Fréttablaðið - 08.01.2016, Blaðsíða 2
Hægt minnkandi austanátt í dag, og verður
veður víðast hvar skaplegt síðdegis á
morgun. Éljagangur austantil en bjartviðri
víða á vestanverðu landinu. Kólnandi, og
vægt frost í kvöld. Sjá Síðu 22
Veður TF-GNÁ til skoðunar
Ert þú
ULLfrumkvöð?
Viðhald Ein þriggja þyrlna Landhelgisgæslunnar, TF Gná, er nú kyrrsett í fjórar til sex vikur á meðan reglubundin skoðun fer fram á henni. Skoðun á þyrlum
Landhelgisgæslunnar fer jafnan fram á 500 flugtíma fresti. Skoðunin er að mestu leyti fyrirbyggjandi viðhald og skipti á varahlutum. Fréttablaðið/Vilhelm
SveitarStjórnir „Ótrúlega illa stað-
ið að þessu öllu saman og að mínu
mati alls ekki í samræmi við starfs-
reglur,“ segir í bókun sem Georg
Eiður Arnarson, fulltrúi Eyjalistans,
lagði fram í framkvæmda- og hafnar-
ráði Vestmannaeyja þegar ráðning
nýs slökkviliðsstjóra var kynnt þar
á miðvikudaginn.
Friðrik Páll Arnfinnsson eld-
varnaeftirlitsmaður var ráðinn sem
slökkviliðsstjóri. Skipulagi var sam-
hliða breytt til fyrra horfs þannig að
starfssvið eldvarnaeftirlitsmanns var
sameinað hlutverki slökkviliðsstjóra.
„Að mínu mati hefði átt að bjóða
varaslökkviliðsstjóra stöðuna, enda
starfað yfir 40 ár í slökkviliðinu og
hafði svo sannarlega áhuga á starf-
inu. Að öðru leyti hefði átt að aug-
lýsa stöðuna, en þar sem fyrir liggur
ráðning á Friðriki Páli Arnfinnssyni,
þá vil ég fyrir hönd okkar á Eyjalist-
anum óska honum til hamingju með
starfið og óska honum alls hins besta
í framtíðinni,“ segir í bókun Georgs
Eiðs.
„Ef fulltrúi E-listans er ósáttur
við þá verkferla sem unnið er eftir
af starfsmönnum Vestmannaeyja-
bæjar er honum bent á að fara rétta
leið til þess að ná fram breytingum á
þeim verkferlum, frekar en að ráðast
að starfsmönnum bæjarfélagsins í
pólitískum tilgangi,“ bókuðu full-
trúar meirihluta Sjálfstæðisflokks í
framkvæmdaráðinu.
Þá gagnrýndu sjálfstæðismenn-
irnir einnig Eið Georg harðlega
í sérstakri bókun undir liðnum
„Verklag og siðareglur kjörinna full-
trúa í framkvæmda- og hafnarráði“.
Sögðu þeir hann hafa veist ómak-
lega að starfsmönnum bæjarins
með ummælum sem krefjist frekari
skýringar. Þá var farið yfir meðferð
tillagna sem Georg Eiður hefur sett
fram í ráðinu.
„Fulltrúinn hefur haft mörg orð
um „hirð“ bæjarstjórans og að hans
stefna sé að koma einhverjum úr
hirðinni inn í allar stjórnir og allar
stofnanir á vegum bæjarins,“ segir
í bókuninni. Elliði Vignisson er
bæjarstjóri. „Að halda því fram að
fulltrúar í ráðum og nefndum á
vegum bæjarins beri ekki hagsmuni
bæjarbúa fyrir brjósti, heldur gangi
þar erinda eins manns eru alvarlegar
ásakanir sem fulltrúi E-listans verður
að skýra betur og benda á dæmi um.“
Að öðrum kosti eigi Georg Eiður að
biðjast afsökunar.
„Ég harma það að bæði fram-
k væ m d a st j ó r i , f o r m a ð u r o g
varaformaður framkvæmda- og
hafnarráðs hafi farið með ósann-
indi varðandi upplýsingagjöf til
handa fulltrúum Eyjalistans í fram-
kvæmda- og hafnar ráði er varðar
ráðningu slökkviliðsstjóra,“ segir í
svarbókun Georgs Eiðs Arnarsonar.
gar@frettabladid.is
Ásakanir um óheilindi
ganga á víxl í Eyjum
Fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks í framkvæmdaráði Vestmannaeyja vilja að
fulltrúi Eyjalistans bendi á dæmi um meint óheilindi starfsmanna bæjarins eða
biðjist afsökunar ella. Hann sakar þá á móti um ósannindi um upplýsingagjöf.
ráðning slökkviliðsstjóra í Vestmannaeyjum án auglýsingar er gagnrýnd af fulltrúa
minnihluta í bæjarstjórn. Fréttablaðið/Pjetur
Ég harma það að
bæði framkvæmda-
stjóri, formaður og varafor-
maður framkvæmda- og
hafnarráðs hafi farið með
ósannindi.
Georg Eiður
Arnarson,
fulltrúi Eyjalistans
í framkvæmdaráði
Vestmannaeyja
SLYS Kona sem slasaðist alvarlega
á Hrútafjarðarhálsi á sunnudaginn
síðastliðinn er vöknuð og er ástand
hennar stöðugt.
Nokkur alvarleg umferðaslys
hafa orðið á svæðinu síðastliðin ár.
„Þau eru misjafnlega alvarleg. Það
er ekki alfarið veginum að kenna en
hins vegar er hann ekki nógu góður
enda dældóttur. Þá liggur vegurinn
í mishæðóttu landslagi,“ segir Páll
Björnsson. „Það að bæta úr veg-
inum er á forræði Vegagerðarinnar
og verður hún að leggja mat á það
hvort svo verði gert.“
Í svari frá Vegagerðinni segir að
tvö banaslys hafi orðið á Hrúta-
fjarðarhálsi frá aldamótum en ekki
á sama stað. Síðasta sumar hafi
verið gerð úttekt á umferðaröryggi
milli Hrútafjarðar og Blönduóss.
Á næstu árum verði svo unnið að
lagfæringum á umhverfi vegarins
en framvinda mun ráðast af fjár-
veitingum. – ngy
Alvarleg slys á
sömu slóðum
HeiLbrigðiSmáL Sex kvartanir hafa
borist Lyfjastofnun á síðustu tveim-
ur mánuðum vegna amfetamíns
sem framleitt er hér á landi og er
sagt ekki virka. Lyfjaframleiðandinn
er Pharmarctica á Grenivík.
Amfetamínið er gefið sjúklingum
sem glíma við þunglyndi, slen og
drómasýki. Einnig fá langt leiddir
fíklar það uppáskrifað til að forðast
efni af götunni. Það er lítill hópur
eldri karla sem fyrst og fremst fær
lyfið ávísað hér á landi.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins er tiltölulega stutt síðan
Pharmarctica tók við framleiðsl-
unni, en áður hafði hún verið í
höndum annarra lyfjaframleiðenda.
Strax og lyfið fór í framleiðslu hjá
fyrirtækinu fór kvörtunum að rigna
inn frá sjúklingum sem allir segja að
lyfið hafi engin áhrif.
Sigríður Ólafsdóttir, sviðsstjóri
eftirlitssviðs hjá Lyfjastofnun, stað-
festir að stofnunin hafi kallað eftir
niðurstöðum gæðamælinga á lyfinu
en ekkert í þeim bendi til þess að
lyfið sé gallað. Þrátt fyrir það hafi
Lyfjastofnun farið fram á að gerðar
verði gæðamælingar á sýnum sem
farið hafi á markað. Niðurstöður
liggja fyrir innan tíðar.
Sigurbjörn Þór Jakobsson, fram-
kvæmdastjóri Pharmarctica, vildi
ekki tjá sig um málið þegar eftir því
var leitað. – snæ
Kvarta yfir
gagnslausu
amfetamíni
6 tilkynningar hafa
borist um gagnsleysi efnisins
í nóvember og desember
amfetamínið er notað af litlum hópi
fólks sem nú stendur uppi ráðalaus
vegna vanvirkni efnisins.
Fréttablaðið/Pjetur
8 . j a n ú a r 2 0 1 6 F Ö S t u D a g u r2 F r é t t i r ∙ F r é t t a b L a ð i ð
0
7
-0
1
-2
0
1
6
2
2
:4
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
1
8
-0
2
0
8
1
8
1
8
-0
0
C
C
1
8
1
7
-F
F
9
0
1
8
1
7
-F
E
5
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
8
s
_
7
_
1
_
2
0
1
6
C
M
Y
K