Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2013, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2013, Blaðsíða 12
12 Fréttir 20.–22. september 2013 Helgarblað H ælisleitandi sem sviptur var framfærslu sinni á ólög- mætan hátt í nóvember í fyrra hefur ekki fengið fram- færsluna endurgreidda. Hann var sviptur framfærslu á þeirri forsendu að hann dveldist ekki leng- ur í Reykjanesbæ. Hann hafði engan andmælarétt og þurfti því að fara með málið fyrir dómstóla. „Þau sögðu að ég mætti ekki eyða peningunum mínum annars staðar en í Reykjanes- bæ, þess vegna hafi þau tekið af mér framfærsluna,“ segir Samuel Eboigbe í samtali við DV. Samuel er frá Nígeríu en hann kom upphaflega hingað til lands í desember 2011. Mál hans var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 23. maí síðastliðinn en þar var ákvörðun Útlendingastofnunar um niðurfellingu framfærslunnar dæmd ógild. Nú fjórum mánuðum síðar hefur Samuel ekki ennþá fengið pen- ingana sem hann á inni til baka. „Þau hafa ekkert endurgreitt mér ennþá og ég hef ekkert heyrt frá þeim,“ segir hann. „Óásættanlegt“ „Það er algjörlega óásættanlegt að það sé ekki búið að endurgreiða þetta,“ segir Katrín Oddsdóttir, lög- fræðingur Samuels. Kerfið þurfi að bregðast við með sómasamlegum hætti þegar dómstólar komi með „áfellisdóma“ yfir ákvörðunum sem teknar eru. Katrín beindi þeirri kröfu til emb- ættis ríkislögmanns og Útlendinga- stofnunar í ágúst síðastliðnum að Samuel fengi þegar í stað endurgreitt það sem hann ætti inni. Ekki hefur verið brugðist við þeirri kröfu þrátt fyrir skýran dómsúrskurð um ólög- mæti ákvörðunarinnar. Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, segir í skriflegu svari við fyrirspurn DV, að málið sé í afgreiðsluferli innan stofnunarinnar. Hún segist vænta málaloka fljótlega. Ríkið viðurkennir mistök Katrín segir að brotið hafi verið á mannréttindum skjólstæðings síns. Málið í heild sýni að verið sé að taka ólögmætar ákvarðanir í stjórnsýslunni. „Hann mátti ekki vinna á Íslandi, hafði ekki at- vinnuleyfi á umræddum tíma og hafði enga aðra leið til þess að draga fram lífið hérna,“ segir Katrín. Þá segir hún að Samuel hafi aldrei verið gerð grein fyrir því að honum bæri skylda til þess að búa á einhverjum ákveðnum stað, enda séu engin lög sem kveði á um slíkt. Mál Samuels beindist einnig að þeirri ákvörðun innanríkisráðuneyt- isins um að synja beiðni hans um hæli hér á landi, en sú ákvörðun var einnig dæmd ólögleg. Þessari niður- stöðu dómsins var áfrýjað til Hæsta- réttar ólíkt þeirri sem snéri að fram- færslunni. Katrín segir að þar með hafi íslenska ríkið í raun viðurkennt að um ólögmæta ákvörðun hefði verið að ræða. „Í því ljósi finnst manni afar hart að ekki hafi farið í gang eitthvert ferli sem sjái til þess að viðkomandi einstaklingi sé bættur sá skaði sem hann varð fyrir vegna ólög- mætrar ákvörðunar.“ Ekkert endurgreitt Samuel kom til landsins í desem- ber 2011og sótti í kjölfarið um hæli. Hann bjó ásamt öðrum hælisleitend- um á gistiheimilinu Fit og fékk dag- peninga frá Reykjanesbæ, eins og lög kveða á um, en hann gat ekki unnið hér á landi vegna stöðu sinnar sem hælisleitandi. Eins og RÚV greindi frá í nóvember í fyrra var honum seinna tjáð af yfirvöldum að hann fengi ekki dagpeninga lengur. Yfirvöld höfðu þá farið yfir greiðslusögu hans og kom- ist að því að hann hefði keypt vörur í Hafnarfirði út á greiðslukort sem bærinn lét honum í té. Þetta töldu yfir völd nægja til þess að rökstyðja þá ákvörðun sína að taka af honum dag- peningana. „Það er auðvitað ekki hægt að tak- marka ferðafrelsi fólks á grundvelli þess að það sé hælisleitendur,“ segir Katrín sem er á því að málið í heild sinni sé eitt risavaxið klúður. „Það var verið að fletta upp mjög persónuleg- um upplýsingum um hann, eins og til dæmis hvar hann verslaði, sem á síð- an auðvitað ekki að skipta neinu máli gagnvart lögunum,“ segir Katrín. Skilur ekki hvers vegna Samuel var framfærslulaus í fimm vikur eða þangað til hann fór með málið fyrir dómstóla. Þá þegar ákváðu yfirvöld að byrja að greiða honum dagpeninga aftur, og viður- kenndu þannig um leið ólögmæti ákvörðunar sinnar, að mati Katrínar. Katrín segir ekki um háa upphæð að ræða fyrir stofnunina. „Þetta er spurning um einhverjar fimmtíu þús- und krónur, sem eru gífurlegir pen- ingar fyrir hann þó það sé kannski ekki mikið fyrir kerfið. Manni finnst það að sjálfsögðu mikið réttlætismál að það sé gengið frá þessu.“ Samuel segist í samtali við DV hafa búist við því að fá pen- inginn endurgreiddan í kjölfar dómsins. Nú hafi hins vegar liðið nokkrir mánuðir án þess að nokk- uð hafi gerst. Hann segist þó ekki hafa mestar áhyggjur af peningun- um sem slíkum, heldur því á hvaða forsendum dagpeningarnir hafi verið teknir af honum. „Ég veit ekki ennþá hvað ég gerði rangt og ég hef beðið um að fá upplýsingar um það hvað ég má og hvað ég má ekki, til þess að koma í veg fyrir að eitthvað svona endurtaki sig. Ef ég braut lög- in á einhvern hátt finnst mér að þau eigi að segja mér hvað það var. Þau hafa ekki ennþá útskýrt hvers vegna þetta var gert.“ Mannréttindabrot viðurkennd Katrín telur algengt að teknar séu fljótfærnislegar ákvarðanir í þessum málaflokki, enda sé lagaramminn allt of óskýr. Hún segir ljóst að með því að una niðurstöðu héraðsdóms hafi ríkið viðurkennt að hafa brotið gegn mannréttindum Samuels. „Ríkið viðurkennir í rauninni að þetta hafi verið ólögmæt ákvörðun og í ákvörðuninni felast að sjálf- sögðu mannréttindabrot vegna þess að allir eiga stjórnarskrárvarinn rétt til að geta dregið fram lífið.“ Hún segir stöðu Samuels hafa verið afar erfiða þegar málið kom upp. „Hann hafði engin önnur bjarg- ráð en þessa framfærslu og þegar hún brást þurfti hann að treysta á að vinir héldu honum uppi, menn sem voru sjálfir hælisleitendur og áttu eiginlega enga peninga.“ Vörn byggð á huldulögum Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavík- ur í dómi gegn Útlendingastofnun kemur fram að Samuel hafi haft rétt- arstöðu hælisleitanda á þeim tíma sem framfærslan var tekin af honum, og því hafi hann átt rétt á lágmarks- framfærslu. Útlendingastofnun vís- aði hins vegar til þess að ráðherra hefði heimild til þess að setja regl- ur um að útlendingar, sem sæki um hæli, skuli dveljast í tilteknu sveitar- félagi. Katrín bendir á að slíkar regl- ur hafi hins vegar aldrei verið settar og því hafi vörn Útlendingastofnun- ar verið byggð á lögum sem ekki eru til. „Þessi reglugerð hefur aldrei ver- ið sett þannig að það þýddi ekkert að byggja á henni,“ segir Katrín. Í dómnum kemur fram að óheim- ilt hafi verið af Útlendingastofn- un „að túlka framangreindar regl- ur á þann hátt að réttur stefnanda til framfærslu hafi verið bundinn lagalegum skilyrðum um búsetu.“ Þá hafi stofnunin ekki fært fullnægj- andi sönnur fyrir því að „stefnandi hafi brotið reglur sem talið verður að honum hafi borið að fara eftir að viðlögðum missi framfærslu.“ Niðurstaðan var því sú að ákvörðun Útlendinga stofnunar um að fella niður framfærslu Samuels, hefði verið ólögmæt og því bæri stofnun- inni að fella hana úr gildi n. Fær ekki dagpeninga þrátt fyrir dómsúrskurð n Útlendingastofnun lokaði á framfærslu til hælisleitanda n Ákvörðunin dæmd ógild fyrir dómi. Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Í ferli Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, segir málið í ferli hjá stofnuninni. Kerfið þarf að bregðast við Katrín Oddsdóttir, lögmaður Samuels, segir að kerfið þurfi að bregðast við með sómasam- legum hætti þegar dómstólar komi með „áfellisdóma“ yfir ákvörðunum sem teknar eru. Ekkert endurgreitt Samuel Eboigbe hefur ekkert fengið endurgreitt frá Útlendingastofn- un þrátt fyrir að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi ógilt ákvörðun stofnunarinnar. Mynd SigtRygguR ARi „Þau sögðu að ég mætti ekki eyða peningunum mínum annars stað- ar en í Reykjanesbæ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.