Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2013, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2013, Side 27
Fólk 27 Mánudagur 9. september 2013 13 ára skoraði 7 mörk hjá David James n Fótboltahetjan mætti í vítaspyrnukeppni um helgina Á laugardaginn fór fram víta­ spyrnukeppni þar sem 20 við­ skiptavinir Orkunnar reyndu sig gegn David James, fyrrver­ andi markverði enska landsliðsins, Liverpool, Manchester City og nú­ verandi leikmanni ÍBV. 6.000 manns skráðu sig til leiks og 20 voru valdir af handahófi til að taka þátt. Keppt var með útsláttarfyrir­ komulagi, þeir sem brenndu af voru úr leik, engin miskunn. Kolbeinn Þórðarson, 13 ára leik­ maður 4. flokks HK, sigraði í víta­ spyrnukeppninni með sjö mjög öruggum vítaspyrnum framhjá sjálf­ um David James. Það virðist vera bjart fram undan hjá HK. Í verð­ laun fékk Kolbeinn hundrað þúsund króna inneign og fékk því að upplifa hvernig tilfinning það er að vera með 100.000 kr. á tímann fyrir það eitt að spila fótbolta. Margir lögðu leið sína á keppnina til að berja kappann augum. David James gaf sér nægan tíma í ljós­ myndatöku og áritanir fyrir þátttak­ endur og fylgdarlið þeirra enda ekki á hverjum degi sem fólki gefst kostur á að hitta eða skora hjá slíkum leik­ manni, sem er í frábæru formi þótt hann sé orðinn 43 ára. n „Börnin okkar eru orðin sjálfala“ Þ að er gaman að sjá hvað það var mikil spenna fyrir fyrsta blaðinu og við erum búin að fá ótrúlega góð viðbrögð,“ segir Björk Eiðsdóttir, en hún ritstýrir tímaritinu MAN ásamt Elínu Arnar. MAN kom út á mið­ vikudag og í tilefni af því var haldið glæsilegt útgáfuteiti á Hótel Borg á fimmtudag. Boðið var upp á léttar veitingar frá Restaurant Borg og var margt um manninn. „Þóra er vinkona mín og Völli er einn af þeim sem verður með mat­ arþátt í blaðinu svo við ákváðum að vera á Borginni,“ segir Björk. Skemmtileg boðskort Athygli vakti hvernig boðið var í út­ gáfuteitið en söngdúett fór víða um bæ og bauð fólki í partí með söng. „Það er gaman ef við náðum að skapa stemningu fyrir þessu. Ég náði því miður aldrei að sjá boðskortið,“ segir Björk enda hefur hún haft í nógu að snúast undanfarna daga og vikur. „Við erum búnar að vera eins og útspýtt hundsskinn. Við vorum að koma úr búðum þar sem við fylltum á og kláruðum dreifingu þannig að ég er dauðfegin að við héldum ekki útgáfupartí á útgáfudaginn. Það er svona þegar fáir koma að þessu. Rit­ stjórar verða dreifingarstjórar, aug­ lýsingastjórar, áskriftarstjórar og svo framvegis. Það er búið að vera nóg að gera.“ Mikið stress „Börnin okkar eru orðin sjálfala,“ segir Björk og hlær. „Það er smá mál að stofna nýjan fjölmiðil svo það eru allir búnir að vinna dag og nótt. Það er smá spennufall eftir þetta en við erum strax byrjaðar á blaði númer tvö svo það er engin rosaleg pása.“ Björk segir útgáfu fyrsta tölublaðs hafa gengið vel en að eðlilega hafi út­ gáfunni fylgt mikið stress. „Auðvitað er allt búið að vera á síðustu stundu eins og gengur og gerist, en blaðið fór í prentun á rétt­ um tíma, viku fyrir útgáfu, svo þetta gekk allt upp. Við kunnum náttúrlega alveg að búa til blað og ef við hefðum getað einbeitt okkur að því að gera bara það þá hefði þetta nú kannski ekki verið vinna dag og nótt. En það er náttúrlega margt sem fylgir blaða­ útgáfu; dreifing og ýmis tæknileg út­ færsla. n horn@dv.is n Útgáfu tímaritsins MAN fagnað á Hótel Borg „Við erum búnar að vera eins og út- spýtt hundsskinn Fjölskyldufjör Auður Húnfjörð. auglýsinga- stjóri MAN. sést hér ásamt Brynju móður sinni, Óskari föður sínum og Jónu dóttur sinni. Stoltar Björk Eiðsdóttir, Elín Arnar, Sunna Jóhannsdóttir, Auður Húnfjörð. Hafa unnið dag og nótt við að koma út tímaritinu. Myndir Sigtryggur Ari Æsileg lesning Rithöfundurinn Stefán Máni gluggar í hið nýja tímarit ásamt ritstjóranum Björk Eiðsdóttur og Sunnu Jóhanns- dóttur. Móttökunefndin Óskar Jarl og Eiður Breki tóku á móti gestum og tryggðu að allir kæmust í gleðskapinn. Með nýjan kærasta Heiða Kristín Helgadóttir og Guð­ mundur Kristján Jónsson eru nýtt par. Þau mættu saman til frum­ sýningar á kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Hross í oss, og þóttu glæsileg saman. Heiða Kristín hefur haft í nógu að snúast síðustu misseri. Hún var kosningarstjóri Besta flokks­ ins og fyrrverandi aðstoðarmaður Jóns Gnarr borgarstjóra Reykjavík­ ur. Í dag er hún annar formanna Bjartrar framtíðar. Enn á Íslandi David James virðist kunna vel við sig hér á landi. Fjöldi aðdáenda mætti til að horfa á hann í vítaspyrnu- keppni um helgina. Friðrik Dór að verða pabbi Söngvarinn vinsæli Friðrik Dór hefur margt á sinni könnu þessa dagana. Lag hans, Glaðasti hund­ ur í heimi, situr í efsta sæti vin­ sældalista Rásar 2, þá stundar hann fullt nám í Háskóla Íslands og stýrði opnunarþætti nýrrar sjónvarpsstöðvar á laugardaginn sem nefnist Stöð 3 á svipuðum tíma og hann á von á sínu fyrsta barni. Í viðtali við Fréttablaðið sagðist Friðrik Dór ekki hafa mikl­ ar áhyggjur af því að barnið fæð­ ist á meðan hann er í beinni út­ sendingu. Syngjandi ruslakarlar Halldór Gunnar Jónssson kór­ stjóri brá sér í vinnugallann ný­ verið ásamt 40 Fjallabræðrum og aðstoðaði Hafnarfjarðarbæ við að setja saman og koma fyrir bláum sorptunnum. Saman tóku Fjallabræður á móti sjö þúsund bláum tunnum sem komu í fjórtán 40 feta gám­ um. Að sjálfsögðu var mikið sung­ ið á meðan tunnurnar voru sett­ ar saman og að sjálfsögðu tóku Fjallabræður svo lagið á götum úti þegar þeir komu færandi hendi með bláu tunnurnar á heimili um­ hverfisvænna Hafnfirðinga. Vakti söngurinn athygli bæjar­ búa og setti skemmtilegan svip á bæjarlífið. Fjallabræður sem gegndu hlutverki syngjandi rusla­ karla þennan dag fengu einnig eitthvað fyrir sinn snúð en kórinn þarf að stunda markvissa fjáröflun til að halda starfinu gangandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.