Fréttablaðið - 08.01.2016, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 08.01.2016, Blaðsíða 6
Svo er rétt að hafa í huga að á hverjum tíma er hluti flutnings­ skyldra starfsmanna, sendi­ herrar og aðrir, við störf í ráðuneytinu á meðan hluti þeirra er við störf erlendis. Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðu- neytisins Til dæmis erum við nú að opna sendi­ skrifstofu í Strasbourg sem við höfum áður lokað svo það er verið að bæta í. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins Árið 2015 fæddust 33 börn sem öll hafa verið boðin velkomin með gjöf frá bæjar­ félaginu sínu Aldís Hafsteins- dóttir, bæjarstjóri Mikill viðbúnaður í París Í gær var ár liðið frá árásinni á ritstjórnarskrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo og mikill viðbúnaður í borginni. Í gærmorgun skaut lögreglan vopnaðan mann til bana þegar hann reyndi að komast inn á lögreglu- stöð í 18. hverfi borgarinnar. Hann var klæddur einhverju sem líktist sprengjuvesti. Fréttablaðið/EPa Fleiri duftgrafir voru teknar í fyrra en árið á undan. Fréttablaðið/anton samfélag Alls voru 1.086 grafir teknar á nýliðnu ári hjá Kirkju- görðum Reykjavíkurprófastsdæma. Það er í Reykjavík, Kópavogi og Sel- tjarnarnesbæ. Kistugrafir voru 621 en duftgrafir 465 talsins. Þetta þýðir að 57 prósent allra grafa á Íslandi voru kistugrafir og 43 prósent duft- grafir. Fjölgaði duftgröfum um tvö prósent frá fyrra ári. Á síðasta ári fóru 629 bálfarir fram í bálstofunni í Fossvogi og er það 30 prósent af heildartölu látinna á Íslandi það ár. – jhh Fleiri kjósa bálfarir sveitarfélög „Fjórtán Hvergerð- ingar eru komnir yfir nírætt og munu fimm bætast í þann hóp á árinu 2016 ef Guð lofar,“ segir í frétt sem Aldís Hafsteinsdóttir bæjar- stjóri skrifar á vef Hveragerðis- bæjar. „Elst Hvergerðinga er Guðbjörg Runólfsdóttir en hún er 99 ára og 163 dögum betur,“ bætir bæjar- stjórinn við og segir að samkvæmt óstaðfestum upplýsingum úr þjóð- skrá 1. janúar síðastliðinn séu íbúar í Hveragerði 2.462 en að þeir hafi verið 2.387 fyrir 12 mánuðum. Þannig hafi íbúum fjölgað um 75 eða 3,14 prósent. „Árgangur 1989 er fjölmennastur í bænum en þau eru 44 talsins. Árið 2015 fæddust 33 börn sem öll hafa verið boðin velkomin með gjöf frá bæjarfélaginu sínu,“ segir í frétt bæjarstjórans. – gar Fjölgun í Hveragerði stjórnsýsla Nærri helmingur starfandi sendiherra í íslensku utanríkisþjónustunni hefur aðsetur hér á landi. Guðlaugur Þór Þórðarson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera í nokkrum vafa um að hægt sé að hagræða í utanríkis- þjónustu Íslendinga til að ná fram sparnaði í málaflokknum. „Við vorum með fastmótaðar tillögur um utanríkismálin í hag- ræðingarhópnum og lögðum til sparnað á því sviði eins og öðrum. Við ættum einnig að leggja meiri áherslu á samskipti okkar við Bandaríkjamenn sem eru eina stórveldið í heiminum í dag. Þar liggja mestu hagsmunir okkar Íslendinga,“ segir Guðlaugur Þór. „Til dæmis erum við nú að opna sendiskrifstofu í Strasbourg sem við höfðum áður lokað svo það er verið að bæta í.“ „Ýmis verkefni ráðuneytisins eru þess eðlis að gagnlegt er að sendi- herra sé í forsvari fyrir þau,“ segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsinga- fulltrúi utanríkisráðuneytisins. „Má sem dæmi nefna Eystrasaltsráðið og Norðurslóðir. Samkvæmt for- setaúrskurði um sendiráð, fasta- nefndir og sendiráðsskrifstofur fer ráðuneytið sjálft með fyrirsvar gagnvart nokkrum ríkjum og getur þá skipað sendiherra gagnvart þeim með búsetu í Reykjavík eða eftir því sem ástæða er til. Svo er rétt að hafa í huga að á hverjum tíma er hluti flutningsskyldra starfsmanna, sendiherrar og aðrir, við störf í ráðuneytinu á meðan hluti þeirra er við störf erlendis.“ Um áramótin skipaði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra fjóra nýja sendiherra sem allir eru starfandi í utanríkisráðuneytinu. Skrifstofustjóri rekstrar ráðu- neytisins, mannauðsstjóri ráðu- neytisins, sendiráðunautur upp- byggingarsjóðs EES og starfsmaður utanríkisþjónustunnar voru skipuð sendiherrar. Af þeim þrjátíu og níu sendi- herrum sem starfandi eru í íslensku utanríkisþjónustunni eru aðeins tólf konur eða þrjár af hverjum tíu. Sjötíu prósent sendiherra eru karlar. Þó hefur Gunnar Bragi verið duglegur á síðustu misserum að skipa konur í embætti sendiherra. sveinn@frettabladid.is Helmingur sendiherra í ráðuneytinu Af 39 starfandi sendiherrum í íslensku utanríkis- þjónustunni mæta 19 til vinnu á Íslandi. Fjórir nýir sendiherrar voru tilnefndir um áramótin. Heilbrigðismál Dóttir Valdísar Óskar Valsdóttur var send heim með svefnlyf af Barna- og unglinga- geðdeild í gær þegar þær leituðu þangað vegna sjálfsskaðandi hegð- unar hennar. Valdís sagði sögu tólf ára dóttur sinnar í Fréttablaðinu á þriðjudag en hún reyndi sjálfsvíg fyrir einu og hálfu ári. Í kjölfar viðtalsins hafði Barna- vernd samband við Valdísi og sagði henni að hjólin væru farin að snúast í máli dóttur hennar. Það tæki tvær til sex vikur fyrir umsóknir þeirra að fara í gegnum kerfið. Dóttir hennar hefur ekki hitt geðlækni og ekki notið sálfræðihjálpar. „Svo kemst ég að því í morgun að hún var búin að skera sig. Ég fer með hana á barnaspítalann. Læknir þar beinir okkur áfram á BUGL. Þar er komist að þeirri niðurstöðu að það sé best að koma svefninum í lag þannig að ég er send heim með svefntöflur.“ Valdís segir að þegar hún hafi brugðist illa við hafi þeim verið bent á að sækja um neyðarvistun á Stuðlum. „En dóttir mín er ekki í vímuefnum. Hún er svo hvatvís að hún kæmi út helmingi fróðari um allt sem hún gæti gert.“ Hún segir að þegar hún hafi svo rætt við barnavernd í Reykjanesbæ hafi henni verið ráðlagt frá því að leita til Stuðla. Valdís segist ekki vita hvers vegna dóttur sinni líði svona illa. Hún þurfi sérfræðiaðstoð því hún sé mjög lokuð og erfitt reynist að ná til hennar. Valdís viti ekki hvort dóttir sín hafi orðið fyrir áfalli en gruni að þannig gæti verið í pottinn búið. – snæ Skar sig en send heim með svefnlyf Valdís Ósk Valsdóttir segist ekki vita hvers vegna dóttur hennar líði illa. Hún gæti hafa orðið fyrir áfalli sem Valdís viti ekki af en henni reynist erfitt að fá hana til að opna sig. Fréttablaðið/Ernir Dóttir mín er ekki í vímuefnum. Hún er svo hvatvís að hún kæmi út helmingi fróðari um allt sem hún gæti gert. 8 . j a n ú a r 2 0 1 6 f ö s t U D a g U r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 0 7 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :4 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 1 8 -2 9 8 8 1 8 1 8 -2 8 4 C 1 8 1 8 -2 7 1 0 1 8 1 8 -2 5 D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 7 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.