Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2013, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2013, Blaðsíða 18
18 Fréttir Erlent K æru landar, Nelson Mand- ela sameinaði okkur, saman munum við veita honum hinstu kveðju,“ sagði Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku er hann ávarpaði þjóð sína og sagði henni frá andláti Nelson Mandela. Skarðið sem Mandela skilur eftir sig er stórt sérstaklega í huga Suð- ur-Afríkumanna þar sem hann er þjóðhetja og nafn hans tákn lýð- ræðis og framfara. Nelson Mand- ela lést á fimmtudag, þá 95 ára að aldri. Heilsu hans hafði hrakað mik- ið undanfarin ár og frá því í júní á þessu ári var hann mjög veikur og vart hugað líf. Formleg jarðarför hans fer fram á sunnudag og er búist við því að mikill fjöldi þjóðhöfðingja sæki hana. Lífshlaup Erfitt er að fara yfir lífshlaup Nelson Mandela í stuttu máli. Hann fæddist í Transkei í Suður- Afríku árið 1918, en foreldrarn- ir gáfu honum nafnið Rolihlahla Mandela. Það var svo kennari hans sem síðar kallaði hann Nelson og var það nafnið sem hann sjálfur valdi að nota. Mandela lærði lögfræði og varð lögmaður árið 1942. Hann varð virkur þátttakandi í Afríska þjóðar- ráðinu, stjórnmálaflokki sem barð- ist fyrir auknum réttindum blökku- manna í Suður-Afríku. Árið 1949 varð Mandela einn leiðtoga flokksins og tók þátt í mikl- um uppgangi hans. Árið 1956 var Mandela ákærður fyrir landráð og stóð ákæruferlið fram til ársins 1961. Árið 1960 var Afríska þjóðarráðið bannfært og öll starfsemi þess. Það olli mikilli spennu og óróa í Suður- Afríku. Eftir þjóðarmorð í Sharpeville hvatti Mandela til hefndaraðgerða og lagði friðsæla baráttu til hliðar að sinni. Það varð til þess að árið 1962 var Mandela dæmdur í fimm ára fangelsi, en ári síðar var hann dæmd- ur í lífstíðarfangelsi, fyrir landráð. Í 27 ár sat Mandela í fangelsi, en hann var leystur úr haldi þann 11. febrú- ar 1990 og var tæpum mánuði síðar kosinn forseti Afríska þjóðarráðsins. Næstu tvö ár vann hann að því að koma á sátt með friðsælum hætti í Suður-Afríku og árið 1993 fékk hann friðarverðlaun Nóbels. Það var svo árið 1994 sem Mand- ela varð fyrsti lýðræðislega kjörni forseti í Suður-Afríku. Hann dró sig í hlé árið 1999 og sinnti mann- réttindamálum á heimsvísu þaðan í frá. Hann hefur hamrað á því að kyn- þáttahatur, og hatur almennt, sé ekki meðfæddur eiginleiki, heldur samfé- lagsmein. „Enginn fæðist með hatur í brjósti sér,“ sagði Mandela og sagði það frekar vera lært. Þeir sem gátu lært að hata, geta líka lært að elska, sagði hann. Þurftu að deila honum Fjölskylda Mandela segir að erfitt hafi verið að deila honum með heimsbyggðinni. Mandela var dáður um allan heim. Hann ferðaðist mik- ið, hélt ræður og erindi og vann ötul- lega að mannréttindamálum. Dóttir hans, Maki Mandela, segir að börnin hans hafi öll þurft að deila föður sín- um með heimsbyggðinni. Það var oft erfitt, en þau vita það sjálf að þau eru börnin hans af holdi og blóði. Hún segir að Nelson Mandela hafi kannski verið læri faðir margra, en hann var pabbi hennar. Tenging þeirra hafi því verið órjúfanleg. Maki var ung þegar faðir hennar fór í fangelsi og var orðin fullorðin kona er hann var látinn laus. Hún var með föður sínum er hann lést á fimmtudag. n Vikublað 10.–12. desember 2013 Jólablað DV Kemur út með helgarblaði DV 13. des. og verður aðgengilegt frítt inni á DV.is  Allt um jólagjafir fyrir hann og hana, börn og unglinga, ömmur og afa, vini og vandamenn  Hönnuðir kynna jólahönnun og gefa ráð varðandi innpökkun  Jólaminningar rifjaðar upp  Jólaföndur krufið til mergjar  Jólauppskriftir og annað góðgæti  Jól græjufíkla – nýjungar fyrir jólin  Sparifötin – það heitasta í ár  Jól græjufíkilsins-nýjungar fyrir jólin  Sparifötin-helstu tískutrendin í ár Hjörtur Sveinsson hjortur@dv.is S: 512-7054 Bókið auglýsingar tímanlega Jónatan Atli Sveinsson jonatan@dv.is S: 512-7059 dv.is/auglysingar „Enginn fæðist með hatur í brjósti sér“ n Nelson Mandela skilur eftir sig stórt skarð n Þurftu að deila honum með heimsbyggðinni Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Læra að elska Þeir sem lært hafa að hata, geta líka lært að elska. Mynd ReuteRS Stillti til friðar Eftir 27 ár í fangelsi fékk Mandela friðarverðlaun Nóbels og varð síðar fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Suður-Afríku Á góðri stundu Mandela var dáður um allan heim. Leiddist í Norður-Kóreu Merrill Newman sleppt eftir mánuð í haldi B andaríkjamaðurinn Merrill Newman er kominn aftur til Bandaríkjanna eftir að hafa setið í varðhaldi í Norður- Kóreu. Newman var handtekinn þegar hann hugðist yfirgefa Norður-Kóreu í byrjun nóvember en þangað hafði hann komið sem ferðamaður á veg- um kínverskrar ferðaskrifstofu. Eft- ir að hafa verið í haldi í um mánuð var honum sleppt úr haldi og leyft að yfir gefa landið. Ekki liggur fyrir hvers vegna Newman var hneppt- ur í hald en grunur leikur á að það tengist þeirri staðreynd að hann barðist í Kóreustríðinu á sínum tíma. Í stuttu spjalli við blaðamann Santa Cruz Sentinel segir Newman að hann hafi fengið nóg að borða og hann hafi dvalið á hótelherbergi í Norður-Kóreu. Honum hafi liðið vel en orðið leiður, enda fjarri vinum og vandamönnum. Joe Biden, vara- forseti Bandaríkjanna, var staddur í Suður-Kóreu þegar Newman var sleppt og bauð Biden honum far til Bandaríkjanna í einkaþotu sinni. Newman hafnaði þessu góða tilboði og kaus frekar að drífa sig heim til Bandaríkjanna sjálfur. n einar@dv.is „Nelson Mandela sameinaði okkur, saman munum við veita honum hinstu kveðju.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.