Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2013, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2013, Blaðsíða 10
Án starfsleyfis en fÁ milljónir 10 Fréttir 20.–22. september 2013 Helgarblað n Mótomos hefur fengið ellefu milljónir frá bænum n Hafa starfað án leyfis frá 2008 Í þróttafélagið Mótomos hefur feng­ ið 11,2 milljónir króna í styrki frá Mosfellsbæ frá því árið 2009, án þess að hafa leyfi fyrir starfseminni. Styrkirnir voru meðal annars veitt­ ir til uppbyggingar akstursíþrótta­ svæðis félagsins á Leirvogstungumel­ um. Þetta kemur fram í gögnum sem DV hefur undir höndum. Formaður skipulagsráðs Mosfells­ bæjar sat í stjórn Mótomos og sótti um starfsleyfi fyrir félagið árið 2009. Hann segir ekkert athugavert við það að fé­ lag án starfsleyfis hafi fengið milljóna styrki frá bænum. Svæðið hefur verið starfrækt frá því í mars 2008 án þess þó að fyrir því hafi fengist leyfi hjá heil­ brigðiseftirlitinu. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis segir bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ ekki hafa farið að leikreglum. Íbúar á Kjalarnesi, sem búa í ná­ grenni svæðisins, hafa ítrekað kvart­ að formlega vegna hávaðamengun­ ar og óskað eftir því að starfsemin verði lögð niður. Þá hafa bæjarfulltrú­ ar Íbúahreyfingarinnar í Mosfellsbæ farið fram á að notkun brautarinnar verði bönnuð. Meirihluti Sjálfstæðis­ manna hefur ekki orðið við slíkum óskum en í skriflegu svari frá Haraldi Sverrissyni, bæjarstjóra Mosfellsbæj­ ar, kemur fram að bráðlega verði far­ ið í frekari framkvæmdir á svæðinu. Heimildarmönnum DV ber saman um að málið sé áfellisdómur yfir skipulagsmálum í Mosfellsbæ. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks sat í stjórn Mótomos Málið var tekið fyrir á fundi bæjar­ stjórnar Mosfellsbæjar þann 12. sept­ ember síðastliðinn. Bæjarfulltrúar Íbúahreyfingarinnar lögðu fram bók­ un en þar kom fram að Skipulagsstofn­ un hefði gert alvarlegar athugasemdir við akstursíþróttasvæðið, og að Mos­ fellsbær hefði ekki farið að lögum í málinu. „Íbúahreyfingin leggur til að öll notkun brautarinnar verði bönnuð þegar í stað og ekki opnað aftur fyrr en leyfi liggja fyrir og farið hefur verið að lögum varðandi starfsemina.“ Þá er það gagnrýnt í bókuninni að fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarráði sitji jafnframt í stjórn Mótomos, og farið fram á að gerð verði úttekt á styrkjum til félagsins. Elías Pétursson, fulltrúi Sjálfstæðis flokksins í bæjarráði og formaður skipulagsnefndar bæjar­ ins, segir rangt að hann sitji í stjórn Mótomos. Hann hafi hins vegar setið í stjórn Mótomos þegar hann sótti um starfsleyfi fyrir hönd félagsins í janúar 2009, „og það var allt gert í samráði við heilbrigðiseftirlitið.“ Hann segist ekkert hafa komið nálægt stjórn fé­ lagsins eftir að hann tók að starfa í skipulagsnefnd. Elías telur sig ekki vanhæfan til þess að fjalla um málefni Mótomos innan skipulagsnefndar, þrátt fyrir að hafa setið í stjórn félags­ ins og sótt um starfsleyfið fyrir hönd þess. „Það hefur verið borið upp á mig að ég sé vanhæfur til þess að vera formaður skipulagsnefndar og fjalla um þetta mál,“ segir Elías. Sú gagn­ rýni standist hins vegar ekki nánari skoðun, að hans mati, þar sem fólk úr öllum flokkum hafi komið að félags­ málastörfum í bænum. Bænum settir afarkostir Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis hefur allt frá árinu 2008 gert ítrek­ aðar athugasemdir við starfsemi Mótomos, meðal annars vegna há­ vaðamengunar, sem samkvæmt út­ reikningum Verkfræðistofunnar Verk­ ís hf. er óásættanleg. Í minnisblaði heilbrigðiseftirlitsins, sem dagsett er 26. júní 2013, kemur meðal annars fram að starfsemin samræmist ekki gildandi aðalskipulagi. Þá er lagt til að Mosfellsbær láti framkvæma hljóð­ mælingar eins og bærinn hafði lofað í sérstakri aðgerðaáætlun sem sett var fram í janúar 2009. „Óskað er eftir við­ brögðum fyrir 1. október 2013.“ Í umsögn heilbrigðiseftirlitsins við aðalskipulag Mosfellsbæjar frá því í apríl 2013 kemur fram að ekki sé hægt að afgreiða starfsleyfi fyrir starfsem­ ina þar sem hún sé ekki í samræmi við skipulag, „umgengni þar er slæm og talsverð rykmengun er frá svæðinu þegar fínt efni úr brautum fýkur til.“ Þá kemur einnig fram að svæðið liggi að hluta til inni á hverfisvernduðu svæði sem er í mikilli nálægð við eina bestu laxveiðiá landsins. Sakar eftirlitið um hörku Formaður skipulagsnefndar, Elías Pétursson, er afar gagnrýninn á fram­ ferði Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis í þessu máli: „Heilbrigðiseftirlitið hef­ ur verið vægast sagt hart í öllum sam­ skiptum við þennan klúbb. Miklu harðara heldur en það hefur verið við önnur íþróttafélög eða aðra starfsemi hér í Mosfellsbæ.“ Hann segir aðila innan bæjarfé­ lagsins hafa verið af öllum vilja gerð­ ir til þess að klára málið en aðal­ skipulagið hafi einfaldlega dregist. „Menn töldu að ef starfsemin yrði stöðvuð út af þessu, þá myndum við einfaldlega eyðileggja íþróttafélagið. Menn voru bara að reyna að gera það besta úr vondri stöðu.“ Elías segir ekkert athugavert við það að bærinn hafi veitt rúmum ell­ efu milljónum í félag sem starfar án starfsleyfis. Fénu hafi verið varið í uppbyggingu akstursíþróttasvæðis­ ins og til barna­ og unglingastarfs. Málið snúist aðallega um skipulags­ mál sem hafi dregist af óviðráðanleg­ um orsökum. „Menn gerðu sér ekki grein fyrir því að það þyrfti starfsleyfi fyrir þessu.“ Fóru vægustu leiðina Þorsteinn Narfason, framkvæmda­ stjóri Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis, segir aldrei hafa leikið neinn vafa á því að akstursíþróttasvæði af þessari stærðargráðu væri starfsleyfisskylt. „Bærinn fylgdi ekki alveg leikreglum í þessu máli. Í rauninni hefði þetta þurft nokkurra ára undirbúning,“ segir Þorsteinn í samtali við DV. Aðspurður hvort heilbrigðis­ eftirlitið gangi of hart fram í þessu máli segir Þorsteinn: „Okkur er nátt­ úrulega bara falið að starfa eftir þeirri löggjöf sem er í gildi í landinu. Svona starfsemi er starfsleyfisskyld og hún er háð mati á umhverfisáhrifum.“ Slíkt mat hafi ekki farið fram og því megi í raun segja að Mosfellsbær hafi dreg­ ið lappirnar í málinu. „En við höfum í sjálfu sér farið vægustu leiðina. Við höfum ekki stoppað þetta þó að það sé kannski ástæða til.“ Verja rétt íbúa Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis fór nýlega fram á að það yrðu gerðar hljóðmælingar af starfseminni. „Við eigum auðvitað að verja rétt íbúa til þess að búa við viðunandi að­ stæður. Þess vegna höfum við sett fókusinn á þessar hljóðmælingar,“ segir Þorsteinn. Þá segir hann ljóst að það muni þurfa að byggja afar háar hljóðmanir, allt upp í 21 metra á hæð, til þess að koma í veg fyrir hávaða frá svæðinu. Hvort það sé eitthvað sem íbúar á svæðinu vilji, sé spurning sem eðlilegt sé að spyrja. Þann 2. september 2012 barst bæj­ arráði Mosfellsbæjar bréf frá íbúum á Kjalarnesi þar sem kvartað var yfir þeim hávaða sem fylgdi starfsemi Mótomos, og lagt til að starfsemin yrði lögð niður. Í svari bæjarráðs kom fram að litið yrði á bréfið sem athugasemd við aðalskipulag. Engin áform væru af hálfu bæjarins um að leggja starf­ semina af. Þá barst Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis kvörtun frá húseiganda á Kjalarnesi þann 4. júlí síðastliðinn vegna hávaða og rykmengunar frá Mótomos. Margir íbúar svæðisins eru orðnir langþreyttir á ástandinu. Ráðist í framkvæmdir Svo virðist sem ítrekaðar athugasemd­ ir íbúa og heilbrigðis eftirlitsins muni engu breyta um fyrirætlanir bæjar­ stjórnar Mosfellsbæjar. Í skriflegu svari við fyrirspurn DV segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, að þegar hafi verið gerður samningur við Mótomos sem geri ráð fyrir því að bærinn sjái félaginu fyrir landi. Áætlanir um akstursíþróttasvæði á Leirvogstungumelum haldi: „Ný­ samþykkt aðalskipulag Mosfellsbæj­ ar gerir ráð fyrir akstursíþróttasvæði á Leirvogstungumelum þar sem Mótomos er með starfsemi í dag. Á grundvelli þessa aðalskipulags hef­ ur skipulagsnefnd hafið vinnu við gerð deiliskipulags á svæðinu þar sem fjallað verður um nauðsynlegar mótvægis aðgerðir s.s. hljóðvarnir og sett ákvæði þar að lútandi. Þegar þessari vinnu lýkur verður hægt að ráðast í framkvæmdir á svæðinu sem varða þessa þætti.“ Nú þegar hefur Mosfellsbær varið 10,5 milljónum í framkvæmdir við svæðið. Í svari bæjarstjórans kemur ekki fram hversu miklum fjármunum til viðbótar verður varið í upp­ byggingu. n Ítrekaðar kvartanir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir að farið verði í frekari framkvæmdir á næstunni, þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir íbúa og athugasemdir frá heilbrigðiseftirlitinu. Fóru ekki að leikreglum Þorsteinn Narfason, framkvæmdastjóri Heilbrigðis- eftirlits Kjósarsvæðis, segir bæjaryfirvöld ekki hafa farið að leikreglum. Segist ekki vanhæfur Elías Pétursson, formaður skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, sat í stjórn Mótomos og sótti um starfsleyfi fyrir félagið. Hann segist ekki vera vanhæfur til þess að fjalla um málefni Mótomos. „Menn gerðu sér ekki grein fyrir því að það þyrfti starfsleyfi fyrir þessu. Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Ekkert leyfi Akstursíþróttasvæði Mótomos að Leirvogstungumelum hefur verið starfandi frá því 2008 án þess þó að fengist hafi leyfi fyrir starfseminni. Mynd SigtRygguR ARi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.