Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2013, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2013, Blaðsíða 28
28 Lífsstíll Bílar M azda 3 er nýjasta afurðin í Mazda-fjölskyldunni og jafnframt þriðji bíllinn frá Mazda sem kemur á mark- að með SkyActiv-tækninni. Þessi bíll er ótrúlega góður í akstri fyr- ir ekki meiri pening en raun ber vitni og er ég þess fullviss að Mazda á eftir að slá öll sín sölumet með þessum bíl. Hann er ekki gallalaus en sem ódýr millistærðarbíll þá er hann einn af betri valkostum á markaðnum í dag. Mazda leggur ekki bara áherslu á út- lit og eyðslu því mikið er lagt upp úr þægindum og vellíðan og er bíllinn með flottan Multimedia-búnað sem gerir manni m.a. kleift að tengjast netinu í gegnum síma, skoða tölvu- póst, Facebook og fleira á öruggan og einfaldan hátt. SkyActiv SkyActiv-tækni Mazda hefur leitt til mikillar lækkunar í rekstrarkostnaði bíla framleiðandans og eru tölur yfir eldsneytisnotkun þessara bíla mjög aðdáunarverðar. Sérlega eft- irtektarvert er að sjá tölur á bensín- mótorum þeirra en þessi bíll notar t.a.m. einungis 5,1 lítra á hundraðið í blönduðum akstri og sjálfskipta týpan þiggur aðeins 0,5 lítra til viðbótar með mun meiri þægindum. Með tilkomu þessa bíls er því ljóst að samkeppnis- staða Mazda mun styrkjast verulega, enda gera allar söluspár ráð fyrir því að þessi bíll verði einn sá vinsælasti í sínum stærðarflokki á heimsvísu. Dísilútgáfa, sem ég hef reyndar enn ekki prófað, er svo með enn minni eldsneytisnotkun en uppgefin tala frá framleiðanda er 3,9 lítrar á hundraðið með 2,2 lítra dísilvélinni. Aksturinn Í akstri er Mazda 3 einfaldur og góður. Bíllinn hefur sportlega eiginleika og vinnslan er alveg þokkaleg. Það er lítið sem ekkert veghljóð í bílnum, en þess- um bíl var ekið í hálku en á ónegldum dekkjum. Gírkassinn er góður og þægilegt bil á milli gíra. Öll stjórn- tæki eru vel staðsett fyrir ökumann og ekki er hægt að pirra sig á neinu þar ef frá er talinn hinn leiðinlegi galli sem hefur verið á öllum Mazda-bílum sem ég hef ekið í ár. Þar er ég að tala um „bíb“-hljóðið sem ekki er hægt að slökkva á þegar sett er í bakkgír. Mér finnst ég alltaf vera kominn um borð í lyftara þegar í bakkgírinn er sett og er það mjög leiðinlegur galli á annars góðum bílum frá Mazda. Þetta er for- ræðishyggja af verstu gerð því það er lífsins ómögulegt að missa bílinn í bakkgír miðað við uppsetningu gír- kassans sé maður með hugann við það sem maður er að gera og á ann- að borð með réttindi á aksturs bif- reiða. Gluggapóstar við framrúðu eru stærsti galli þessa bíls en þeir eru breiðir og þannig staðsettir að hættu- legur blindur punktur myndast í út- sýni og þarf að venja sig á að líta vel beggja vegna þeirra á gatnamótum til þess að forðast óhöpp í akstri. Innanrými Bíllinn er mjög flottur að innan og þá sérstaklega sé horft til verðmiðans á honum. Multimedia-kerfið er mjög einfalt og gott, flottur skjár og tengingar við síma og net eru auð- veldar og þægilegar í notkun. Snerti- skjárinn er þó pínu hægur en noti maður handvirku leiðina þá virkar allt hnökralaust og fínt. Það er ágætis pláss aftur í bílnum, gott höfuðrými en þó er geta bara setið þar tveir far- þegar í þægilegri stellingu þótt bíllinn sé skráður fyrir þrjá aftur í. Þetta kem- ur ekki að sök fyrir smærri farþega og lítið mál var að smella tveimur sessum og einum barnabílstól í bílinn án þess að það væri þröngt. Farangursrými er vel yfir meðallagi í þessari stærð bíla og skottopnun er góð. Gjaldið Hér kemur Mazda 3 hvað sterkastur inn því verðið á þessum bíl er ótrú- lega gott miðað við útlit, búnað og rekstrar kostnað. Þessi bíll sem hér var ekið var með 2,0 lítra bensínvél- inni, beinskiptur og í Vision-útgáfu. Sem slíkur kostar hann aðeins 3.490 þúsund sem verður að teljast frá- bært verð í dag. Hann er með mik- inn staðal búnað og fáir, ef nokkr- ir bílaframleiðendur á markaðnum í dag, sem geta boðið jafn flottan pakka á sambærilegu verði. n Vikublað 10.–12. desember 2013 Nýr og glæsilegur Mazda 3 n Sparneytinn og góður n Enn eitt snilldarútspil Mazda Mazda 3 HB 5 dyra ✘ Kostir: Útlit, eldsneytisnotkun, aksturseiginleikar og verðmiðinn ✔ Gallar: Gluggapóstar fram í, lítið útsýni og bakkgírs-„bíb“ Umboðsaðili: Brimborg Bíll: Mazda 3 HB 5 dyra Eyðsla: 5,1 l/100 (blandaður akstur) Hestöfl: 120 Gírar/þrep: 6 gíra beinskiptur Árekstrarpróf: 81% Verð: 3.490 þús. Sambærilegir bílar: Audi A3, BMW 1, VW Golf, Ford Focus, Toyota Corolla. Björgvin Ólafsson bilar@dv.is Bílar Falleg Mazda Hönnuðir Mazda eru alveg með puttann á púlsinum í dag og er Mazda 3, rétt eins og aðrir nýir Mazda-bílar, mjög flottur og vel heppnaður bíll í útliti. Mynd BÓ SkyActiv-mótorinn Mazda 3 er þriðji bíllinn sem Mazda kynnir sem er knúinn af SkyActiv-spartækninni og hefur þessi framleiðsla Mazda hlotið fjölmörg verðlaun um allan heim. Mynd BÓ Innréttingin Bíllinn er einnig vel hannað- ur að innan og eru öll stjórntæki og aðgerðir til fyrirmyndar. Útsýnið úr bílnum er þó ekki það besta og breiðir gluggapóstar að framan hindra útsýni verulega til hliðanna og þarfnast aðlögunar ökumanns svo ekki komi til óhappa í akstri. Mynd BÓ Framendinn Það er nokkuð sama hvar er litið á Mazda 3-bílinn, hann er flottur og vel hannaður bíll – það verður bara ekki tekið af honum. Mynd BÓ Sportlegur Þessi bíll ber útlit mikið dýrari bíls og er einstaklega sportlegur og flottur. Það kæmi verulegu á óvart ef Mazda næði ekki að slá sölumet sitt í flokki þessa bíls með þessari snilldarhönnun. Mynd BÓ Verður nefndur S8 Nýji ofurbíllinn sem væntan- legur er frá Saleen mun fá nafnið S8, allavega svo lengi sem Audi setur sig ekki upp á móti því en Audi hefur einnig framleitt bíl undir því nafni. Þetta kynnti stofnandi og stjórnarformaður fyrirtækisins, Steve Saleen, á bílasýningunni í Los Angeles þar sem fyrirtæk- ið fagnaði 30 ára starfsafmæli. Þessi bíll verður byggður á grunni S5S Raptor-bílsins sem byggður var árið 2008 og verð- ur með 5 lítra miðjumótor með blásara sem skilar bílnum 650 hestöflum. S7-bílinn sem hér er á mynd var hins vegar hægt að fá á sínum tíma með tveimur túrbínum og upp í 750 hestöfl. Nýir Hybrid-bílar Töluvert er síðan hægt var að fá V60-bílinn fyrst í Hybrid-útgáfu frá Volvo en nú stendur til að stóri bróðir, XC90, verði einnig boðinn í Hybrid-útgáfu. Hinn sænski bílaframleiðandi hefur látið hafa eftir sér að ekki verði þó um dísiltvinnbíl að ræða nema þá bara fyrir Evrópu- markað. Volvo XC 90 mun fyrst og fremst verða með fjögurra sýlindra túrbóknúnum bens- ínmótor ásamt rafmótorum. Þetta kram var kynnt í P1800-til- raunabílnum á bílasýningunni í Frankfurt í haust og þar skil- aði þessi búnaður ríflega 400 hestöflum sem ætti að vera skemmtileg viðbót í crossover- búnað XC90. Hægt á framleiðslunni Viper-aðdáendur þurfa að ekki að örvænta þrátt fyrir dræma sölu á bílnum undanfarið og sögusagnir um brotthvarf Vipers úr framleiðslu. Chrysler hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að einungis verði hægt á framleiðslu bílsins og nú verði framleiddir sex SRT Viper- bílar á dag í stað níu áður. Þá verður pöntunarkerfi fyrir bíl- ana breytt þannig að viðskipta- vinir geta nú valið nákvæmlega hvernig þeir vilja sinn ofurbíl útbúinn og með því á að koma í veg fyrir að söluaðilar hans sitji uppi með bíla sem ekki eru ná- kvæmlega eins og kaupendur vilja hafa þá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.