Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2013, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2013, Síða 8
8 Fréttir 16. september 2013 Mánudagur Hatursfull umræða gegn múslimum hér á landi F jölmennur hópur hér á landi er mjög andvígur múslimum,“ segir Bjarni Randver Sigur­ vinsson, guðfræðingur og stunda kennari við Háskóla Ís­ lands. Hann bendir á hatursfulla um­ ræðu gagnvart þessum þjóðfélags­ hópi og segir að þó að það sé hans tilfinning að meginþorri þjóðarinn­ ar hafi ekkert við það að athuga að hér verði reist moska þá sé því ekki að neita að hér sé einnig fjölmennur hópur sem vill neita múslimum um það. „Það er írónískt þar sem það hef­ ur verið starfandi moska hér á landi í hátt í þrjátíu ár. Moskurnar eru núna tvær og verða jafnvel þrjár þegar ahmadiyya­múslimar hafa komið sér upp húsnæði en þeir standa í fast­ eignakaupum þar sem þeir munu koma sér upp aðstöðu fyrir bæna­ hald,“ útskýrir Bjarni. Umræðan minnir á gyðingahatrið Hann segir að andstöðuna megi fyrst og fremst rekja til ótta við fram­ andi trúarbrögð sem hafa fengið á sig neikvæða ímynd í fjölmiðlum. „Það birtast margar neikvæðar frétt­ ir frá heimshluta múslima af alls kyns öfgahreyfingum, talíbönum og öðru slíku sem fólk slysast til að heim­ færa á alla múslima hvar sem þá er að finna um heiminn. Fólk óttast að slík öfgasamtök geti fest rætur hér á landi og vísa til hreyfinga múslima í nágrannalöndunum sem eru funda­ mentalískar eða sakamála sem tengj­ ast vissum múslimum og síðan er al­ hæft út frá því.“ Hann segir að það megi finna vissa hliðstæðu með múslimafóbí­ unni og antisemitismans og gyðinga­ hatursins sem endaði með helför­ inni í seinni heimsstyrjöldinni. Máli sínu til stuðnings les hann upp tvær tilvitnanir í texta sem var skrifaður á Facebook­síðuna Mótmælum mosku á Íslandi. „Fyrri tilvitnunin er svona: Mesta hættan sem steðjar að Evrópu í dag eru múslimar. Ef það er einhvern tímann ástæða til þess að snúa baki við trúfrelsi þá er það í þessu tilviki. Og sú seinni hljómar svona: Múslim­ ar eru sníkjudýr og trúarbrögð þeirra, íslam, rotið epli. Af ávöxtunum skulið þér þekkja þá. Ef við skiptum út orðinu múslimi fyrir gyðingar þá eru þetta textar sem eiga algjörlega heima í þriðja rík­ inu. Í rauninni vilja þeir sem ganga hvað lengst gagnvart múslimum að þeim sé öllum smalað saman og vís­ að úr landi og síðan komið í veg fyr­ ir það í eitt skipti fyrir öll að nokkur múslimi geti komið hingað til lands. Umræðan snýst ekki bara um það að múslimar geti ekki byggt mosku hér heldur einnig að þeir geti ekki viðhaldið þeim moskum sem eru þegar á landinu, það þurfi jafnvel að reka þá alla úr landi. Þessi sjónarmið hafa komið fram frá forystumönnum þessa hóps og sýna alvarleika máls­ ins.“ Glæpir framdir í nafni íslam Bjarni þekkir ágætlega til þar sem hann er fulltrúi Þjóðkirkjunnar í sam­ ráðsvettvangi trúfélaga. Hann hefur því verið í samskiptum við þessi trú­ félög múslima sem starfa hér á landi auk þess sem hann hefur fjallað um þau í tímum við Háskólann. Hann telur óttann ástæðulausan. „Það er engin ástæða til að óttast múslima sem eina heild. Ekki frekar en það er ástæða til að óttast kristna, gyðinga eða búddista. Hitt er svo annað mál að það sama gildir um íslam og önnur trúarbrögð að það má finna hreyfingar og stefn­ ur sem kenna sig við trúna en eru varhugaverð. Glæpir eru framdir í nafni íslam og þeir sem þá fremja kalla sig múslima. En það er ekki þar með sagt að allir múslimar séu sam­ mála því sem þeir gera. Það er jafn fráleitt að gera alla múslima ábyrga fyrir hryðjuverkum öfgahreyfinga og það væri að gera alla kristna menn ábyrga fyrir öfga­ hreyfingum á borð við IRA á Írlandi, Klu Klux Klan í Suðurríkjum Banda­ ríkjanna eða illvirkjum Breiviks sem sagðist vera að vernda kristin gildi með gjörðum sínum. Í öllum mínum samskiptum við múslima hér á landi hef ég aldrei kynnst öðru en algjörri fordæmingu á hryðjuverkum og illgjörðum á borð við heiðursmorð og annað slíkt.“ Alþjóðleg baráttusamtök Engu að síður hafa hér um langt skeið verið starfandi samtök gegn múslim­ um. „Þessi samtök kallast Group 1627 og voru stofnuð ári eftir hryðju­ verkaárásina á Bandaríkin þann 11. september 2001 til þess að vara við múslimum hér á landi og sporna gegn frekari útbreiðslu íslam. Forsvarsmenn þeirra hafa skrif­ að greinar sem hafa verið birtar í Morgunblaðinu og sendar á presta, þingmenn og starfsmenn ríkisstofn­ ana til að vara við múslimum. Þá hafa samtökin haldið úti vefsíðum sem helga sig baráttunni gegn íslam, eins og hryðjuverk.wordpress.com og Facebook­hópnum Mótmælum mosku á Íslandi sem var stofnaður árið 2010. Nú eru 3.025 skráðir stuðn­ ingsmenn þess hóps. Samkvæmt forystumönnum sam­ takanna þá hafa yfir þúsund grein­ ar verið þýddar frá samtökum er­ lendis sem helga sig baráttunni gegn múslimum. Sú gagnrýni sem á sér stað hér á landi er nefnilega ekki séríslensk heldur alþjóðleg. Skipu­ lögð alþjóðleg baráttusamtök gegn múslimum eiga sér fylgismenn hér á landi sem nýta sér málflutning þeirra og rök til að andmæla múslimum á Íslandi.“ „Just one nuke“ Efnið á þessum síðum hefur stund­ um verið varhugavert. Þann 11. apríl var til dæmis birt mynd á Facebook­ síðu Mótmælum mosku á Íslandi sem Bjarna misbauð. Myndin var loftmynd af Mekka sem tekin var að næturlagi. Allt var upplýst og hægt var að sjá tugþúsundir múslima samankomna við bænagjörð. Efst á myndina var hins vegar búið að skrifa just one nuke, eða bara eina kjarn­ orkusprengju. „Undir stóð að það þyrfti ekki kjarnorkustríð á Kóreu­ skaganum, það vanti bara eina á þennan stað. Í kjölfarið komu einhverjir fram og skömmuðu hann fyrir þetta, köll­ uðu hann siðlausan og fáfróðan. Einn sagði einfaldlega: „og þið haldið að annað fólk sé hættulegt“. Svo voru aðrir sem lækuðu við þetta og með­ al annars leiðtogi samtakanna. Eftir gagnrýni á að þarna væri birt mynd og texti þar sem í raun var verið að fara fram á fjöldamorð á múslimum var þetta tekið út af síðunni, en ég á skjámynd af þessu.“ Sagði mynd Breiviks snilldarverk Þetta var svo sem ekkert í fyrsta og síðasta skipti sem Bjarna blöskr­ aði málflutningurinn – það gerist oft. „Röksemdarfærslurnar ganga gríðarlega langt og áróðurinn gegn múslimum hér á landi getur tekið á sig gríðarlega hatursfulla mynd. For­ ysta samtakanna virðist telja barátt­ una svo mikilvæga að það skipti ekki máli hvert rökin eru sótt eða hvernig rök það eru.“ Hann tekur dæmi: „Þeir hafa til dæmis lýst yfir aðdáun á áróðri norska fjöldamorðingjans Brei­ viks þar sem hann andmælir áhrif­ um múslima í Noregi og á Vestur­ löndum og andmælir þeim sem vilja standa vörð um sjálfsögð mann­ réttindi múslima í þessum heims­ hluta. Daginn eftir að Breivik framdi fjöldamorðin í Noregi og menn átt­ uðu sig á því að hann hefði birt áróð­ ursmyndband á Youtube og birt rit­ verk sitt þar sem hann gerir ítarlega grein fyrir hugsjónum sínum, birti upphafsmaður og aðalforystumaður hópsins Mótmælum mosku á Íslandi status um þetta þar sem hann sagði „myndin er hrífandi og snilldarverk, verulega umhugsunarverð“. Næstu mínúturnar linkaði hann á fjölda greina sem hann hafði sjálf­ ur birt um þessi efni á eigin vettvangi, greina sem fjalla meðal annars um að Evrópuráðið vari við fjölmenningu, að Svíþjóð fari í hundana, múllaklerkar hóti Norðmönnum og svo var síðasta færslan vísun á bók Breiviks.“ Kallaður menningarmarxismi Bjarni gagnrýndi þetta og fékk fyrir vikið að heyra það. „Viðbrögðin voru vægast sagt athyglisverð. Maður sem skrifar undir nafninu Rétthugsun rétt­ læti, og er meðritstjóri hópsins Mót­ mælum mosku á Íslandi, sagði að myndbandið væri allt saman „deija vu“ og ætti ekki að koma á óvart. Síð­ an sagði hann: „Það sem þér gremst er að þarna er verið að sýna kultural marxisma í réttu ljósi. Það sem gömlu kommúnistaþjóðirnar spörkuðu á ruslahaugana.“ Hann sagði fleira, en það sem er áhugavert er að hann skuli segja að áróðursmyndband Breiviks sýni kultural marxisma í réttu ljósi. Þeir kalla þetta menningarmarx­ ista á íslensku og þegar ég hef gagn­ rýnt þá hef ég í kjölfarið verið sakað­ ur um menningarmarxisma eða verið kallaður menningarmarxisti. Þetta hug tak var Breivik hugleikið en hann skilgreindi þá sem hann var að berjast gegn úr röðum Vesturlandabúa sem menningarmarxista og þá sem hann var að drepa kallaði hann þessu nafni. Þess vegna tel ég það akademíska skyldu mína að draga þetta fram,“ segir Bjarni að lokum. n n Kallaður menningarmarxisti fyrir að mótmæla áróðrinum n Rök sótt í áróðursrit Breivik Group 1627 n Áróðursrit gegn múslimum á Íslandi Árið 2011 tók Skúli Skúlason saman helstu upplýsingar um samtökin sem voru stofnuð þann 11. september 2002 og birti á netinu. Þar segir meðal annars að stofndagurinn hafi verið valinn með tilliti til þess að þann 11. september 1683 hafi herir Kalífans að láta undan fyrir herjum hinna kristnu bandamanna og að nafn hópsins hafi verið valið til minningar um fyrstu innrás múslima á Íslandi. „Í þeim hernaðaraðgerðum kom fram allur hinn íslamski hugarheimur og boðskapur hins ófræga fants frá Arabíuskaganum Múhameðs spámanns. Íslendingar mega aldrei gleyma þessu, því þar var hið sanna Íslam kynnt þeim í verki,“ segir í samantektinni. „Lang flest ef ekki öll Mið-Austurlönd flokka kristna söfnuði sem hryðjuverkasamtök.“ Þá segir að hópurinn hafi verið stofnaður vegna þess að þeim þótti ýnt að múslim- ar hefðu hafið innrás í Vesturlönd og í raun ráðist á allar heimsálfur. Íslam hafi sagt þeim stríð á hendur. Árásargirnin ætti sér rætur í hugmyndafræði þeirra sem er grundvölluð á kenninsetningum Múhammeðs. „Sá Kóran sem ber af í ofbeldisboðskap, miskunnarleysi og grimmd er kallaður MedínaKóraninn og er eini Kóraninn sem er gildur.“ Í upphafi hafi kynningarstarf samtak- anna farið leynt vegna óskaplegrar trúgirni og barnaskaps síðustu kynslóða. „Þetta á ekki síst við menntastéttina og suma þjóna kirkjunnar, sem áttu þða til að opna kirkjur sínar fyrir múslimum og afhelga kirkjurnar með þeim hætti.“ Því hafi verið sent út dreifibréf, hálfs mánaðarlega, til áhrifafólks. Á síðustu níu árum hafi verið skrifaðar, þýddar og enduritaðar um þúsund greinar. „Stundum birtu fjölmiðlar þessar greinar óbreyttar frá okkur, en í öðrum blaða- skrifum birtust áhrif greina okkar.“ Að lokum segir að moskan sé eitt aðal stjórntæki múslima og baráttutæki. Hún sé fyrst og fremst stjórnmálalegt aðsetur þar sem dómar og ákvarðanir um framkvæmdir fara fram um allt. Sogamýrin hafi mjög mikið hernaðarlegt gildi þar sem innkeyrslan í borgina fer þar fram hjá og þjóðvegurinn er í beinni skotlínu frá moskunni. „Múslimar eru sníkjudýr og trúar- brögð þeirra, íslam, rotið epli. Af ávöxtunum skulið þér þekkja þá. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is Snilldarverk Hér er vísað í áróðursmynd daginn eftir að hann framdi fjöldamorðin í Noregi. Sá sem skrifar notar dulnefndi og segir að myndin sé hrífandi snilldarverk. Just one nuke Þessi mynd af Mekka var birt á síðu Mótmælum mosku á Íslandi. Á bæn Tvær moskur eru starfandi í Reykja- vík um þessar mundir. Mynd: KriStinn MAGnúSSon Kallaður menningar-marxisti Bjarna Randveri Sigurvinssyni hefur oft blöskrað hatursfull umræðan um múslima.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.