Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2013, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2013, Blaðsíða 29
Fólk 37Helgarblað 20.–22. september Nýkvæntur hinni einu sönnu mér í það,“ segir Gunnar og brosir hæglátlega. Viðgerðirnar voru dýrar. „Ég sé ekki eftir þessu, en dýrt var þetta.“ Iðandi Keflavík Þegar Gunnar flutti suður til Kefla­ víkur árið 1953 voru það mikil við­ brigði fyrir hann sem ungan dreng. Hann fór úr fábrotnu en fallegu sveitalífi í iðandi mannlíf Keflavíkur­ bæjar á tímum hersetunnar. Þá virt­ ist allt mögulegt og tónlistin hafði kveikt líf í bænum sem ætlaði allt um koll að keyra. „Ég hafði aldrei spilað fótbolta, vissi ekki hvað það var. Allir spiluðu fótbolta í Keflavík,“ segir hann og brosir. „Maður var svolítið utan við sig í fyrstu, en það lagaðist nú fljótt. Nálægðin við Kanann setti svip á líf­ ið. Þegar ég komst á gelgjuna þá varð tónlistin stór partur af lífi mínu enda var hún lífið í Keflavík og andrúms­ loftið í bænum byltingarkennt. Það var allt opið þarna. Nálægðin við herinn var svo stór partur af félagslífi unglinga í Keflavík. Við vor­ um allir í því að taka upp lögin af Kananum. Við vorum allir með lítil segulbönd og í partíum vorum við í því að spila þessi lög. Svona gekk þetta allan sólarhringinn hjá okkur. Þetta var mjög stór partur af lífinu í Keflavík, svo og fótboltinn. Það var þetta tvennt sem var lífið þarna og frystihúsið þar sem við unnum okkur inn aur. Svo keyptum við auðvitað græjur fyrir aurinn.“ Ekki tilbúinn að eignast barn Gunnar var aðeins 18 ára þegar hann var farinn að slá í gegn með Hljóm­ um. Lífið var á ógnarhraða og hann eignaðist sitt fyrsta barn aðeins 23 ára. Þá var hann ekki tilbúinn til að verða faðir. „Fyrstu ástinni kynntist ég rúm­ lega tvítugur,“ segir Gunnar. „Ég varð síðan faðir 23 ára gamall og ég var ekki tilbúinn í það. Þá voru Hljóm­ ar á fullu og mikið umrót. Ég var lítið heima því við spiluðum fimm, sex daga vikunnar.“ Sambandið entist ekki. Gunnar skildi ungur. „Ég á fjögur börn með þremur konum,“ segir hann. „Tvær dætur og tvo syni. Ein dóttir mín býr úti í Danmörku, hún var í veitinga­ bransanum. Hin er húsmóðir í Reykjavík. Ég á synina tvo með kon­ unni minni, Toby. Sá eldri er í orku­ tæknifræði í Keili en sá yngri er í tón­ smíðum í Listaháskóla Íslands.“ Nýkvæntur Gunnar hefur undanfarin ár búið í glæsilegri íbúð á við Ægisgötuna í Reykjavík ásamt konu sinni, Toby Herman. Synirnir eru flognir úr hreiðrinu og Gunnar og Toby eru ástfangin sem aldrei fyrr. Þau hafa verið saman í meira en þrjá áratugi. Hittust í stórborginni New York og felldu hugi saman en höfðu bæði búið í Keflavík sem unglingar án þess að vita hvort af öðru. „Við Toby hittumst 1979 í New York. Hún bjó þar og ég hafði flust þangað til ársdvalar eftir að hafa ver­ ið í London að búa til tónlist. Hún var í sambúð með manni þar. Ég náði bara í hana og fór með hana heim til Íslands,“ segir hann og bros­ ir. „Hún er hálfíslensk, hálfbanda­ rísk og átti heima í Keflavík. Ég hafði bara aldrei tekið eftir henni þar. Hún er fjórum árum yngri en ég. Á þeim árum er það mikill aldursmunur. Við erum enn mjög ástfangin. Við erum búin að vera saman í 33 ár. Mesta gæfa lífs míns er að hafa hitt konuna mína. Hún er svo gáfuð, falleg, sterk og jarðbundin sem er ágætt fyrir mig. Að hafa jarðbundna manneskju við hliðina á mér.“ Gunnar er nýkvæntur Toby þótt hún hafi verið konan í lífi hans öll þessi ár. „Við giftum okkur reyndar fyrir hálfum mánuði,“ segir hann sposkur á svip. „Hún spurði mig og ég sagði já. En áður hafði ég beðið hennar að minnsta kosti tíu sinnum. Við giftum okkur bara heima. Feng­ um prestinn í Hólmavík til að koma heim, þetta var lítið og sætt. Strák­ arnir okkar voru dálítið hissa á þessu uppátæki en fannst þetta gaman.“ 50 ára tónlistarafmæli Gunnar fagnar 50 ára tónlistarafmæli um þessar mundir. Á sjöunda og átt­ unda áratug aldarinnar var hann í helstu hjómsveitum þeirra ára, Hljómum, Trúbroti og Lónlí Blú Bojs og var þá aðallagahöfundur hljóm­ sveitanna og samdi fjölmörg lög sem eru sígildar perlur í heimi íslenskrar dægurlagatónlistar. Hann sendi einnig frá sér sólóplötur og stjórnaði upptökum á hljómplötum og diskum í hljóðveri hjá fjölmörgum íslensk­ um tónlistarmönnum. Hin síðari ár hefur Gunnar samið tónlist fyrir ís­ lenskar kvikmyndir og sjónvarps­ þætti og Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur flutt eftir hann frumsamið verk á tónleikum. Hann hefur gefið út 650 lög og mörg laga hans eru dægurperlur. Hann er með eindæmum hógvær en blaðamanni tekst samt að toga upp úr honum hverju hann sé stoltastur af. „Það er oft þannig að ég er stolt­ astur af mínu síðasta verki. Ég er stoltastur af Ragnheiði núna, því hún var viðamikið verk sem var lengi í vinnslu hjá mér. Mér þykir afar vænt um það,“ segir Gunnar. Óperan Ragnheiður var frum­ flutt í konsertformi í Skálholtskirkju á þrennum tónleikum í ágúst und­ ir stjórn Petri Sakari. Það byggir á ástar­ og örlagasögu Ragnheiðar Brynjólfsdóttur í Skálholti. Forboðnu ástarsambandi hennar við Daða Halldórsson og deilum hennar við föður sinn, Brynjólf biskup Sveins­ son. Gestir óperunnar sátu tárvotir undir flutningnum og án efa er þetta metnaðarfyllsta verk Gunnars á ferl­ inum. Gunnar segir söguna hafa ratað til sín og út frá henni hafi hann fundið tóninn og hljómana. Rómeó og Júlía Íslendinga „Árið 2005 þá gerði ég messu þar sem síðasti kaflinn var texti eftir Brynjólf Sveinsson biskup. Þá eigin­ lega kom þessi saga til mín, af Ragn­ heiði og hennar örlögum. Því meira sem ég las um hana þá fannst mér þetta tilvalið í óperu. Þegar þessi saga kom þá opnuðust eiginlega dyr. Í framhaldi af því talaði ég við Frið­ rik Erlingsson, sem hefur unnið fyr­ ir mig áður, hvort hann vildi gera texta fyrir mig og hann var alveg til í það. Ég held að ég hafi fengið fyrsta textann frá honum 2010, þannig að smíði óperunnar tók þrjú ár. Okkur fannst tilvalið að flytja verkið í Skálholti. Það eru 350 ár síð­ an Ragnheiður dó og því var það mjög við hæfi. Þetta var líka prufu­ keyrsla á verkinu sem verður sýnt í mars á næsta ári í Hörpu. Verkið er okkar Rómeó og Júlía,“ segir Gunnar og brosir hæglátlega. Gleymir sjálfum sér Hann segir annars misjafnt frá degi til dags af hverju hann sé stoltastur. „Mér þykir nú vænst um lög eins og Þitt fyrsta bros, Bláu augun þín, Þú og ég. Ég hef líka gaman af Gaggó Vest og fleirum. Þetta eru þau lög sem hafa lifað.“ Hann segist ekki setja sig í stell­ ingar þegar hann er að semja tónlist. „Það er gott að geta gleymt sjálfum sér og þá kemur þetta til manns. Ég sest niður og spila eitthvað og eitt­ hvað kemur til mín,“ segir hann. Engin dauðasök Á síðasta ári komst í fréttir þegar framleiðendur Svartur á leik endur­ hljóðblönduðu lag Gunnars og Ólafs Gauks, Þú og ég, án þess að gera samning við þá félaga. Gunnar tók sterkt til orða og kallaði framleiðend­ ur drullusokka. Hann varð reiður og ekki að ástæðulausu. Það var hljómsveitin Hljómar sem flutti lagið upphaflega og gerði frægt á sjöunda áratugnum og Gunnar þurfti að ráða sér lögfræðing og standa í málaferlum til að fá úr­ lausn mála. Málin leystust og Gunnar hefur fyrirgefið mistökin. „Það tók smá tíma að leysa málin. En þeir gátu ekki staðið á þessu. Þetta er engin dauðasök en var leiðinlegt meðan á stóð,“ segir hann ljúfur í bragði og segir enga fyrirstöðu að vinna með þeim aftur. „Svona er bransinn stundum, það er tekist á en svo líður það hjá.“ Enginn gefur út plötur lengur Bransinn hefur breyst á þeim árum sem Gunnar hefur lifað. Þegar hann var ungur var mikill metnaður lagður í að vinna plötur. Í dag er helsta lifi­ brauðið að halda tónleika. „Bransinn er voða skrýtinn núna. Þegar ég var hvað mest á kafi í þessu, þá lá metnaðurinn í því að gera plötur. Maður fleytti sér áfram á því. Þetta er dálítið hrunið. Nú tala allir um að það sé svo góð flóra í tónleik­ um. Það er náttúrulega bara út af því að það er lífsviðurværið. Það er enginn að gefa út plötur lengur.“ Ætlar að semja aðra óperu Gunnar hefur einsett sér að semja aðra óperu og klassísk músík hefur kveikt í honum. Áhuginn er sprottinn af forvitni. „Það var forvitni sem rak mig í klassíska tónlist. Ég hef alltaf verið nörd í sambandi við hljóma. Ef ég heyri einhvern hljóm sem ég veit ekki hver er, þá hætti ég ekki fyrr en ég veit hver hann er. Það leiddi mig inn á þessa klassísku línu. Ég fann þessa hljóma í klassískri tónlist. Þar byrjaði áhuginn. Það var bara svo gaman að finna nýja hluti. Það er svo gott að gera eitthvað nýtt. Ég hef alltaf verið skammaður fyrir að vera með of marga hljóma í lögunum mínum. Það var aldrei hægt að spila lögin mín í partíum vegna þessa. Allt í einu var klassísk músík svo spennandi fyr­ ir mér. Þá var ekkert aftur snúið hjá mér. Mér þykir enn gaman að búa til lög en er orðinn heillaður. Það er alltaf áskorun að búa til gott lag. Næsta verkefni hjá mér er að semja aðra óperu. Ég þarf bara að finna réttu söguna,“ segir hann hugsi. Hefur átt góða ævi Gunnar segist halda að hann hafi verið heppinn í lífinu þegar hann horfir til baka. „Ég hef átt góða ævi og trúi að það hafi eitthvað með heppni að gera. Það hefur ekki verið neitt drama í mínu lífi. Utan þess þegar ég missti foreldra mína. Pabbi minn dó í bílslysi. Það skeði bara fyrir fimm árum síðan. Hann var keyrður nið­ ur þar sem hann var úti að ganga í Hólmavík, það var mjög sviplegt. Mamma var orðin gömul þegar hún dó, hún var búin að vera veik af krabbameini mjög lengi. Það er nú það eina. Annars er ég glaður,“ segir hann. Verður aldrei þreyttur á bransanum Gunnar er svolítið þreytulegur, það er ekki bara kvefflensunni um að kenna, því það kemur í ljós að hann er nátthrafn. Mér finnst best að vinna á kvöldin og fram á nótt. Svo sef ég til níu,“ segir hann, greinilega búinn að móta sitt vinnulag. Hann segist aldrei munu verða þreyttur á bransanum. „Þótt það sé ekki sami þeytingurinn á mér og var og ég rólegri maður með árunum þá finnst mér ævin­ lega gaman að spila og semja tónlist. Ég er langt frá því hættur, þótt ég sé skráður eldri borgari,“ segir hann og brosir. n „Ég er langt frá því hættur, þótt ég sé skráður eldri borgari Alsæll Gunnar er sæll og glaður þessa dagana þrátt fyrir veik- indi sem hann hafa hrjáð. Hann giftist sinni einu sönnu Toby fyrir tveimur vikum. MyNdIR SIGtRyGGuR ARI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.