Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2013, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2013, Blaðsíða 37
Lífsstíll 37Helgarblað 20.–22. september 2013 B ærinn Chamonix tók á móti okkur með lemjandi rign- ingu. Það var kolsvört þoka til fjalla og ekkert að sjá þar nema útlínur skógarins við rætur fjallsins. En spennan var til staðar þrátt fyrir að veðurguðirnir væru ekki sérlega vinsamlegir. Og það vita Íslendingar manna best að veður eru fljót að breytast. Við Óli ákváðum að fall væri fararheill og bjartsýnin yfirgnæfði slagviðrið. Mont Blanc var innan seilingar og aðeins þurfti að bíða á meðan veðr- ið róaðist. Við vorum dauðþreyttir við kom- una til Chamonix snemma á mánu- dagsmorguninn. Þá höfðum við ver- ið á ferðalagi í næstum sólarhring. Ferðin hafði reyndar ekki byrjað sérlega vel. Við mættum í Leifs- stöð tveimur tímum fyrir brottför og tókum því rólega í verslunum og á kaffihúsi. Ég fylgdist með klukk- unni. Brottför WOW air til Parísar var klukkan 16.20. Allt í einu gall við í hátalarakerfinu að það væru allra síðustu forvöð fyrir farþega þess flugs að koma sér um borð. Lokað yrði fyrir skráningu á næstu andar- tökum. Samkvæmt klukkunni voru enn 13 mínútur í brottför. Við tókum á sprettinn og náðum að rananum á undraskömmum tíma. Þar beið okkar hlaðfreyja sem var allt ann- að en glöð á svip. „Þið eruð heppn- ir,“ sagði hún og sagðist vera um það bil að loka fyrir aðgang. Við afsökuð- um okkur í bak og fyrir. Ísinn bráðn- aði og hún sagði okkur að lagt væri upp úr stundvísi hjá flugfélaginu sem yfirtók hið alræmda Iceland Ex- press sem sjaldan var á réttum tíma á áfangastöðum og hlaut frægð fyrir. Okkur var fyrirgefið og skömmu síð- ar svifum við í átt til Frakklands. Við komuna til Parísar leituðum við uppi bílaleiguna þar sem við höfðum fest okkur bíl á ótrúlegu verði. Hann átti að kosta 18 þúsund krónur í rúmlega viku. Þetta hafði verið undravert nettilboð sem hlýj- aði okkur verulega um hjartarætur. Afgreiðslumaðurinn í Eurocar-bíla- leigunni leit út eins og tvíburabróðir Baracks Obama Bandaríkjaforseta. Hann sló á létta strengi á meðan hann skráði inn vegabréf okkar og ökuskírteini. Svo færðist alvöru- blær yfir andlit hans. „Þið gerið ykk- ur grein fyrir að bílinn er algjör- lega á ykkar ábyrgð,“ sagði hann á ensku með frönskum framburði. Það fór um okkur félagana þegar við reiknuðum lauslega út að bif- reið af þessari gerð, nýr Renault Megane, kostaði örugglega meira en þrjár milljónir króna. Obama horfði föðurlega á okkur þegar hann útskýrði að franska umferðin væri full af hættum og ef bílar lentu ekki í árekstri væri líklegt að þeim væri stolið. Allt væri á okkar eigin ábyrgð. Nettilboðið væri svona hag- kvæmt vegna áhættusækni okkar. Ef við vildum losna undan þrúgandi ábyrgðinni yrði að leggja út annað eins til viðbótar. „En þá eruð þið líka seif,“ sagði hann af enn meiri sann- færingarkrafti en Obama sjálfur þegar hann reyndi að fá þingið til að samþykkja innrás í Sýrland. Við lét- um umsvifalaust að vilja afgreiðslu- mannsins og nettilboðið gufaði upp í skítalykt. Það eru rúmlega 600 kílómetrar frá Charles de Gaulle-flugvelli í París til Chamonix. Við geystumst í gegnum nóttina á allt að 130 kíló- metra hraða. Í myrkrinu sáum við ekkert af Frakklandi nema vegaskilti sem vísuðu til þess að við værum í sögufrægum héruðum. Ferðin gekk ágætlega á þræltryggðum Renault Megane. Það var eitt stopp á leiðinni og áður en við vissum af vorum við komnir í heimabæ Mont Blanc, Chamonix þar sem um 10 þús- und manns búa. Eftir að hafa sofið í þrjá tíma lögðum við leið okkar á Aiguille du Midi sem er 3.842 metra hár. Þetta var fyrsta skrefið í að- lögun okkar fyrir þunna loftið í 4.800 metra hæð á Mont Blanc. Þangað er farið í kláfi. Það var rigning á jörðu niðri en í 3.000 metra hæð tók við snjóstorm- ur. Ferðalagið með kláfnum var hrikalegt þar sem hann silaðist lóð- beint upp með hrikalegum klettum Midi. Vírarnir sem héldu kláfnum uppi voru kafísaðir og reglulega skullu klakaklumpar á þak kláfsins. Svo vorum við skyndilega komn- ir upp. Vestfirskur vetrarhamur tók á móti okkur ásamt þunna loftinu. Svimi og mæði náðu yfirhöndinni. Aðlögunin var hafin. Um helgina tekur alvaran við. Þá kemur í ljós hvort Hvíti risinn tekur við okkur. n Reynir Traustason Baráttan við holdið Bílaleigubíll á spottprís Þriggja tinda leiðin Um þessi snjógöng í rúmlega 3.800 metra hæð fara þeir sem leggja til atlögu við Mont Blanc á svokallaðri þriggja tinda leið. Mynd: Ólafur SveinSSon. Borgarferðir lífga upp á haustið n Áhugasamir geta valið á milli 36 áfangastaða n Evrópa og Bandaríkin vinsæl Barcelona Heimsferðir bjóða upp á fjögurra nátta ferð til Barcelona 1.–5. nóvem- ber. Borgin býður upp á allt sem hug- urinn girnist en hún er mikil menn- ingarborg þar sem fyrst ber að nefna listasöfn Miró og Picasso. Þá fanga byggingar borgarinnar athygli manns á hverju götuhorni og gamli hluti borgarinnar, Barrio Gotico, þar sem fyrstu byggingarnar risu á 13. öld, er einstakur. Römbluna þekkja all- ir sem iðar af lífi og fjöri en alls konar veitingastaðir, kaffihús og barir liggja eftir henni endilangri. Svo verður að minnast á ströndina og ólympíuþorp- ið sem hafa líka sitt aðdráttarafl. Þá er matur og drykkur hér í hæsta gæða- flokki og tapas-menningin er einstök. Um alla borg er hægt að finna verslan- ir og verslunarmiðstöðvar sem gera borgina að einstakri verslunarborg. frankfurt Icelandair býður upp á pakkaferðir til borgarinnar fram til 31. október, þrjár nætur frá 64.900 krónum. Frankfurt er helsta miðstöð fjár- mála í Þýskalandi en það er margt ann- að sem borgin hefur upp á að bjóða. Þetta er spennandi borg sem vert er að heimsækja allan ársins hring en borgin og heillandi sveitirnar í kring njóta sín að sjálfsögðu best í sumri og sól. Frank- furt er lífleg og skemmtileg með iðandi mannlíf, útikaffihús á hverju horni og fjölbreytta menningarviðburði á borð við leiksýningar, listsýningar, óperur og tónleika. Þar er að finna marga af- bragðsgóða veitingastaði. n frankfurt Er iðandi afmannlífi með útikaffihús á hverju horni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.