Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2013, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2013, Blaðsíða 18
Algengt verð 247,9 kr. 253,6 kr. Algengt verð 247,4 kr. 253,3 kr. Höfuðborgarsvæðið 247,3 kr. 253,2 kr. Algengt verð 247,6 kr. 253,5 kr. Algengt verð 249,9 kr. 253,6 kr. Melabraut 247,8 kr. 253,3 kr. Eldsneytisverð 15. september Bensín Dísilolía 18 Neytendur 16. september 2013 Mánudagur Smáforrit með ísskápinn á hreinu n Kíktu á snjallsímann þinn og sjáðu hvað vantar F lestir kannast við það að standa í búðinni og geta engan veginn munað hvað er til í ísskápnum heima. Nú er væntanleg lausn á þessu vanda- máli en þýska fyrirtækið Siemens vinnur að því að setja á markað smáforrit sem segir þér hvað er til í ísskápnum á meðan þú ert í búð- inni. Forritið var kynnt á heimil- istækjasýningunni IFA í Berlin en fjallað er um þetta á síðu Politiken. Mörg fyrirtæki hafa reynt að koma með lausn á þessu en flest hafa strandað á þeim erfiðleikum að halda upplýsingum um inni- hald ísskápsins uppfærðum. Sem dæmi má nefna að þegar einhver annar hefur keypt inn og ekki skráð niður innkaupin. Siemens hefur fundið lausnina á þessu með því að koma fyrir litl- um myndavélum í ísskápnum. Ein þeirra er staðsett við bakhlið ís- skápsins og aðrar á hliðum hans. Þannig ná þeir yfirsýn yfir skáp- inn. Myndir úr ísskápnum eru svo sendar með wifi-tengingu í símann þinn og skiptir ekki máli hvernig síma þú átt. Þú sérð mynd af því hvað er í ísskápnum og getur keypt það sem vantar. Þetta er ekki eina nýjungin sem Siemens er að kynna þessa dag- ana því fljótlega munt þú geta sett þvottavél, uppþvottavél, þurrkara, ryksuguna og fleiri heimilistæki af stað áður en þú kemur heim, bara með því að nota snjallsímann. n gunnhildur@dv.is nýtt smáforrit Gott að hafa við höndina í matvörubúðinni. nokkur góð ráð um geymsluaðferðir Magnkaupin geymd Það getur verið mjög hagkvæmt að gera magninnkaup sér í lagi þegar stórar einingar eru á lækk- uðu verði. Baunir Settu þær í loft- heldar umbúð- ir og geymdu þær við stofuhita. Þær geymast upp undir ár. Ekki frysta þær eða geyma þær í ísskáp því þá þorna þær upp. Baunir þurfa að liggja í bleyti yfir nótt áður en maður notar þær. Kaffibaunir Ef þú malar þær og notar næstu 14 dagana er gott að setja þær í loft- þéttar umbúðir og geyma við stofuhita. Ef þú vilt geyma þær lengur er gott að setja þær í frystinn. Þá er gott ráð að setja þær í rennilásapoka og ná öllu lofti úr honum áður en hann er lokaður. Notið rör til að sjúga loftið úr pokanum. Hveiti Geymdu hveitið í loftþéttum umbúðum og það geymist í allt að ár. Heil- kornaafurðir geym- ast í styttri tíma og ættu að vera geymdar í ískáp eða frysti þar sem það geymist lengur. ostur Það getur verið gott ráð að rífa ostinn niður, setja í frystipoka og í frystinn. Þannig geymist hann í allt að 6 mánuði. Jógúrt Má vel frysta en þannig geymist hún í viku fram yfir síðasta sölu- dag. Einnig er gott ráð að setja hana í klakabox og frysta þannig. Þá má ná sér í einn og einn mola þegar maður ætlar að búa til hollustudrykk. Svona tekur þú Slátur n Ódýr og hollur matur n Færð mikið fyrir lítinn pening n Allir geta tekið slátur n DV birtir nokkrar góðar uppskriftir S látur er afskaplega járn- ríkt og nú þegar fólk borðar allan þennan kjúkling sem inniheldur ekkert járn, veitir þeim ekki af því,“ segir Mar- grét Sigfúsdóttir, skólastjóri Hús- stjórnarskólans þegar DV leitaði til hennar varðandi sláturtöku. „Það er líka mikið af A-vítamíni í slátrinu svo þetta er góður, hollur og ódýr matur. Svo er þetta svo drjúgt.“ Margrét hef- ur áratuga reynslu af matreiðslu og gefur hér lesendum DV góð ráð við sláturgerð og uppskriftir. allir geta tekið slátur Sauðfjárslátrun er nú hafin og því er tími sláturgerðar að renna upp. Innmatur er ódýr matur og þeir sem taka slátur fá því mikið fyrir lítinn pening. Auk þess getur sláturgerð verið ágætis samverustund fjöl- skyldunnar. Margrét segir að allir geti tek- ið slátur. Hún hvetur byrjendur að fylgja leiðbeiningum og gera ná- kvæmlega eins og þar er sagt. „Ekk- ert vera að stytta ykkur leiðir eða gera einhverjar rósir í fyrsta skipti. Það má koma seinna.“ Mikilvægt að vinna skipulega Margrét hvetur fólk til að gæta fyllsta hreinlætis við sláturgerð eins og aðra matargerð. Þegar kemur að undirbúningi segir hún að gott sé að kaupa hráefnið degi áður en maður hefst handa. „Það er mikilvægt að vinna þetta skipulega. Blóðið er selt frosið svo það þarf að ná að þiðna áður en maður byrjar. Svo er mjög gott og þægilegt að brytja mörinn daginn áður og geyma í köldu. Eins að sníða vambirnar því þetta tvennt er mesta verkið og gott að vera bú- inn að því áður. Það þarf svo að passa að geyma þetta í kæli og hafa allt hreint.“ notar rjómasprautu Það að setja í vambirnar kallast að þela upp og Margrét minnir fólk á að skilja eftir nógu stórt op til að koma hendinni í gegn. „Annars finnst mér gott ráð að nota rjómasprautu. Þá nota ég stóru hvítu rjómapokana og hef enga túðu á. Þannig sprauta ég löguninni í keppinn. Þetta er miklu fljótlegra og það verður allt miklu hreinna. Þannig er auðveldara að handfjatla þetta. Fólk gerir þó bara eins og því finnst best.“ Flatir keppir komast betur fyrir Þegar búið er að setja í keppina eru þeir saumaðir saman og sett- ir í plastpoka. Það er mikilvægt að halda öllu köldu og aðalatriðið er að frysta allt jafnóðum. Margrét mæl- ir með því að fletja keppina út áður en þeir eru frystir. „Það á að hafa þá flata, ekki kringlótta. Gott að frysta þá á bökunarplötu og setja aðra ofan á með öðru lagi af keppum. Málm- urinn kólnar svo fljótt í frostinu svo þetta hraðfrýs mun fyrr. Með þessu raðast þeir betur í frystikistuna. Annar kostur við þetta er að flat- ir keppir eru fljótari að frosna en einnig fljótari að hitna þegar þeir eru settir í sjóðandi vatn og þenjast út.“ Að lokum ráðleggur hún fólki að merkja vel keppina í frystinum. „Það er auðvelt að taka blóðmörskepp í misgripum fyrir kjötsneið. Fólk sem ætlar að bjóða upp á nautasteik gæti lent í því að þíða óvart blóð- mörskepp í staðinn.“ n n Góður bali eða vaskafat n Gróf nál n Sláturgarn n Frystipokar n Klemmur til að loka pokunum í eitt slátur fer: Blóð, vömb, keppur, 1 sviðahaus, 2 nýru, lifur, hjarta og mör. Undirbúningur: Mörinn er brytjaður en kirtlar skornir frá og þeim hent. Vambir og keppir eru skolaðir. Sníða skal 4 til 5 keppi úr hverri vömb, þeir saumaðir með bómullargarni, ekki of þétt og skilin eru eftir væn op. Keppir skulu geymdir á köldum stað á meðan lifr- ar- eða blóðmörs- hræran er löguð. Ódýrt og hollt „Það geta allir tekið slátur“ segir Margrét. MynD: TJörvi BJarnason „Ekkert vera að stytta ykkur leiðir eða gera einhverjar rós- ir í fyrsta skipti. Það má koma seinna. Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Það sem þarf að hafa til fyrir sláturgerðina: skipulagning Það er mikilvægt að vinna skipulega, segir Margrét. Vogir almennt í góðu standi Neytendastofa skoðaði nýverið ástand löggildingar voga í matvöru- verslunum; vogir sem notaðar eru til að vigta vörur og verðleggja þær. Löggilda á vogir sem notaðar eru á tveggja ára fresti. Við löggildingu er sannreynt að vogin sé að vigta rétt. Á vef Neytendastofu kemur fram að skoðaðar hafi verið vogir hjá 83 matvöruverslunum á höfuðborgar- svæðinu, í Hveragerði og í Árborg. Gerðar voru athugasemdir við 18 vogir hjá 5 aðilum þar sem lög- gilding var runnin úr gildi. Athugasemdir voru gerðar hjá Mini Market í Drafnarfelli, Krónunni í Rofabæ, Plúsmarkaðnum í Hátúni, Bónus í Holtagörðum og Nóatúni í Hamraborg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.