Fréttablaðið - 08.01.2016, Síða 44

Fréttablaðið - 08.01.2016, Síða 44
Plötusala á Íslandi hefur að öllum líkindum dregist saman um 20 til 25 pró-sent á milli ára, ef litið er á plötusölu fyrir síðasta ár. „Það lítur allt út fyrir það að það sé 20 til 25 prósent samdráttur í plötusölu, sem er svipaður samdráttur og árið á undan,“ segir Eiður Arnarsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra hljómplötuframleiðenda. Tónlistinn, sem inniheldur þrjátíu söluhæstu plöturnar í viku hverri yfir árið, hefur birt nokkurs konar bráða- birgðalista yfir fimmtíu söluhæstu plöt- urnar á árinu 2015. Listinn sá er þó ekki tæmandi. Í tilkynningu með listanum segir: „Á þessum lista er einungis um að ræða smásölu í verslunum Hagkaupa, Pennans / Eymundsson, 12 Tóna, Elko, Smekkleysu plötubúð, Kaupfélags Skag- firðinga, Vefverslun Record Records, Heimkaupa, N1 og Tónlist.is. Ekki bárust tölur frá Samkaupum og Lucky Records sem að öllu jöfnu taka þátt í Tónlistanum. Tónlistinn er því ekki tæmandi úttekt á allri smásölu á Íslandi því í hann vantar ýmsa tilfallandi sölu. Til að mynda sölu í öðrum verslunum og á tónleikum listamanna og getur því í mörgum tilfellum munað allnokkru OMAM og Baggalútur berjast um 1. sætið Plötusala Íslandi hefur að öllum líkindum dregist saman um 20 til 25 prósent á milli ára, ef litið er á plötusölu fyrir síðasta ár. „Nýjasta plata Adele, 25, seldist í um tvö þúsund eintökum hér á landi á árinu en af þessum tvö þúsund eintökum voru um 250 vínylplötur. Það sýnir okkur að hópurinn er að breikka og stækka sem kaupir vínyl. Undanfarið hefur indie-rokkið verið sterkt á vínylnum.“ Ásmundur Jónsson, útgáfustjóri Smekkleysu. Þess má til gamans geta að um þriðjungur af þeim titlum sem komu út á geisladisk á síðasta ári komu einnig út á vínyl. Vínyllinn Vinsælli Beneath the Skin með Of Mon- sters and Men og Jólaland með Baggalúti virðast hafa selst í um 4.000 eintökum. Tíminn líður hratt með Magga Eiríks, Fyrir sumarið með ýmsum flytjendum og 25 með Adele hafa selst í um 2.000 til 2.500 eintökum og restin á topp 10 á bilinu 1.300 til 2.000 eintaka. líklegAr sölutölur Baggalútur gaf út plötuna Jólaland á síðasta ári og er hún ein af mest seldu plötum síðasta árs. fréttaBlaðið/ernir Of Monsters and Men á líklega mest seldu plötu síðasta árs með plötuna Beneath the Skin. Mynd/Meredith truax á þessum tölum og endanlegum sölu- tölum ársins en þær munu liggja fyrir í lok janúar.“ Of Monsters and Men og Baggalútur eiga að öllum líkindum söluhæstu plöt- ur ársins, annars vegar er það platan Beneath the Skin og hins vegar platan Jólaland. „Þessi listi er einungis vísbend- ing um hvernig lokatölurnar geta orðið. Við sjáum þó að söluhæstu titlarnir eru lægri en áður og það má mögulega rekja það til þess að fæstir af söluhæstu lista- mönnum þjóðarinnar gáfu út plötu á árinu, eins og til dæmis Ásgeir Trausti, Mugison, Páll Óskar, Hjálmar og Retro Stefson svo nokkur nöfn séu nefnd,“ segir Eiður. Þó svo að Of Monsters and Men séu í efsta sæti og Baggalútur í öðru, segir Eiður að það gætu orðið einhver sæta- skipti á endanlega listanum. „Sumir titlanna hafa selst vel á tónleikum, veit ég, og það er því alveg klárt að það verða einhver sætaskipti.“ Talið er að sölutölurnar á umrædd- um lista geti hækkað um 20 til 30 pró- sent en það á þó ekki við um alla titla. „Það eru nokkrir listamenn þarna sem hafa verið duglegir við að selja plötur á tónleikum, sem gætu bætt við sig,“ segir Eiður. gunnarleo@frettabladid.is 40.000 fréttaþyrstir notendur Smelltu þér á Fréttablaðsappið og lestu blaðið hvar sem er og hvenær sem er. Fáðu Fréttablaðið ókeypis í spjaldtölvuna og snjallsímann með Fréttablaðsappinu. Nálgastu appið á visir.is/fbl eða beint í gegnum: 8 . j a n ú a r 2 0 1 6 F Ö S T U D a G U r32 L í F i ð ∙ F r É T T a B L a ð i ð 0 7 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :4 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 1 8 -2 4 9 8 1 8 1 8 -2 3 5 C 1 8 1 8 -2 2 2 0 1 8 1 8 -2 0 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 7 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.