Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2013, Blaðsíða 8
8 Fréttir Vikublað 10.–12. desember 2013
Vonleysið algjört
n Ólympíufari veikur síðan kaþólska kirkjan bauð 170 þúsund n Sex ára ofbeldi
F
yrst kaþólska kirkjan getur ekki
borið ábyrgð á sjálfri sér og hef-
ur ekki manndóm til að taka
á þessu máli á sá sem leyfði
henni að starfa hér að axla sína
ábyrgð,“ segir Ísleifur Friðriksson, fyrr-
verandi nemandi í Landakotsskóla sem
sætti þar langvarandi grófu ofbeldi.
Kirkjan viðurkenndi ekki að hún
væri bótaskyld gagnvart Ísleifi en
vildi greiða honum 170 þúsund króna
frjálst framlag, sem hann afþakkaði.
„Frá því að ég fékk þessar krónur frá
kirkjunni þá hefur allur vindur verið
úr mér. Ég er eins og sprungin blaðra.
Ég er búinn að vera virkilega veikur
síðan, búinn að sitja hér aleinn í mínu
horni, alltaf að hugsa um þetta, með
stöðugar áhyggjur og vonleysi í hjarta.
Þetta er svo hræðilegt að ég veit
ekki hvað ég á að segja. Mér finnst
eins og ég standi einn í heiminum
og þessir níðingar, ég segi bara eins
og Jón Hreggviðsson, vont er þeirra
ranglæti en verra er þetta réttlæti.“
Brostnar vonir
Ísleifur var sá fyrsti sem steig fram
á sínum tíma og sagði frá því í nafn-
lausu viðtali að hann hefði ver-
ið beittur ofbeldi í Landakotsskóla.
Skömmu síðar steig hann fram undir
nafni og mynd og sagðist vera maður-
inn á bak við nafnlausu frásögnina. Ís-
leifur kom svo fram í Kastljósi daginn
sem hann fékk bréfið og greindi frá
því hversu ósáttur hann var við þess-
ar málalyktir.
Síðan hefur hann verið afar illa
haldinn. „Ég átti vonir og vænti þess
að þetta yrði svolítið skárra á eftir. En
mér líður verr núna en áður. Það var
eins og þeir hefðu hent naglasprengju
inn í hóp af mótmælendum.“
Hann bendir á að kirkjan hafi kall-
að eftir kröfum en síðan hafi framlag
hennar ekki dugað fyrir málskostnaði.
„Ég hef verið með lögfræðing frá því
að ég kom fyrst fram, því þá var ég svo
aumur að ég gat ekki rætt við neinn,“
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
ingibjorg@dv.is Ríkið verður að grípa inn í
Ögmundur Jónasson ætlar að taka málið upp á Alþingi
Ögmundur Jónasson alþingismaður segir að kaþólska
kirkjan hafi illa brugðist og að ríkið verði að grípa
inn í myndina. „Kaþólska kirkjan hefur því miður
illa brugðist. Það er dapurlegt, ekki aðeins fyrir
fórnarlömb þjóna kirkjunnar heldur einnig kirkjuna
sjálfa. Kaþólska kirkjan getur haft sín sjónarmið
varðandi sanngirnisbætur en þær hafa verið teknar
upp af hálfu hins opinbera á Íslandi og þar með varð
til ákveðið viðmið sem kaþólska kirkjan virðir ekki.
Þess vegna líkja fórnarlömbin því við að vera slegin blautri tusku í andlitið þegar þeim
er boðið brotabrot af því sem fórnarlömb annars staðar í kerfinu hafa fengið.
Sum fórnarlambanna hafa afþakkað það sem að þeim hefur verið rétt, líta ekki á
það sem sanngirnisbætur, fjarri lagi. Í raun held ég að það séu ekki peningarnir
sem skipta máli heldur eru þeir táknrænir, þeir eru mælikvarði á sanngirnina.
Fyrst kaþólska kirkjan er svona smá í sér þykir mér sýnt að ríkið verði að koma
inn í þessa mynd. Til að einstaklingar sem voru í skólanum og urðu fyrir alvar
legu ofbeldi sitji við sama borð og önnur börn í skólakerfinu. Því hef ég ákveðið
að vekja máls á þessu á Alþingi hið fyrsta. Ábyrgð ríkisins hlýtur að liggja
einhvers staðar fyrst kirkjan er svo smá í sér að hún rís ekki undir þessu.“
útskýrir hann. „Ég lifði í þeirri björtu
von að ég fengi kannski ró og frið en
þá sjá þeir til þess að ég sé troðinn
enn lengra niður í svaðið aftur. Stjórn-
endur kirkjunnar vita að ég hef ekkert
bolmagn til þess að herja á þá, enda
láglaunamaður eftir kreppu. Þess
vegna komast þeir upp með þetta og
það svíður.
Núna þarf ég virkilega á aðstoð
sálfræðinga að halda og stelpurnar
í Stígamótum ætla að halda aðeins
utan um mig. Ég veit ekki hvað ég hef
eytt háum upphæðum í það að sækja
mér aðstoð en það hleypur örugglega
á einhverjum milljónum. Þú sérð að
tíminn hjá sálfræðingi kostar 15.000
krónur. Þannig að ég hefði verið fljót-
ur að eyða þessum peningnum í það.“
Satt best að segja er hann ánægð-
astur með að hafa afþakkað pening-
ana. „Mér fannst það svo mikill níð-
ingsskapur að vilja ekki biðja mig
afsökunar á þann hátt sem ég hafði
beðið um og axla þá ábyrgð. Biskup-
inn sýndi engan vilja til þess að mæta
mér og það felst engin iðrun í þessum
málalyktum.“
Hélt hann væri einn
Ofbeldið gagnvart Ísleifi
hófst þegar hann var sjö ára
og það stóð yfir alla hans
barnaskólagöngu, eða þar til
hann var þrettán ára. Hon-
um var nefnilega gert að
vera ári lengur í skólanum
en til stóð. Á þessum árum
var honum nauðgað reglulega af séra
Georg og Margréti Müller.
Þegar hann opnaði á umræðuna
um ofbeldið í skólanum hafði hann
lengi ætlað sér að segja frá því sem
þau gerðu honum en alltaf hafði eitt-
hvað staðið í vegi fyrir því. Í raun virt-
ist hann ómeðvitað setja allt fyrir sig
í þeim efnum, hvort sem það varð-
aði hans einkahagi eða almenna um-
ræðu í þjóðfélaginu. Það var hins
vegar fyrir svona tíu árum sem hann
sagði bræðrum sínum frá því sem
kom fyrir hann. Seinna sagði hann
konunni sinni frá þessu.
Síðan ætlaði hann með málið í
fjölmiðla en þá komu upp svipuð mál
innan kaþólsku kirkjunnar í Írlandi
og Bandaríkjunum. „Ég vildi ekki
að fólk héldi að ég væri að stökkva á
vagninn. Síðan kom biskupsmálið
upp. Það hafði mikil áhrif á mig. Ekki
síst í ljósi þess að sama dag var ég á
leið til lögreglunnar að leggja fram
kæru. Þá hélt ég að það gæti kannski
aldrei orðið. Ég hélt líka alltaf að það
yrði á brattann að sækja því ég væri
bara einn. Það væri ekki um fleiri að
ræða.“
Sagði vini sínum frá
Sjálfur sagði Ísleifur aldrei frá of-
beldinu þegar hann var að alast upp.
Ekki beint. Hins vegar lét hann í það
skína að honum liði illa í skólanum og
að þangað vildi hann ekki fara. „Einu
sinni sagði ég mínum besta æsku-
vini frá. Þá vorum við að rífast og ég
hreytti því í hann að ég hefði víst kom-
ið við konu. Við vorum bara tíu ára
og ræddum það ekkert nánar. Hann
sagði heldur engum frá þessu. Enda
var þetta bara rimma okkar á milli.“
Ofbeldið litaði engu að síður
allt hans líf. „Ég hef oft sagt við fjöl-
skylduna að allt sem miður hefur far-
ið í mínu lífi megi rekja til þess sem
þarna gerðist. Fyrir mér er það aug-
ljóst. Allan þennan tíma lifði ég í ótta.
Mér var haldið í heljargreipum og ég
vissi aldrei hverju ég átti von á — eða
jú, ég vissi það kannski, en það var lítil
huggun í því.
Í gegnum allan grunnskólann var
ég það sem kallast tossi. Þegar ég lauk
gagnfræðaskóla og fór í málmsmíði í
Iðnskólanum í Reykjavík blómstraði
ég í þessum fögum sem ég var alltaf
svo lélegur í. Af því að þetta snerist
ekki bara um kynferðisofbeldið held-
ur var alltaf verið að gera lítið úr
okkar árangri,“ segir Ísleifur og tekur
dæmi. „Þau voru mjög ströng og settu
mikið fyrir. Ef ég náði ekki að klára öll
stærðfræðidæmin þá var ég dreginn
Misnotaður í sex ár Ísleifur stendur hér fyrir
framan skólann þar sem hann var beittur grófu, lang
varandi ofbeldi. Það hafði svo alvarlegar afleiðingar
að hann ætlaði að svipta sig lífi og hefur þrisvar þurft
að leggjast inn á geðdeild. MynD SIgtryggur ArI
Sviptur
æskunni
Ísleifur var
sjö ára þegar
séra Georg og
Margrét hófu
ofbeldis
glæpina gegn
honum.