Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2013, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2013, Blaðsíða 6
6 Fréttir 20.–22. september 2013 Helgarblað Sjálfstæðismenn deila n Sumir vilja prófkjör en aðrir uppstillingu D eilur risu upp á meðal sjálf- stæðismanna í Reykjavík um hvernig eigi að velja fram- bjóðendur inn á lista í kom- andi sveitarstjórnarkosningum. Sum- ir vildu sjá hefðbundið prófkjör ásamt uppstillingu á listanum á meðan aðr- ir vildu leiðtogaprófkjör og uppstill- ingu. Hermdu heimildir DV að flokk- urinn logaði stafnanna á milli vegna þessarar deilu. Á fimmtudagskvöld var ákveðið að slá af leiðtogaprófkjör. Guðlaugur Þór Þórðarson og fylgis- menn hans börðust fyrir því að haldið yrði leiðtogaprófkjör á meðan önnur öfl í flokknum hafa talað fyrir öðrum kostum. Ljóst er að Morgunblað Dav- íðs Oddssonar vildi ekki að leiðtoga- prófkjör yrði haldið líkt og einn nán- asti stuðningsmaður Guðlaugs Þórs, Sveinn Andri Sveinsson, ræddi á Face- book í vikunni: „Af einhverjum ástæð- um er Morgunblaðið að missa sig yfir tillögum sem liggja fyrir fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Reyjavík um val á lista fyrir næstu borgarstjórnarkosn- ingar.“ Vitnaði Sveinn Andri meðal annars í Styrmi Gunnarsson máli sínu til stuðnings og sagði svo um þann hóp sjálfstæðismanna sem berst gegn prófkjöri: „Hjá þessum ágætu mönn- um eru prófkjör langbesta leiðin til að velja á framboðslista – þegar þeim hentar.“ Greining Sveins Andra á sýnir ágætlega þann vanda sem fyrir ligg- ur: Annars vegar er valdakjarni inni í flokknum sem vill hafa sem mest um það að segja hverjir fara fram – aðil- ar sem ekki eru mjög hrifnir af Guð- laugi Þór sem orðinn er nokkuð ein- angraður í flokknum þó hann njóti alltaf trausts stuðnings í grasrót hans líkt og stuðningsmenn hans vita – en hins vegar eru það stuðningsmenn Guðlaugs Þórs og annarra sem vilja að haldið verði prófkjör þar sem hinn almenni flokksmaður getur sýnt hug sinn í verki. Nokkur pólarísering virð- ist vera innan flokksins út af mál- inu og hverfist hún að miklu leyti um persónu Guðlaugs. n ingi@dv.is Fluconazol ratiopharm eitt hylki - stakur skammtur árangursríkt gott verð einfalt Sveppasýkingu í leggöngum Einungis 1 hylki tekið um munn við Nýjung án lyfseðils á Íslandi! Notkunarsvið: Fluconazol ratiopharm inniheldur fluconazol. Án ávísunar frá lækni er Fluconazol ratiopharm notað við sveppasýkingum í leggöngum af völdum gersveppsins Candida hjá konum sem áður hafa verið greindar með sveppasýkingu. Frábendingar: Ofnæmi fyrir fluconazoli eða skyldum azól-lyfjum eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins. Samhliða meðferð með cisapridi, astemizoli, terfenadini, pimozidi, erythromycini eða quinidini. Gæta skal sérstakrar varúðar ef eftirfarandi á við: Í mjög sjaldgæfum tilvikum getur Fluconazol ratiopharm valdið alvarlegum húðviðbrögðum með blöðrumyndun og húðlosi (Stevens-Johnson heilkenni). Ef húðútbrot koma fram á meðan á meðferð með Fluconazol ratiopharm stendur skal strax hafa samband við lækni, sem ákveður hvort nauðsynlegt sé að grípa til frekari aðgerða. Samhliða meðferð með halofantrini eða terfenadini. Meðfædd eða áunnin breyting á starfsemi hjartans (lengingu QT bils). Samhliða notkun lyfja sem einnig geta lengt QT bilið á hjartalínuritinu, t.d. lyf við hjartsláttartruflunum í flokki IA eða III. Truflun í jafnvægi blóðsalta, einkum minnkuð þéttni kalíums og magnesíums. Hægur hjartsláttur sem þarfnast meðferðar, hjartsláttartruflanir eða alvarleg hjartabilun. Meðganga og brjóstagjöf: Ekki skal nota Fluconazol ratiopharm á meðgöngu eða við brjóstagjöf. Skömmtun: Við Candidasýkingu í leggöngum: Eitt Fluconazol ratiopharm 150 mg hylki í stökum skammti. Algengar aukaverkanir: Höfuðverkur, húðútbrot, kviðverkur, uppköst, niðurgangur og ógleði, breyting á lifrargildum. Lesið vandlega fylgiseðil sem fylgir lyfinu. SmPC: Maí 2013. Domino's hagnast í skugga afskrifta n Skilyrði til arðgreiðsla eftir milljarðsafskrift og mikla tekjuaukningu M óðurfélag Domino‘s á Ís- landi, Pizza-Pizza ehf., hagnaðist um 111 milljónir króna í fyrra og jukust tekj- ur félagsins um nærri 500 milljónir króna – tekjuaukningin nam meira en 25 prósentum á milli ára. Þetta kemur fram í ársreikningi félags- ins sem skilað var til ársreikningaskrár þann 9. september síðastliðinn. Hagn- aður fyrirtækisins í fyrra kemur fram í skugga afskrifta hjá félaginu upp á meira en milljarð króna. Þær skuld- ir eru tilkomnar vegna skuldsetningar á félaginu á árunum fyrir hrunið 2008 en það var í eigu Magnúsar Kristins- sonar, útgerðarmanns í Eyjum, áður en Landsbankinn tók félagið af hon- um upp í skuldir. Domino‘s er í eigu Birgis Þór Bielt- vedt, sem stofnaði Domino‘s á Íslandi fyrir um 20 árum, en hann keypti félag- ið aftur af Landsbankanum eftir hrun þegar það var kengskuldsett. DV hef- ur sagt fjölmargar fréttir af sölu, fjár- hagslegri endurskipulagningu og af- skriftum hjá Domino‘s á síðustu árum. Miðað við ársreikning félagsins er það nú loks komið aftur á beinu brautina, rekstrarhagnaður er ágætur og tekju- aukning umtalsverð á milli ára. Afskrift upp á 1.000 milljónir Líkt og DV greindi frá í september í fyrra þá námu afskriftir vegna sölu og fjárhagslegrar endurskipulagningar Domino‘s tæplega 1.070 milljón- um króna. Skuldir Domino‘s höfðu numið 1.800 milljónum króna en í lok árs 2011 voru þær komnar niður í tæplega 530 milljónir króna, aðal- lega vegna umræddra afskrifta. Í dag nema skuldir félagsins tæpum 550 milljónum króna og eignirnar eru metnar á 660 milljónir króna. Félagið er í dag með jákvætt eig- ið fé – eignir að frádregnum skuld- um upp á 100 milljónir króna en fyr- ir sölu Domino‘s og skuldaafskriftina hafði eiginfjárstaðan verið neikvæð upp á fleiri hundruð milljónir króna. Domino‘s virðist því vera komið fyrir vind og mun félagið að öllum líkind- um geta greitt einhvern arð út til hlut- hafa sinna á komandi árum þó stjórn félagsins hafi ákveðið að greiða ekki arð í ár vegna rekstrarársins í fyrra. Söluverðið helmingi lægra en árið 2005 Skuldsetning, sala og fjárhagsleg endurskipulagning Domino‘s hefur vakið mikla athygli á Íslandi síðastliðin ár. Fyrst var um að ræða furðu vegna þess að pítsusjoppa skuldaði nærri tvo milljarða króna en þá staðreynd má meðal annars rekja til þess að þegar Birgir Bieltvedt seldi Domino‘s árið 2005 þá var kaupverðið hátt; um 110 milljónir króna – upphæð sem á engan hátt endurspeglaði raunverulegt verðmæti félagsins. Til samanburðar má geta þess að þegar Birgir keypti félagið aftur árið 2011 þá nam kaup- verðið – greiðsla og yfirtaka á skuld- um – um 560 milljónum króna. Kaup- verðið árið 2011 var því um helmingi lægra en kaupverð félagsins sex árum síðar. Í millitíðinni hafði félagið skipt um hendur nokkrum sinnum: Farið til Baugstengdra aðila, síðar til Magnúsar Kristinssonar, þaðan til Landsbankans og loks aftur til Birgis Bieltvedt. n Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Staðan vænkast Staða Domino's hefur vænkast mjög eftir að Birgir Þór Bieltvedt keypti félagið árið 2011 og rúmur milljarður var felldur niður hjá félaginu. Aron dæmdur Hæstiréttur Íslands þyngdi á fimmtudag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Aroni Karls- syni og dæmdi hann í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa blekkt þrjá banka þegar hann seldi fasteign við Skúlagötu í Reykjavík. Rúmlega 96 milljón- ir króna, sem félag Arons hafði í ávinning af viðskiptunum, eru gerðar upptækar auk þess sem hann þarf að greiða Arion banka rúmlega 64 milljónir króna og Íslandsbanka og Glitni rúmar 48 milljónir króna hvorum. Í dómi Hæstaréttar segir að ráðstafanir Arons hafi ver- ið gerðar til að þess að vekja og hagnýta á ólögmætan hátt villu bankanna um atvik í því skyni að hafa af þeim fé. Var ákveðið að þyngja refsingu sem Aron hafði fengið í héraði um hálft ár auk þess sem honum var gert að greiða bönkunum skaðabæt- ur. Í yfirlýsingu frá Aroni eftir að hann var dæmdur í héraði kom fram að dómurinn væri honum mikil vonbrigði því hann hefði ekki gert neitt rangt. Átök Guðlaugur Þór nýtur stuðnings í grasrót flokksins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.