Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2013, Blaðsíða 19
Vikublað 10.–12. desember 2013 Skrýtið 19
Telja líkur á upprisu
dauðyfla á jóladag
n Meiri líkur á faraldri en að Crystal Palace vinni ensku úrvalsdeildina
J
ólin. Tími heimilanna, undir
stöðu samfélags, og velvildar.
Flestir búast við að fá eitthvað
fallegt, í það minnsta kerti og
spil, en í Bretlandi eru sumir
sem búast ekki aðeins við að komast
í hátíðaskap og njóta kyrrðarstundar
með fjölskyldu og vinum, þeir búast
einnig við uppvakningafaraldri á
jóladag.
Breski veðbankinn Ladbrokes
hefur tilkynnt að líkurnar á uppvakn
ingafaraldri á jóladag séu 2.000 á
móti einum. Margir gætu talið þetta
gefa til kynna að líkurnar á uppvakn
ingafaraldri á jóladag þetta árið séu
afar litlar en dagblaðið Metro setti
líkurnar á þessum hörmungum í
ágætis samhengi á vef sínum í síð
ustu viku. Til að mynda eru meiri
líkur á uppvakningafaraldri á jóladag
en að knattspyrnuliðið Crystal
Palace vinni ensku úrvalsdeildina á
þessari leiktíð, eða 5.000 á móti ein
um. Hins vegar eru taldar mun meiri
líkur á að Harry Bretaprins kvæn
ist bandarísku söngkonunni Miley
Cyrus, eða 500 á móti einum, og lík
urnar á hvítum jólum í Lundúnum
eru sagðar fimm á móti einum.
Kjöraðstæður fyrir faraldur
Sean Page, uppvakningafræðing
ur og stofnandi uppvakningaráðu
neytisins, hvetur fólk til að búast
við því versta. „Flestir hafa mestar
áhyggjur af því hvort það verði hvít
jörð á jólunum eða ekki. Þeir ættu þó
að hafa mun meiri áhyggjur af aukn
um líkum á uppvakningafaraldri,“
sagði Sean Page við Metro. „Mestu
líkurnar á faraldri eru um stórhá
tíðir þar sem fjöldi fólks kemur
saman. Það eykur líkur á útbreiðslu
sóttar sem gæti valdið uppvakninga
faraldri, sem myndi verða upphafið
að endinum.“
Þrátt fyrir að veðbankinn Lad
brokes hafi spáð fyrir um líkur á upp
vakningafaraldri biður talsmaður
bankans almenning um að hafa ekki
áhyggjur. „Þetta teljum við vera lík
urnar á þessum hörmungum en þótt
almenningur ætti að vera varkár um
jólahátíðina ætti hann ekki að hafa
óþarfa áhyggjur af upprisu þeirra
dauðu sem nærast á þeim sem lifa.“
Gífurlegur áhugi
Gífurlegur áhugi hefur verið á upp
vakningum undanfarin ár sem
endurspeglast kannski best í fjölda
kvikmynda og þáttaraða sem hafa
litið dagsins ljós. Kvikmyndin
Zombieland, frá árinu 2009, vakti
til að mynda töluverða athygli en í
henni fylgdi aðalpersónan, Colu
mbus, ákveðnum reglum sem hún
taldi auka líkur hennar á að lifa af
uppvakningafaraldur. Markmið
Columbus með reglunum var að
forðast sígild mistök sem söguhetj
ur uppvakningakvikmynda gjarna
gera og mörg hver eiga takmark
aða hliðstæðu í daglegu lífi. Á með
al þess sem Columbus lagði áherslu
á var að fólk forðaðist baðherbergi
og strípibúllur og, ekki síst, að gæta
þess ævinlega að engin óværa sé
í baksæti bílsins áður en lagt er af
stað. Annað var í eðlilegri kantinum,
til dæmis að vera í góðu líkamlegu
formi, nota bílbelti og sólarvörn.
Án þess að reyna að leggja
óskeikult mat á reglur þær er Col
umbus tileinkaði sér þá má gefa sér
að einhverjar þeirra komi að góðum
notum ef svo ólíklega vildi til að þú
kæmir að hópi uppvakninga dans
andi í kringum jólatréð að morgni
jóladags. Til dæmis gætir þú reynt
að forðast baðherbergið. n
„Mestu líkurnar á
faraldri eru um
stórhátíðir þar sem fjöldi
fólks kemur saman.
Jólauppvakningar
Fyrir jólin er vinsælt
að taka venjulegar
vörur og skeyta „jóla“
fyrir framan til að
koma neytendum í
hátíðaskap. Jólabjór
og jólasushi hafa litið
dagsins ljós og nú
gæti allt eins verið
von á jólauppvakning-
um. Mynd ReuteRs
Ófrýnilegar vinkonur Þessar vinkonur tóku þátt í uppvakningagöngu í Bógóta, höfuð-
borg Kólumbíu. Mynd ReuteRs
Birgir Olgeirsson
birgir@dv.is
Fangelsaður
fyrir að hlaða
bílinn í óleyfi
Eigandi rafbíls í Bandaríkjunum
þurfti að dúsa fimmtán klukku
stundir í gæsluvarðhaldi fyrir að
hlaða Nissan Leaf í óleyfi fyrir
framan skóla sonar síns borginni
Chamblee. Eftir að hafa verið
með bílinn í hleðslu í 20 mínútur
kom lögreglumaður á vettvang
sem kærði hann fyrir þjófnað.
Eigandi rafbílsins, Kaveh Kamoo
neh, segist hafa í raun stolið um
fimm sentum með því að hafa
bílinn í hleðslu í tuttugu mínútur.
Margir hafa furðað sig á þessari
ákvörðun en lögreglustjórinn í
Chambee segir upphæðina engu
máli skipta. Kamooneh braut lög
in og sætir viðeigandi refsingu.
Ræningi biðst
afsökunar 35
árum seinna
„Ég hef loksins dug í mér til að
biðja þig afsökunar,“ sagði Banda
ríkjamaðurinn Michael Good
man þegar hann bað hina 52 ára
Claude Soffel afsökunar á því að
hafa rænt hana fyrir 35 árum.
New York Post greindi frá málinu
á vef sínum en þar kemur fram að
Goodman hafi verið handtekinn
skömmu eftir ránið og dæmdur
til fangelsisvistar. Nú mörgum
árum síðar ákvað hann að biðja
hana afsökunar á Facebook. „Mér
þykir fyrir því að þú hafir þurft að
ganga í gegnum þessa ömurlegu
lífsreynslu,“ sagði Goodman en
hann rændi strætókorti af Soffel.
Konan vissi ekki af makaskiptum
Lögreglumaður ákærður fyrir morðtilraun
L
ögreglumaður í Bandaríkjun
um hefur verið ákærður fyrir
morðtilraun eftir að reiddist
við makaskipti. Lögreglu
maðurinn heitir Frankie Salazar
og starfar í borginni Olmos Park
í Texasríki. Hann og vinur hans,
Jesus Edward Guitron, ákváðu að
hafa makaskipti að því er fram
kemur í frétt San Antonio Press um
málið. Þeir ákváðu að láta verða
af því síðstliðið laugardagskvöld.
Guitron og eiginkona hans fóru
heim til Salazar og fengu pörin sér
nokkra drykki saman. Þegar Sal
azar reyndi að kyssa eiginkonu
Guitron varð hún ekki hrifin af
því hve ágengur hann var og vildi
hætta við makaskiptin.
Í öllum þessum hamagangi
hafði gleymst að láta eiginkonu
Salazar vita af makaskiptunum og
brást hún illa við þegar hún sá sinn
mann reyna við aðra konu. Úr varð
mikið rifrildi sem leiddi til þess að
Salazar og Guitron lentu í handa
lögmálum. Þeim lauk þegar Salaz
ar skaut Guitron í bringu og hönd.
Salazar hefur verið sendur í launa
laust leyfi frá störfum í Olmos Park
á meðan mál hans er fyrir dóm
stólum. „Ég hef bent krökkum sem
langar að fara í löggæslu, á að gæta
sín í lífinu því slæmar ákvarðanir
geta takmarkað möguleika þeirra
í framtíðinni,“ sagði Fritze Bohne,
lögreglustjóri í Olmos Park, um
málið. n
Ákærður Frankie Salazar hefur
verið ákærður fyrir morðtilraun
eftir misheppnuð makaskipti.
Herja á vand-
ræðalega
karlmenn
Starfsmönnum Victoria´s Secret
verslana í Bandaríkjunum var
skipað að herja á vandræðalega
karlmenn. Fyrrverandi starfs
maður einnar verslunar Victor
ia´s Secret greindi frá þessu í við
tali við Business Insider í síðustu
viku. Hann sagði karlmenn yfirleitt
kaupa hvað sem er í þessum versl
unum til að komast fljótt og örugg
lega úr þeim. Þetta vissu starfs
menn verslunarkeðjunnar sem
fengu reglulega skipanir frá yfir
mönnum sínum um að ná sölu
markmiðum sama hvað það kost
aði. „Okkur fannst við því detta
í lukkupottinn í hvert skipti sem
karlmaður gekk inn í búðina. Þeir
kaupa kannski nokkra rándýra
brjóstahaldara án umhugsunar.
Þeir verða svo vandræðalegir og
vilja komast sem fyrst í burtu.“