Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2013, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2013, Blaðsíða 28
36 Fólk 20.–22. september 2013 Helgarblað G unnar Þórðarson er íklædd­ ur teinóttum ullarfrakka og með trefilinn þétt bund­ inn við hálsinn. Hann veður haustlaufin inn á Hótel Sögu við Hagatorg í Vesturbænum. Þang­ að er hann kominn í stutt spjall. Hann er með leiðindakvefpest og hálfslappur en það liggur vel á hon­ um. Gunnar er ávallt ljúfur í viðmóti. Að sögn vina og félaga reiðist hann sjaldan, en þegar hann reiðist, þá er ástæða til. Það liggur straumur af eldri mönnum inn á Hótel Sögu, þeir skunda framhjá okkur sem sitjum í kaffistofunni. Þeir eru á leiðinni í hádegishlaðborðið. Margir þekkja Gunnar og stöðva um stund til að óska honum til hamingju. „Til ham­ ingju með allt saman,“ segir einn þeirra. Þeir eru allir að óska honum til hamingju af hinum ýmsu ástæð­ um. En meðal annars með óperuna sem hann frumflutti í Skálholti fyrir nokkrum vikum og uppskar lof fyrir. Hann segist taka þessu öllu með stóískri ró. Taka lagið á 50 ára afmæli Framundan er stórafmæli. Þó ekki hans eigið. Hljómar eiga fimmtíu ára afmæli og upp á það verður haldið í Hörpu þann 5. október næstkom­ andi í tilefni þess að hálf öld er liðin frá því að hin ástæla hljómsveit Hljómar kom fram á sínu fyrsta balli í Krossinum í Keflavík. Á tónleikunum verða flutt öll bestu lög Hljóma en fram koma með­ al annarra Stefán Hilmarsson, Unn­ steinn Manuel Stefánsson, Valdi­ mar Guðmundsson og Ágústa Eva Erlendsdóttir. Gunnar útilokar þó ekki að gömlu hljómsveitarmeðlim­ irnir skelli sér upp á svið og rifji upp gamla takta. „Við komum nú ekki mikið við sögu en við tökum kannski eins og eitt lag.“ Gerði upp æskuheimilið Sjálfur er hann orðinn sextíu og átta ára. „Ég er orðinn skráður,“ segir hann og hlær og vísar í að hann sé orðinn fullgildur eldri borgari sem megi þiggja lífeyri. Hann er þó hvergi hættur í bransanum og síst hættur að spila á tónleikum. Það er við hæfi að rifja upp bernskuna. Gunnar hefur haldið tryggð við æskuslóðirnar. Hann er fæddur í Hólmavík þar sem hann sleit barns­ skónum og hefur gert æskuheimili sitt þar upp. „Ég bjó í Hólmavík þangað til ég var átta ára, þó fór pabbi suður á flugvöll að vinna. Hann byggði hús í Keflavík og þar var ég þangað til ég varð 23 ára. Þá flutti ég til Reykja­ víkur. Ég á mjög ljúfar minningar úr æsku og tengi sterkt við Hólmavík.“ Hann er næst elstur í sjö systkina hópi og segist hafa leiðst í skóla. „Ég var bara svona fjörugur strákur. Ég var ekkert sérstakur í skóla. Leiddist en var sæmilegur, svona þolanlegur,“ segir hann og glottir. „Ég gat ekki fest mig við þetta. Hugurinn var alltaf annars staðar. Ég fór samt lítið aftur til Hólma­ víkur fyrr en ég var orðinn fullorðinn. Ég kom þar við um aldamótin og þótti þá leitt að sjá að gamla húsið okkar var í mikilli niðurníðslu. Það var eiginlega að hruni komið. Mig langaði til að gera það upp og skellti Gunnar Þórðarson er einn ástsælasti tónlist- armaður þjóðarinnar en jafnframt sá hógværasti. Hann er stundum kallaður afi poppsins en á efri árum hefur hann heillast æ meira af klassískri tónlist. Á dögunum frumflutti hann óperu í Skál- holtskirkju og gestir sátu tárvotir af hrifningu undir flutningnum. Hann er nýkvæntur konunni sem hann elskar og segist aldrei munu þreytast á músíkinni. „Hún spurði mig og ég sagði já Nýkvæntur hinni einu sönnu Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Viðtal

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.