Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2013, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2013, Síða 15
Toppurinn á tilverunni Sykur drepur bragð Ólafur Halldórsson kynntist konunni á brúðkaupsdaginn. – DVSigurveig Káradóttir hefur sultur ekki of sætar. – DV Þjóðarvilji þegar það á við Spurningin „Mér finnst það alger dónaskapur og óþarfi.“ Moritz Sigurðsson 13 ára nemi „Það á engan rétt á því. Alger dónaskapur.“ Sindri Snær Rögnvaldsson 13 ára nemi „Það er geigvænlega óþekkt.“ David Needes sjómaður „Ég væri að líkindum mjög reiður, þekkti ég einhvern fatlaðan. En sú er ekki raunin. Þetta er samt glæpsamleg háttsemi, ekki satt?“ Charlie Needes sjómaður „Ég tel það tillitslaust.“ Hallgrímur Pálsson 18 ára nemi Hvað finnst þér um fólk sem leggur í stæði fyrir fatlaða? 1 „Hvað er að mamma?“ Kári Ey-þórsson, sem starfar sem ráðgjafi fyrir fjölskyldur, pör og einstaklinga, skrifaði áhugaverða grein um meðvirkni. 2 Lögð í einelti fyrir að hafa skarð í vör Selma Björk Hermanns- dóttir sagði frá grófu einelti í aðsendri grein sem birtist á Bleikt.is. 3 Vann 13,3 milljónir Einn heppinn lottóspilari var með allar tölur réttar á laugardag þar sem potturinn var tvöfaldur. 4 Lést eftir að hafa fallið af hestbaki Karlmaður á sjötugsaldri lést við göngur á Skíðadalsafrétt á laugardag. 5 15 látnir eftir loftárás NATO Börn og konur voru meðal þeirra sem féllu í loftárásum í Kunar-héraði í Afganistan. 6 Fjórtan ára drengur sleginn á Laugavegi Tveir ógæfumenn tókust á fyrir utan bar um helgina og var saklaus vegfarandi sleginn. 7 Heimilislaus vegna kerfisgalla Í helgarblaði DV var sagt frá fólkinu sem kerfið skilur útundan. Mest lesið á DV.is E ftir hrun var meirihluti þjóðar- innar fylgjandi því að sótt yrði um aðild að Evrópusambandinu og skal kannski engan undra eftir allt sem á undan var gengið. Því mið- ur kláraði fyrri ríkisstjórn ekki verkið þrátt fyrir að hafa haft til þess fjögur ár. Vinstri grænir voru eindregið and- vígir aðild að ESB sem flækti ferlið enn frekar. Flokkurinn samþykkti þó á landsfundi sínum í febrúar síðastliðn- um að klára skyldi aðildarviðræðurn- ar. Þessi afstaða VG hefði gjarnan mátt liggja skýrt fyrir í upphafi síðasta kjör- tímabils. Þá værum við kannski þegar komin með samninginn í hendur. Í stað þess er áfram deilt um það hvað muni standa í samningnum og hvort um eitthvað sé að semja. Bjartari framtíð í samvinnu Nú hafa tekið við stjórnartaumunum flokkar sem hafa þá yfirlýstu stefnu að Íslendingum sé betur borgið utan ESB en innan. Ég hallast hins vegar að því að framtíð okkar verði bjartari í mik- illi og góðri samvinnu við okkar helstu vina- og nágrannaþjóðir í gegnum að- ild að ESB. Ég er líka þeirrar skoðunar að það sé illmögulegt að reka hagkerfi með gjaldmiðli sem engin eftirspurn er eftir. Aðild að ESB og möguleiki á upptöku evru er að mínu mati kostur sem okkur er beinlínis skylt að skoða. Bæði Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn kölluðu ítrekað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um fram- hald viðræðna á síðasta kjörtímabili. Nú þegar þessir flokkar eru komn- ir til valda bólar hins vegar ekkert á slíkri atkvæðagreiðslu. Læðist því að manni sá grunur að stjórnarflokkarn- ir hafi bara haft áhuga á að kanna vilja þjóðarinnar þegar niðurstaðan gat orðið til þess að stöðva samningaferl- ið. Það er sem sagt ekki þjóðarvilji sem skiptir máli þegar upp er staðið. Fram- sóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hafa ekki einu sinni rætt málið sín á milli eins og fram hefur komið í máli formanns Sjálfstæðisflokksins. Þeir hafa nefnilega ekki lengur neinn áhuga á afstöðu þjóðarinnar. Eins og stað- an er núna er ekki nokkur leið að vita hvort atkvæðagreiðsla um framhald viðræðna muni yfirhöfuð fara fram. Hvað hefur breyst? Vigdís Hauksdóttir skrifaði grein í janúar árið 2011 sem ber yfirskrift- ina „Þjóðaratkvæðagreiðsla um að- lögunarferli að ESB“. Þar fjallar hún um ítrekaðar tilraunir minnihlutans til að fá málið lagt fyrir þjóðina. Greinin endar svona: „Ísland er lýðræðisríki þar sem allar skoðanir eru leyfðar og því á fólkið í landinu að segja sitt álit áður en lengra er haldið. Segi þjóðin já í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort halda eigi aðlögunarferlinu að Evrópu- sambandinu áfram fær ríkisstjórn- in skýrt umboð – en hafni þjóðin að- lögunarferlinu þá verður ekki lengra haldið – kröftum og fjármagni verð- ur þá beitt innanlands. Þetta er lýð- ræðisleg sáttaleið sem ríkisstjórnin getur ekki hafnað.“ Ég hlýt að spyrja hvað hafi breyst. Er þjóðinni ekki lengur treystandi fyrir því að segja skoðun sína í þessu máli? n Grýlurnar Þær voru ógnvekjandi grýlurnar á busavígslu MR-inga síðastliðinn fimmtudag. Þar á bæ eru tolleringar eðlilegur hluti af haustverkum, þegar nýnemarnir eru boðnir velkomnir. MyndSiGtryGGur AriMyndin Umræða 15Mánudagur 9. september 2013 Allt öðruvísi krakki en fólk heldur Ómar Ragnarsson var rólegur og mikið til hlés. – DV Kjallari Brynhildur Pétursdóttir Þingkona Bjartrar framtíðar „Er þjóðinni ekki lengur treystandi fyrir því að segja skoðun sína í þessu máli?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.