Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2013, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2013, Blaðsíða 34
Á laugardaginn verður opnuð sýning á vatnslitamyndum eftir Jón Axel Björnsson í gall­ eríinu Listamenn á Skúlagötu. Jón Axel segir að sýningin beri engan sérstakan titil eða heiti, myndirnar séu dæmi um þau verk sem hann hafi unnið að allan sinn feril. Í texta eftir listfræðingsins Aðal­ steins Ingólfssonar segir um verk Jóns: „Tæplega hefur farið fram­ hjá þeim sem gerst hafa fylgst með framvindunni í myndlist Jóns Axels, hve gersamlega hann hefur tileink­ að sér vatnslitamiðilinn. Í því felst að hann gerir nú út á fleira en hefð­ bundinn styrkleika miðilsins: gegn­ sæið, næmið fyrir hinu sjálfsprottna og það sem kalla mætti innbyggða „ljóstillífun“ hans. Með pappírs­ örkum af stærstu gerð skapar Jón Axel sér vettvang fyrir atburða­ rás sem ekki takmarkast lengur við hið einkalega, aðal hefðbundinna vatnslita, heldur hefur alla burði til að velta upp spurningum um til­ vist manns og heims. Um leið hefur listamaðurinn komið sér upp stór­ brotnum byggingastíl úr gegnheil­ um og gagnþéttum litaflötum, sem storka eða yfirskyggja aðskiljanlega fulltrúa okkar brjóstumkennanlega mannlífs. Vatnslitamyndir verða varla rismeiri. Jón Axel Björnsson er fædd­ ur árið 1956. Í texta á heimasíðu gallerís Jóns segir að hann tilheyri þeirri kynslóð íslenskra myndlistar­ manna sem komst til þroska á önd­ verðum níunda áratug 20stu aldar. „Þetta var á tímabili hins svokall­ aða „nýja málverks“, þegar ungir listamenn víða um lönd sneru baki við hugmyndatengdri myndlist ára­ tugarins á undan með nýrri sókn undir merkjum hins tilfinninga­ hlaðna og róttæka expressjónisma fyrri tíma.“ n simonb@dv.is 34 Menning 20.–22. september 2013 Helgarblað Vatnslitamyndir í Listamönnum n Sýning á verkum Jóns Axels Björnssonar opnuð um helgina Kvikmyndir Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Blue Jasmine IMDb 7,8 Metacritic 43 Handrit og leikstjórn: Woody Allen Aðalhlutverk: Cate Blanchett, Alec Baldwin og Andrew Dice Clay 98 mínútur Kjánaleg yfirstétt n Woody Allen tekst á við efnahagshrunið L jósin slokkna. Djasstónlistin byrjar. Maður veit að maður á von á góðu. Það er ekki aðeins merkilegt að Woody Allen skuli enn vera að gera mynd á hverju ári eftir næstum því hálfa öld í bransanum, heldur einnig að hann skuli enn vera að leita nýrra leiða til að segja sögur sínar, þó þær beri sterk höfundareinkenni. Og þær eru enn áhugaverðar. Sjarmerandi skíthæll Í Blue Jasmine tekst Allen í fyrsta sinn á við efnahagshrunið. Alec Baldwin er sjarmerandi skíthæll eins og svo oft áður, amerískur útrásarvíkingur sem fjárfestir sparifé fólks þangað til í ljós kemur að allt er á sandi reist og peningarnir horfnir. Cate Blanchett sýnir stórleik sem eiginkonan sem fellur fyrir fagurgalanum en kemst síðan að því að maðurinn er fram­ hjáhaldari og fjárglæframaður. Erfitt er fyrir hana að fóta sig á ný, þar sem hún hætti í námi og helstu hæfileik­ arnir felast í að koma vel fyrir í kokk­ teilboðum sem hún hefur ekki leng­ ur aðgang að. Vöðvastæltir verkamenn Svo vill til að sjálf hefur hún verið ættleidd, en systir hennar býr með bifvélavirkja. Sýn Allen á hinar vinnandi stéttir er fremur einföld, allir karlar eru í hlýrabolum, drekka bjór og horfa á boltann og sækja lík­ lega meira til Tennessee Williams en reynslu Allen. Reyndar minnir samband systranna og hins vöðva­ stælta eiginmanns annarrar talsvert á Sporvagninn Girnd. Önnur gengur um með stóra drauma og leitar að bjargvætti, á meðan hin sættir sig við hlutina eins og þeir eru. Fyrri hluti myndarinnar er reyndar eilítið endurtekningar­ samur. Á meðan fyrri tíma Woody Allen­myndir ruddu út úr sér hug­ myndum takast seinni myndir hans á við eina í einu, en gera vel. Mid­ night in Paris fjallaði um eftirsjá eftir horfnum tíma sem líklega var aldrei til, hér er tekist á við drauma fólks um að vera eitthvað meira en það er og átti stóran þátt í hruninu sem nú er orðið fimm ára gamalt. Tekur afstöðu Í seinni hluta myndarinnar lifnar allt við, Blanchett fer á kostum og Allen, sem áður gerði grín að báð­ um hópum jafnt, fer að taka af­ stöðu. Líklegast eru yfirstéttirnar kjánalegri en hinar þegar upp er staðið. Blue Jasmine er, þegar allt kemur til alls, kannski ekki nema í meðallagi Woody Allen­mynd, en það er samt nóg til að gera hana betri en flest annað sem ratar í bíó þessa dagana. n Cate Blanchett í Blue Jasmine Þykir sýna stjörnuleik. Woody Allen og Alec Baldwin Allen tekst á við efnahagshrunið í nýjustu mynd sinni Blue Jasmine. Jón Axel Björnsson Sýning á vatnslita- myndum hans verður opnuð í Listamönnum á Skúlagötu um helgina. Hvað er að gerast? 20.–22. september Föstudagur19 sept Laugardagur20 sept Sunnudagur21 sept Uppistand á Akureyri Uppistandssýningar Mið-Íslands hafa slegið í gegn í Þjóð- leikhúsinu og fyllti hópurinn hverja sýninguna á fætur annarri á síðasta leikári. Nú eru þeir komnir norður yfir heiðar í Hof en allar líkur eru á að þar muni myndast góð uppistandsstemning. Um er að ræða tveggja klukkustunda skothelda hláturdagskrá þar sem fram koma Ari Eldjárn, Bergur Ebbi, Björn Bragi og Dóri DNA. Kynnir er Jóhann Alfreð. Hof á Akureyri 20.00 Michael Jackson í Hörpu Sýning byggð á Michael Jackson og tónlist hans, dansi hans og sköpun. Öll vinsælustu lögin verða flutt, Billie Jean, Beat it, Thriller, Black or white, Smooth criminal og fl. og fl. Sýningin verður einnig mikið sjónarspil, danshöfundur er Helga Ásta Ólafsdóttir, kennd við danshópinn Rebel og í hlutverki Michael Jackson verður Alan Jones, þekktur sem MJ Íslands, en með honum verður sjö manna hljómsveit, fjórar bakraddir og tíu dansarar. Hluti af ágóða hvers aðgöngu- miða mun renna til SKB, Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna Harpa – Kaldalón 20.00 Gullfoss á Spot Föstudagskvöldið 20. september ætlar Hljómsveitin Gullfoss í þessu tilfelli sem „Traveling Band“ að heiðra eina stærstu og vinsælustu hljómsveit heims, Creedence Clearwater Revival. Á efnisskránni verða helstu verk sveitarinnar og leiðtoga hennar John Fogerty flutt í bland við efni af sólóferli Fogerty. Fáir hafa gert tónlist CCR betri skil en forsöngvari sveitarinnar Birgir Haraldsson, kenndur við Gildruna og Gullfoss, sem hefur löngum verið kallaður hinn íslenski Fogerty. Spot Kópavogi 22.00 Cult á Gauknum Laugardaginn 21. september kemur sænska postmetalhljóm- sveitin Cult of Luna fram á Gamla Gauknum. Hljóm- sveitin sem hefur verið starfrækt síðan 1998 er oft nefnd í sömu andrá og Neurosis og Isis og hefur náð miklum frama síðastliðin ár, en nýjasta afurð hennar, Vertikal, hefur hlotið nær einróma lof erlendra miðla. Um upphitun sér ein fremsta hljómsveit íslensku þungarokkssenunar, Momentum, ásamt Wacken-hetjunum í Gone Postal og dauðarokkurunum í Angist. Gamli Gaukurinn 23.00 Samleikur í Ásmundarsafni Á sýningunni vinnur Anna Hallin með eins konar samspil verka sinna og höggmynda Ásmundar Sveinssonar. Hún skoðar jafnframt tengsl Ásmundar við Svíþjóð og verk Carls Milles en Ásmundur var nemandi Milles í Stokkhólmi um árabil. Á sýningunni eru skúlptúrar eftir Önnu, teikningar og innsetning sem eiga í samtali við bygginguna og valin verk Ásmundar frá fjórða og fimmta áratugnum. Ásmundarsafn 16.00 Hjón með tónleika Eftir að hafa komið saman fram yfir 500 sinnum á síðustu átta árum ákváðu hjón- in Hjalti Jónsson og Lára Sóley Jóhanns- dóttir að gefa út sína fyrstu plötu og kom hún út þann 30. ágúst síðastliðinn. Platan nefnist einfaldlega Hjalti og Lára. Rómantíkin svífur yfir vötnum á plötunni sem inniheldur 12 lög, íslensk og erlend. Meðal annars Ó þú, Heyr mína bæn og Tvær stjörnur. Nú halda þau útgáfutón- leika í Reykjavík. Laugarneskirkja 17.00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.