Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2013, Blaðsíða 24
24 Neytendur Vikublað 10.–12. desember 2013
F
lestir gætu vel hugsað sér að
hafa meira milli handanna
og ein leið til þess er að rýna
í heimilisbókhaldið og skoða
hvar hægt er að draga saman. Besta
leiðin í sparnaði er að reyna að eyða
minna án þess að minnka lífsgæðin.
DV tók saman tíu atriði sem flestir
sóa peningum í.
1 Að skulda Það vita það flestir að það er gríðarlega
kostnaðarsamt að skulda og vextir
af kreditkortum og yfirdráttarlán-
um geta hlaupið á tugum þúsunda
á ári, niðurgreiðsla á neyslulán-
um er ein besta leið til sparnaðar
sem til er, á meðan það er gert er
oft hægt að semja um lægri vexti
eða stiglækkandi. Berðu saman
mismunandi kosti þegar kemur að
kreditkortum.
Afborganir af húsnæðislánum eru
oft að megninu til vextir sem síðan
leggjast ofan á höfuðstólinn. Það er
vel þess virði að fara yfir húsnæð-
islánin og skoða hvort hægt sé að
minnka kostnaðinn, til dæmis með
áætlun um hraðari uppgreiðslu.
Séu reikningar ekki greiddir
á réttum tíma bætist alls kyns
innheimtu kostnaður ofan á, vextir,
dráttarvextir og vanskilakostnaður.
2 Að reka bíl Rekstur lítils bíls, miðað við 150 þúsund kíló-
metra akstur á ári, kostar um 730
þúsund krónur samkvæmt upp-
lýsingum frá FÍB. Það eru um 60
þúsund krónur á mánuði og þá er
ekki talinn með kostnaður vegna
afborgana eða afskrifta. Sumir telja
sig verða að eiga bíl en flest heimili
ættu að komast af með einn. Rann-
sóknir sýna að um helmingur bíl-
ferða er aðeins um 2–3 kílómetra
langur en það er vegalengd sem
vel er hægt að ganga eða hjóla. Þá
gengur Strætó flesta daga ársins
en með sparnað upp á minnst 60
þúsund krónur á mánuði munar
ekki mikið um að splæsa í leigubíl
þegar eitthvað óvænt kemur upp á
eða veðrið reynist of slæmt, flestir
komast þó fljótt að því að veðrið er
ekki jafn slæmt og margir halda,
þegar maður er kominn með húfu
og vettlinga.
3 Að henda mat Ótrúlega stór hluti heimilisbókhaldsins
fer í að kaupa mat og það að kasta
honum er eins og að kasta pening-
um. Skipulegðu máltíðir þannig að
þú getir notað afgangana í næstu
máltíð. Sumum hentar að kaupa
inn mikið í einu og sjaldan en aðrir
vilja kaupa inn jafnóðum, lítið í
einu. Finndu út hvað hentar þér.
4 Að eltast við dýr vörumerki Í mjög mörgum tilfellum er
fólk að greiða háar fjárhæðir fyrir
ímynd og stöðutákn frekar en gæði
þegar það eltist við dýr vörumerki
frekar en að kaupa ódýrari samb-
ærilegar vörur frá öðrum og minna
þekktum framleiðendum. Hér gild-
ir einu hvort um er að ræða mat og
drykk, föt eða tæki.
5 Ónýtt félagsgjöld og áskriftir Flestir kannast
við að ætla að taka sig á og kaupa
árskort í leikfimi en gerast í raun
bara styrktaraðilar þar sem áskrift-
in er sjaldnast nýtt. Sama á við um
golfklúbba og önnur félög. Vertu
viss um hversu mikið þú notar
þjónustuna í raun áður en þú gerir
langtímasamninga. Það er miklu
ódýrara að borga fyrir hvert skipti
þessa fyrstu viku í janúar heldur
en að greiða áskriftargjald allt
árið. Íhugaðu hvort þú viljir greiða
félagsgjöld í öllum félögum sem
þú ert skráður í og gerðu þér grein
fyrir að ódýrir áskriftarmiðar að
leikhúsi og tónleikum eru rándýrir
ef þeir eru ekki notaðir. Sama gildir
um ólesin tímarit.
6 Of dýrar tryggingar Ekki kaupa tryggingar sem þú
ekki þarft. Til dæmis þarftu ekki
líftryggingu nema ef einhver annar,
eins og lítil börn, er háður þér
fjárhagslega. Farðu reglulega yfir
tryggingarnar og fáðu tilboð frá
samkeppnisaðilum. Margir greiða
eingöngu lögbundnar tryggingar
en leggja þess í stað andvirði
iðgjaldanna inn á sérstakan söfn-
unarreikning enda nokkuð ljóst
að tryggingafélögin safna meira fé
en þau greiða út, annars væru þau
ekki til.
7 Áfengi Áfengi er gríðar-lega dýrt, sérstaklega á
veitingastöðum og börum þar
sem drykkurinn kostar milli 800
og 2.000 kr. Vendu þig á að drekka
minna vín, það er hægt að gera vel
við sig með öðrum og mun ódýrari
hætti. Bjóddu vinum heim frekar
en að hittast á barnum, með því
sparast fljótlega háar fjárhæðir. Á
skemmtistöðum er ágæt regla að
annar hver drykkur sé vatnsglas,
það sparar bæði fé og höfuðverk
daginn eftir.
8 Tilbúinn matur og kaffi Skyndibiti getur verið góður
kostur öðru hvoru en tilbúinn
matur á hverjum degi tekur til
sín stóran hluta mánaðarlaun-
anna. Tilbúinn matur í hádeginu
kostar milli 1.500 og 2.500 kr. og
ef hann er keyptur alla virka daga
kostar það milli 30 og 50 þúsund
á mánuði. Fátt er betra en gott
kaffi en dagleg innkaup á kaffi-
húsum eru fljót að telja í heimil-
isbókhaldinu. 500 krónur á dag, 7
daga vikunnar eru 14.000 krónur
á mánuði. Lærðu að búa til gott
kaffi heima og sparaðu með því
töluverðar fjárhæðir. Samlokur og
sætabrauð ætti að sjálfsögðu að
útbúa heima.
9 Happdrætti Stundum er sagt að happdrætti séu
skattur á þá sem kunna ekki að
reikna. Tölfræðin segir líka að flest-
ir þeir sem vinna stóra vinninginn
endi í verri stöðu fjárhagslega eftir
að vinningurinn er uppurinn en
þeir voru áður en þeir unnu.
10 Góð tilboð Góð tilboð eru bara góð ef mann vantar hlut-
inn eða þjónustuna sem er verið
að selja. Góð tilboð í krafti fjöldans
eins og Hópkaup.is og sambærileg
fyrirtæki bjóða upp á geta boðið
lægra verð á vörum, en það er samt
alltaf ódýrara að sleppa því að
kaupa vöru sem maður ella hefði
ekki keypt en að kaupa hana á
„góðu tilboði.“
10 leiðir til að
spara peninga
n Kostar mest að skulda n Að henda mat jafnast á við að kasta fé
Auður Alfífa Ketilsdóttir
fifa@dv.is
Dýrir bílar Hægt er að
spara 700 þúsund krón-
ur á ári hið minnsta með
því að sleppa því að reka
bíl. MynD Sigtryggur Ari
Notar vara-
litinn í allt
„Einn varalit er hægt að nota
sem augnskugga og kinna-
lit og á varirnar. Ég geri það
mjög mikið. Svo ef hann er
fallega ljós með „sanseringu“
nota ég hann sem „highlight-
er“ líka.“
Erna Hrund Hermannsdóttir
förðunarfræðingur
Sparnaðarráð:
Vissi hvað
við vildum
n Ásta hafði samband og vildi
hrósa ungum manni sem afgreið-
ir í versluninni Spilavinum. „Við
fórum þangað mæðgurnar um
daginn og hann afgreiddi okkur.
Hann vissi upp á hár
hvað það var sem við
vorum að leita að, eig-
inlega áður en við gát-
um sagt honum
það, útskýrði
spilin mjög skil-
merkilega og
var bara í alla
staði yndislegur
og á hrós skilið.“
Öryggisvörð-
ur kom ekki
n Óánægður viðskiptavinur
Atlantsolíu vildi koma á fram-
færi kvörtun vegna lélegrar þjón-
ustu fyrirtækisins en hann hafði
ætlað að taka bensín á sjálfs-
afgreiðslustöðinni í Skeifunni.
Eftir að hann hafði sett debetkort
í sjálfsala komu undarleg skila-
boð um að hann ætti 5.000 kr.
eftir, en ekkert kom úr dælunni.
Þegar hann reyndi aftur að setja
kortið í sjálfsalann var boðið upp
á möguleikana að dæla aftur eða
fá kvittun. Þá hringdi viðskipta-
vinurinn í Atlantsolíu og fékk sam-
band við öryggisvörð. Það eina
sem hann gerði var að benda við-
skiptavininum á að hafa samband
aftur næsta mánudag. „Mér fannst
mjög óþægilegt að vera í vandræð-
um þarna og horfa upp á annað
fólk í sömu vandræðum og vildi
bara að það kæmi
einhver á stað-
inn. Mér fannst
þetta mjög lé-
leg þjónusta,“
segir viðskipta-
vinurinn en
tekur þó fram að
peningarnir hafi verið
endurgreiddir á mánu-
deginum.
Lof og last
Sendið lof eða last á neytendur@dv.is