Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2013, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2013, Blaðsíða 27
Vikublað 10.–12. desember 2013 Lífsstíll 27 Forsala miða á Landsmót 2014 er í fullum gangi og stendur hún til og með 31. desember 2013 Miði er frábær jólagjöf í pakka hestamannsins og hjá okkur færðu falleg gjafabréf. Hafðu samband í 514 4030 eða á landsmot@landsmot.is Kauptu jólagjöfina á www.landsmot.is Jólagjöf hestamannsins! n „Áfengi hefur meiri fáránleika og óþverra í för með sér heldur en einhver lífsgæði“ A ri Matthíasson rannsak- aði byrði íslensks þjóðfé- lags af áfengis- og vímu- efnafíkn sem lokaverkefni til meistaragráðu í heilsuhagfræði við Háskóla Íslands. Ari Matthíasson starfaði áður sem framkvæmdastjóri félags- og útbreiðslusviðs SÁÁ. Á vef SÁÁ má finna mola úr ritgerð Ara. n 56% kvenna en 13% karla sem leggjast inn á Vog hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. 56% kvenna og 48% karla úr hópi sjúklinga hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi. n Ómeðhöndlaður alkóhólisti notar heil- brigðisþjónustu tvöfalt meira en tíðkast hjá fólki á sama aldri og af sama kyni. Munurinn hverfur eftir meðferð. Kostnað- ur heilbrigðiskerfisins vegna þessa er um 1,6 milljarðar króna á ári. n Samkvæmt könnun Lýðheilsustöðvar frá árinu 2007, voru 13,5% íslenskra karla alkóhólistar, bæði virkir og óvirkir, en 5,8% kvenna. Til viðbótar var talið að vímuefnafíklar væru um 1% fólks 15 ára og eldra. n Fimmtungur fullorðinna Íslendinga, tæplega 40.000 manns, drekka sig í minnisleysi á hverju ári n 31,8% íslenskra karlmanna og 13,3% kvenna drekka sig full einu sinni í mánuði. n 11,6% karla og 2,2% kvenna fara á fyllerí einu sinni í viku. n 11,4% karla og 2,9% kvenna fengu sér afréttara á árinu. n 11,6% íslenskra karla og 3,3% kvenna teljast virk í skaðlegri drykkju, sem er skil- greind sem fimm drykkir eða meira einu sinni til tvisvar í viku. Þetta eru 21.293 einstaklingar. n 9,4% karla og 4% kvenna, 15 ára og eldri, hafa lagst inn á Vog í áfengis- og vímuefnameðferð. n 1.354 manns innrituðust á Vog árið 2008. 58,2% þeirra höfðu verið ákærð fyrir ölvun við akstur. n Áfengissýki og vímuefnafíkn eru talin eiga hlut í 48% banaslysa í umferðinni og í 28% annarra umferðarslysa. n Árlegur kostnaður vegna umferðar- slysa af völdum áfengissýki og vímu- efnafíklar er metinn á 9.870 milljónir króna. 40 þúsund drekka sig í minnisleysi á hverju ári rök. Fullorðið fólk drekkur upp til hópa áfengi og í rökræðum fólks um hvort áfengi eigi að vera leyft myndar það skoðun út frá þeirri staðreynd að sjálft vilji það neyta áfengis. Enda er áfengi vímuefni sem einstaklingar ánetjast. Þegar maður skoðar tjónið og af- leiðingarnar þá sér maður að áfeng- ið er ekki saklausasta vímuefnið. Það er núna holskefla af ofboðslega sorglegum atburðum. Þetta eru ekki illa farnir vímuefnaneytendur – þarna er venjulegt, ungt fólk að fara sér að voða og missa lífið,“ seg- ir Hjalti að lokum. n Ölið vinsælt … … en virðist hafa ógn- vægilegar afleiðingar. mynd reuters n Áhugaverð rannsókn Ara Matthíassonar n Áfengi á þátt í 48% banaslysa í umferð Fyrrverandi starfsmaður sÁÁ Rannsóknir Ara má lesa á vef samtakanna. „Það er búið að samþykkja það að fólk sé að fara hrynja í það. Og hver veit hvað getur gerst þegar fólk er drukkið? Þetta er hræðilegt,“ segir viðmælandi blaðamanns sem kýs að koma fram undir nafnleynd. Hann hefur verið tíður gestur á skemmtistöðum höfuðborgarsvæðisins undanfarinn áratug og eytt mörgum helgum undir áhrifum áfengis. „Eigum við að samþykkja þennan hugsunarhátt? „Ofurölvun er mjög viðurkennd hegðun á Íslandi. Þegar þú ert ekki að taka þátt í ofurölvun með vinum þínum þá ertu spurður: „Hei, af hverju ertu ekki að taka þátt í gleðinni?“ Eins og gleðin sé að vera ofurölvi og helst vita ekki hvað gerist. Ef maður á vin eða vinkonu sem umbreyt- ist við neyslu áfengis, á maður þá að segja við þá manneskju að maður ætli ekki að drekka með henni vegna þess að maður vilji ekki styðja þessa hegðun? Er ekki góð hugmynd að sjá hvernig fólk er í raun undir miklum áhrifum áfengis og spyrja sig: „Vil ég virkilega taka þátt í þessu?“ Oft og tíðum drekka foreldrar og margir þeirra mjög mikið. Þar af leiðandi er verið að senda ungu fólki þau skilaboð að það megi vera drukkið. Á hverju sumri er urmull af hátíðum sem ganga út á að fólk sé fullt. Menningin stuðlar að óhóflegri áfengisneyslu. Viðhorfið er þannig að ef þú tekur ekki þátt í þessu þá er eitthvað að þér. Þá hlýtur þú að vera annaðhvort alki eða leiðinleg manneskja.“ Ofurölvun viðurkennd hegðun á Íslandi Á maður að styðja óhóflega áfengisneyslu vina sinna? Þekkir neysluna af eigin raun Hjalti Björnsson fagnaði 30 ára edrúafmæli sínu fyrir skömmu. „Menningin stuðlar að óhóflegri áfengisneyslu Áhrif áfengis geta verið neikvæð Ölvaður einstaklingur skikk- aður inn í lögreglubíl. mynd eyÞór Árnason „Vil ég virki- lega taka þátt í þessu? M argir hafa heyrt orðið með- virkni þegar rætt er um alkóhólisma, en ekki eru allir sem vita hvað það merkir. Meðvirkni er ákveðin hegð- un sem þróast hjá fólki. Hegðunin er þegar líðan annarra fer að stjórna hegðun og líðan manns sjálfs. Með- virknin snýst um að reyna þóknast öðrum en sjálfum sér, jafnvel án þess að kæra sig um það. Meðvirkni er orðið vandamál þegar hún veld- ur manni vanlíðan. Á attavitinn.is má sjá punkta um meðvirkni. einkenni meðvirkni geta verið: n Að líða eins og maður hafi ekki tök á að breyta aðstæðum sínum. n Að kenna sjálfum sér um þegar illa fer, frekar en öðrum. n Að reyna stöðugt að þóknast öðrum frekar en sjálfum sér. n Að liggja á skoðunum sínum eða vera ekki hreinskilinn við aðra. n Einkenni meðvirkni í samböndum við alkóhólista og fíkla geta verið: n Að hylma yfir hversu alvarleg neysla hins aðilans sé. n Að upplifa að fólk geti ekki slitið sam- bandinu. n Að finnast maður þurfa að hugsa um hinn aðilann og hafa vit fyrir honum. n Að reyna að þóknast fíklinum þegar hann er þunnur eða eftir sig eftir túra. n Að taka hamingju fíkilsins fram yfir eigin hamingju eða hamingju fjölskyldunnar. n Að ræða ekki fjármál þótt innkoman fari að stórum hluta í neyslu. n Að láta sig dreyma um að allt fari vel – en vita þó að slíkt gerist ekki. ingosig@dv.is Hvað er meðvirkni?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.