Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2013, Qupperneq 22
Þ
að er langt síðan maður
hefur séð góða íslenska
hestamynd. Ef til vill ekki
síðan maður sá Land og
syni í árdaga íslenska kvik
myndavorsins. Hross í oss er óum
deilanlega hestamynd. Og hún er
bara nokkuð góð.
Hross eru til ýmissa hluta nýti
leg, eins og fljótlega kemur í ljós.
Það má nota þau til að synda út í
rússneska togara til vodkakaupa,
til að vísa sér leiðina heim ef mað
ur missir sjónina og ef allt bregst má
skera þau upp eins og Han Solo ger
ir við „tauntaun“dýr og hlýja sér
inni í þar til veðrinu slotar.
Eftir margar borgarsögur, bæði í
bíó og bókmenntum, undanfarin ár
er eins og menn séu farnir að upp
götva sveitina á ný og sjá má í bók
um eins og Svar við bréfi Helgu og
bíómyndum sem þessari. En þetta
er ekki alveg sama sveitin og við
sáum fyrir um 30 árum, þó líklega
sé ekki tilviljun að myndin er látin
gerast einmitt fyrir 30 árum.
Heillandi sveitalíf
Sveitin er heillandi en ekki endilega
rómantísk, að minnsta kosti ekki á
hefðbundinn hátt. Undir lokin fáum
við að sjá alíslenskt ástar atriði, þar
sem konur á hestum keppast um
að færa hönknum Ingvari Sigurðs
syni brennivínspyttlu. Þegar svo par
fer saman í réttir vita allir hvað það
merkir.
Leikstjóri segir myndina
fjalla um hrossið í manninum og
manninn í hrossinu, og er það ekki
fjarri lagi. Atriði þar sem stóðhestur
mænir á meri gæti allt eins gerst ís
lenskum bar, enda ekki tilviljun að
orðið sem er notað um þær athafnir
sem stefnt er þar að er einmitt dreg
ið til hestamennsku.
Átök manna og hesta
En þó þessar tvær tegundir eigi
margt sameiginlegt fjallar myndin
ekki síður um átök þeirra á milli.
Þó ástarsaga tengi þetta saman
er myndin fremur smásögusafn,
vinjettur sem hver og ein fjallar
um samskipti manns og hests.
Mannfallið er mun meira en mað
ur hefði búist við í sveitasögu sem
þessari, flestar sögurnar enda með
falli manns eða hross, og er staðan
2–2 þegar uppi er staðið, og einn
limlestur úr hvoru liði þar að auki.
Sögurnar eru meinfyndnar
eða koma á óvart að einhverju
leyti, næstum eins og smásögur
Roalds Dahl. Þær eru bornar uppi
af sterkum karakterleikurum, þó
fæstar persónur sýni meira en
eina tilfinningu hver, eðli máls
ins samkvæmt. Charlotte Böving
túlkar þrána og tekst vel án þess
að segja mikið, fáir leika fylli
byttur betur en Steinn Ármann
og Helgi Björnsson, sem leikur
22 Menning 9. september 2013 Mánudagur
Að elska og eldast
n Before Midnight er ein besta mynd sumarsins
Kvikmyndir
Valur Gunnarsson
valurgunnars@gmail.com
Hross í oss
Leikstjórn: Benedikt Erlingsson
Aðalhlutverk: Ingvar Sigurðsson, Charlotte
Böving, Steinn Ármann Magnússon og Helgi
Björnsson
Ríðingasögur
n Fyrsta mynd Benedikts Erlingssonar er prýðileg skemmtun n Smásögusafn um samskipti„Atriði þar sem
stóðhestur mænir
á meri gæti allt eins gerst
íslenskum bar …
Benedikt Erlingsson leikstjóri Fær
4 stjörnur hjá gagnrýnanda fyrir frumraun
sína Hross í oss.
Úr myndinni Hross í oss
Íslenskir hestar í aðalhlutverki.
L
öngu á undan Ryan Gosling
var Ethan Hawke. Heil kyn
slóð kvenna man eftir hon
um úr Reality Bites, alveg eins
og við strákarnir munum eftir
Winonu Ryder (það er þó leikstjór
inn Ben Stiller sem oftast hefur sést
síðan). Það eru því fagnaðarfundir
að sjá hann Ethan okkar aftur, jafn
myndarlegan og fyrr en eilítið eldri.
Árið 1995 lék Ethan á móti hinni
frönsku Julie Delphy í hinni gullfal
legu mynd Before Sunrise, þar sem
ungur maður og kona hittast í lest
og eyða nóttinni í að tala saman um
allt og ekkert. Leikstjóri var Richard
Linklater, sem áður hafði sýnt X
kynslóðinni hvað hún vildi vera í
Dazed and Confused (seventís ung
lingar) og hvað hún raunverulega var
í myndinni Slacker. Árið 2004 gerði
hann Before Sunset, sem sýndi parið
níu árum síðar, og nú er röðin kom
inn að þriðju myndinni.
Ethan og Julie eru hér orðin mið
aldra, ekki lengur við sólarupprás,
myrkrið er að bresta á. Þau eru stödd
í fríi í Grikklandi og við fáum ýmsar
kynslóðapælingar í samskiptum
þeirra við yngra fólk. Eru kvöld eins
og það sem þau áttu eitt sinn, þar
sem ókunnugir deila leyndarmálum
sínum í fullvissu um að hittast aldrei
aftur, mögulegt á öld Facebook þar
sem enginn hverfur nokkurn tím
ann?
Umhverfið er fallegt, maturinn
góður og samræðurnar svo skemmti
legar að mann dauðlangar til að
lesa bókina sem Ethan segist vera
að skrifa. En svo kemur nóttin, og
einmitt þegar samveran á að ná há
punkti sínum fer allt úrskeiðis.
Krakkarnir hringja, rifrildi brýst
út, það líður að miðnætti og lífið er
í húfi. Julie er ber að ofan hálfa sen
una þar til maður fær leið á að horfa
á hana og verður uppteknari af
deilunum, er það ekki einmitt svona
sem sambönd þróast? Eins og í hinni
stórgóðu Carnage eftir leikskáldið
Yasmine Reza sjáum við eldklárt fólk
takast á, ýmislegt kemur í ljós sem
áður var hulið og margir gullmolar
falla af hreinum kvikindisskap.
Það hvort sambandið lifir kvöldið
af er mun meira spennandi en flestar
spennumyndir undanfarið, sem
gerir Before Midnight að einni bestu
mynd sumarsins.n
Kvikmyndir
Valur Gunnarsson
valurgunnars@gmail.com
Before Midnight
IMDb 8,4 Metacritic 41
Leikstjóri: Richard Linklater
Handrit: Richard Linklater, Julie Delphy og
Ethan Hawke
Aðalhlutverk: Julie Delphy og Ethan Hawke
109 mínútur
Before
Midnight
Stórgóð og
spennandi.
Teiknimynda-
höfundur hættir
Japanski kvikmyndagerðarmað
urinn Hayao Miyazaki lýsti því yfir
á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum
á dögunum að hann hygðist
draga sig í hlé og ekki framleiða
fleiri myndir. Hayao er þekktastur
fyrir teiknimyndirnar Princess
Mononoke, Howl‘s Moving Castle
og Spirited Away. Hann er einn
þekktasti og mikilvægasti leikstjóri
teiknimynda í Japan. Á blaða
mannafundi sagði hann að eftir
því sem aldurinn færðist yfir tæki
það hann sífellt lengri tíma að
búa til mynd. Hann sagðist halda
mest upp á Howl´s Moving Castle
af myndum sínum.
Þrír leikstjórar
heiðraðir á RIFF
RIFF – Alþjóðlega kvikmynda
hátíðin í Reykjavík – fagnar tíu
ára afmæli sínu með því að veita
þremur leikstjórum verðlaun fyrir
framúrskarandi listfengi. Leik
stjórarnir koma frá Skandinavíu,
Evrópu og Bandaríkjunum, eru
á svipuðum aldri og eiga það
sameiginlegt að hafa skýra list
ræna sýn. Þetta eru Svíinn Lukas
Moodysson, Frakkinn Laurent
Cantet og Bandaríkjamaðurinn
James Gray. Allir koma þeir til
landsins með eina glænýja mynd
í farteskinu og tvær eldri. Þeir
munu sitja fyrir svörum á sýning
um mynda sinna og halda svo
kallaða „masterclass“ þar sem
þeir munu miðla gestum af visku
brunni sínum. RIFF hefst 26. sept
ember og stendur til 6. október.
MynD DIAZWICHMAnn