Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2013, Síða 23
Menning 23Mánudagur 9. september 2013
L
eiklistarhátíðin Lókal hef-
ur sannað tilverurétt sinn í ís-
lensku leiklistarlífi, jafnvel
þótt hún virðist fyrst og fremst
vera vettvangur fyrir sviðs-
listafólkið sjálft. Hún er kærkomið
og nauðsynlegt tækifæri til að kynna
nýja nálgun og aðferðir í sviðslistum
og efna til samræðu um stöðu list-
greinarinnar.
Að þessu sinni sinni átti ég þess
kost að sjá tvær sýningar á Lókal-há-
tíðinni. Sú fyrri, Eiðurinn eða eitt-
hvað …, var frumflutningur á nýju
leikriti stórskáldsins Guðbergs Bergs-
sonar sem jafnframt er hans fyrsta
sviðsverk.
Rætt um lífið og tilveruna
Það var Grindvíska atvinnuleikhúsið
sem sýndi verk Guðbergs í Tjarnar-
bíói en þar hefur leikstjórinn Bergur
Þór Ingólfsson unnið þrekvirki við
að koma margræðum og flóknum
texta Guðbergs í leikrænt horf ásamt
leikurunum fjórum sem báru uppi
sýninguna. Guðbergur velur sér
tvenns konar efni, annars vegar tek-
ur hann eitt frægasta drama Íslands-
sögunnar, eiðinn sem Ragnheiður
Brynjólfsdóttir sór í Skálholti forð-
um daga um meint skírlífi sitt, drama
sem hefur þegar orðið uppspretta að
nokkrum sviðslistaverkum og vel til
þess fallið að skapa pottþétt leikrit
upp úr að minnsta kosti samkvæmt
hefðbundnum formreglum leikritun-
ar. Hins vegar skrifar hann verk þar
sem tveir karlmenn ræða um mun-
inn á lífinu og tilverunni, skáldlegt
og heimspekilegt í senn, guðbergst í
meira lagi og oft alveg óborganlega
fyndið. Bergur Þór fer þá leið að búa
til persónu skáldsins á sviðinu sem
bræðir verkin tvö saman og stjórnar
að mestu framvindu þess gjörnings
sem fyrir augu ber.
Göldróttur bræðingur
Ef til vill liggur allur galdur leiksýn-
ingarinnar í þessum bræðingi sem
var kostulegur og óræður á sama hátt
og skáldskapur Guðbergs er ævin-
lega. Þannig tala verkin saman um sig
sjálf sig og stöðu sína í höfundarverk-
inu. Og það gerir leiksýningin líka,
þar sem leikararnir leika lítt reynda
leikara sem gera klaufalega tilraun til
að setja undarlegan leiktexta á svið.
Með þessari leið verður það bersýni-
legt hversu flókið og beinlínis vand-
ræðalegt það getur verið að skrifa
leikrit ekki síst ef hafa skal sætanýt-
ingu leikhússins í huga. Höfundurinn
á sviðinu veit vel að leikhúsin keppa
fyrst og fremst að sætanýtingu eins
og flugfélögin, þótt þau fljúgi oftast
hærra en andinn í leikhúsinu. Það fer
aldrei leynt að hin frjóa uppspretta
sviðsetningarinnar er ófullkomleiki
og takmarkanir leikhússins, því fátt
er er jafn klaufalegt og vont drama
um miklar tilfinningar, hvað þá allar
stælingarnar á leikhúsi fáránleikans
… allir vildu Godot kveðið hafa. Þetta
veit leikstjórinn og allur leikhópur-
inn og í stað þess að afgreiða leiktexta
Guðbergs sem misheppnaðan í það
minnsta í markaðslegu tilliti, finna
þau leið sem að lokum fjallar um leik-
húsið í leikhúsinu.
Leikskáldið á sviði
Það er einfaldlega flókið að skrifa
leikrit og búa til leikhús, það sáum
við helst í barningi skáldsins á leik-
sviðinu við að halda í alla þræði. Er-
ling Jóhannesson lék skáldið og fékk
ýmislegt að láni frá Guðbergi sjálf-
um meðal annars sérlega framsögn
hans og prakkaralegt brosið sem alla
tíð hefur einkennt þetta „enfant terri-
ble“ íslenskra bókmennta. Sveinn
Ólafur Gunnarsson er vaxandi leikari
og átti hér stórgóðan leik sem klaufa-
legur leikari og sömu leiðis Benedikt
Karl Gröndal sem var oft kostulegur.
Sólveig Guðmundsdóttir líkamnaði
í reynd öll viðteknu kvenhlutverkin
sem konur hafa leikið gegnum tíðina.
Þar var eintalsform af sögu Ragnheið-
ar Brynjólfsdóttur fyrirferðarmest,
kjarni þess snerist um kynferðisof-
beldi föður gegn dóttur í dimmum
bæjargöngum biskupsstólsins. Eiður-
inn eða eitthvað … er ekki endilega
vel heppnað til sætanýtingar í leik-
húsinu og það vita aðstandendur
þess, en engu að síður tókst þeim
að finna því búning sem skilaði sér
í kraftmikilli og frumlegri sýningu.
Bergur Þór Ingólfsson og áhöfn hans
unnu þrekvirki, flugu leikhúsþyrl-
unni um marga ófæruna í þessum
marglaga texta Guðbergs Bergssonar
og fyrir það eiga þau hrós skilið.
Sigur og tap
Í seinni sýningunni, Winners and
Losers, sem var í boði Theatre
Replacement og Neworld Theatre
frá Kanada, er allt annað uppi á ten-
ingnum en hjá GRAL-hópnum. Hér
er eitthvað á ferðinni sem kemur í
staðinn fyrir leikhús, en vill samt vera
leikhús.
Tveir miðaldra karlmenn af mis-
munandi uppruna, annar afkom-
andi innflytjenda frá Egyptalandi og
hinn dæmigerður hvítur karlmaður,
alinn upp í lágstéttarumhverfi (með
öllu sem því getur fylgt eins og of-
beldi og alkóhólisma), stunda, að því
er virðist, saklausan samkvæmisleik í
upphafi sýningar. Umgjörðin er ein-
föld, leikararnir tveir klæðast bún-
ingum sem gætu verið þeirra eigin
föt og þeir sitja við borð sem reyndar
hefur verið rammað inn af krítuðum
ferhyrningi sem gefur leiknum strax
táknræna merkingu um það afmark-
aða rými sem manneskjan þarf alltaf
að deila með öðrum. Smám saman
fer samkvæmisleikurinn að fjalla um
meira og annað en merkingu ein-
faldra orða og hugtaka eða hvunn-
dagsleg fyrirbæri, ekki síst þegar við
bætist persónuleg frásögn leikaranna
af eigin lífi og aðstæðum sem settar
eru í samhengi við pólitískt ástand
heimsins, efnahagsmál, stríðsrekstur
og valdabrölt. Þetta er umræðuleik-
hús um samtíma okkar, um stans-
laust fréttaflóðið, upplýsingaveiturn-
ar, vel unninn leikspuni sem spyr
áleitinna spurninga um sjálfsmynd
nútímamannsins og stöðu hans í
heiminum.
Hvers virði er þekkingin
Hvað vitum við eiginlega um raun-
verulegar hugsanir og tilfinningar
hvers annars þegar öllu er á botninn
hvolft, eða um heiminn þótt hann sé
inni í stofu hjá okkur á hverjum degi.
Hvers virði er öll þekkingin sem við
höfum aflað okkur þegar kemur að
því að sætta sig við uppruna sinn,
stöðu í samfélaginu og þá staðreynd
að aðrir hafa það betra en maður
sjálfur? Það má segja að leikararnir
tveir hafi smám saman smættað þess-
ar spurningar niður í eina lykilsögu,
nefnilega söguna af Kain og Abel.
Þegar sýningunni lauk stóðu bræð-
urnir tveir andspænis hvor öðrum
og öfundin hafði náð tökum á Kain.
Winners and Losers er bræðingur að
forminu til, samkvæmisleikur sem
verður að uppistandi með viðeigandi
bröndurum og hápunktum, en færir
sig svo smátt og smátt úr yfirborðs-
legum kjaftavaðli í átt að dýpri pæl-
ingum um manneskjuna.
Það er pínulítill angi af boðskap í
þessu öllu, löngun til að fá áhorfand-
ann til að hugsa, verða jafnvel betri
og meðvitaðri um sjálfan sig og það
er vel.
Leikur þeirra Marcus Youssef og
James Long var óaðfinnanlegur en
þeir kjafta áhorfandann smátt og
smátt inn á sitt band. Sá kjaftavaðall
var stundum þreytandi í ofgnótt sinni
og flæði en hafði þann dulbúna til-
gang að stefna okkur inn í harmleik-
inn sem tilvera okkar meira og minna
er.
Um leið og ég spurði sjálfa mig
hvort ég hefði ekki getað hlustað á
þessar samræður bara heima í tölv-
unni og sparað mér ferðina í leik-
hús, vöknuðu auðvitað vangaveltur
um stöðu, hlutverk og eðli leik-
hússins á okkar tímum, vangaveltur
sem Lókal-hátíðin vill ábyggilega
öðrum þræði vekja meðal leiklistar-
fólks. Getur allt orðið að leikhúsi og
fyrir hvern er leikið? Sýning eins og
Winners and Losers er kjörin til þess,
því hún þykist ekki vera neitt sér-
stakt, hún er umbúðalaus í nálgun
sinni á viðfangsefninu, ekki tilgerðar-
legt augnakonfekt, enginn sjónrænn
sviðsgjörningur, en nær samt til-
gangi sínum – að fá áhorfandann til
að hugsa. n
Lífið er klaufa-
legt og listin líka
n Uppsetning á nýju verki Guðbergs Bergssonar er þrekvirki
Tvær sýningar
á Lókal
Eiðurinn og eitthvað … eftir Guðberg Bergs-
son í uppsetningu Gral
Aðlögun og leikstjórn: Bergur Þór Ingólfsson
Leikarar: Sveinn Ólafur Gunnarsson, Sólveig
Guðmundsdóttir, Erling Jóhannesson og
Benedikt Karl Gröndal
Winners and Losers
Theatre Replacement / Neworld Theatre
(Vancouver)
Samið og flutt af Marcus Youssef og James
Long
Leikstjóri: Chris Abraham
Leiklist
Hlín Agnarsdóttir
skrifar
Samræðuleikhús
Sýningin Winners and
Losers setti spurningar-
merki við leikhúsformið
sjálft.
Guðbergur Bergsson Leikrit hans
Eiðurinn og eitthvað … byggir á sögu
Ragnheiðar biskupsdóttur.
Mynd SiGtRyGGuR ARi
„Höfundurinn á
sviðinu veit vel að
leikhúsin keppa fyrst og
fremst að sætanýtingu
eins og flugfélögin …
Ríðingasögur
n Fyrsta mynd Benedikts Erlingssonar er prýðileg skemmtun n Smásögusafn um samskipti
reiðan traktorsbílstjóra, er hér
ekki lengur poppstjarna að leika
heldur líklega orðinn sá leikari
sem lagt var upp með.
Skemmtileg mynd
Myndatakan er einnig til fyrir-
myndar. Klósöpp á auga hross-
anna sýna okkur hversu undar-
lega við hljótum að líta út í
sjáöldrum þeirra, og aðrir hug-
myndaríkir vinklar eru notaðir,
svo sem að sýna hvað gerist
undir yfirborðinu þegar hópur
hesta fer yfir á.
Brandarinn um Ingvar og
hrossin tvö missir eitthvað
af áhrifamætti sínum við að
vera notaður bæði í stiklu og
á plakati, en nóg er eftir þegar
hann er frá. Helst óttaðist ég þó
að á þessum dögum þar sem ís-
lenski hesturinn er hafður til
sýnis í Berlín væri hér verið
að skrifa ástarbréf til hestsins,
póstkort sem helst væri ætlað
til útflutnings. Svo er ekki, hér
er fyrst og fremst verið að gera
skemmtilega mynd sem ekki síst
heimamenn ættu að hafa gaman
af. n
Gagnvirkt verk
Úlfur Eldjárn efnir til hópfjármögn-
unar á síðunni Karolinafund.com, til
að búa til gagnvirkt tónverk. Verkið
sem er samið fyrir strengjakvartett,
verður aðgengilegt á netinu þar sem
verður hægt að hlusta endurgjalds-
laust og búa til sína eigin útgáfu af
verkinu. „Fyrr á þessu ári samdi ég
verk fyrir strengjakvartett sem var
óvenjulegt að því leyti að það hef-
ur hvorki ákveðið upphaf, enda né
uppbyggingu,“ segir Úlfur. „Strengja-
kvartettinn var lokaverkefni mitt
frá tónsmíðadeild Listaháskólans.
Draumurinn var hins vegar alltaf
að verkið væri eins konar heimur
sem hlustandinn gæti ferðast um og
kannað á eigin forsendum.“