Fréttablaðið - 08.01.2016, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 08.01.2016, Blaðsíða 24
Fólk| helgin Hér er góð uppskrift að pitsu­ botni sem fengin er að láni hjá vefsíðunni Vinotek.is þar sem finna má fjölmargar girnilegar uppskriftir. Pitsubotn Dugar í tvær stórar pitsur 3 dl vatn/mjólk Hálft bréf þurrger Msk. hunang eða agave-síróp Sjávarsalt Olía 6-7 dl hveiti Hitið vatn/mjólk (til dæmis í ör- bylgjunni) þannig að það verði vel volgt. Bætið út í rúmlega hálfu bréfi af þurrgeri, matskeið af hunangi eða agave-sírópi, klípu af sjávar- salti og skvettu af olíu, hrærið vel saman. Mikilvægt að leysa það vel upp í vökvanum. Látið standa í nokkrar mínútur. Setjið 6-7 dl af hveiti í skál. Gott er að nota venjulegt hveiti og fínmal- að spelt nokkurn veginn til helminga. Eða Farro-hveiti fyrir ítalska stemn- ingu. Blandið gerblöndunni saman við hveitið og látið deigið lyfta sér í a.m.k. rúman hálftíma á volgum stað. Setjið smá hveiti saman við deig- ið og hnoðið það vel. Það á verða teygjan legt og auðvelt meðferðar, þannig að maður geti nánast togað það og teygt að vild. Fletjið út. Mótið deigið á plötuna sem þið ætlið að nota. Það er tilvalið að nota pitsu- skera ef þarf að skera deigið til – til dæmis til að gera það hringlaga. Raðið álegginu á pitsuna. Setjið neðarlega inn í heitan ofn- inn, á hæsta mögulega hitastig, um 250 gráður eða – sem er miklu betra – á grillið þar sem þið náið 300-400 gráða hita. Til að ná stökkri og fínni pitsu er best að nota svokallaðan pitsustein. Það er best að nota hann á grilli og hita þá vel upp áður en platan með pitsunni er sett á steininn. Steinninn gefur frábæran undirhita auk þess sem meiri hiti næst á góðu grilli en í ofni. Það er hins vegar einnig hægt að nota pitsustein í ofni. Hann þarf hins vegar að hitna vel inni í ofninum áður en bökunarplatan með pitsunni er sett ofan á hann. Bakið þar til pitsan er orðin stökk og osturinn hefur bráðnað. föstudagspitsa Þó auðvelt og þægilegt sé að panta pitsur eru þessar heimatilbúnu margfalt betri. heimatilbúnar Pitsur eru bestar þegar þær eru búnar til heima. NordicPhotos/getty algengara er nú en oft áður að sjá fólk renna sér á gönguskíðum, bæði innan borgarmarkanna og uppi í fjöllum. Óskar Jakobsson fór ásamt fleirum af stað með gönguskíða­ námskeið sem hefst um helgina og segir hann fjöldann sem skráði sig á nám­ skeiðið hafa komið mjög á óvart. „Við vorum tvö saman sem fórum af stað með þetta en svo varð algjör sprenging í skráningunni þannig að við þurftum að bæta tveimur vinum okkar við til að kenna með okkur. Upphaflega átti nám­ skeiðið að vera fyrir tuttugu manns en nú hafa hátt í hundrað manns skráð sig,“ segir Óskar. Hann játar því aðspurður að skíðaganga gæti vel orðið nýjasta æðið. „Hlaupageirinn er auðvitað orð­ inn gríðarlega stór hér á landi þann­ ig að þegar snjórinn kemur þá er þetta kannski eðlilegt framhald á því, að skella sér á skíðin.“ lungun fyllt í náttúrunni Óskar iðkaði skíðagöngu öll uppvaxt­ arár sín á Ísafirði en þar hefur sú iðkun verið hvað vinsælust. „Núna sér maður fólk úti um allan bæ, á hverjum grasbala, vera að rölta á skíðum. Ef það er nægur snjór þá er ekkert því til fyrirstöðu að skella sér á gönguskíðin nánast hvar sem er, ég hef séð fólk á gönguskíðum til dæmis á Klambratúni og við Rauðavatn. Íþróttin hefur vaxið mjög með Göngu­ skíðafélaginu Ulli, þeir hafa haldið vel utan um þetta og hafa smitað út frá sér og það hefur farið gott orð af þessu. Þeir sem prófa gönguskíðin finna það líka fljótt hvað þetta er skemmtilegt og góð hreyfing,“ lýsir Óskar. Þegar Óskar er beðinn um að nefna það hvað sé svo skemmtilegt við göngu­ skíðin segist hann varla vita hvar hann eigi að byrja. „Útiveran er það besta við þetta, að vera úti í náttúrunni og fylla lungun af lofti. Svo þarf ekki að bíða í röð eins og þarf að gera í annarri skíða­ iðkun. Þetta er bara hreyfing í ákveð­ inn tíma og svo er gott að koma inn og borða nestið sitt,“ segir hann og brosir. Þó hægt sé að renna sér á göngu­ skíðum nánast hvar sem er segir Óskar kostinn við Bláfjöll vera troðnu braut­ irnar sem þar eru. „Þær gefa manni smá auka og hægt er að fara hraðar um. Þar eru líka brekkur þannig að maður fær meira út úr því.“ gott að læra réttu taktana Eins og áður segir kennir Óskar réttu taktana á gönguskíðum. Hann segir að í raun og veru geti allir farið af stað á gönguskíðunum en að það sé gott að hafa smá grunn til að auðvelda sér sport­ ið. „Gönguskíði eru ekki til að þramma á heldur til að renna sér á. Á námskeiðun­ um förum við í alla tæknikennslu, meðal annars hvernig á að beita skíðunum til að koma sér áfram bæði upp og niður brekkur án þess að vera í miklum vand­ ræðum. Svo eru ýmsir fleiri þættir sem gott er að fara í gegnum.“ Fullt er orðið á námskeiðin hjá Óskari og félögum en hann útilokar ekki að fleiri námskeið verði haldin síðar í vetur. Að lokum vildi hann benda þeim sem huga að kaupum á gönguskíðum að passa að kaupa skíði fyrir sína þyngd. „Þyngd fólks er aðalatriðið sem þarf að hugsa um þegar gönguskíði eru keypt því það þarf að vera spenna í skíðunum sem þarf að vera við hæfi hvers og eins. Ef réttu skíðin eru ekki keypt gæti fólk komist að því að það getur ekki rennt sér eða það kemst ekki upp brekkur.“ allir á gönguskíðum góð hreyfing Þeim sem stunda skíðagöngu reglulega hefur fjölgað umtalsvert á síðustu mánuðum. Óskar Jakobsson kennir á gönguskíðanámskeiði um helgina. Hann segir gott að læra réttu hreyfingarnar og fá þannig grunn til að auðvelda sér sportið. gönguskíðagarpur óskar Jakobsson fór ásamt fleirum af stað með gönguskíðanámskeið sem hefst um helgina og segir hann fjöldann sem skráði sig á námskeiðið hafa komið mjög á óvart. hann iðkaði sjálfur skíða- göngu öll sín uppvaxtarár á Ísafirði. MyNd/steFÁN 365.is Sími 1817 RÉTTUR Í MARAÞONI Þriðja þáttaröðin af Rétti sló svo sannarlega í gegn á síðustu vikum. Nú eru þessir nýju þættir af Rétti ásamt fyrri þáttaröðunum tveimur komnir á Stöð 2 Maraþon. Á Stöð 2 Maraþon finnur þú yfir 1.000 klst. af frábæru sjónvarpsefni sem þú getur horft á hvenær sem þér hentar. STÖÐ 2 MARAÞONFYLGIR ÁSKRIFT AÐ SKEMMTI- PAKKANUM! 0 7 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :4 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 1 8 -0 6 F 8 1 8 1 8 -0 5 B C 1 8 1 8 -0 4 8 0 1 8 1 8 -0 3 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 7 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.