Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2013, Page 26
R
étt fyrir helgi birti stór-
stjarnan unga og óstýri-
láta, Justin Bieber, mynd
á Instagram með hand-
rit Batman vs. Superman.
Væntanlegri stórmynd Zack
Snyder með Ben Affleck í hlutverki
Batman. Á handritið var stimpl-
að nafn Biebers og það merkt:
#Robin.
Kannski grín
Handritið virðist vera sérmerkt
Justin og á forsíðunni er greinilegt
að um er að ræða stórmynd Zacks
byggðri á fjórðu og síðustu teikni-
myndasögu Frank Miller og lista-
mannsins Klaus Janson um ofur-
hetjuna Batman og aðstoðarmann
hans Robin sem kljást við engan
annan en Superman.
Meira en hálf milljón aðdáend-
ur Biebers lækuðu við færslu hans
stuttu eftir að hann setti hana inn.
Ekki er vitað hvort Bieber hef-
ur verið boðið hlutverkið og þyk-
ir líklegt að um sé að ræða sak-
laust grín. Justin hefur nefnilega
verið að taka upp grínmyndband
í flokknum vinsæla Funny or Die.
Ólíkindatólið Zack
Hvort sem um er að ræða grín eða
fúlustu alvöru þá virðast fréttirnar
koma aðdáendum Batman mynd-
anna í opna skjöldu, rétt eins og
ákvörðun leikstjórans um að ráða
Ben Affleck í aðalhlutverkið. Fjöldi
greina hafa birst á bloggsíðum og
vinsælum vefritum þar sem undir-
tektirnar eru sérlega slæmar. Er
þetta ekki örugglega grín? Spyr reið-
ur aðdáandi á vefritinu Catching
Fish.
Áherslur Zack virðast ætla að
verða óvanalegar en aðdáendum
hefur líkað vel dimmar og drunga-
legar myndir síðustu ára um leður-
blökuna sterku og þar átti stórleikur
Michael Keaton og Christian Bale
stóran þátt. Zack þykir ólíkindatól,
að ráða Justin í hlutverk Robin gæti
laðað múg fólks að miðasölunni.
Úttaugaður Superman
Warner Bros gaf út tilkynningu þar
sem nánar er útlistað um Batman.
Batman í höndum Ben Afflecks á
að vera úttaugaður og útbrenndur
eftir stanslaust og vanþakklátt of-
urhetjustarf sitt. Heilladrengurinn
fórnfúsi Robin þarf því að koma
sterkur til leiks ef þeir eiga saman
að ráða niðurlögum Superman.
Undradrengirnir Robin
og Justin
Robin og Justin Bieber eiga það
líklega sameiginlegt að vera sann-
kallaðir undradrengir. Í mynda-
sögum DC Comics er Robin
venju legur strákur gæddur góð-
um eiginleikum, sem verður
aðstoðar maður Batman. Saman
kölluðust þeir, Dynamic Duo eða
Caped Crusaders eða skikkju-
klæddu bjargvættirnir. Robin var
sérstaklega hugsaður til að laða að
yngri lesendur og kannski það sé
einmitt úthugsuð ráðagerð Warn-
er Bros með mögulegri ráðningu
Justin Biebers, undradrengs popp-
heimsins.
Robin hefur skipt um nafn í
gegnum árin. Fyrst kallaðist hann
Dick Graysom, seinna Nightwing
og loks Robin. n
26 Fólk 16. september 2013 Mánudagur
Blair hótar Sheen lögsókn
L
eikkonan Selma Blair ætlar að
leita réttar síns gagnvart leikar-
anum Charlie Sheen og fram-
leiðslufyrirtækinu Lionsgate
Entertainment. Blair hyggst fara
fram á 1,2 milljónir dala í skaðabætur
eftir að hún var rekin úr þáttunum An-
ger Management.
Leikkonan telur að meginástæða
uppsagnarinnar hafi verið að hún
leyfði sér að gagnrýna Sheen fyr-
ir ófagmannleg vinnubrögð við tök-
ur þáttanna. Blair gerði ítrekaðar
athugasemdir við þá staðreynd að hún
og aðrir starfsmenn þáttarins neydd-
ust til að sitja og bíða löngum stund-
um eftir Sheen, á meðan hann sat í
hjólhýsi sínu og fór með línurnar sínar.
Sheen mun hafa haft spurnir af
þessu og verið allt annað en sáttur og
mun það hafa markað endalok Blair í
þáttunum. Leikkonan krefst þess að fá
greidd þau laun sem hún hefði fengið
ef ekki hefði komið til brottrekstursins.
Fái hún ekki launin greidd hótar hún
lögsókn.
Heimildarmenn TMZ.com innan
þáttanna staðfesta að Sheen hafi verið
ósáttur við gagnrýni Blair en benda á
að á meðan Blair var kannski í þrem-
ur til fjórum atriðum hafi Sheen birst
í öllum tólf. Hann hafi því þurft að
leggja allt að 48 blaðsíður af samræð-
um á minnið. Til hafi staðið hvort eð
er að skrifa Blair út úr þáttunum sem
kærustu Sheen þar sem „Bandaríkja-
menn hafi ekki viljað sjá Charlie sem
einnar konu mann.“ n
Justin Bieber með
handritið að Batman
n Birti mynd af handritinu að Batman á Twitter
n Ósátt við að vera rekin úr Anger Management þáttunum
Stjörnur sem
hafa verið
heimilislausar
1 Halle Berry Óskarsverð-launakonan
Halle bjó eitt sinn
í athvarfi fyrir
heimilislausa í New
York. Í viðtali við
Readers Digest árið
2007 sagði hún frá
reynslu sinni og sagðist hafa verið 21
ára gömul og verið heimilislaus um
skamma hríð.
2 Drew Carey Gamanleikar-inn sem hefur gert það gott í
Hollywood þurfti einu
sinni að búa í bifreið
sinni þegar skóinn
kreppti hvað
mest að. Þetta
var opinberað í
The Entertainment
Tonight árið 2002.
3 Jim Carrey Leikarinn
alheimsfrægi bjó í
gulu Volkswagen
rúgbrauði í Kanada
með foreldrum sín-
um. Það væsir ekki
um hann í dag og ekki um fjölskyldu
hans heldur.
4 Charlie Chaplin
Goðsögnin Chaplin
er fæddur í Bret-
landi. Þar gekk
hann um götur, alls-
laus sem barn, eftir
að faðir hans dó og móðir
hans þjáðist af geðhvarfasýki.
5 Daniel Craig Þessi kynþokka-fulli leikari þurfti einu sinni að
sofa á bekk í London þegar hann var
í harki í leiklistinni á
sínum yngri árum.
Frá þessu sagði
hann í Times og
sagðist einnig hafa
gert hroðalega hluti
til að lifa af, án þess
að útlista það nánar.
Ósætti Selma Blair hótar Charlie Sheen og
Lionsgate málsókn eftir að hún var rekin úr
þáttunum Anger Management. Mynd: ReUteRS
„Er þetta ekki
örugglega grín?
Justin með handritið
Þessa mynd birti Justin á
Twitter nýverið.
Undradrengir Bæði Robin og Justin eru
sannkallaðir ofurdrengir.
Zack-hvað ertu að hugsa? Hvað er
Zack að hugsa? Spyrja æstir aðdáendur
kvikmyndanna um Batman.
topp 5