Fréttablaðið - 08.01.2016, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 08.01.2016, Blaðsíða 4
Lögreglufulltrúinn var þrisvar sinnum færður til í starfi árið 2015 en aldrei vikið frá störfum. Náðu lengra með Tækniþróunarsjóði taeknithrounarsjodur.is Tækniþróunarsjóður viðskipti Ástæða þess að olíufélagið N1 tók ekki þátt í útboði Lands- sambands smábátaeigenda (LS) og Sjávarkaupa í árslok með verulegt magn eldsneytis var sú að skilmálar útboðsins um viðskipti við hluta smábátasjómanna samræmdust ekki stefnu fyrirtækisins. Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1, skýrir málið í svari við skriflegri fyrirspurn Fréttablaðsins, sem barst ekki í tíma fyrir birtingu á umfjöllun blaðsins í gær. Þar sagði frá tveimur útboðum, sem Sjávarkaup annaðist, á um 27.000 tonnum af eldsneyti til töluverðs fjölda smærri útgerða og smábátasjómanna. Olís tók ekki þátt í útboðunum, en Skeljungur tryggði sér viðskiptin í báðum tilfellum. N1 sat hjá í útboði LS. Eggert skrifar: „N1 heldur úti víð- tækri þjónustu við mikinn fjölda smábátasjómanna um land allt. Stefna N1 í þessum viðskiptum hefur verið að bjóða smábátasjó- mönnum afsláttarkjör sem taka mið af umfangi viðskipta og aðstæðum hvers og eins viðskiptavinar, s.s. mismunandi dreifingarkostnaði og umsetningu í hverri höfn. Það var mat N1 að skilmálar umrædds útboðs um viðskipti hluta smá- bátasjómanna, þar sem m.a. var ekki tekið tillit til umfangs og aðstæðna hvers og eins viðskiptavinar og jafn- framt kveðið á um greiðslu þókn- unar til þriðja aðila fyrir milligöngu viðskipta, samræmdust ekki þessari stefnu félagsins.“ Hann bætir við að N1 „mun eftir sem áður kappkosta að bjóða við- skiptavinum sínum í hópi smá- bátasjómanna samkeppnishæf og sanngjörn viðskiptakjör, að teknu tilliti til raunkostnaðar við innkaup og dreifingu eldsneytis hverju sinni.“ – shá Skilmálar eldsneytisútboðs gengu gegn stefnu N1 um þjónustu Það var mat N1 að skilmálar umrædds útboðs [...] samræmdust ekki þessari stefnu félagsins Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1 efnahagsmál Gjaldþrot hafa ekki verið færri frá árinu 2006 sé miðað við fyrstu ellefu mánuði ársins. 564 fyrirtæki voru lýst gjaldþrota á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2015. Flest voru gjaldþrotin eftir hrunið árið 2011 þegar þau voru 1.442 frá janúar og út nóvember. Gjaldþrot- um hefur því fækkað um 60 prósent á fjórum árum. Gjaldþrot voru um 500-600 á árunum 2003-2007 en fjölgaði veru- lega eftir hrunið. Flest hafa gjaldþrotin verið í byggingarstarfsemi og mannvirkja- gerð frá hruni eða 22,1 prósent allra gjaldþrota á árunum 2008-2014. Næst koma gjaldþrot í flokknum heild- og smásöluverslun og við- gerðir á vélknúnum ökutækjum þar sem 18,5 prósent gjaldþrota áttu sér stað. Gjaldþrot félaga í fasteignavið- skiptum námu 10,9 prósentum allra gjaldþrota og hluti gjaldþrota fyrir- tækja í fjármála- og vátrygginga- starfsemi var 8,2 prósent. – ih Gjaldþrot ekki verið færri frá 2006 300 600 900 1200 1500 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 ✿ gjaldþrot fyrstu 11 mánuði ársins 2008-2015 fjöldi gjaldþrota lögregla Karl Steinar Valsson, sem gegndi stöðu yfirmanns fíkniefna- deildar lögreglu frá 2007 til 2014, var endurtekið upplýstur um grun- semdir í garð vel tengds lögreglufull- trúa hjá deildinni. Málið er annað tveggja sem verið hefur til umfjöll- unar í fjölmiðlum. Í hinu málinu var lögreglumaður hjá fíkniefnadeild í gæsluvarðhaldi frá því fyrir áramót og þangað til í gær. Sá sem hér er til umfjöllunar hefur verið hærra settur innan lögreglu. Ásakanirnar þrálátu á hendur lögreglufulltrúanum voru aldrei rannsakaðar af ríkissaksóknara. Þangað ber að vísa slíkum málum vakni grunur um brot í starfi. Engu að síður tilkynnti Karl Steinar sam- starfsmönnum mannsins að ásakan- irnar hefðu verið rannsakaðar. Mað- urinn er enn við störf hjá lögreglu og hefur aldrei verið vikið frá störfum. Ásakanirnar voru það alvarlegar að samstarfsmenn töldu annað ómögulegt en að málin yrðu tekin til formlegrar rannsóknar. Ekki hefur komið til þess. Hann hefur hins vegar endurtekið verið færður á milli deilda undanfarna mánuði, fólki til mikillar furðu. Þeir telja ótækt, þegar upp koma slíkar ásak- anir á hendur mönnum, að slíkt sé ekki rannsakað til að komast að hinu rétta. Karl Steinar lét af embætti yfir- manns fíkniefnadeildar í febrúar 2014 eftir sjö ára starf. Í tíð hans bárust endurtekið ábendingar, bæði frá samstarfsmönnum sem og almenningi, þess efnis að umræddur lögreglufulltrúi væri í samstarfi við glæpamenn. Í eitt skiptið þar sem ásakanirnar höfðu verið sérstaklega háværar fullyrti Karl Steinar við fjölmennan hóp undirmanna sinna og sam- starfsmanna lögreglufulltrúans að rannsókn hefði farið fram á ásök- ununum. Þær væru ekki á rökum reistar. Menn ættu ekki að ræða málið frekar. Fréttablaðið hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að engin formleg rannsókn hafi farið fram þrátt fyrir fullyrðingar Karls Steinars. Hvers lags rannsókn það var sem Karl Steinar upplýsti undirmenn sína um að fram hefði farið vegna ásakan- anna er ómögulegt að segja. Samstarf Karls Steinars við lögreglufulltrúann mun hafa verið afar náið og þeir náð sérstaklega vel saman. Karl Steinar vildi ekki tjá sig um málið í gær. Fyrrnefndur lögreglufulltrúi gegndi á sama tíma yfirmannsstöðu hjá upplýsinga- og fíkniefnadeild lögreglu. Fyrirkomulagið þykir gagn- rýnivert og þekkist ekki í nágranna- löndum. Sami maður á aldrei að hafa yfirsýn yfir uppljóstrara, sem í mörgum tilfellum tengjast fíkni- efnamálum, og um leið stýra rann- sóknum í fíkniefnamálum. Um mitt síðasta ár ofbauð sam- starfsmönnum lögreglufulltrúans. Gengu sumir svo langt að hóta því að segja upp yrði ekkert gert. Var hann þá færður til starfa í deild sem er ótengd fíkniefnamálum. Eftir nokkra mánuði í því starfi var hann svo færður í deild sem sér um símhlustanir en starfsmenn í þeirri deild hafa aðgang að upplýsingum um hvaða meintu afbrotamenn verið er að hlera hverju sinni. Í mörgum til- fellum er um aðila að ræða sem fíkni- efnadeild hefur til rannsóknar. Samstarfsmönnunum var brugðið og þótti ákvörðunin um þá tilfærslu óskiljanleg. Nýlega, eftir umfjöllun Vísis um málefni lögreglufulltrúans og einstaka stöðu hans sem yfir- manns í deildunum tveimur, var lög- reglufulltrúinn svo enn á ný færður til og er nú við störf hjá tæknideild lögreglu. kolbeinntumi@365.is Fullyrti að rannsókn hefði farið fram Karl Steinar Valsson hundsaði um árabil ásakanir á hendur starfsmanni hjá fíkniefnadeild lögreglu. Mál hans voru aldrei rannsökuð. Karl Steinar Valsson gegnir nú stöðu tengifulltrúa Íslands hjá Europol.Fréttablaðið/Ernir 8 . j a n ú a r 2 0 1 6 f ö s t U d a g U r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 0 7 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :4 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 1 8 -1 5 C 8 1 8 1 8 -1 4 8 C 1 8 1 8 -1 3 5 0 1 8 1 8 -1 2 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 7 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.