Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2013, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2013, Blaðsíða 2
2 Fréttir 20.–22. september 2013 Helgarblað „Ég vonast til að sjá ykkur“ n Sigmundur Davíð ávarpaði fjárfesta í Lundúnum É g vonast til að sjá ykkur, og pen- ingana ykkar, á Íslandi,“ sagði forsætisráðherra Íslands, Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson, í ávarpi sínu á fjárfestaráðstefnu í Lundúnum á fimmtudag. Sigmundur lét þessi orð falla í lok ávarps síns þar sem hann útlistaði helstu áherslu- þætti í efnahags- og fjárfestingar- stefnu ríkisstjórnarinnar. Í ávarpinu sagði Sigmundur ríkisstjórn sína bjóða fjárfesta velkomna til Íslands og að stjórnin væri reiðubúin til að skapa aðstæður á Íslandi sem féllu að þörf- um fjárfesta. „Markmið ríkisstjórnar minnar er ekki að skapa sömu aðstæður og voru til staðar árin fyrir hrun. Sá tími er liðinn og kemur ekki aftur, og ætti ekki endilega að gera það,“ sagði Sig- mundur Davíð sem sagði ríkisstjórn Íslands ætla að ná nánari samskipt- um við Bandaríkin og bætti við að leiðtogar Norðurlandanna og forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, hefðu skrifað undir yfirlýsingu þar sem þeir heita því að leita leiða til að stuðla að viðskiptum og fjárfestingum á milli Bandaríkjanna og Norðurlandanna. Þá benti Sigmundur Davíð einnig á í ávarpi sínu að þó svo að hlé hefði ver- ið gert á samningaviðræðum Íslands og Evrópusambandsins þá legði rík- isstjórn hans ríka áherslu á að halda nánum samskiptum við Evrópusam- bandið. „Evrópusambands löndin eru ennþá mikilvægustu viðskipta- félagar Íslands og okkar samskipti við Evrópusambandið eru byggð á traust- um grunni í EES-samningnum sem veitir okkur aðgengi að Evrópumark- aðinum.“ n 1 matsk. safieða 1 hylki. F æ s t í a p ó t e k u m , h e i l s u b ú ð u m , F j a r ð a r k a u p o g K r ó n u n n i . Jafnvægi og vellíðan lifestream™ nature’s richest superfoods B jartviðri og tiltölulega lítil úr- koma verður einkennandi fyrir veðurfar framan af vetri sunnan og vestan til á landinu en íbúar á Norður- og Austurlandi geta átt von á tölu- verðum snjóþyngslum, sérstaklega í desember. Þetta segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur. DV fékk Sigurð til að leggja mat á veðurfar næstu mánaða og lagði hann meðal annars til grundvallar spá sinni upp- lýsingar frá bandarísku og bresku veður stofunni.a Sumarið á suðvestur- horninu var ekki upp á marga fiska enda var hiti undir meðallagi og úr- koma langt yfir meðallagi. Sigurður á von á að dæmið súist við í vetur og íbúar sunnan og vestan til á landinu muni upplifa nokkuð þægilegan vetur – fram til áramóta að minnsta kosti enda nær vonlaust að spá lengra fram í tímann. Bjartari tímar í vændum „Ef við horfum heildrænt á þetta þá verður þetta alls enginn hörkuvetur. Við sjáum ekki miklar vetrarhörkur eða neitt slíkt og úrkoman verður frekar í minna lagi,“ segir Sigurður þegar hann er spurður hvað muni einkenna komandi vetrarmánuði. Sigurður segist styðjast við svokall- aðar tímabilsspár (e. seasonal clima- te forecast) þar sem nokkrar breytur eru teknar inn í reikninginn, til dæm- is sjávarhiti og meðaltöl undanfar- inna ára. Hann segir að þessar spár hafi oftar en ekki gefið góða raun og reynst býsna nákvæmar. Sigurður segir að útlit sé fyrir að úrkoma verði í minna lagi framan af vetri sunnan- lands sem þýðir að bjartari tímar séu í vændum. „En bjartir dagar á þess- um árstíma eru oft kaldir og það er ekkert tilefni til að ætla annað en að þeir verði kaldir – en úrkoman verð- ur í minna lagi. Þó dagurinn sé stuttur þá verðum við ekki í endalausum dumbungi eins og við höfum geng- ið í gegnum undanfarnar vikur,“ segir hann og bætir við að veturinn ætti að verða tiltölulega léttur framan af sunnanlands. Sigurður bætir við að hitinn syðra verði að líkindum svipaður og undan- farin ár þó norðanhret og sunnan- stormar muni gera vart við sig. Snjóþungt fyrir norðan og austan Útlitið er þó örlítið annað fyrir norðan- og austanvert landið og seg- ir Sigurður að íbúar þar geti gert ráð fyrir talsverðri úrkomu í nóvember og desember. En verður hún í formi snjóa eða rigninga? „Þetta verður svona beggja blands því hitinn þar verður ekkert fjarri meðallagi. Í nóv- ember og desember er útlit fyrir að hann verði ívið lægri en í meðalári sem þýðir að úrkoman sem fellur þar verður í hvítari kantinum. Þetta gæti allt eins orðið snjóþungur vetur á Norðausturlandi – desember sérstak- lega. Veturinn á eftir að sýna sig,“ segir Sigurður sem tekur þó fram léttur í bragði að hann sé alls ekki að boða frostaveturinn mikla eða neitt slíkt. Sigurður segir að vindur verði nokkuð hægur – það verði ein- kennandi fyrir veturinn þó vissulega muni koma hvellir. „Þessar klassísku haustlægðir virðast ekkert endilega stefna til okkar og virðast frekar vilja fara sunnar. Þannig að við verðum í sæmilega hægum vindi. Það verður að taka þessu með þeim fyrirvara að veðrið verður ekki alltaf svona en þetta er veðurfar sem verður ein- kennandi fyrir tímabilið.“ Spáði vætusömu sumri Sigurður spáði lélegu sumri sunnan- lands en fínu veðri á Norður- og Austur landi þegar DV ræddi við hann um sumarveðrið í vor. Sú spá reyndist á rökum reist. „Sú spá hljóð- aði upp á kalt og vætusamt sumar sem minnti dálítið á sumurin í kring- um 1980 – svona gamaldags sum- ar. Síðan kemur í ljós að það þarf að fara aftur til ársins 1923 til að finna eitthvað sambærilegt,“ segir Sig- urður en sumarsins á Norður- og Austur landi, Austurlandi sérstak- lega, verður minnst sem eins besta sumars í áraraðir. „Þeir voru búnir að vera óheppnir á undanförnum árum og það var eiginlega komið að því að þeir fengju eitthvað sem minnti á gamla tíma.“ n „Þetta verður alls enginn hörkuvetur“ n Sigurður Þ. Ragnarsson spáir björtum vetri fyrir sunnan Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Enginn frostavetur Sigurður segir að engar miklar vetrarhörkur séu í kortunum. Bjartviðri Svona veður, bjartviðri en jafnframt kalt, verður einkennandi fyrir veðrið framan af vetri á Suðvesturlandi, ef spár ganga eftir. Vill peninga til Íslands Sigmundur Davíð sagðist vonast til að sjá fjárfesta og fé þeirra á Íslandi. MynD Þorri Eiður krafinn um fimm milljónir evra Knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen er krafinn um fimm milljónir evra af Kaup- þingi í Lúxemborg, eða sem nemur um 811 milljónum ís- lenskra króna. Þetta kom fram á vef belgíska dagblaðsins Nieuwsblad, þar sem segir að Eiður hafi samið við þrotabú bankans um að hluti launa hans hjá belgíska knattspyrnuliðinu Club Brugge muni fara upp í skuldina en Eiður er sagður hafa fengið peningana að láni fyrir fjárfestingum á Íslandi. „Hann var fórnarlamb falls Kaupþings,“ sögðu forsvarsmenn Club Brugge í samtali við Nieuwsblad. Mótmæla komu Dana Hershöfðinginn og Daninn Knud Bartels kom til landsins á fimmtudaginn í boði Varð- bergs, Nexus og Alþjóðamála- stofnunar Háskóla Íslands. Hann er einn hæst setti maður hernaðarbandalagsins NATO. Hann ræddi um nýlegar aðgerð- ir NATO í fyrirlestrinum. Ungir Vinstri grænir mótmæltu komu hans. Gísli Garðarsson, stjórnar- maður i stjórn UVG, sagði í sam- tali við DV að honum blöskraði sérstaklega að Norræna húsið væri notað undir hernaðaráróð- ur. Hann sagði að mótmælun- um væru ekki sérstaklega beint að Bartels, heldur væri UVG að mótmæla þátttöku Íslands í NATO eins og svo oft áður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.