Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2013, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2013, Blaðsíða 9
Fréttir 9Vikublað 10.–12. desember 2013 á eyrunum upp að töflu og látinn standa fyrir framan bekkinn á meðan presturinn sagði að dæmin mín hefðu fokið í Öskjuhlíðinni. Niður­ brotið var algjört og þú varst níddur niður í svaðið.“ Ætlaði fyrir steypubíl Eftir margra ára vinnu með sál­ fræðingi segist hann loksins geta tek­ ist á við haustþunglyndið sem lagist alltaf á hann þegar daginn tók að stytta. „Það hjálpar mér að takast á við hvern dag en það lagar ekkert. Af því að á haustin þurfti ég alltaf að ganga inn í þetta helvíti og á haustin helltust minningarnar yfir mig. Ólíkt mörgum þá hef ég aldrei gleymt neinu.“ Ísleifur segir að sagan hans sé kannski klisja að einhverju leyti, því sextán ára að aldri hélt hann utan í nám og bjó erlendis til nítján ára aldurs. „Á þeim tíma var ég eiturlyfja­ neytandi. Þegar ég kom heim var ég í mjög slæmu ástandi og sá að þetta gat ekki gengið svona. Síðan hef ég haldið mér allsgáðum.“ Til þess að halda sér réttum megin við línuna hefur Ísleifur einnig stundað íþróttir, og má geta þess að enginn Íslendingur hefur lagst til sunds jafn hátt fyrir ofan sjávarmál og Ísleifur sem keppti einnig á bæði ólympíuleikunum og heimsmeistara­ móti í siglingum á sínum tíma. Ísleifur hefur engu að síður glímt við svo alvarlegt þunglyndi að þrisvar sinnum hefur hann þurft að fara á geðdeild. Það hefur líklega bjargað lífi hans, því í fyrsta sinn sem hann var lagður inn var hann búinn að ákveða að fyrirfara sér. „Þetta var í kringum 2000 þegar farsímarnir voru nýkomn­ ir á markað. Konan mín hringdi í mig og spurði hvar ég væri. Ég sagði sem var að ég væri í Hveragerði og hún spurði hvað ég væri að gera þar þegar ég ætti að vera í vinnunni. Ég brotnaði niður og sagði henni að ég gæti ekki lifað svona lengur, ég hefði keyrt yfir Hellisheiðina á 200 kílómetra hraða. Ég var heppinn að það voru engir steypubílar á ferðinni, því ég ætlaði ekki að lifa þessa ferð af. Þá átti ég tvo unga syni. Í kjölfarið fór konan mín með mig inn á geðdeild þar sem ég var lokaður inni í þrjár vikur.“ Vildi afsökunarbeiðni Eftir að Ísleifur sagði sögu sína fann hann fyrir létti. Hann öðlaðist von um að nú yrði lífið betra. Hann vissi þó frá upphafi að brotin væru fyrnd og þegar hann lagði fram kæru til lög­ reglu sagði hann yfirmanni kynferðis­ brotadeildar að hann vissi vel að hann gæti ekki gert neina kröfu. „Það var ekki fyrr en kirkjan kallaði eftir því að ég gerði kröfu um bætur. Af því að peningarnir skiptu ekki máli. Ég bað bara um að ég yrði persónulega beðinn afsökunar. Ég vildi að daginn eftir sættir myndi biskupinn standa upp í hámessu og biðja mig, Ísleif Friðriksson, afsökunar á ofbeldinu og taka utan um mig. Eins og fólk biður annað fólk afsökunar. Eins og hon­ um þætti sárt að vita að ég hefði lent í þessu. Eins og það skipti máli. En hann gat ekki gert það. Þess í stað setti hann af stað þetta ferli sem tók þrjú ár og lyktar með þess­ um hætti. Að fyrst ég sé svona frek­ ur að biðja um peninga þá ætli þeir að leggja mér lið með frjálsum fram­ lögum eins og segir í þessu bréfi, eða ég get ekki skilið það öðruvísi,“ segir Ísleifur og bendir á að upphæðin sé hvergi tilgreind og hann hafi ekki fengið upplýsingar um það hversu há þessi frjálsu framlög ættu að vera. Lögmaður hans þurfti því að láta leggja peningana inn á bók til að sjá það og um leið ákvað Ísleifur að af­ þakka framlag kirkjunnar. Ísleifur hefur óskað eftir upplýs­ ingum um hvernig þessi upphæð var ákveðin en ekki fengið svör. Hann segir að hann hafi lesið nafnlaust við­ tal við mann í Morgunblaðinu sem sagði sömu sögu og hann hafði að segja, en sá fékk 300 þúsund frá kirkj­ unni. „Ég botna ekkert í þessu. En ég þrái að vita hver þessi maður er sem hefur gengið í gegnum það sama og ég. Þess vegna hvet ég hann og alla sem hafa orðið fyrir þessu ofbeldi að hafa samband við mig svo við getum myndað stuðningshóp og verið til staðar fyrir hvert annað,“ segir Ísleif­ ur og gefur upp netfangið isfinsen@ gmail.com. Má ekki enda svona Að lokum segir hann að í bréfi kirkj­ unnar sé látið í það skína að málið hafi verið kirkjunni kostnaðarsamt, en þar segir: „Reykjavíkurbiskups­ dæmi Kaþólsku kirkjunnar hefur á undanförnum árum lagt mikla vinnu, krafta og fjármuni í þetta mál, einkum hvað snertir nefndirnar báð­ ar og starfsfólk.“ Ísleifur gefur lítið fyrir það. „Við skulum hafa það alveg á hreinu að kirkjan er stóreignarstofnun og henni er engin vorkunn að bæta þetta þannig að sómi sé að. Hún á heilar bújarðir, prestssetur og kapellur hér og þar um landið. Hún á einnig verðmætustu lóð landsins á Landa­ kotshæð og heila skólabyggingu og prestssetur. Ég er ekki að tala um kirkjuna því hún er ekki til sölu. En þeir gætu alveg létt undir með sér ef þeir hefðu einhvern áhuga fyrir því. Ef það er einhver spurning um þessa peninga.“ Að lokum áréttar hann að fyrst kaþólska kirkjan hafi ekki manndóm til að axla ábyrgð í þessu máli, eins og hann orðar það, þá verði ríkið að grípa inn í. „Það má ekki leyfa þessu að enda svona.“ n K atrín Oddsdóttir lögmaður telur að kaþólska kirkjan kunni að hafa skapað sér bóta­ skyldu gagnvart þeim sem gerðu bótakröfur vegna ofbeldis sem þeir sættu í Landakotsskóla með því að skapa réttmætar væntingar sem að engu voru hafðar. Þá gagnrýnir hún framkomu kirkjunnar gagnvart skjólstæðingi sínum, Valgarði Braga­ syni. Valgarður sagði sögu sína í helgar blaði DV, en þar kom fram að kynferðisofbeldið gagnvart honum hófst þegar hann var sjö ára og að á lokaárinu í skólanum hafi hann verið látinn sitja í skammarkróknum heila önn. Valgarður gerði kröfu upp á níu milljónir, þar af voru tæpar þrjár milljónir ætlaðar föður hans vegna endurgreiðslu skólagjalda og 300 þúsund krónur áttu að fara upp í málskostnað. Kirkjan viðurkenndi ekki bótakröfu gagnvart Valgarði en greiddi honum 82.170 króna frjálst framlag. Kirkjan gerði illt verra „Kirkjan ákvað að taka til sinna ráða og bjó þetta ferli til með því að mynda fagráð og innkalla kröfur,“ segir Katrín. „Með því býr hún til það sem mætti kalla réttmætar væntingar um að fólk yrði að einhverju leyti bættara eða fengi uppreisn æru. En ég held að kirkjan hafi gert ill verra með því að standa svona að þessu en ef hún hefði aldrei farið af stað. Kirkjan hefði frekar átt að láta þar við sitja að gera rannsóknarskýrslu og biðjast síðan afsökunar. Að segja við fólk að það eigi að lýsa kröfum og geti ráðið sér lögmann gefur fólki þær vonir að það muni að minnsta kosti hafa fyrir lögmannskostnaðin­ um ef það fari af stað í þá vegferð. Þessar upphæðir sem voru greiddar voru svo smánarlegar að það hefði alveg eins verið hægt að henda í fólkið klinki. Mér finnst þetta algjör vanvirðing, og ég er ekki frá því að miski skjólstæðingsins míns sé meiri en áður.“ Réttmætar væntingar Þá er ekki verið að tala um fjár­ hagslegan skaða sem Valgarður ber af málinu en framlag kirkjunn­ ar til hans nemur ekki þriðjungi af málskostnaði. „Þess vegna segi ég að það sé fræðilegur möguleiki á að kirkjan hafi skapað sér bótaskyldu með þessu framferði. Skaðinn er ómældur, þarna er um að ræða fjár­ hagslegt tap og miska manns sem sætti langvarandi ofbeldi. Þegar kirkjan rétti út sáttarhönd en slær til hans um leið og hann nálgaðist hana er það annað áfall fyrir viðkomandi. Þannig heldur ofbeldið áfram með þessari nálgun. Þá hefði mér þótt meiri sæmd í því að biðjast bara af­ sökunar.“ Katrín segir að margt hafi orkað tvímælis í þessu ferli og nefnir þar fund sem hún átti með skjólstæðingi sínum og stjórnendum kirkjunnar. „Í fundargerð segir að þeir hafi beðið hann afsökunar sem er rangt. Engu að síður eru nöfnin okkar skrifuð undir fundargerðina eins og við höf­ um samþykkt hana. Allt þetta ferli er einn stór hvítþvottur að mínu mati og ég skil ekki svona vinnubrögð.“ Óljós viðmið Hvorki Katrín né Valgarður hafa fengið upplýsingar um hvað lá að baki ákvörðun kirkjunnar um að greiða honum 82.170 krónur. Af þeim sautján kröfugerðum sem fagráð kaþólsku kirkjunnar fjallaði um viðurkenndi það bótaskyldu gagnvart einum í hópnum. Katrín telur að það sé vegna þess að við­ komandi reyndi að segja frá of­ beldinu á sínum tíma. Þar sem viðkomandi var eldri en Valgarður hefði líklega verið hægt að forða honum frá ofbeldinu hefðu til­ raunir til að stöðva ofbeldið borið ár­ angur. „Eins og þetta horfir við mín­ um skjólstæðingi þá lítur kirkjan svo á að málið sé fyrnt, þrátt fyrir að aðr­ ir hafi sagt frá sambærilegum mál­ um áður en brotin gagnvart honum voru framin. Ég skil því ekki hvern­ ig kirkjan kemst að þeirri niðurstöðu að hún sé bótaskyld gagnvart einum en ekki öðrum. Ekki nema hún liti svo á að með tilraunum til að opna á þetta hafi fyrningarfresturinn verið rofinn að þeirra mati.“ Fordæmi fyrir sanngirnisbótum Katrín segir ekki ógerlegt að fara með málið fyrir dómstóla en nokkr­ ar hindranir séu engu að síður í veg­ inum, meðal annars að brotin eru fyrnd. Fordæmi eru hins vegar fyrir því að ríkið greiði sanngirnisbætur til þeirra sem fengu illa meðferð eða voru beittir ofbeldi á stofnunum á vegum ríkisins í æsku. Þetta á með­ al annars við um Heyrnleysingja­ skólinn, skólaheimilið Bjarg og heimavistarskólann að Jaðri. Lögum samkvæmt er það forsætisráðherra sem ákveður skipan nefndarinnar, skipunartíma og verkefni hennar. Það er hann sem kveður á um það hvaða starfsemi nefndin skoðar og á hvaða tímabili. Grunnskólar voru reknir af ríkinu fram til ársins 1996 þegar sveitarfé­ lögin tóku við rekstri þeirra. Sam­ kvæmt rannsóknarnefnd kaþólsku kirkjunnar eru engin merki um að virkt eftirlit hafi verið með Landa­ kotsskóla og engin gögn um skólann var að finna í höfuðstöðvum kirkj­ unnar. Eftirlitið ekkert Rannsóknarnefndinni var einnig tjáð að sumarbúðir kirkjunnar á Riftúni hefðu verið reknar eftir hugmynda­ fræði séra Georgs og Margrétar og kirkjuyfirvöld hafi ekki skipt sér af starfseminni. Af þrjátíu fyrrverandi nemendum Landakotsskóla sem rannsóknarnefndin ræddi við sögð­ ust 27 hafa orðið fyrir andlegu of­ beldi og átta kynferðisofbeldi, auk einnar stúlku til viðbótar sem sagð­ ist hafa grun um að sér hefði verið byrluð lyf og nauðgað. Af frásögn­ um þeirra má dæma að ofbeldið var oftast framið í skólanum og í sumar­ búðunum. Katrín segist ekki átta sig á mun­ inum á Landakotsskóla og öðrum stofnunum þar sem greiddar hafa verið sanngirnisbætur. „Þessi brot voru fyrnd en það voru Breiðavíkur­ málin líka. Einhverra hluta vegna hefur ekki myndast sambærilegur þrýstingur á stjórnvöld að taka þessi mál til skoðunar eins og upptöku­ heimilin. Ég veit ekki af hverju.“ n Miskinn meiri en áður Lögmaður segir kirkjuna jafnvel hafa skapað sér bótaskyldu með ferlinu „Ég nenni ekki að svara“ „Ég held að það sé betra að þú hafir samband við lögfræðing, þú getur talað við hann. Ég nenni ekki að svara. Það er betra að þú talir við lögfræðinginn okkar, því ég þori ekki að svara spurningum um Landakotsskóla sjálfur þar sem ég er ekki þar. Það er best að þú talir beint við lögfræðinginn. Ég held að hann ætli að tala við biskupinn í næstu viku og eftir það þá getum við kannski svarað en eins og er þá getum við ekki gert það. Ég ætla ekki að svara frekari spurningum núna, takk.“ Þannig svaraði séra Jakob Rolland kanslari þegar blaðamaður vildi ræða málalyktir kirkjunnar gagn- vart þeim sem sættu ofbeldi í Landakotsskóla. Pétur Bürcher biskup var ekki við og því svaraði séra Jakob. Lögmaður kaþólsku kirkjunnar hefur hins vegar hvorki svarað síma né skilaboðum. Blaðamaður hefur einnig óskað eftir upplýsingum í gegnum netfang sem gefið var upp varðandi skýrslu fagráðsins. Óskað var eftir upplýsingum um hve margir sendu inn kröfu, fengu bætur eða frjáls framlög frá kirkjunni og hve há þau framlög voru. Eins vildi blaðamaður fá upplýsingar um reiknilíkanið sem notað var til að ákvarða upphæðina en þær upplýsingar hafa ekki fengist að svo stöddu. Jakob Rolland kanslari kaþólsku kirkjunnar vísar á lögmann „Ég var heppinn að það voru engir steypubílar á ferðinni, því ég ætlaði ekki að lifa þessa ferð af. „Allt þetta ferli er einn stór hvítþvottur að mínu mati Afsökunarbeiðni hefði verið betri Katrín Oddsdóttir er lögmaður Valgarðs og gagnrýnir vinnubrögð kirkjunnar harðlega. Það sé óeðlilegt að kalla eftir kröfum og afgreiða þær síðan svo snautlega. Valgarður Sagði sögu sína í helgarblaði DV en hann fékk 82.170 krónur frá kirkjunni vegna ofbeldis sem hann sætti í skólanum. Það nemur ekki þriðjungi af málskostnaði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.