Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2013, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2013, Blaðsíða 39
Bílar 39Helgarblað 20.–22. september 2013 M ercedes Benz GLK hefur verið fáanlegur frá árinu 2010 en í ár fékk hann myndarlega útlits- og innréttingarbreytingu. Hann er einnig kominn með nýj- an vélbúnað og er í raun allt annar bíll en forveri hans. Mikið af upp- færslum má rekja bæði til E og S class-bílanna og er þessi smá jeppi í dag orðinn einn besti kostur sem hægt er að finna á meðal jepplinga á markaðnum. Hönnun bílsins er einstaklega falleg og þetta er einn af þeim bílum sem vinnur á í hvert skipti sem maður ber hann augum eins og gjarnan er raunin með bíla frá Mercedes. Rafmagnsstýri Meðal skemmtilegra nýjunga í þessum GLK er glænýtt rafmagns- stýri sem er mjög vel heppnað. Oft eiga rafmagnsstýrin það til að taka tilfinningu úr stýrinu frá ök- umanni en Mercedes hefur tek- ist listavel við hönnun þessa bún- aðar og er svörun og tilfinning í stýri mjög góð. Stýrið þyngist við aukinn hraða en er fislétt í snatti og snúningum. Fjórhjóladrifs- búnaðurinn, 4MATIC, er eitt allra besta fjórhjóladrif sem hægt er að fá í brúksbíl. Þessi búnaður hefur verið í Mercedes-bílum frá miðj- um níunda áratugnum og hefur hann þróast með þeim síðan. Nýr gírskiptir Önnur nýjung er breyting á hin- um hefðbundna Benz-skipti sem vanalega er í stokknum á milli framsætanna en í þessum bíl er búið að færa skiptinn upp í stýr- ið. Þetta er vissulega ekki nýjung í bílaheiminum þar sem lang- flestir amerískir fjölskyldubílar hafa löngum verið stýrisskiptir, en hér er búið að koma fyrir litlum stýripinna á stýristúpuna þar sem hægt er að velja með auðveldum hætti í hvaða gír bíllinn á að vera. Með því að ýta svo pinnanum inn er bíllinn kominn í „park“. Plássið sem myndast í stokknum við þessa breytingu nýtist vel fyrir geymslu- hólf og glasahaldara og búnaður- inn sjálfur í stýri venst mjög vel svo þetta er breyting til batnaðar. Gallar Þessi bíll, þótt góður sé, er ekki laus við galla þótt heilt yfir sé hann mjög góður. Fyrst ber þar að nefna leiðinlegar sætisstillingar en þrátt fyrir að vera með rafmagnsstýrð sæti og rofa sem minna á hina klassísku Benz-bíla þá virka þeir ekki eins og í öðrum Benz-um. Fram- og afturstillingar á hnöpp- um eru t.a.m. í öfugri röð og erfitt er að venja sig á að nota þessar stillingar og finna góða aksturs- stöðu. Handbremsan í bílnum er fótstigin með mjög litlum og veiklulegum pedala og í eintakinu sem hér var ekið fór gúmmíið iðu- lega af slitfletinum þegar stigið var á hann. Þótt hinn hefðbundi skipt- ir sé kominn á stýristúbuna í bíln- um þá eru líka „flapsar“ á stýris- hjólinu þar sem hægt er að skipta upp eða niður um gír á ferð. Þessi búnaður er vægast sagt afleitur og er eingöngu til skrauts. Tölvu- búnaður bílsins er þannig settur upp að í átaki eða við akstur nið- ur í móti fær maður engu ráð- ið um hvaða gír bíllinn velur þótt þessi búnaður sé notaður og færi því betur að sleppa þessum val- möguleika frekar en að hafa hann svona tregan í notkun. Síðasti galli sem vert er að nefna er grófur gangur í dísilmótornum og mikill titringur í vél í hægagangi. Þótt vinnsla, eyðsla og tog séu allt þætt- ir sem hægt er að hæla þessari vél fyrir þá er þetta hvimleiður galli í nýjum og fremur dýrum bíl. Verðmiðinn Gjaldið á þessum bíl er yfir með- alverði á nýjum jepplingi í dag og bíllinn sem hér var ekið kostar 7.590 þúsund. Það er þó ekki svo mikið yfir verði á standardút- gáfu hjá keppinautum Mercedes Benz í jepplingaflokknum og við það að bæta nokkrum hundrað- köllum í jepplingakaupin þá fæst með þessum valmöguleika mikið betri bíll en aðrir framleiðendur bjóða. Síðast en ekki síst þá erum við að tala um að hér sé hægt að fá alvöru Mercedes Benz, með frá- bæra aksturseiginleika og flott útlit og því má segja að verðið á honum sé miðað við það bara mjög gott. n Bílar Björgvin Ólafsson bilar@dv.is Mercedes Benz GLK ✘ Kostir: Aksturseiginleikar, tog og hönnun ✔ Gallar: Sætisstillingar, handbremsa, stýrisskiptingar og titringur í vél Eyðsla: 6,1 l/100 (blandaður akstur) Hestöfl: 170 Gírar/þrep: 6 þrepa sjálfskipting Árekstrarpróf: 74,5% Verð: Frá 7.590 þús Sambærilegir bílar: Ford Kuga, Honda CRV, Mazda CX-5, VW Tiguan Umboðsaðili: Askja Besti jepplingurinn? n Vel heppnað útspil hjá Mercedes n Kemur á óvart á öllum sviðum Stílhreint Innréttingin í GLK er einstaklega flott og gefur honum einnig virðulegt útlit að innan. Léleg útgáfa Sætisstillingar í GLK-bílnum eru með svipuðu móti og í fullvöxnum Benz en virka þó ekki eins, og leiðinlegt er að koma sér í rétta stöðu þar sem t.d. fram- og afturstillingar eru í öfuga átt. Hesthúsið GLK fæst með þremur gerðum af dísilmótor og er þessi með þeim minnsta sem er 2,2 lítrar og 170 hestöfl. Hann vinnur þó mjög vel en leiðinlegur titringur er í mótor í hægagangi. Rúmgóður Afturhlerinn opnast mjög vel og pláss í farangursrými er mjög gott miðað við jeppling. Virðulegt útlit Mercedes Benz GLK er virðulegur jepplingur. MyNdiR BÓ Enn betri Fiesta Reynsluakstur á Ford Fiesta 2014 staðfestir, samkvæmt er- lendum blaðagreinum, betri bíl en hann er í dag. Það verð- ur því að teljast tilhlökkunar- efni að fá þetta nýja módel til landsins en 2013-árgerðin hefur nælt sér í nánast öll þau verð- laun sem smábílar geta sankað að sér. Fiestan hefur jafnframt verið talin einn skemmtilegasti akstursbíllinn sem fáanlegur er í dag burt séð frá stærðarflokki. ST-útgáfan sem fáanleg verður hér á næsta ári kemur með 1,6 lítra mótor og er hvorki meira né minna en 197 hestöfl. Í þessum litla bíl skilar þessi mótor hon- um úr kyrrstöðu í 100 kílómetra hraða á 6,9 sekúndum. Rat Rod-æðið til Íslands Eitt heitasta æðið í bíladellu- heiminum undanfarin ár er smíði svokallaðra „Rat Rod“- bíla. Þeir eru gjarnan settir saman úr því sem til er, liggja í jörðinni og það er alveg bann- að að mála eða fegra boddíið á þeim á nokkurn hátt. Vélar- val er líka gjarnan allt annað en sjá má í bróðurútgáfunni af Hot Rod-bílum þar sem allt er krómað og flott. Íslenska heitið „Rotta“ hefur náð að festa sig við þessa bíla sem hafa verið eitt aðalaðdráttarafl á sýningum erlendis síðastliðin ár. Heyrst hefur að þónokkrir hugmynda- smiðir hérlendis séu nú að taka þessa hugmynd og útfæra hana á íslenska vegu og verður því spennandi að sjá hver nær að koma með fyrstu alvöru rottuna á götuna hér. GM þrýstir á Tesla General Motors verksmiðjurnar hafa nú sett aukin kraft í fram- leiðslu á rafmagnsbílum og ætla sér að gera betur en aðalkeppi- nautur þeirra vestanhafs sem er Tesla. Í höfuðstöðvum GM er nú verið að leggja lokahönd á rafmagnsbíl sem á að draga 320 kílómetra á fullri hleðslu og með mikið ódýrari rafgeym- um en í boði eru í dag. Þessi bíll á að verða á sambærilegu verði og Chevrolet Volt fæst á í dag og mun því verða um helm- ingi ódýrari en aðalkeppinautur þeirra býður sína bíla á. Gert er ráð fyrir að rafmagnsbílar GM verði fáanlegir með þessum raf- hlöðum frá og með árinu 2016.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.