Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2013, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2013, Blaðsíða 26
Lisu. Ég vissi hvert við ættum að fara þegar við vorum komnir inn í Louvre-safnið; ég lýsti göngun- um sem við þurftum að fara um og sagði að við ættum síðan að fara inn um fjórðu dyr og þar inni væri myndin. Þannig að húsið þekkti ég. Ég komst svo að því að húsið hafði verið konungshöll þar sem ég gæti hafa verið þerna eða vinnumaður.“ Eða konungur? „Nei. Ég hef verið starfsmaður. Kannski hef ég verið að skúra; ég þekkti gólfið.“ Sumir segja að orkan á Íslandi sé meiri en víða annars staðar. Ólafur tekur undir þetta. „Ég er bú- inn að ferðast mikið og er ofsalega ótengdur starfi mínu í útlöndum. Ég missi svolítið jarðtenginguna. Ég hef einu sinni unnið í Dan- mörku og ég var ofsalega nervös, ég var ekki í mínu heimaumhverfi og ekki í minni orku. Þessi andlega orka er ofsalega sterk á Íslandi.“ Er aldrei einmana Miðillinn með svörtu neglurnar og hringana á hverjum fingri tek- ur á móti fólki í Reykjavík og á Ak- ureyri. Hann og Bjarki Ólafsson, miðill og heilari, halda auk þess nám- skeið um andleg málefni. Þeir koma í heimahús og kynna and- leg málefni á einfaldan máta. Þeir byrja svo í haust að bjóða upp á námskeið sem eru meðal annars tengd talnaspeki, heilun, tarotspil- um og pendúl. Jú, hann er alltaf í einum hvít- um sokk og öðrum svörtum. „Ég er búinn að vera svona í óhemjumörg ár. Ég hef hvergi fundið reglu sem segir að sokkarnir eigi að vera eins á litinn fyrir utan að þetta tengist jafnvægi – hvítt og svart. Hvíti er alltaf á hægri fæti af því að mað- ur stígur yfirleitt í hægri fótinn fyrst og hvítt er hreinleiki. Svo er sá svarti jarðtengingin.“ Hvítt og svart: Buxur, skyrta og jakki. Gengur hann yfirleitt í svörtu og hvítu? Nei. „Ég er yfirleitt í mjög skræpóttum fötum. Ég er mikill litamaður og fatadellumaður og ég varð líka fyrir aðkasti út af því þegar ég var yngri en ég byrjaði að vera með eigin fatastíl þegar ég var unglingur sem passaði ekki inn í fatastíl annarra. Svo var ég yfirleitt með sítt, kolsvart og krullað hár. Ég gerði svolítið í því að láta bera á mér.“ Svo eru það svörtu neglurnar. Ástæðan: Ólafur nagaði neglurnar svo mikið að hann ákvað að prófa þetta fyrir nokkrum árum og síðan hefur hann ekki nagað þær. Hann býr einn. Segist eiga góða fjölskyldu. Góða vini. Honum líður samt vel þegar hann er einn. „Ég er ofsalegur einfari og ég á svo mikið af áhugamálum og tími minn fer svo mikið í þau. Ég er ofsalega tengdur mömmu og pabba og þau koma nánast öll kvöld til mín nema það sé brjálað veður og við spjöllum og spekúlerum í lífinu og tilverunni.“ Nei, hann er ekki einn. Það eru alltaf einhverjir að handan heima hjá honum. Hann segir að þeir fari þó ekki inn í svefnherbergið þegar hann fer að sofa. Hann sefur nú ekki mikið – segir að sér nægi að sofa um fjóra tíma á sólarhring. „Mitt fólk, sem vinnur með mér, er hér þannig að ég sest bara nið- ur og spjalla við það ef mér dytti í hug að verða einmana eða ef mér myndi leiðast sem ég veit ekki hvað er. Það er ákveðið fólk sem vinnur með mér, verndar mig og passar mig. Svo hef ég orðið var við eitt- hvað í þessu húsi sem ég veit ekki hvað er. Bróðir minn var hérna um tíma og hann heyrði þetta líka. Það brakaði í gólfinu.“ Stundum hefur ein styttan færst til að morgni. Ólafur segir að ein- hver að handan færi hana örlítið til. Garðurinn: Jú, garðinn skrýðir grænt grasið og fjöldi trjáa. Ólafur setti niður tæplega 500 aspir í fyrrasumar og ætlar að setja 500 þetta sumarið. „Ég ætla að láta húsið hverfa.“ Þar til það gerist hefur Ólafur Thorarensen útsýni yfir svæðið í kring. Hann sér stundum fyrri tíma. Þarna var verbúðarþorp og hann sér hús sem stóðu þar áður en eru þar ekki lengur. Hann sér báta sem eru þar ekki lengur. Hann sér fólk sem gekk þar áður um en er ekki lengur í þessum heimi. Hann sér stundum fólk með hrífur. Dauðinn; jú, dauðinn er hluti af lífi hans. n 26 Fólk 20.–22. september 2013 Helgarblað „Við bjuggum í gömlu húsi og ég fór að sjá hálft fólk upp úr gólfinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.