Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2013, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2013, Qupperneq 15
Við lifum á sparnaði eiginkonu minnar Lögreglan brást í þessu máli Sígandi lukka er best Sigurður Einarsson – Affarsvarlden Egill Einarsson – PressanÓmar Ragnarsson um ferðaþjónustu – DV Kvikmyndir og þjóðmál Spurningin Já, ég held það. Þeir eru búnir að standa sig svo vel nýlega. Hial Jarah 35 ára eigandi veitingastaðarins Mandi Hef ekki hugmynd um það, ég fylgist ekki með fótbolta. Andri Jóhannsson 24 ára atvinnulaus Já, alla leið. Jón Kristófer Fasth 23 ára þjónustufulltrúi Nei, ég held þeir verði í þriðja sæti í riðlinum. Trausti Atlason 24 ára atvinnulaus Jú, ætli það ekki. Hans Óttar Jóhannesson 23 ára vinnur hjá Hertz Fer íslenska landsliðið á HM í Brasilíu 2014? 1 „Aldrei heyrt eins magnaðar sögur af græðgi“ Ómar Ragnarsson varar við nýrri græðgisbólu sem á sér stað í ferða- þjónustu. 2 Aflífa yfir 60 þúsund villi-hunda eftir árásir á fólk Fjögurra ára drengur látinn eftir hunda- árás í höfuðborg Rúmeníu. 3 „Tökum okkur ekki sjálfkrafa virðingartitil sem þjóðinni finnst ekki að við eigum skilið“ Þingmaður fær ákúrur fyrir að vilja afnema titlatog á Alþingi. 4 Deilur landsbyggðar og höfuð borgar klofið þjóðina of oft, segir forsætisráðherra Sigmundur Davíð vill meiri samvinnu fólks í landinu. 5 Fimm látnir og yfir 500 saknað í Kólóradó Mikil flóð hafa sökkt bæjum og hluta Denver-borgar. 6 „Tala nú mjúklega í aðdraganda prófkjöra“ Ögmundur segir kjörna fulltrúa varla geta staðið gegn meirihlutavilja kjósenda sinna. Mest lesið á DV.is M argt hamlar heilbrigðri fram­ för Íslands eins og dæm­ in sanna. Hér langar mig að nefna eitt atriði til skjalanna: Vanburða kvikmyndagerð. Annars staðar um Norðurlönd hafa verið gerð­ ar kvikmyndir eftir helztu bókmennta­ verkum á hverjum stað, en hér heima er hægt að telja slíkar myndir á fingr­ um annarrar handar. Raunsæiskvik­ myndir um stjórnmál eru hér varla til, en þó má nefna Hafið eftir Baltasar Kormák frá 2002 og Óðal feðranna eft­ ir Hrafn Gunnlaugsson frá 1980; þar er að minnsta kosti pólitískt ívaf. Skortur­ inn á góðum pólitískum kvikmyndum er tilfinnanlegur og skaðlegur í ljósi reynslunnar utan úr heimi. Kolkrabbinn og Smokkfiskurinn Byltingin á Ítalíu, kennd við hrein­ ar hendur (ít. mani pulite), það var þegar Kristilegi demókrataflokkurinn og hvað þeir nú hétu hinir flokkarn­ ir voru tjargaðir og fiðraðir og fleygt út í hafsauga fyrir um 20 árum, studdist að nokkru leyti við sannsögulegar kvikmyndir um mútuþæga stjórn­ málamenn og mafíuna. Þaðan eru „Kolkrabbinn“ og „Smokkfiskurinn“ komnir inn í orðaforða íslenzks stjórn­ málalífs, ef líf skyldi kalla. Tók betra við? Það er álitamál. Í Róm hefur frá því í vor varla verið talað meira um annað en kvikmyndina La Grande Bellezza eftir Paolo Sorrentino. Myndin er rammpólitísk, en hún fjallar þó ekki um stjórnmál, heldur fær hún áhorfandann til að spyrja sjálfan sig: Hvernig gat svo fallegt land með svo glæsta fortíð og fína menningu sokkið svona djúpt? Oliver Stone og Lincoln Bandaríkjamenn framleiða mikið af pólitískum kvikmyndum. Nú er ný­ komin út röð tíu sjónvarpsmynda The Untold History of the United States eft­ ir Oliver Stone, sem hefur áður meðal annars gert kvikmyndir um bæði John F. Kennedy og Richard Nixon. Þáttaröð Stones rekur sögu Bandaríkjanna frá síðara stríði fram á okkar daga eins og hún horfir við honum, svo að úr verð­ ur heillandi frásögn skreytt frábæru myndefni. Það léttir honum leikinn, þetta er tíu tíma stím, að hann á að­ gang bæði að pólitískum kvikmyndum frá fyrri tíð og upptökum af nefndar­ fundum og vitnaleiðslum á Banda­ ríkjaþingi. Slíka mynd væri ekki hægt að búa til á Íslandi, þar eð nefndar­ fundir Alþingis eru haldnir bak við luktar dyr. Leynimakkið er slíkt, að í nefndum Alþingis eru ekki einu sinni haldnar fundargerðir. Vitnaleiðslurn­ ar fyrir Rannsóknarnefnd Alþingis og Landsdómi voru ekki festar á filmu, svo sem sjálfsagt hefði þótt í Banda­ ríkjunum og víðar. Kvikmynd Stevens Spielberg um Abraham Lincoln er einnig prýðileg. Hún minnir okkur á, að réttsýn stjórn­ málaforusta getur komið góðu til leið­ ar. Það munaði ekki nema hársbreidd, að Lincoln forseta mistækist að koma banni við þrælahaldi inn í bandarísku stjórnarskrána 1865. Til þess þurfti tvo þriðju hluta atkvæða í þinginu. Lincoln og hans menn urðu að beita ýmsum brögðum. Ekki munaði held­ ur nema hársbreidd, að bandaríska stjórnarskráin félli í almennum at­ kvæðagreiðslum úti í fylkjunum tæpri öld fyrr, en stjórnarskráin hafði þó nauman sigur, svo nauman, að hefðu 20 kjósendur sagt nei frekar en já, hefði hún ekki náð fram að ganga. Þetta gleymist stundum. Jafnvel Pinochet Nú gengur í Bíó Paradís í Reykjavík síleska kvikmyndin Nei eftir Pablo Larraín frá 2012. Myndin er byggð á óbirtu leikriti síleska skáldsins Anton­ io Skármeta. Hann situr þessa dagana heimsþing PEN international í Reykja­ vík og er þekktastur fyrir skáldsöguna Bréfberinn, sem er til í íslenzkri þýð­ ingu Svanhvítar Lilju Ingólfsdóttur. Skáldsagan um bréfberann og síleska þjóðskáldið Pablo Neruda varð heims­ fræg af kvikmyndinni Il postino eftir Michael Radford frá 1994. Samnefnd ópera eftir mexíkóska tónskáldið Dani­ el Cátan með Placido Domingo í hlut­ verki Nerudas er dásamleg eins og myndin og kemur sögunni vel til skila, þótt óperur séu jafnan knappara form en kvikmyndir. Myndin Nei fjallar um þjóðar­ atkvæðagreiðsluna 1988, þar sem kjósendum í Síle bauðst að framlengja valdasetu Pinochets hershöfðingja um átta ár eða afþakka hana. Margir skoðuðu þjóðaratkvæðagreiðsluna sem brellu herforingjastjórnarinnar, enda hefði hún úrslit atkvæðagreiðsl­ unnar líkt og aðra þræði þjóðlífsins í hendi sér og ætlaði að nota hana til þess eins að bregðast við gagnrýni er­ lendis frá í þá veru, að eftir 15 ára ein­ ræðisstjórn þyrfti Pinochet að sýna umheiminum fram á stuðning meðal almennings. Svo fór, að andstæðingar Pinochets sigruðu með 56 prósent­ um atkvæða gegn 44. Og hvað gerði Pinochet? – sem eins og síðar kom í ljós var ekki bara valdaræningi og fjöldamorðingi, heldur líka þjófur. Hann vék frá völdum. Jafnvel Pinochet þótti ófært að hunza úrslit þjóðarat­ kvæðagreiðslu. n Stund milli stríða Það getur verið gott að grípa í góða bók, tala við góðan vin eða sitja afslappaður þegar beðið er eftir strætó. Mynd KriStinn MagnúSSOn Myndin Kjallari Þorvaldur Gylfason Umræða 15Mánudagur 16.september 2013 „Jafnvel Pinochet þótti ófært að hunza úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.