Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2013, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2013, Blaðsíða 24
24 Fólk 20.–22. september 2013 Helgarblað Fær aðstoð að handan H ann er í hvítri skyrtu, svörtum jakka úr svolítið glansandi efni og hvítum buxum. Hvítur sokkur á hægri fæti en svartur á þeim vinstri. Neglurnar eru svartlakkaðar og hringir á hverjum einasta fingri. Hárið er kolsvart. Röddin svolítið rám. Hann safnar. Hann safnar klukkum en í húsinu eru rúm- lega 100 klukkur en einungis tvær slá. Hann lætur þær viljandi slá á hvora á sínum tímanum. „Tikkið verður svo hávært þegar 101 klukka tikkar þannig að það eru bara nokkrar í gangi en ein er nákvæmlega rétt. Þetta er yfir- þyrmandi sláttur fyrir ókunnuga en ég heyri hann ekki.“ Þögn. „Mér finnst svona sláttur vera krúttleg- ur. Amma átti aðra klukkuna sem slær og ég hef heyrt í henni frá því ég fæddist. Það er voða notalegt.“ Hann safnar Bing og Grøndahl- styttum sem fylla hillurnar í stofunni og hann safnar hljóm- plötum og geisladiskum sem skipta þúsundum. Ljósmyndir af Patti LaBelle og Marilyn Monroe hanga í stofunni. Þær tvær eru í miklu uppáhaldi. Ólafur Agnar Thorarensen spá- miðill situr í brúnum leðursófa. Hann býr einn – en á heimilinu eru alltaf mun fleiri, sem þeir ekki sjá sem ekki skynja heiminn handan þess jarðneska. Amma hans átti sófann. „Ég hef heyrt þegar sest er í sófann og staðið upp. Þetta fylgir oft hlutum.“ Borðstofuborðið og - stólarnir eru antík. „Það var oft setið við borðið eftir að ég keypti það. Ég var á mörkunum að henda því því mér fannst það óþægilegt.“ Tveir fram- liðnir sátu við borðið. Lifandi og liðnir Hann hefur séð og skynjað látna frá því hann man eftir sér. Ólafur ólst upp í Mosfellssveit. „Ég lék mér mikið einn af því að ég var strax mjög undarlegur. Ég var strax einfari í mér. Ég hjólaði mikið og lék mér mikið í mínum ímyndunarleikjum. Ég hef alltaf verið svolítið mikið náttúrubarn og þarna gat ég verið mikið úti í náttúrunni.“ Hann segist hafa verið sex ára þegar hann gerði sér grein fyrir að það sem hann sá og skynjaði var ekki raunveruleiki. „Við bjugg- um í gömlu húsi og ég fór að sjá hálft fólk upp úr gólfinu. Ég sagði mömmu frá þessu en hún höndl- aði alltaf vel hvernig ég var og hjálpaði mér í gegnum þetta. Ég held að það sé erfitt að eiga svona barn. Þegar ég var krakki skynjaði ég miklu meira látið fólk en ég geri í dag. Ég sá gamla tíma. Ég var í einhverju tímarúmi sem var löngu liðið.“ Lifandi og liðnir. „Ég gerði mér stundum ekki grein fyrir hver var á lífi og hver ekki. Ég ruglaði þessu svolítið saman og þá aðal- lega þegar ég heimsótti fólk með mömmu og pabba. Þá vissi ég stundum ekki hvar ég ætti að sitja því það var setið í öllum stólum. Ég settist þá yfirleitt við hliðina á mömmu því hún kunni ein- hvern veginn á sístemið. Mamma og pabbi eru bæði skyggn/næm? þannig að þau skildu þetta.“ Ólafur reyndi að fela það fyrir skólafélögunum að hann sá látið fólk. Það kom þó fyrir að hann talaði við fólk úti á skólalóðinni sem enginn sá nema hann. „Ég varð auðvitað fyrir aðkasti. Mér var strítt á öllu mögulegu og þá aðallega út af þessu; það trúði þessu enginn og enginn skildi þetta.“ Viðbrögð Ólafs við stríðninni? „Ég mætti mjög illa í skólann og hætti í skóla áður en ég fermdist. Ég var bara heima að dunda og svo lærði ég að prjóna. Ég fékk hvergi vinnu en seldi peysur í Álfafossi þar sem ég fór að vinna þegar ég var 15 ára.“ Gaman að ögra fólki Nei, það er ekki algengt að ruglast á lifandi og látnum en þeir eru þó nokkrir sem hafa þennan hæfileika sem hafa kannski ekk- ert hátt um það – bæði ungir og gamlir. Ólafur segir að hann hafi þótt stórskrýtinn þegar hann var barn og unglingur. „Ég var sendur til sálfræðings og í alls konar rannsóknir en það fannst ekkert að mér því það var ekkert að mér. Það var hins vegar ekkert gert þegar ég hætti í skólanum. Þeir létu mig bara í friði. Foreldrar mínir studdu mig og sögðu mér að gera það sem ég teldi að væri mér fyrir bestu. Ég vissi bara að það var ekki kennt í skólanum sem ég myndi leggja fyrir mig; hvað sem það yrði. Það er ofsalega erfitt að vinna úr eineltinu sem ég varð fyrir og þetta er alltaf í undirvitundinni. Ég er alltaf á varðbergi. Ég er hins vegar orðinn svo sjóaður og búinn að fara í gegnum svo margt að nú ögra ég frekar umhverfinu en að fara í skuggann. Mér finnst gaman að ögra fólki. Ég versla í Mosó þar sem foreldrar mínir og bræður búa og mér líður ekki vel þegar ég sé suma af gömlu skólafélögunum. En ég læt það ekkert á mig fá og held mínu striki.“ Einn úr hópnum bað Ólaf af- sökunar fyrir nokkrum árum. „Ég tek ekki við afsökunarbeiðnum. Ég gekk í burtu frá honum og vildi ekki tala við hann en ég talaði hins vegar við hann fyrir tveimur árum og við urðum góðir félagar. Ég erfi þetta ekki við fólkið en ég vil ekki afsökunarbeiðni.“ Er hann búinn að fyrirgefa? Þögn. „Já, já,“ segir hann síðan. „Svona eins og hægt er að gera. Sumt er ekkert hægt að fyrirgefa. Maður geymir það bara.“ Hann prjónaði peysur, var í dansskóla í nokkur ár og dreymdi um að verða danskennari. „Ég lærði sitt lítið af hverju en hætti þegar ég var um tvítugt.“ Hann segist hafa verið hlé- drægur og feiminn og lítið farið á böll þótt hann hafi lært diskódansa og fleiri dansa. „Ég var bindindis- maður þegar ég var unglingur og ég smakkaði fyrst bjór árið 1996 þegar ég var 34 ára og var í Karíba- hafinu.“ Andarnir í húsunum Ólafur vann hjá Álafossi í fjórtán ár og eftir það vann hann hjá Sigur- plasti þar sem hann lærði silki- prentun og hann var vaktmaður hjá Atlanta í nokkur ár. Hann fann að heimurinn hinum megin bank- aði fastar á hjá honum og fór í þjálfun til miðils. „Ég var hjá hon- um í nokkur ár til að skilja og túlka hlutina.“ Hann hefur einbeitt sér alfarið að miðlastarfinu í tólf ár en hann var þó farinn að vinna sem mið- ill fyrir 22 árum. „Mér fannst svo erfitt að höndla þessa veraldlegu vinnu og kúpla svo á kvöldin yfir í andlegu vinnuna en það jókst alltaf að fólk sækti í að koma til mín. Ég ákvað árið 2000 að segja upp í vinnunni en ég vann þá bæði hjá Sigurplasti og Atlanta og snúa mér alfarið að þessu. Það er óör- yggi að vinna svona en ég treysti því að ég fengi aðstoð að handan og þetta hefur gengið vel.“ Ólafur var um tvítugt þegar hann fór að sjá inn í fortíð og fram- tíð fólks en þá fór hann að verða minna var við þá látnu en áður. Hann sér ekki eigin framtíð. „Ég hef farið til fjölda miðla og hef mjög gaman af því. Ég er bú- inn að fara alls kyns krókaleiðir til að reyna að sjá mína eigin sögu en mér finnst mjög sniðugt að ég skuli ekki sjá hana. Annars myndi ég ekki upplifa nein vandamál – ég yrði leiddur áfram. Vandamálin eru lífsreynslan okkar þannig að ég upplifi reynslu eins og aðrir og ég geri sömu mistökin og aðrir. Ég fer líka til miðla til að sjá hvernig þeir vinna – hvernig tengingarnar eru og hvernig viðkomandi notar þær. Mér finnst spennandi að sjá það.“ Hann veit hins vegar nokkurn veginn hvenær hann deyr. Hvenær ætli það verði? „Það segi ég engum en það er ekki strax.“ Klukka slær. Sálin í húsinu Ólafur sér alltaf árur fólks. „Ég læt eins og ég sjái þær ekki og þegar ég fer í búðir þá reyni ég að vera eins og allir hinir. Ég sé stundum kannski beyglu í áru einhvers og að viðkomandi líður ekki vel og þá fer ég ósjálfrátt að spá í hvað sé að. Þá reyni ég að senda eitthvað gott til viðkomandi. Þetta er alltaf í gangi.“ Hann segir árur miðla öðruvísi en árur annarra. „Þær eru yfirleitt breiðari og það er í þeim meira af fjólubláum, bláum og appelsínu- gulum lit en í árum annarra.“ Talað er um misjafnan anda í húsum. „Það er góð sál í húsinu,“ er kannski sagt. Þetta er engin vit- leysa. Engar ýkjur. Ólafur segir að það sé mikið til í þessu. „Húsið er saga allra sem hafa búið í því. Ég seldi einu sinni 70 ára gamalt hús. Ég er ekki mikill sölumaður; fólk sem kom að skoða húsið spurði meðal annars um lagnirnar, glugg- ana og þakið og ég svaraði öllu mjög vel en sagði svo alltaf að þau væru að skoða 70 ára gam- alt hús og spyrðu ekki einu sinni hvað hefði gerst í húsinu. Þetta þótti mjög skrýtið og það endaði á því að það ætlaði enginn að kaupa húsið en svo seldist það þó. Það er mikil ókyrrð í húsum þar sem hafa verið mikil rifrildi. Ég bjó einu sinni í húsi þar sem var mjög reimt en það hafði maður dáið í húsinu. Hann gerði mér aldrei neitt en mér leið aldrei vel í því. Hann hafði verið mjög einmana og það var bara sorg í húsinu. Það hef- ur aldrei verið gæfa þar eftir að ég flutti þaðan; eilífir skilnaðir og nú býr þar drykkjumaður.“ Opnari og jákvæðari Þau eru nokkur að handan sem að- stoða Ólaf í vinnu hans en hann starfar bæði sem spámiðill og læknamiðill. Hann segir að með sér vinni íslenskur maður sem sé um 55 ára og indíáni frá Norður- Ameríku sem var uppi í kringum 1647. „Hann er minn aðalmaður; ég er búinn að sjá hann í kringum mig síðan ég var unglingur. Hann segir mér allt sem ég þarf að segja. Svo er ég með tvo lækna sem ég nota aðallega þegar fólk hringir í mig og biður um hjálp og ég sendi þá ef fólk er lasið. Síðan er það nunna. Sérgrein mín er að horfa í líf fólks, atburðarásina og hvað sé best að gera úr henni. Það fer mikið eftir tíðarandanum hvað fólk spyr um. Þegar góðærið var komu margir sem voru að fjárfesta og vildu verða ríkari. Svo kom hrunið og þá snerist allt um það – þá kom fólk sem var að missa allt og vildi vita hvernig það ætti að komast í gegnum þetta.“ Ólafur veit meira um fólk en gengur og gerist en hann segist ekki muna hvað hann segir þeim sem koma til hans. Hann segir að þetta sé eitthvað sem hann þurfi ekki að vita. „Fólk sem hefur komið til mín er stundum feimið að hitta mig aftur. Það heldur að ég muni það sem ég sagði en ég man ekki neitt af því. Fólk kemur yfirleitt til mín út af vandamálum og sumir dagar eru ofboðslega erfiðir. Ég er stundum búinn á því en svo er ég orðinn fínn daginn eftir. Mér finnst hins vegar óþægilegt að vita sumt sem mér er sýnt úr lífssögu fólks; það er óþægilegt að vita að þetta skuli vera til og hafa gerst.“ Hann segist hafa lært margt af þessu starfi. „Ég hef lært að vera opnari og jákvæðari. Ég geri mér núna grein fyrir því hvað ég hef það gott. Mig skortir ekkert.“ Áran þynnist út Við fæðumst öll og við deyjum öll. Það er það sem er alveg öruggt. Ólafur segist vita hvað bíður okkar þegar við kveðjum þennan heim. „Ára fólks þynnist út nokkrum dögum áður en það deyr. Ég sá einu sinni ungan dreng með enga áru og varð mjög hissa. Ég fylgd- ist með dánartilkynningum í Morgunblaðinu af því að mér fannst þetta skrýtið og hann dó af slysförum tveimur dögum síðar. Við höldum svolítið áfram í hlutverkum okkar þegar við för- um yfir auk þess sem þeir sem eru látnir hjálpa okkur sem eftir erum á jörðinni. Látnir hafa þess vegna heilmikið hlutverk. Heimurinn hinum megin er hins vegar ólík- ur þeim heimi sem við þekkjum. Þar eru engir peningar, ekki þetta klukkusístem og það er ekki borð- að. Það er lifað í bómull eins og ég segi. Þar eru engin veikindi og fólk finnur hvergi til. Þetta er ofsalega þægilegt umhverfi og ég hef oft spáð í það að þegar maður er kom- inn í svona umhverfi hvers vegna manni skuli detta í hug að fara aft- ur á jörðina. Við erum nefnilega að leysa ákveðin hlutverk á jörðinni.“ Sumir ganga í gegnum svo mikla erfiðleika að erfitt er að skilja hvernig fólk kemst í gegnum þá. Um þetta segir Ólafur: „Hinir eru búnir að ganga í gegnum það sama eða eiga það eftir. Ég þekki fólk sem ég skil ekki hvað er lagt mikið á eða hvernig það stendur undir því. Ég gæti það ekki. Það stendur hins vegar alltaf upp og heldur áfram. Það er að fara í gegn- um mikinn lærdóm.“ Hann segir látna mæta í eigin jarðarfarir. „Ég hef farið í fáar jarðarfarir en í þeim öllum fylgdist sá látni með athöfninni og hverjir voru í kirkjunni.“ Ættingjar og vinir taka á móti þeim sem kveðja þetta líf. Og það er tekið vel á móti viðkomandi. Ólafur segir að fyrst fari viðkom- andi á nokkurs konar heilsuhæli til að jafna sig. „Ég hef náð sambandi við fólk um mánuði eftir að það dó sem hefur farið á stað sem er eins og tómastaður. Þar er það að jafna sig og átta sig á hlutunum.“ Vill ganga aftur Hann segir að allt sé fyrirfram ákveðið. „Ég hef hitt fólk sem er með sektarkennd vegna þess að börn þess hafa fyrirfarið sér. Það hefur spurt sig af hverju það gerði ekki þetta og hitt. Ég segi alltaf að það breyti aldrei sögunni og að þetta sé fyrirfram ákveðið. Lífssaga þeirra var búin. Ef foreldrarnir hefðu gripið inn í þá hefði þetta gerst seinna.“ Hann segir suma látna eiga erfitt með að sleppa jarðnesku tengingunni ef ættingjar þeirra toga mikið í þá. „Það kom kona til mín og með henni kom látið, skríð- andi barn. Ég spurði hana hvort henni fyndist stundum eitthvað flækjast fyrir fótunum á henni eins og bolti. Hún sagðist margsinnis hafa næstum því dottið heima hjá sér. Þá var það barnið að láta vita af sér. “ Ólafur segir að fóstur, sem deyja, haldi áfram að vaxa hinum megin. „Sálir þeirra koma oft í systkinum þeirra sem fæðast síð- ar.“ Hann segir að annars haldi þessar sálir áfram að þroskast hinum megin og geti sýnt sig sem börn, unglingar eða fullorðið fólk eftir því sem tíminn líður. Dauðinn; já, dauðinn sem býður allra. Ólafur talar um þá látnu sem sátu við borðstofuborðið. „Ég held Hann gerði sér stundum ekki grein fyrir því í æsku hverjir voru lifandi og hverjir voru dánir. Hann talaði við dána úti á skólalóðinni, þótti skrýtinn og var lagður í einelti. Ólafur Thorarensen, spá- og læknamiðill, hefur einbeitt sér að miðlastarfinu í tólf ár og hefur hjálpað mörgum við að komast yfir erfið- leika. Hann talar meðal annars um hvað taki við eftir dauðann og um heiminn handan þess jarðneska.„Ég held að það sé voða gam- an að ganga aftur. Ég ætla að reyna það. Svava Jónsdóttir ritstjorn@dv.is Viðtal

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.