Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2013, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2013, Blaðsíða 44
H arry, prins af Wales, hefur hingað til helst ratað í fjöl- miðla fyrir mikið partí- stand og neyslu áfengis og annarra vímuefna en nú virðist hann kominn á aðra og beinni braut. Prinsinn, sem hefur verið í breska hernum frá 2006, hef- ur farið mikinn í jöklaleiðöngrum undanfarin misseri og í nóvember mun hann fara fyrir einu þriggja liða sem etja munu kappi í kapphlaupi yfir sjálfan suðurpólinn. Frægir taka þátt Um er að ræða góðgerðaverkefnið The Allied Challenge en það er á vegum bresku góðgerðasamtakanna Walking with the Wounded og er Harry prins einmitt verndari sam- takanna. Liðin þrjú verða frá þrem- ur löndum; Bretlandi, Bandaríkjun- um auk sameiginlegs liðs Ástralíu og Kanada. Öll munu þau samanstanda af hermönnum sem særst hafa við herþjónustu auk þess sem nokkrir frægir einstaklingar munu taka þátt og þannig auka umtal um leiðangur- inn. Þeirra á meðal eru, auk Harry, sænski leikarinn Alexander Skars- gård, en hann mun keppa fyrir hönd bandaríska liðsins, og breski leik- arinn Dominic West, en hann mun fara fyrir liði Ástralíu og Kanada. Harry mun að sjálfsögðu keppa fyrir hönd breska liðsins. Strangur undirbúningur Líkt og flestir vita kom Harry hing- að til lands í júlí síðastliðnum þar sem hann var meðal annars við æf- ingar á Langjökli fyrir umræddan leiðangur. Undirbúningurinn hefur verið mikill og erfiður því auk Ís- landsdvalarinnar hafa liðin gengið á fjölmörg fjöll í sumar og fyrr í vik- unni dvaldi Harry prins heila nótt í frystigámi til að undirbúa sig fyrir þann mikla kulda sem liðin munu búa við á suðurpólnum. Undirbún- ingnum er þó hvergi nærri lokið því ekki verður flogið með keppendur til Suðurskautslandsins fyrr en um miðjan nóvember. Leiðin sem farin verður er um 335 kílómetra löng og er búist við að kapphlaupið taki um fjórar vikur en markmiðið að komast á sjálfan suðurpólinn þann 17. des- ember næstkomandi. Villtur unglingur Líkt og fyrr segir hefur Harry löngum þótt talsvert villtari en bróðir hans Vilhjálmur, en þar sem sá síðarnefndi er eldri er hann framar í röð erfingja að bresku krúnunni og ber því tals- vert meiri ábyrgð. Þetta hóf Harry að nýta sér strax á unglingsárunum en hann þótti heldur mikill djammari og 17 ára var til að mynda gómaður við drykkju og neyslu kannabisefna auk þess sem hann lét gjarnan ófrið- lega við paparazzi-ljósmyndara sem eltu hann á röndum. Þá særði hann blygðunarkennd margra er myndir af honum með hakakross nasista birtu- st í fjölmiðlum en tilefni myndanna var búningapartí þar sem Harry kaus að klæða sig upp sem hermaður nas- ista. Vinsæll þrátt fyrir hneyksli Þrátt fyrir að hafa elst og þroskast nokkuð virðist partístandi prinsins engan veginn lokið því í ágúst 2012 birtust til dæmis myndir af hon- um á hótelherbergi í Las Vegas þar sem hann sat nakinn ásamt ungri, óþekktri konu. Myndirnar voru sagðar teknar í miðjum fatapóker og ollu miklum usla í Bretlandi en ólíkt þeirri bandarísku var breska slúður- pressan hikandi við að birta mynd- irnar vegna þeirra miklu ítaka sem konungsfjölskyldan hefur. Þrátt fyrir ýmis hneyksli í kringum prinsinn villta virðist Harry nokkuð vel liðinn í heimalandi sínu, en árið 2012 sýndi könnun á meðal almenn- ings í Bretlandi að hann væri þriðji vinsælasti meðlimur bresku kon- ungsfjölskyldunnar, á eftir Vilhjálmi bróður sínum og sjálfri Elísabetu Bretadrottningu. n 44 Fólk 20.–22. september 2013 Helgarblað Alicia Keys fór húsavillt Þ eir eru fáir ef nokkur sem býst við því að vakna um miðja nótt í húsi sínu við það að söngkonan Alicia Keys og eiginmaður hennar, Swiss Beatz, séu að halda partí. Sú var þó raunin hjá fólki í Hamptons í Bandaríkjunum fyrir skömmu. Fólkið vaknaði við læti og fór niður í stofu þar sem þau komu að hjón- unum. Keys og Swiss Beatz höfðu leigt hús í sömu götu og rugluðust á húsum þegar þau komu heim eitt kvöldið. Þetta kemur fram í Page Six en þar segir að þar sem húsið var opið hafi Keys og Beatz end- að í röngu húsi án þess að gera sér grein fyrir því. Heimildarmaður sagði að konan sem býr í húsinu hefði vakn- að við umgang. Hún hefði haldið að þar væru á ferð dóttir henn- ar og vinkonur, sem höfðu far- ið út að skemmta sér um kvöldið. Í stað þeirra fann hún söngkon- una heimsfrægu, ásamt öðru fólki. Hún varð að vonum töluvert skelkuð til að byrja með en sam- kvæmt Page Six sáu allir aðilar spaugilegu hliðina á þessu þegar mistökin höfðu verið leiðrétt. Kon- an hefur því væntanlega ekki lagt fram kæru fyrir húsbrot og jafnvel fengið miða baksviðs í sárabætur fyrir óþægindin. n gunnhildur@dv.is n Harry prins undirbýr sig fyrir leiðangur á suðurpólinn n Söngkonan hélt partí í röngu húsi topp 5 Launahæstu íþróttamenn 1 Tiger Woods Líkt og undan-farin ár er bandaríski kylfingurinn Tiger Woods tekjuhæsti íþróttamaður í heimi en tekjur hans nema um 78 milljónum Bandaríkjadala, eða um 9,5 milljörðum króna. 2 Roger Federer Svissneski tennisleik- arinn er af mörgum talinn besti tennisleik- ari sögunnar. Tekjur Federer eru líka í samræmi við það en þær nema 71,5 milljónum dollara, eða um 8,7 milljörðum króna. 3 Kobe Bryant Bandaríski körfuknattleiksmað- urinn Kobe Bryant þykir einn sá besti í sögu körfuknattleiks en hann er einnig ansi vel launaður. Tekjur hans nema 61,9 milljónum dollara sem jafn- gilda um 7,5 milljörðum íslenskra króna. 4 LeBron James Bandaríski köfuknattleiksmað- urinn LeBron James fylgir fast á hæla kollega síns þegar kemur að launum en tekjur hans nema um 59,8 milljónum dollara, um 7,3 milljörðum íslenskra króna. 5 Drew Brees Bandaríski leikstjórnandinn Drew Brees er launa- hæsti leikmaður NFL-deildarinnar í Bandaríkjunum og fimmti launahæsti íþróttamaður jarðar. Tekjur hans nema 51 milljón dollara, en það jafngildir um 6,2 milljörðum króna. Keys og Beatz Fóru inn í rangt hús. Zac Efron orðinn þurr Það fór ekki hátt þegar hinn 25 ára leikari Zac Efron fór í meðferð fyrr á þessu ári en samkvæmt heimild- um E! News þá lauk Efron meðferð fyrir um það bil fimm mánuðum en ástæða hennar var áfengis- vandamál sem hann glímdi við. „Í dag er hann heilbrigður, ham- ingjusamur og drekkur ekki. Hann reynir nú að einblína á vinnuna,“ segir heimildarmaður E! News. Annar heimildarmaður tekur und- ir þetta og segir að leikaranum gangi vel, hann hugsi vel um sjálf- an sig og að það sjáist á honum. Duglegur Harry leggur góðu málefni lið með leið- angrinum á suðurpólinn. Hörn Heiðarsdóttir blaðamaður skrifar horn@dv.is Kalt Harry yljar sér eftir að hafa eytt nóttinni í frystigámi. MynD: ReuteRS Eyddi frystigámi nótt í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.