Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2013, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2013, Blaðsíða 16
16 Fréttir 20.–22. september 2013 Helgarblað Uppgjör Árna pÁls n „Afþökkuðum vonina um sigur á fölskum forsendum“ n Forréttindaklíkur ógna lífskjörum almennings„Kraftaverk að við búum enn í velferðarsamfélagi. S amfylkingin má muna sinn fífil fegurri. Í síðustu þing­ kosningum beið hún sögu­ legt afhroð og tapaði ellefu þingsætum. Árni Páll Árna­ son, formaður flokksins, leitast nú við að reisa Samfylkinguna upp úr öskustónni og á ærið verkefni fyrir höndum. Undirritaður heimsótti Árna á skrifstofu hans í Austurstræti og ræddi við hann um stjórnmála­ ástandið, kosningaósigurinn, fram­ tíð Samfylkingarinnar og reynslu Árna Páls af því að vera félagsmála­ ráðherra á einhverjum verstu sam­ dráttartímum lýðveldissögunnar. Vörnin gegn valdaflokkunum Kannski liggur beinast við að spyrja formanninn hvort Samfylkingin eigi sér einhvern tilvistargrundvöll leng­ ur. Flokkurinn sem stofnaður var til að sameina íslenska jafnaðar­ menn er orðinn að smáflokki og að­ ildin að Evrópusambandinu, eitt stærsta baráttumál Samfylkingar­ innar til margra ára, fjarlægist með degi hverjum. „Ég er í raun ósam­ mála báðum forsendunum þínum,“ svarar Árni. „Í fyrsta lagi held ég að fólk geri sér mun betur grein fyr­ ir því í dag en síðasta vor að sterkur jafnaðarmannaflokkur er eina vörn­ in okkar gegn því að gömlu valda­ flokkarnir sitji saman að kjötkötl­ unum ár eftir ár. Þegar efnahagslífið er viðkvæmt skipta velferðaráhersl­ ur og félagslegt réttlæti höfuðmáli. Þess vegna er samfélagssýn jafn­ aðarmanna mikilvægari núna en nokkru sinni fyrr og Samfylkingin mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Í öðru lagi held ég að skýr vilji sé til þess meðal almennings að aðildar­ umsóknin að Evrópusambandinu verði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu. Klaufaskapur utanríkisráðherra varpar nýju ljósi á mikilvægi þess að við klárum málið.“ Andstæðurnar skerpast Af skoðanakönnunum að dæma hefur fylgi nýrrar ríkisstjórnar dalað, líklega vegna þess að ekkert bólar á því að stjórnarflokkarnir efni þau stórkostlegu loforð sem þeir gáfu kjósendum í aðdraganda kosninga. Á fyrstu mánuðunum hefur ríkis­ stjórnin hins vegar tekið pólitískar ákvarðanir um að afþakka skatt­ tekjur upp á tugi milljarða, svo sem með því að lækka sérstaka veiði­ gjaldið, afturkalla hækkun virðis­ aukaskatts á hótelrekendur og fram­ lengja ekki auðlegðarskattinn. Að sögn Árna Páls sýna þessar aðgerðir svart á hvítu muninn á hugmynda­ fræði hægrimanna annars vegar og jafnaðarmanna hins vegar. „Við myndum aldrei byrja á því að létta sköttum af þeim sem best eru í fær­ um til að borga þá,“ segir Árni sem er gáttaður á stefnu núverandi ríkis­ stjórnar. „Við myndum aldrei tefla með þessum hætti samfélagsávinn­ ingnum af uppbyggingu velferðar­ þjónustunnar í tvísýnu. Í staðinn myndum við standa vörð um vel­ ferðina en gæta réttlætis í skattlagn­ ingu. Og þetta er það sem við lögð­ um okkur fram um að gera á síðasta kjörtímabili. Til að mynda jukum við hlut auðlindagjalda í tekjuöflun ríkissjóðs og drógum þannig úr þörf fyrir skattahækkanir á venjulegt vinnandi fólk.“ Sérkennileg upplifun Árni Páll Árnason tók við sem félags­ málaráðherra í maí árið 2009 þegar íslenskt efnahagslíf var í algjörum lamasessi eftir eitt stærsta efnahags­ hrun sögunnar. „Þetta var ótrúlega sérkennileg upplifun. Það var furðu­ legt að verða ráðherra og skynja að maður upplifði algjörlega fordæma­ lausa tíma,“ segir hann og bætir því við að aðstæðurnar hafi reynt tölu­ vert á þolrif félagslega kerfisins í heild. „Til að mynda skorti alla inn­ viði til að takast á við fjöldaatvinnu­ leysi. Vinnumálastofnun var að slig­ ast undan því einu að skrá fólk en fáir voru að þjónusta fólkið sem lengst hafði verið atvinnulaust. Það var ein­ faldlega enginn mannafli til þess.“ Þótt ástandið væri þá þegar hörmulegt þurfti ríkisstjórnin að taka óþægilegar ákvarðanir til að ná markmiðum um jöfnuð í ríkis­ fjármálum. „Í minn hlut kom mikill niðurskurður og við þurftum að finna leiðir sem voru eins sársauka­ litlar og mögulegt var. Þetta tókst en vissulega var um skerðingar á lífskjörum fólks að ræða. Um leið biðu öll þessi skuldamál sem enginn hafði heildaryfirsýn yfir. Flækjustig­ ið var slíkt og erfiðleikarnir við að ná utan um hlutina svo miklir, að maður horfði eiginlega á þetta og áttaði sig á því að þetta væri drullupyttur sem maður kæmi aldrei hreinn upp úr. Maður ætti aldrei eftir að jafna sig al­ veg á glímunni við þessi vandamál.“ „Með hálfgerða köfnunartilfinningu“ Leið Árna Páli beinlínis illa í vinnunni? „Maður sat þarna fyrstu vikurnar og mánuðina með hálfgerða köfnunartilfinningu. Og sama hversu seint maður fór heim á kvöldin, þá leið manni einhvern veginn alltaf eins og maður væri að svíkjast um, eins og manni bæri í raun skylda til þess að vinna alltaf miklu lengur. Ég fann fyrir ótrúlegri óþolinmæði, til dæmis á fundum þar sem manni lá svo á að komast í næsta verkefni, því endalaus mál biðu úrlausnar.“ Árni lýsir því hvernig teknar voru margar ákvarðanir í hverri viku sem venjulega hefðu ekki verið teknar nema að undangengnu löngu undir­ búningsferli. „Eftir á að hyggja er Jóhann Páll Jóhannsson johannpall@dv.is Viðtal „Bjarni og Sigmundur eru eins og dýrin í sögunni af litlu gulu hænunni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.