæmt heima- síðunni, nánast alfarið vera kom- inn út í ráðgjafarstörf á sviði heil- brigðismála og genatækni og má segja að heimasíðan líti frekar út eins og síða vísindamanns en fjár- festis. Á síðunni fæst Hannes meðal annars við að útskýra flókna hluti á sviði genavísinda, bæði í bloggi og eins á Youtube-myndböndum sem hægt er að nálgast á síðunni. Hannes þykir eldklár – þannig bera flestir honum söguna – með- al annars Kári Stefánsson, forstjóri deCode – og nam hann verkfræði við MIT-háskóla í Bandaríkjunum. Nokkru síðar hóf hann svo störf hjá deCode og var hægri hönd Kára um nokkurra ára skeið og sá meðal annars um að skrá deCode á hlutabréfamarkað í Bandaríkj- unum í kringum síðustu aldamót. Þó að fáir efist um hæfileika og greind Hannesar þá er hann um- deildur hér á landi vegna aðkomu sinnar að FL Group og hefur efna- hagsbrotadeild ríkislögreglustjóra og síðar sérstakur saksóknari rann- sakað viðskipti sem hann tengdist hjá FL Group. Vinnur með hluthöfum deCode Á heimasíðunni kemur fram að að Hannes hafi lengi verið ráðgjafi hluthafa deCode og að hann hafi komið að sölunni á fyrirtækinu til Amgen. Orðrétt segir: „Hann hefur lengi verið ráðgjafi deCode og fjár- festa þess Polaris Venture Partners og ARCH Venture Partners og kom að að sölunni á deCode til Amgen fyrir 415 milljónir dollara.“ Aðkoma Hannesar að sölunni á deCode vakti nokkra athygli hér á landi í lok síðasta árs. DV greindi þá frá því að Hannes hefði fengið tæpar 20 milljónir króna í þóknun fyrir vinnu sína við söluferlið á deCode. Um var að ræða 150 þús- und dollara þóknun fyrir nokkurra vikna vinnu, um sex vikna í heildina, við söluferlið. Kári Stefánsson sagði frá því að- spurður í viðtalsþættinum Klinkinu á Vísi nokkrum dögum áður en DV greindi frá þóknun Hannes að hann hefði komið að sölunni á fyr- irtækinu sem ráðgjafi. Í viðtalinu sagði Kári meðal annars: „Hann- es er feikilega læs á fjárhagslegar upplýsingar og það nýttist vel.“ Leynd yfir störfum Hannesar Hannes hefur síðastliðin ár búið í London og Barcelona og hefur látið lítið fyrir sér fara hér á landi. Að- koma hans að sölunni á deCode er eitt fyrsta skiptið sem nafn hans bar aftur á góma í íslensku viðskiptalífi eftir hrunið 2008. Nú liggur hins vegar fyrir, líkt og kemur fram á heimasíðunni, að hann starfar sem ráðgjafi og selur ráðgjöf á sviði sem hann þekkir vel frá árum sínum hjá deCode. Nokkra athygli vekur að Hannes skuli opna slíka síðu þar sem hann hefur verið afar dulur um störf sín samkvæmt þeim sem til hans þekkja. Hann hefur lítið viljað gefa upp um sín störf við kunningja sína hér á landi. Blaðamenn hafa sömuleiðis ekki getað fengið það upp úr honum. Hins vegar er vitað að Hannes á miklar eignir erlendis og eins minni eignir, eins og til dæmis veitinga- staðinn Texture í London, ásamt fé- laga sínum Magnúsi Ármann. Einnig mun vera um að ræða talsvert magn fasteigna. Hannes er því alls ekki á flæðiskeri staddur og starfar bæði sem ráðgjafi og eins sem fjárfestir. Hugsanlegt og líklegt er að hann sé enn milljarðamæringur. n Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Ráðgjafinn Hannes Hannes hefur opnað heima- síðu þar sem hann fjallar um störf sín. Leynd hefur verið yfir störfum hans síðastliðin ár.„Hann hefur lengi verið ráðgjafi deCode og fjárfesta þess Polaris Venture Partners og ARCH Venture Partners Datt í lukku- pottinn Einn lukkunnar pamfíll var með allar tölurnar réttar í laugardags- lottóinu. Hinn heppni fær 13,3 milljónir króna í vasann því potturinn var tvöfaldur í þetta skiptið. Annar spilari fékk ágætis búbót að auki því hann var með fjórar tölur réttar ásamt bónus- tölu og fær rúma hálfa milljón króna í sinn hlut. Illa slasaður við Hrafnistu Aldraði maðurinn sem fannst að- faranótt laugardags á bílastæði við dvalarheimilið Hrafnistu í Reykjavík liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans. Að sögn vakthafandi læknis á sunnu- dag var ástand mannsins óbreytt en læknirinn mátti ekki tjá sig frekar um líðan hans. Maðurinn, sem er 85 ára, fannst liggjandi á bílastæði við Hrafnistu um þrjúleytið aðfara- nótt laugardags. Talið er að hann hafi dottið niður af steinvegg en fallið er um einn metri. Starfsfólk Hrafnistu kom honum til aðstoðar og kallaði á sjúkrabíl. Á laugardag sagði vakthafandi læknir að líðan mannsins væri stöðug en alvarleg. Hann hlaut sár á andliti, brjóst- kassa og hendi. Ekki liggur fyrir hvernig atvik- ið átti sér stað nákvæmlega en maðurinn hafði legið á jörðinni í nokkurn tíma þegar hann fannst. Banaslys í Skíðadal Karlmaður á sjötugsaldri lést eftir að hafa fallið af hestbaki á laugar- dag. Maðurinn var í göngum á Skíðadalsafrétt þegar hann lést. Ekki liggur fyrir hvort maðurinn hafi látist við fallið eða orðið bráð- kvaddur. Björgunarsveitir á Dalvík og Akureyri voru kallaðar út ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þegar læknir mætti á vettvang var mað- urinn úrskurðaður látinn. Flott föt fyrir flottar konur Stærðir 38-58 Verslunin Belladonna Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.