Fréttablaðið - 08.01.2016, Blaðsíða 36
Þar sem nakin ösp strýkur bogagluggann í norðri og sólböðuð Hallgrímskirkja blasir við fjær, eru mynd-listarkonurnar Hulda
Vilhjálmsdóttir og Marta María
Jónsdóttir að stilla upp málverkum
sínum á efstu hæð Listasafns ASÍ
við Freyjugötu 41. Eiga samt eftir
að finna þeim endanlegan sess á
sýningunni sem þær ætla að opna
á morgun klukkan þrjú undir yfir-
skriftinni Roði, strokur, andrá. Af
hverju skyldu þær sýna saman?
„Við höfum alið þá hugmynd með
okkur í mörg ár,“ segir Marta María
og Hulda kinkar kolli til samþykkis.
Þær segjast hafa byrjað á sama
tíma í Myndlista- og handíðaskól-
anum og fylgst að í náminu. „Síðan
deildum við vinnustofu á tímabili í
verbúðunum vestur á Granda. Þar
héldum við sýningar, meðal annars
á Hátíð hafsins, Menningarnótt og
við fleiri slík tilefni,“ lýsir Marta
María.
„Svo erum við báðar kvenkyns
málarar og höfum markvisst unnið
í myndlist frá því við útskrifuðumst
úr Myndlista- og handíðaskólanum
árið 2000,“ segir Hulda og bendir
á að þó verkin þeirra séu gerólík
þá rími þau vel saman, enda noti
báðar pensilinn sem verkfæri og
myndi með honum línur. Verk
Mörtu Maríu séu þó mínímalískari
en hennar sem sum hver séu máluð
út frá ljóðum. „Mér finnst málverk
og ljóð tengjast því ljóð eru oft svo
myndræn.“
„Við ætlum líka að velja nokkrar
teikningar og láta þær skríða upp á
vegginn,“ upplýsir Marta María og
bendir á bunka með teikningum
sem eftir er að raða.
Látum teikningarnar
skríða upp á vegginn
Ný málverk og teikningar eftir listmálarana Huldu Vilhjálms-
dóttur og Mörtu Maríu Jónsdóttur mynda sýninguna Roði,
strokur og andrá sem opnuð verður í Listasafni ASÍ á morgun.
Marta María vinnur með akrýlliti og Hulda með olíu. Marta á verkin efst í dálkinum og Hulda, sem er í mynstruðu peysunni, á
málverkið á myndinni til vinstri við þær stöllur. Nú verður draumur þeirra um að sýna saman að veruleika. Fréttablaðið/SteFáN
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
MéR fiNNSt
MáLVeRk og
LJóð teNgJASt þVÍ LJóð
eRu oft SVo MyNdRæN.
Nýlega kom úr safn ljóða eftir Guð-
rúnu Stefánsdóttur frá Fagraskógi.
Guðrún var fædd árið 1893, þriðja í
röð sjö systkina og þar á meðal var hið
þjóðþekkta ljóðskáld Davíð Stefáns-
son. Bókin er gefin út í tilefni af 100
ára afmæli kosningaréttar kvenna
en að útgáfunni standa afkomendur
og velunnarar. Inngang skrifar Ragn-
heiður Guðbjargar Hrafnkelsdóttir en
Guðrún var amma Ragnheiðar.
„Amma var hugrökk og sjálfstæð
kona. Hún naut ekki mikillar mennt-
unar en kom reyndar af frekar vel
stæðu fólki miðað við aðstæður þess
tíma. Henni tókst þó að koma sér í
Kvennaskólann, inn á fjórða ár og
lauk prófi árið 1913. Þetta þótti ágætis
menntun fyrir konu á þeim tíma.
Hún giftist Jóni Magnússyni skáldi
og beyki árið 1930 og eignuðust þau
þrjár dætur á árunum 1930 til 1935
en árið 1940 stofnaði hún svo Nýtt
kvennablað ásamt Jóhönnu Þórðar-
dóttir og Maríu Knudsen. Blaðinu var
ætlað að vera vettvangur og málsvari
íslenskra kvenna í baráttu þeirra fyrir
auknum réttindum. Einnig var mikil-
vægur þáttur í útgáfu blaðsins að birta
ljóð og sögur eftir konur. Þarna voru
íslenskir kvenrithöfundar og skáld að
stíga sín fyrstu skref og þar á meðal
Guðrún frá Lundi. Dalalíf birtist til
að mynda fyrst sem framhaldssaga í
þessu blaði og varð þar mjög vinsæl.
Konurnar sem ritstýrðu blaðinu
með henni féllu svo báðar frá þannig
að eftir 1946 þá stóð hún ein í útgáf-
unni. Hún var að reyna að lifa af þessu
því hún missti manninn sinn 1944 og
stóð uppi sem ekkja með þrjár ungar
dætur. En hún kláraði sig alltaf alveg
rosalega vel í öllu og tókst svona flest
sem hún ætlaði sér.
Hún gaf sér svo tíma til þess að
yrkja en það voru stolnar stundir.
Magnið af ljóðum er því ekki mikið
og handrit engin. Ég safnaði saman
því sem hún birti en svo fann ég t.d.
eitt kvæði sem var skrifað á umslag og
því var haldið til haga vegna þess að
það átti að geyma bréfið.“
Ragnheiður segist velta því fyrir
sér hvort amma hennar hafi litið á sig
sem skáld. „Hún hefur eflaust ætlað
sér það þegar hún var ung. Maðurinn
hennar var þekkt skáld á sínum tíma
og vinur Davíðs bróður hennar. En
þetta eru sömu ræturnar.“
magnus@frettabladid.is
Stolnar stundir að yrkja
ragnheiður Guðbjargar og Hrafnkelsdóttir ritaði inngang að ljóðabók ömmu
sinnar. Fréttablaðið/GVa
Vísur um sólina
ljósið ég þráði og lífið ég kaus
þótt lítil ég væri og umkomulaus,
með vonina í brjóstinu vappaði af
stað:
að vorsólin kyssti mig eins fyrir það.
Hún aftur og aftur í felur þó fór
er ferðina lengdi og ég orðin stór.
en þess vegna kveð ég og syng henni
söng
að sambúðin okkar var aldrei of löng.
Guðrún Stefánsdóttir frá Fagraskógi
(Nýtt kvennablað, júní-september
1945)
40.000
fréttaþyrstir
notendur
Smelltu þér á Fréttablaðsappið og lestu
blaðið hvar sem er og hvenær sem er.
Nálgastu appið á visir.is/fbl eða beint í gegnum:
8 . j a n ú a r 2 0 1 6 F Ö S T U D a G U r24 M e n n i n G ∙ F r É T T a B L a ð i ð
menning
0
7
-0
1
-2
0
1
6
2
2
:4
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
8
1
8
-0
6
F
8
1
8
1
8
-0
5
B
C
1
8
1
8
-0
4
8
0
1
8
1
8
-0
3
4
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
8
s
_
7
_
1
_
2
0
1
6
C
M
Y
K