Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2013, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2013, Blaðsíða 10
Vikublað 10.–12. desember 201310 Fréttir Auðmenn Kópavogs n Verktaki efstur á lista n „Peningar og hamingja er tvennt ólíkt“ Verktakinn Sigurður Sigurgeirsson, sem seldi fyrirtækið JB byggingar- félag árið 2007 er rík- asti Kópavogs búinn. Eignir hans eru 3,2 milljarðar sam- kvæmt skatta- og útsvarsskrá árið 2012 sem byggir á gjald- árinu 2011. Þorsteinn Hjaltested og hans fjöl- skylda er ofarlega á listanum en hann hefur átt í harðri deilu um eignarrétt á jörðinni Vatns- enda. Samanlagðar eignir hans, systur hans og móður eru fimm milljarðar. DV mun áfram fjalla um auðugasta fólk landsins á næstu vikum. hjalmar@dv.is, rognvaldur@dv.is 10 Magnús Jónatansson 64 ára Eignir: 541 milljón kr. n Magnús var úrskurð­ aður gjaldþrota snemma árs 2012 en hann var einn stærsti skuldari sparisjóðsins Byrs. Hann var hvað þekktastur fyrir að vera einn af aðstand­ endum eignarhaldsfélag­ anna Góms og Lindbergs, ásamt Ólafi Garðarssyni lögmanni. Félögin keyptu tugi fasteigna í Örfirisey í lok árs 2006 og byrjun 2007. Skuldir Magnúsar og félaga tengdum honum námu nærri 1,9 milljörðum króna í nóvember 2008. 8 Jóhannes Tómasson 68 ára Eignir: 680 milljónir kr. n Jóhannes er sonur Tómasar Tómassonar sem stofnaði Ölgerð Egils Skallagríms­ sonar árið 1913. Jóhannes rak fyrirtækið ásamt bróður sínum eftir andlát Tómasar fram til ársins 2002 er þeir bræður seldu hlut fjölskyldunnar. Báðir bræðurnir högn­ uðust vel á þeirri sölu. 6 Ragnheiður Jóna Jónsdóttir 53 ára Eignir: 860 milljónir n Ragnheiður Jóna og eiginmaður hennar, Arnór Víkingsson lækn­ ir, keyptu hús Hannesar Haf­ stein í miðborg Reykjavíkur, Grundarstíg 10, og reka þar nú menningartengda starfsemi undir merkjum Hannesarholts. Börn þeirra eru einnig eigendur að húsinu. Faðir Ragnheiðar var Jón Guðmundsson sem átti meðal annars Sjólastöðina, útgerð í Hafnarfirði. Fyrirtækið var um tíma eitt það umsvifamesta í Hafnarfirði. 9 Magnús Árnason 60 ára Eignir: 594 milljónir kr. n Magnús á heildsöluna Gullborg, sem er hvað þekktust fyrir flugeldasölu. Fyrirtækið var með þeim fyrstu sem sér­ merkti flugeldana með sínu merki og ís­ lenskum aðvörunarmerkjum. Eiginkona hans, Guðný María Guðmundsdóttir, kemur einnig að rekstrinum en þau hjónin reka einnig Art Deco heildsölu, sem selur snyrtivörur og ilmvötn. 3 3 9 8 6 11 Nils H. Zimsen 68 ára Eignir: 539 milljónir kr. n Auðæfi Nils Zimsen má rekja til arfs frá föður hans Christian Zim­ sen, lyfjafræðingi og stofnanda Laugarnesapóteks. Öll systkini Nils; Kristinn, Jón og Else, eru mjög auðug. Faðir Jóns Christians sat meðal annars í stjórn lyfjafyrirtækisins Pharmaco hf. Jón er kvæntur Jóhönnu Halldóru Sigurðardóttur. 12 Þorsteinn Vilhelmsson 61 árs Eignir: 495 milljónir kr. n Þorsteinn Vilhelmsson keypti nær allt hlutafé í Samherja hf. árið 1983 í félagi við bróður sinn Kristján og frænda, Þorstein Má Baldvinsson. Hann sagði sig hins vegar frá rekstrinum eftir sársauka­ fullar deilur árið 2000 og seldi allt hlutafé sitt í fyrirtækinu, en hann var þá stærsti hluthafi í því með 21,9% hlut. 13 Ágúst Már Ármann 65 ára Eignir: 422 milljónir kr. n Ágúst Már Ármann er fyrrverandi stjórnarfor­ maður Byr. „Peningar hafa ekki breytt lífi mínu. Þó maður eigi einhverja peninga, þá jafngildir það ekki hamingju. Það er tvennt ólíkt,“ sagði Ágúst við DV. Ágúst Már starfaði á árum áður hjá framleiðslu­ fyrirtækinu Silhouette í London en tók svo til starfa í heildverslun föður síns, Ágúst Ármann ehf. Hann kom heim árið 1971 og hefur síðan rekið heildverslunina ásamt Önnu M. Kristjánsdóttur, eiginkonu sinni. „Mín velgengni er vegna árangurs í starfi við verslun,“ segir Ágúst. Hann var mikið í fréttum árið 2009 eftir að hann kaus á aðalfundi Byrs í umboði breska fatahönnuðarins Karenar Millen. 14 Benedikt Stefánsson 64 ára Eignir: 413 milljónir kr. n Benedikt er helsti eigandi Plastco ehf. ásamt syni sínum og eiginkonu. Fjölskyldan er potturinn og Framhald á síðu 12 

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.